Dagur - 19.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 19.08.1989, Blaðsíða 7
Uugatctasur 19, ágýsl^ = ÐAGUR = 7 Kristinn G. Jóhannsson skrifar Ba k þan kar Gullaugu Það var ekki björgulegt hjá mér ástandið eftir að ég hafði birt síðustu bakþanka mina. Ekki voru þeir fyrr komnir út á þrykk en tilkynnt var að Dagur hefði fengið heimild til greiðslustöðv- unar vegna offjárfestingar. Þetta virðist fylgja mér þar sem þetta er ekki fyrsta Akureyrar- blaðið sem ég skrifa í sem lend- ir jafn harðan í verulegum erfið- leikum með lausafé og svaka- legan fjármagnskostnað. Þá bætti ekki úr skák að mér hafði orðið á þegar ég var að lýsa heyskapnum á lóðinni minni að líkja frú Guðbjörgu viö „vissan stjórnmálaforingja" og nefnt þau í sömu málsgreininni. Frú Guðbjörg hefur ekki yrt á mig síðan og á þessari stundu ekki neinna breytinga að vænta í þeim efnum. Síðan kom versl- unarmannahelgin með hefð- bundinni dagskrá og eftirleik sem hefur veirö sá sami frá því ég man eftir mér fyrst fyrir utan það að nú eru fjölmiðlarnir fleiri, fyrirsagnirnar stærri og unga fólkið fjölmennara og betur búiö farartækjum. Verslunarmannahelgarfárið minnir mig aftur á það að í lóð- inni minni birtist þegar hún kom undan snjó í vor dálítið horn syðst sem reyndist þegar vora tók með fjölbreyttari gróðri en aðrir garðpartar. Ég þóttist sjá vegna glöggskyggni minnar aö þarna væri aðallega arfi, njóli, rabbarbari og síðan fíflar og annar skrautgróður. Mér fannst þetta býsna fallegt garðshorn og ákvað með sjálfum mér að friða þaö í þessu upþrunalega ástandi. En aldeilis ekki. Ég var ekki fyrr búinn að taka ákvörðun um þessa náttúru- vernd en frú Guðbjörg uppgötv- ar að þarna muni fundinn kartöflugarður landareignarinn- ar. Það var nú Ijóta aflagið. Umhverfisverndin mín og óspillt náttúran var þar með fyrir bí. Flestir þekkja af eigin reynslu framhaldið. Það þarf aö hvolfa við moldinni, búa til beð og í stuttu máli eyðileggja allan fyrri gróður nema rabbarbarann sem fékk að vera i friöi í sínum reit. Síðan fékk ég í hendurnar kart- öflurnar sem um þetta leyti líkj- ast einna helst risakóngulóm, ósköp ólystugar að sjá meö spírur í allar áttir. Þær voru nú jarðsettar, viðhafnarlítið. Þeirri hugsun skaut að vísu upp hjá mér aö greftrun lokinni 96 nú yrðu þær vonandi til friðs. En nú hófst meðgöngutíminn sem er karlmönnum erfiður eins og kunnugt er. Brátt fór að grænka á ný og óx nú upp samtímis tvenns konar gróður og var annar fljótsprottnari en hinn. Það var arfinn. Þegar ekki sá lengur í kartöflugrösin sem áttu þó að vera aöalatriðið voru gerðar viðeigandi ráðstafanir og farið aö reita upp á gamla móðinn. Það er kengbogið verk og reyndist harla tilgangslaust þar aö auki þar sem beðin urðu brátt aftur ósköp húnaversleg ásýndum svo aö endurtaka þurfti aðgerðina og svo aftur og aftur. Ég léttist um þrjú kíló og var orðinn ögn hokinn í göngu- lagi þegar ég gafst endanlega upp. En mikið varð ég samt hissa eins og „viss stjórnmála- foringi" veröur líka stundum þegar mér verður í örvæntingu minni kraflað niður í eitt beðið og kem upp með þessa dýrindis kartöflu sem hafði gullaugu og hafði þrátt fyrir óhrjálegt yfir- borð garðholunnar náð þessum góða þroska og drengilega augnaráði. