Dagur - 19.08.1989, Side 9

Dagur - 19.08.1989, Side 9
8 - 0AGUR - Laugardagur 19. ágúst 1989 - Olafur Hergill Oddsson héraðslæknir í viðtali um útihátíðir og fleira Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir í Norðurlandshéraði eystra, er hæglátur maður og lætur ekki mikið á sér bera í fjöl- miðlum eða annars staðar. Ummæli hans um útihátíðir og ábyrgð foreldra á börnum sínum sem fram komu í viðtali við fréttamann sjónvarps um nýliðna verslunarmannahelgi, komu hins vegar róti á marga. Jakob Magnússon Stuðmaður sagði í sjónvarpi stuttu síðar að „einhver læknir að norðan“ hefði verið á ferð með ljósmyndara og látið taka myndir af því versta sem hann fann. Þessu vísar Ólafur á bug. Hann vill heldur ekki tala um Húnavershátíðina sem slíka, heldur vill hann líta á þessa mestu ferðahelgi ársins og það hvernig æska landsins ver henni, í miklu stærra samhengi. Um þetta og margt annað er Ólafur í helgarviðtali DAGS, en fyrst; hver er maðurinn? Olafur er einn sex systkina, fæddur að Reykjalundi í Mosfellssveit, en þar var faðir hans Oddur Ólafsson, síðar alþingismaður, yfir- læknir á vinnuheimilinu í 25 ár. Móðir hans Ragnheiður Jóhannes- dóttir var hárgreiðslukona þegar þau hjónin kynntust og nokkur ár þar á eftir, en síðan húsfreyja, fyrst á Vífilsstöðum en síðan á Reykjalundi. Á þessum árum var Mosfells- bær bara sveit og raunar segist Ólafur engan veginn vera sáttur við það að þurfa nú að tala um Mosfellsbæ. „Mér finnst þetta eigin- lega algjör misþyrming á nafninu og óþarfi að breyta því þó svo að um fjölmennara sveitarfélag sé að ræða,“ segir hann. Eyðimerkurbílnum stolið Hann segir það hafa verið gott að alast upp í sveitinni og njóta frelsisins, ekki aðeins þar heldur líka á Fjalli á Skeiðum þar sem hann var tvö sumur hjá sómafólki. Mjólk var sótt til heimilisins á nærliggjandi bæi og samskiptin við dýrin mikil. „Eg held að ég hafi líka haft gott af því að kynnast sjúkl- ingunum og sjá að það voru ekki allir heil- brigðir og margir glímdu við sjúkdóma og fötlun en voru samt að brjótast til sjáfstæðis með vinnu og með því að umhverfið væri lagað að þeirra þörfum og getu,“ segir hann. Bíla þurfti ekki að varast að ráði en hins vegar hefði þurft að passa bílana betur fyrir þeim félögunum. „Já það var nú ansi gróft. Þannig var að þegar Bretarnir voru hér þá fengu þeir sendingu af kanadískum eyði- merkurbílum. Peir duttu nokkrir í sjóinn í uppskipun og Reykjalundur eignaðist einn þessara bíla. Þessum bíl stálum við gjarnan strákarnir á Reykjalundi. Sá elsti, sem var kannski tíu eða tólf ára, kom honum einhvern veginn í gang og síðan mönuðum við hver annan upp í þessu. Yfirleitt var keyrður einhver hring- ur í plássinu og auðvitað aldrei úti á þjóð- vegum. Þetta komst auðvitað upp og við vorum oft skammaðir fyrir þetta uppátæki. Prófdómararnir í Hafnarfirði töluðu hins vegar gjarnan um það hvað við þurftum fáa ökutíma og sögðu okkur vera áberandi örugga á bílunum.“ Sautján ára fái æfingarleyfí Talið berst að bílprófinu eins og það er í dag og þar vill Ólafur innleiða umtalsverðar breytingar. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að taka upp svipað kerfi og er í Banda- ríkjunum og Kanada og fyrsta árið eigi fólk ekki að fá full réttindi til að aka bíl, heldur eins árs æfingarleyfi þar sem fullorðinn og ábyrgur ökumaður skuli sitja við hlið við- komandi.