Dagur


Dagur - 19.08.1989, Qupperneq 5

Dagur - 19.08.1989, Qupperneq 5
tómstundir Laugardagur 19. ágúst 1989 - DAGUR - 5 l nant *s>,',n± Qí ' " " ' - StlOAQ - Með ílag í fóstri - spjallað við Brynhildi Bjarnadóttur: „Það gefur mér gleði í hjarta að sjá gróa upp“ Gróskumikið gras og blóni vaxa nú þar sem í fyrra var moldarbarð og fer- metri eftir fermetra af flagi er nú gróðri þakið. - Brynhildur virðir fyrir sér landvinningana. Myndir: im. Fasteigna Glerórgötu 28 2. hœð torgið Sími 21967 Sölustjóri Björn Kristjönssson, heimasími 21776 logmadur Asmundur S. Jóhonnsson Fp Fé'ag (asleignosala Fjöldi fólks ver drjúgum hluta sinna tónistunda til garðyrkju og unir sér hvergi betur en úti á Ióð, vinnandi öll þau hand- tök sem vel hirtur garður krefst af sínum umsjónaraðila. Garðurinn hennar Brynhildar Bjarnadóttur, Ijósmóður að Garðarsbraut 38 á Húsavík er fallcgur og vel hirtur. Sunnan undir vegg hússins er rósabeð, pottur með eyrarrós stendur á hlóðum og umhverfis hann skiptast á blómplöntur og aust- fírskir steinar. En Brynhildur lætur sér ekki nægja að yrkja garðinn sinn, hún heldur vel til haga öllu Iífrænu efni sem til fellur í garðinum og færir flag- inu sínu það. Brynhildur til- heyrir nefnilega hópi þess ágæta fólks sem tekið hefur flag í fóstur. - Brynhildur er beðin að segja frá fósturbarninu sínu og hvenær hún hafi tekið það að sér. „Það var ábyggilega í fyrravor sem mér datt þetta í hug, mér fannst svo heillandi það sem ég las um í blöðunum að fólk á Suðurnesjum hefði gert með því að taka flag í fóstur. Þessi sár eru alls staðar í kring um mann og mér finnst alveg grátlegt að henda, eða grafa niður í jörðina allt það efni sem hægt er að nota til að græða upp sádn með. Það má nota allt mögulegt til upp- græðslunnar, ég fer með þökur, grasið af lóðinni, arfann sem ég reiti, grastodda og blóm sem þarf að grisja. Rabarbarablöðkurnar eru aldeilis ljómandi góðar, því þær verða að þessum fína áburði svo fljótt.“ - Er mikil vinna að koma þessu fyrir í flaginu? „Nei, ekki nein fyrirhöfn. Þetta er svo ótrúlega lítið verk, það er ekkert meira verk en að fara með þetta á ruslahaugana.“ Flagið hennar Brynhildar er sunnan við Húsavíkurbæ, ofan við veginn skammt vestan Gvendarsteins. Það er ekkert smáflag sem Brynhildur hófst handa við að græða upp, enda er hún ekki vön að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Bryn- hildur segir að ekki beri mikið á ræktunarframkvæmdunum sín- um þegar að flaginu er komið, en þegar komið er upp að horninu hennar sést að landvinningarnir nema býsna mörgum fermetrum. Þarna kennir margra grasa, bók- staflega, og blómplöntur og steinbrjótar virðast ætla að dafna vel. - Ertu ákveðin að halda áfram við uppgræðsluna og hvað held- urðu að margar gerðir af plöntum hafi tekið sér bólfestu í flaginu nú þegar? „Já, ég ætla að halda þessu áfram. Það fer allt dót þarna í, allt sem hægt er að nota og nýta. Eg veit ekki hvað plönturnar eru margar; það er grasið, fleiri teg- undir af því cn ég kann að nefna, og svo eru komin þarna, smá- blóm. Ég get aldrei munað nöfn á blómum, en sum blóm æða um allt og þá er ágætt að taka það sem maður vill ekki hafa og finnst vera til óþurftar og sctja í flagið í stað þess aö henda á haugana. Garðabrúða dafnar vel þarna og gleym mér ei, fjóla og valmúi.“ - Hvað gefur það þér að verja tómstundum á þennan hátt? „Það gefur mér gleði í hjarta að sjá gróa upp. Það er svo mikið hægt að gera og ég er búin að hugsa um það í mörg ár hvernig öllu er hent. Svo sá ég úti í Noregi í fyrrasumar hvernig gras og fleira er notað til uppgræðslu og eins sag og kurl frá timbur- verksmiðjum sem er hrært saman við moldina. I Noregi er ekki uppblástur eins og hérna en ég sá þetta í beðum í bæjum og þar sem verið var að græða upp eftir vegagerð. Allt svona var nýtt. Það er auðvitað mikið verk og erfitt að dreifa öllu moði sem til fellur á sveitabæjunum : mela og svæði sem eru að blása upp. Þetta er hægt og talsvert gert af því en það þarf miklu meira til. Það er ekkert betra til uppgæðslu en moðið.