Dagur - 02.09.1989, Page 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 2. september 1989
167. tölublað
Mynd: KL
Fólskuleg
árás í
miðbæ
Akureyrar
Um kl. 02.00 aðfaranótt
föstudags var ráðist á tvo
inenn í ntiðbæ Akureyrar
með þeim afleiðingum að
flytja þurfti þá á slysadeild
FSA þar sem þeir dvöldu
um nóttina. Árásarmönnun-
um tókst að koma sér
undan, en rannsóknarliig-
reglan á Akureyri vinnur að
rannsókn málsins.
Báðir mcnnirnir hlutu alvar-
lega áverka og lcikur grunur á
að annar hafi hlotið hrygg-
mciðsli og að sögn þeirra var
árásin tilcfnislaus. Þar scm
athurðarrásin cr óljós óskar
rannsóknarlögreglan cftir
vitnum aö athurðinum.
Sömu nótt (>k fólkshifrciö út
af vcginum á Mo|dhaugahálsi
rctt norðan Akurcyrar. Öku-
maöur var einn í hílnum, hann
slapp ómciddur og skcmmdist
hifrciöin lítiö. Grunur lcikur á
að um ölvunarakstur Itafi ver-
iö aö ræöa.
Þá var ökumaöur sviptur
ökulcyfi á staönum cftir aö
hafa ekiö á 100 krn hraða cftir
Hlíðarhraut síödcgis á fimmtu-
dag. VG
Munaðarvörur ofarlega á innkaupalistanum:
Aminning um árstíð.
Myndbandsupptökuvélar
og önnur tæla rjúka út
- var einhver að tala um kreppu og kaupmáttarskerðingu?
Þrátt fyrir að fólk kvarti yfir
dýrtíð og minnkandi kaup-
mætti virðist sala á ýmsum
munaðarvörum vera töluverð.
Sjónvarpstæki, myndbands-
tæki, myndbandsupptökuvélar
og hljómtæki eru gjarnan tekin
sem dæmi um dýrar munaðar-
vörur og á Akureyri fer sala á
þessum tækjum vaxandi eftir
að hafa verið frekar dræm yfir
hásumarið.
Við höfðum samband viö
nokkrar verslanir á Akureyri sem
selja slík tæki og var hljóðið yfir-
leitt gott í mönnum. Þeir voru þó
sammála um að salan dytti alltaf
niður yfir hásumarið en glæddist
aftur með haustinu. Greinilegt er
þó að upptökuvélarnar eru
nýjasta nýtt hjá fólki þótt varla sé
hægt að tala um „æði“ ennþá.
„Það er alveg ótrúlegt hvað
upptökuvélarnar seljast vel, mið-
að við hvað þær eru dýrar. Mað-
ur hefði ekki trúað því að fólk
hefði efni á þessu, ekki í öllu
þessu tali um samdrátt og
atvinnuleysi,“ sagði starfsmaður í
Japis. Hann sagði að það hefði
verið þokkaleg sala í öörum
tækjum, sérstaklega sjonvarps-
tækjum.
í Hljómdeild KEA fengust þær
upplýsingar að salan hefði verið
hæg í sumar en ávallt einhver
hreyfing á tækjunum, t.d. væri
nokkuð algengt að skólafólk
fjárfesti í hljómtækjum fyrir
sumarhýruna. Þá vakti það
athygli starfsmanns Hljómdeild-
arinnar að útibúið á Dalvík hefði
pantað mikiö af sjónvarpstækj-
um, raunar meira en nemur söl-
unni á Akureyri.
Starfsmaður í Radionaust
sagði að salan væri að glæðast og
sumarútsalan hefði gengið mjög
vel, sérstaklega hvað sölu á sjón-
varps- og myndbandstækjum
varðaði. Þá sagði hann að upp-
tökuvélarnar seldust einnig vel.
í Nýja filmuhúsinu fengust þær
upplýsingar að upptökuvélarnar
hreyfðust töluvert og vaxandi
sala væri á öllum tækjum, þó
kannski ívið minni en á sama
tíma í fyrra.
Viðmælendur okkar sögðu allir
að mikið væri um það að fólk
kæmi í verslanirnar, skoðaði tæk-
Þrátt fyrir minnkandi kaupmátt neitar fólk sér ekki um lúxusinn. Mynd: KL
in og velti málunum fyrir sér. Það
er kannski skiljanlegt því tækin
eru dýr, t.d. kosta upptökuvél-
arnar um 100-130 þúsund krónur.
Ymsir greiðsluskilmálar eru í
boði, s.s. þriðjungur út og eftir-
stöðvar á skuldabréfi til 6-12
mánaða, eða krítarkortarað-
greiðslur, en skilmálarnir eru
mismunandi eftir verslunum. SS