“ Hann nefnir fleiri atriði umferðarmenn- ingarinnar og telur okkur íslendinga vera alltof lengi að taka upp nýjungar sem hafi sannað og sýnt gildi sitt erlendis. Bílbelti í aftursæti eru eitt dæmi. „Mér finnst að við eigum ekki að leyfa það að bílar séu án þeirra," segir hann. Hraðahindranir í íbúð- arhverfum og aukin notkun almenningsfar- artækja berast líka i tal. „Mér finnst að það eigi að stjórna því með sköttum að fólk noti strætisvagna. Bílaeign okkar íslendinga er orðin heimskulega mikil, liggur mér við að segja, því það er ótrúlega mikil sóun sem felst í því að einn maður aki sjálfum sér í og úr vinnu á einu til tveimur tonnum af járna- rusli.“ Þetta gat ekki verið spennandi starf Læknissonurinn ætlaði á yngri árum að verða fiugumferðarstjóri en af því starfi hafði hann hrifist þegar hann fór í starfs- kynningu til Reykjavíkur. „Mér fannst pabbi vera það upptekinn og mikið að heim- an og hafa svo mikið að gera að þetta gæti ekki verið spennandi starf. Þegar ég svo sextán ára gamall var að sækja um að kom- ast sem skiptinemi á vegum AFS-samtak- anna til Bandaríkjanna, þurfti ég að skrifa hvað ég stefndi að því að verða. Til þess að skrifa eitthvað setti ég bara læknir,“ segir Ólafur og brosir. í Detroit í Michigan var hann í eitt ár og þar hafði fólk auðvitað lesið umsókn piltsins. „Ég var meðal annars spurður að því í hverju ég ætlaði að sérhæfa mig. Aftur varð ég svara einhverju til og sagðist sennilega myndi fara í krabbameins- lækningar." Kom til greina að fara í norræn fræði Þegar þetta var hafði Ólafur hafið nám í Menntaskólanum á Akureyri og til þess að missa ekki af félögunum tók hann fimmta bekk utanskóla. „Eg gat ekki hugsað mér að missa af hópnum, mér fannst þetta svo dýrmætt," segir hann. Hann hafði byrjað í stærðfræðideild en „verteraði“ í máladeild þegar kom í sjötta bekk. „Ég átti frekar létt með að læra tungumál en stærðfræðin var mér erfið og ég ákvað að skipta.“ Aðspurður hvort málabrautin hafi orðið fyrir valinu vegna einhvers framhaldsnáms sem þá hafi verið komið inn í myndina segir hann það ekki hafa verið. Og þó! „Ég var með alveg frábæra íslenskukennara, fyrst Árna Kristjánsson og síðan Gísla Jónsson. Þetta er náttúrlega svo eftirminnilegt að hafa lært íslensku hjá þessum stórkostlegu fslenskumönnum og raunar var ég töluvert farinn að velta þvt fyrir mér að fara í norræn fræði. Ég held hins vegar að ég hafi eigin- lega setið fastur í hugmyndunt um læknis- starfið eftir Bandaríkjadvölina.“ Námid þrældómur Nú var hins vegar að því komið að velja. Ólafur segist hafa rætt við föður sinn og hann hafi sagt honum frá sínu viðhorfi og! reynslu af starfinu. „Ég rttan að hann sagði að þrátt fyrir mikið annríki þá hefði þetta gefið honum rnikið," segir Ólafur. Hann minnist þess að hafa verið þreyttur; á náminu strax frá upphafi. „Mér fannst ég; varla vera tilbúinn að fara í háskólanám og eftir á að hyggja held ég að maður hefði átt að breyta til og vinna í eitt eða tvö ár. Nám- ið var í rauninni mesti þrældómur og ég held að ég hafi gert mér mun hærri drauma um Háskóla íslands heldur en mér fannst hann standa undir. Mér fannst ytra og innra umhverfi skólans vera frekar þurrt og ef til vill hafa þau litlu kynni sem ég hafði af háskólum í Bandaríkjunum gert saman- burðinn óhagstæðan. Þetta á við um fyrstu þrjú árin en eftir að við fórum að vinna inni; á sjúkrahúsum og við fólk þá var þetta allt annað.