“ - Nú í sumar hefur fólk verið beðið að losa úrgang úr görðum sínum í gám við sundlaugina, og Rimasíða: 114 fm raðhús á einni hæð. Hvannavellir: 5 herb. e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Góð eign á góðum staö. Hvammshlíð: Einbýlishús, 259 fm 9 herb. á tveimur hæðum. Innbyggður tvöf. bílskúr i kjall- ara. Möguleiki á að innrétta litla ibúð. Bakkasíða: Einbýlishús, 109 fm 5 herb. ásamt bílskúr. I smíðum, selst á öllum byqqinqastiqum, í dag fokhelt. Grenivellir: Parhús, 118 fm hæð og ris. 5 herb. Bílskúrsréttur mögul. Til afh. strax. Tjarnarlundur: Einstaklingsib. ájarðhæð, 39 fm. Seljahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð ásamt bflskúr. Góð eign. BJARMASTÍGUR: Einbýlishús á þremur hæðum, 435 fm. EIKARLUNDUR: 240 fm einbylishus á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. RÁNARGATA: 3ja herb. e.h. 101 fm. TUNGUSÍÐA: 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. hann síðan notaður til upp- græðslu. Hefur þú orðið vör við að margir einstaklingar séu búnir að taka flög í fóstur? „Ég hef ekki tekið eftir því, en ég fer ekki víða svo það getur vel verið án þess að ég verði vör við. Langt frá séð finnst mér t.d. ekki takast nokkur skapaður hlutur eftir því sem ég er að gera þarna í flaginu. Þegar ég hef ferðast um landið og hér fram um sveitir hef ég tekið eftir að gamalt hey hefu'r verið sett í rofabörð. Það er fljótt að gróa upp þar sem þetta er gert, því í þessu er mikið af fræi og svo fýkur í þetta líka.“ - Heimsækirðu flagið þitt oft? „Alltaf annað slagið, og þegar ég er búin að safna einhverju fer ég með það í flagið.“ - Hvernig finnst þér hafa til tekist með átakið í ræktunarmál- um á Húsavík í sumar? „Ég veit ekki nóg um allt sem búið er að gróðursetja til að segja til um það. En ég sé ekki að neitt hafi veriö unnið í sárunum sem eru meðfram vegunum hér í kring. Það þyrfti að tala við þá sem eru með fjárbúskap hér í nágrenninu og fá hjá þeim allt moð sem til fellur yfir veturinn og setja það í sárin, en láta ekki henda því eða brenna. Það er hægt aö græða upp með því og fegra ásýndina á landinu.“ - Nú er garðurinn þinn falleg- ur. Hefurðu mikinn áhuga á garðyrkju? „Já, mér finnst óskaplega gam- an að þessu en það verður að Brynhildur við bóndarósina í garðinum viö Garðursbraut 38. gæta að því að þetta vaxi manni ekki yfir höfuð svo ekkert sé hægt að komast frá. Það er kannski svolítil freisting stundum, að bæta við í garðinn. Það ætti cnginn að vera með blóm sem ekki hefurgaman af að hugsa um þau því annars verður þetta eins og villigróður. Mörg- um finnst leiðinlegt að reita arfa, en mér finnst gaman að reita arfa. I fyrsta lagi er gaman að hreinsa og sjá moldina hreina á eftir, og í öðru lagi kann ég ekki að liggja í sólbaði. Ég lærði það aldrei. Þegar ég var að alast upp voru sumargestir í sveitinni og aldrei meira að gera en þá. Mér finnst gott að vera úti og að hafa eitthvað að gera í garðinum og þá getur verið vont að vera búin að rcita allan arfa og hafa ekkert að gera. Það voraöi svo seint að garður- inn verður ekki virkilega fallegur í sumar, mér finnst allt vera mán- uði seinna en venjulega." - Hefurðu ort eitthvað um flagið þitt? „Nei, það held ég ekki, bara yrkt það með puttunum. Það er fallegt erindið hans Bjarna Ásgeirssonar: Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sál manns kirkja. sáning bænargjörð. Vorsins söngvaseiður, sálmalögin hans, blómgvar akurbreiður, blessun skaparans." Þetta finnst mér aldrei nógu oft sungið.“ 1M

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.