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir það að í matjurtaakri mínum örli tæpast fyrir kartöflugrösum vegna þess að annar gróður hefur yfirgnæft þau, tek ég dag- lega upp þessar fagureygu ávexti sem hafa ekki látið ill- gresisflækjuna hefta eðlislæga glaðværð sína og þroska held- ur vaxið rótt eins og þeir hafi verið í dýrindis gróörarmold og stjanað við þá á alla lund. Af þessu máttu þjóð mín sjá að þrátt fyrir að arfinn verði stundum svo áberandi í garðin- um okkar að hann virðist ætla að kæfa annan og eftirsóknar- verðari gróður er óþarft að örvænta. Það koma stundum yfir okkur verslunarmannahelg- ar þegar okkur finnst yfirborðið ekki ýkja ræktarlegt. Við fár- umst yfir þessu í nokkra daga en látum þó eins og allt sé þetta sjálfsprottið og komi okkur varla við nema sem fyrirsagnaefni og söluvara. Til allrar hamingju vit- um við líka aö þrátt fyrir það sem mest er áberandi á yfir- borðinu þá eru gullaugun þarna alls staðar og halda áfram að þroskast hvað sem hver segir. Það skaðar hins vegar ekki að við léttum þeim vöxtinn með því að hirða dálítið betur um garðinn sem við þykjumst eiga og viljum ráða yfir. Það standa nokkrir njólar við syðsta beöið í kartöflu- og arfa- garðinum mínum. Þeir minna mig einna helst á fjölmiðla þar sem þeir standa hnarreistir, trénaðir og gráðugir og halda að garöurinn sé til þeirra vegna. Kr.G.Jóh. Húsnædi! Til sölu endaíbúð í 2ja hæða raðhúsi í Lundarhverfi, 5 herb. og bílskúr. Vil kaupa 4-5 herb. sérhæð í tvíbýlishúsi á Brekk- unni. Skipti ntöguleg. Uppl í síma 22431 um helgina og eftir kl. 19.00 virka daga. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild Innritun hefst mánudaginn 21. ágúst og stendur til 31. ágúst. Skólameistari. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur Við Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi er laus til umsóknar kennarastaða í rafeindavirkjun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 25. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið. FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSBANKA Gott veður en erfið færð - segja hjónin Georg og Ellen Popping frá Hamborg Þau hjónin Georg og Ellen Popping frá Hamborg í Þýskalandi urðu á vegi blaða- manns þar sem þau voru að taka saman föggur sínar á tjaldstæðinu á Hvammstanga. Fararskjóti þeirra hjóna vakti athygli og þó svo að ekki sé um að ræða nema 17 hestöfl sem knýja hjól og hliðarvagn þá hefur gripurinn staðið fyrir sínu á íslenskum vegum. Víða máttu þau þó hverfa frá vegna ófærðar; komust til að mynda ekki í Land- mannalaugar og á Hveravelli vegna þeirra óbrúuðu áa sem þarf að leggja að baki. Þau hjón höfðu verið hér á landi í um tvær vikur. Hjólið kom með skipi til landsins en sjálf komu þau fljúgandi. Þau höfðu farið um Suður- og Aust- urland og líkað vel. Sérstaklega voru þau ánægð með tjaldstæðið á Hvammstanga og þá kyrrð sem þar ríkti. Þetta er í annað sinn sem Georg heimsækir ísland. „Ég var hérna fyrir sex árum í júlí og ágúst og þá lenti ég í snjókomu. Við höfum hins vegar verið mjög heppin með veður núna,“ sagði hann og um leið byrjaði að rigna á Hvammstanga. ET Þau treystu sér ekki yfir Kjöl og ætluðu því að fara þjóðvt-ginn áleiðis til Reykjavíkur. Mynd: et ÍSLANDS Landsbréf hf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um starf framkvcemdastjóra. Umsækjandi þarf að hafa viðskiptafrceði-, hagfrceði- eða aðra sambœrilega menntun. Frumkvæði og sjálfstœði í starfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á: Stjóm Landsbréfa hf, do Landsbanki íslands, Austurstræti 11, 3- hæð, Póstbólf 170, 155 Reykjavík. Nánarí upplýsingar um starfið veita Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjórar. LANDSBRÉF HF. Verðbréfamarkaður Landsbankans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.