“ „Oddsson-klanið“ til Svíþjóðar Kandídatsár sitt tók Ólafur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og að því loknu; réðist hann sem aðstoðarlæknir hjá Þóroddi Jónassyni þáverandi héraðslækni. Hann minnist þess frá árunum sem aðstoðarlæknir að vinnuálag hafi verið óhemjulega mikið. „Það var virkilegur þrældómur á aðstoðar- læknum hér á Akureyri," segir hann. Við þetta bættist svo að Þóroddur var talsvert fjarverandi vegna veikinda og Ólafur þurfti því að taka ýmsar ákvarðanir sjálfur. Ólafur segir það hafa verið mjög lær- dómsríkt að vinna með Þóroddi Jónassyni en þarna segist hann hafa fundið fyrir því að sig vantaði einhverja menntun varðandi- stjórnun heilbrigðismála. Til þess að mæta þessu sótti hann á árunum 1975 til 1979 nám og námskeið í embættislækningum í Gauta- borg. Raunar hittist þannig á að þeir fóru utan tveir bræðurnir Ólafur og Þengill. „Við vorum kallaðir Oddsson-klanið," segir hann og hlær. Ólafur minnist þess sérstaklega hvað það var mikilvægt að heyra að fólk í sams konar störfum þekkti þau vandamál sem hann hafði átt við að etja sem ungur og óreyndur aðstoðarmaður héraðslæknisins. „Mér þótti voðalega óþægilegt að geta ekki leyst öll Laugardagur 19. ágúst 1989 -’DAGOR - 9 mál og fannst ég stundum vera ómögulegur. Sennilega er það eitt af því erfiðasta við það að vinna sem læknir, að þurfa að sætta sig við að það koma upp mál þar sem ekki er hægt að finna orsakir,“ segir hann. Alvarlegur skortur á aðstoðarlæknum Óhóflegt vinnuálag aðstoðarlækna hefur verið í umræðum undanfarið og Ólafur segir að á næstu árum megi búast við mjög alvar- legum skorti á aðstoðarlæknum. „Þetta er mjög slæmt í dreifbýli landsins þar sem aðeins fást læknanemar til starfa. Þetta gengur blessunarlega vel en þetta er samt sem áður rangt. Það er rangt að senda læknanema sem hefur ekki aflað sér nægi- legrar reynslu í það að standa einn og óstudd- ur langt frá allri þjónustu,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort þetta geti verið lagalegt vandamál ef upp koma læknamistök segir Ólafur að svo sé ekki þar sem ráðuneytið setji þessa menn með fulla ábyrgð og rétt- indi í ákveðinn tíma. „Það er hins vegar erf- itt að sakast við mann sem er ekki full- menntaður þannig að það er hugsanlegt að landlæknir eða ég sem héraðslæknir teflum þarna á tæpasta vað.“ „Það eru ekki sannar heimilislækningar“ Árið 1977 skipuðust mál þannig að Ólafur tók að fullu við embætti Héraðslæknis á Akureyri. „Það má segja að aðstæður hafi þröngvað mér út í stjórnun heilbrigðismála svona snemma. Þegar ég var beðinn um þetta sagðist ég ætla að prófa í eitt ár en þau eru svo orðin tíu, ef tveggja ára dvöl í Kanada er dregin frá,“ segir hann. Árið eftir var sú breyting gerð að stofnað var embætti Héraðslæknis Norðurlandsumdæmis eystra sem Ólafur gegnir nú. Hann er hættur að „praktísera“ vegna embættisins. „Þessu fylgja mikil ferðalög og það er ekki hægt að bjóða sjúklingum upp á það að maður þurfi alltaf að fá einhvern fyrir sig. Það eru ekki sannar heimilislækningar." Ekki var setu á skólabekk með öllu lokið því á árunum 1981-1983 var fjölskyldan öll í Kanada þar sem Ólafur stundaði Masters- nám í heimilislækningum með styrk frá Kelloggs fyrirtækinu sem allir íslendingar þekkja fyrir gómsætar kornflögur. „Síðan hef ég alltaf verið hrifinn af Rás 1 Ólafur er giftur Kristínu Sigfúsdóttur fram- haldsskólakennara og eiga þau þrjá syni. „Það er nú saga á bakvið það,“ segir hann þegar ég spyr hvar þau hafi hist. „Ég og Þor- steinn P. Gústafsson viðskiptafræðingur hittumst einhverju sinni í kaffitíma í háskólanum. Þetta var í byrjun ágústmán- aðar 1969 og hann sagðist vera að fara aust- ur í Vopnafjörð að lesa; þar sé svo gott að einbeita sér í kyrrðinni. Ég fékk strax áhuga á þessu og ákvað að skella mér með, þó ekki fyrr en ég hafði fengið hann til að sam- þykkja að við tækjum með okkur útvarp. Við sátum svo í fimm vikur á eyðibýlinu Leifsstöðum í Selárdal og lásum, en gáfum okkur líka tíma til að njóta lífsins, veiða lax og skjóta til matar og þess háttar. Útvarpið kom sér vel því þar hlustuðum við á auglýs- ingar um sveitaböllin, og á einu slíku hitti ég Kristínu," segir Ólafur. „Síðan hef ég alltaf verið mjög hrifinn af Rás 1,“ bætir hann við. Hann viðurkennir síðan að árangur próf- anna hafi verið eitthvað minni en það er ekki fyrr en Kristín kemur til að fylla í eyð- urnar að það kemur fram að þeir félagar kynntu sig á ballinu sem bændur á Leifs- stöðum. Óþolandi að hér væru tvær stéttir Sem héraðslæknir hefur Ólafur náið sam- starf við lækna, lögreglumenn og sýslumann og hefur því aðgang að öllum upplýsingum er varða til að mynda fíkniefnamál. „Það hefur verið tilfinning þessara manna alveg fram undir þetta að hér væri þetta ekki vandamál. Auðvitað eru ávana- og fíkniefni í gangi hérna. Þetta virðist hins vegar í það þröngum og lokuðum hópi að það hefur ekki rekið á fjörur okkar læknanna. Á öll- um þeim bæjarvöktum sem ég hef tekið í gegnum árin hef ég aðeins tvisvar verið kall- aður til fíkniéfnaneytenda. Vegna þessa hefur það verið skoðun okkar hér að það sé tvíéggjað að vera með fræðslu um þessi mál, því hún geti hreinlega haft öfug áhrif.“ Bjórinn kemur til tals og ðlafur segist hafa verið andvígur því að hann væri leyfð- ur. „Mér fannst það hins vegar óþolandi ástand að hér í landinu væru tvær stéttir; bjórstéttin og hin bjórlausa. Mér fannst ekki nokkurt siðgæði í því að sjómenn, flug- menn og Islendingar sem höfðu efni á að fara til útlanda mættu drekka bjór en hinum væri neitað um þetta. Það hefði verið heil- brigðara að banna bjór algjörlega. Þegar þetta hins vegar varð ofan á þá hefði ég vilj- að sjá lengri aðlögunartíma og meiri undir- búning, til dæmis umræðu urn það hvaða styrkleika af bjór ætti að leyfa. Nú þegar bjórinn er kontinn er það svo mjög mikil- vægt að við höldum uppi aðhaldsstefnu í áfengismálum,“ segir hann. „Var mjög sjokkeraður“ Ummæli Ólafs í sjónvarpsfréttum á dögun- um vöktu mikla athygli. Hann var staddur á útihátíðinni í Húnaveri, ekki aðeins í embættiserindum heldur einnig af forvitni. „Ég hafði sjálfur tekið þátt í mörgum úti- hátíðum sem gestur eða starfsmaður, til dæmis í Saltvík, Húsafelli, Ásbyrgi og á Melgerðismelum. í fyrrasumar tók ég þátt í að skipuleggja Fjör ’88 sem haldin var á Melgerðismelunt," segir hann. Ólafur skilaði skýrslu um þessa hátíð og reynslu sína og hefur henni verið dreift til héraðslækna, í ráðuneyti og víðar auk þess sem m.a. læknar í Vestmannaeyjum og á BlÖnduósi höfðu hana til hliðsjónar um síð- astliðna verslunarmannahelgi. „Ég var mjög sjokkeraður eftir Fjör ’88 og hef hugsað mikið um hana síðan. Þarna skapaðist í rauninni mjog hættulegt ástand,“ segir Ólaf- ur. Þetta var ömurlegt „Ég var búinn að segja við héraðslækni Norðurlandshéraðs vestra að ég væri hrædd- ur um að þessi hátíð í Húnaveri myndi verða erfið og þegar ég heyrði í fréttum að þar gengi allt mjög vel, varð ég undrandi og glaður. Mig langaði til að sjá af hverju þeim hefði tekist betur en okkur við undirbúning og framkvæmd slíkrar hátíðar og renndi því þarna vestur ásamt fulltrúa frá sýslumanns- embættinu, sem hafði unnið með mér að undirbúningnum á Melgerðismelum, og lög- reglufulltrúa. Að ég hafi verið með ljós- myndara eða myndatökumann með ntér er hins vegar ekki rétt.“ Ólafur stoppaði aðeins í tvo til þrjá tíma í Húnaveri, um kvöldmatarleytið á laugar- deginuin, en hann segist hins vegar telja sig þekkja þessi ntál það vel að hann viti hvaða atriði vitni um ástandið á staðnum. „Við búum við skoðanafrelsi og auðvitað mega þeir sem þarna stjórnuðu hafa þá skoðun að þetta liafi allt gengið mjög vel. Ég hef bara allt allt aðra skoðun. Þegar ég kem á hátíð þar sem áfengisneysla er ofboðsleg og börn og ungmenni liggja „dauð“ vegna drykkju á víð og drcif fyrir hunda og manna fótum, hreinlætisaðstaða er í slæmu ásigkomulagi og rusl og glerbrot íljóta yfir allt, þá hef ég ekkert annað orð yfir það en „ömurlegt". Það er ömurlegt að tugir ungmenna liggi dauð vegna áfengisneyslu þó svo að allir hinir geti skemmt sér ágætlega. Þetta er mannleg eymd og siðferðisleg niðurlæging hjá þessum ungmennum því það veit enginn fyrir hverju hann verður í slíku ástandi." „Ég sætti mig ekki við þetta“ Ólafur vill ekki einblína á Húnaver og ábyrgð þeirra sem fyrir hátíðinni stóðu. Mergur málsins telur hann að sé útihátíðir almennt og það að þjóðfélagið hafi viður- kennt að núverandi fyrirkomulag sé eðlilegt segist hann ekki sætta sig við. „Þegar börn og ungmenni eru farin að drekka samfellt í allt að fjóra daga þá getur enginn sannfært mig um að þetta sé eðlilegt," segir Ólafur. Honum er greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræðir um þessi mál. Hann telur að þegar börn vakni upp frá „dauðurn", illa til fara þá eigi ekki bara að láta þau labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist. Barna- verndarnefndir eigi að sjá til þess að reynt sé að ná í foreldrana til þess að sækja börnin. Stærst er ábyrgðin hins vegar hjá foreldr- unum. „Við megum ekki afhenda foreldra- valdið til einhverra mótshaldara eða lög- gæslumanna þó svo að þeir séu allir af vilja gerðir,“ segir hann. Hann segist í rauninni ráða foreldrunt frá því að senda börn sín á samkomur sent þessar. „Ef þau treysta sér ekki til þess að taka slíka ákvörðun þá eiga þau að fara með börnunum og þetta eiga að vera fjölskylduhátíðir. Það verður að nást einhver eining á landsgrundvelli um nýja tegund útihátíða, og þá ekki þannig að eitt sveitarfélag sé að keppa við annað og menn ákveði að vera nú ekki svo strangir í því að gera áfengi upptækt. Foreldrar verða að ræða þessi mál og koma sér saman um hvað þau vilja. Þau mega ekki bara treysta á Guð og lukkuna og vona að börnin komist lifandi heim af einni hátíðinni enn,“ segir Ólafur Oddsson. ET

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.