Dagur - 02.09.1989, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1989
Undarleg ellistefiia
í neyslumáium
Hallfreður
Örgumleiðason:
Góöan daginn, mínir hjart-
fólgnu lesendur. Ég ætla ekki
að fjalla um öldrunarmál í
þessum pistli mínum heldur
stórfurðulega ellistefnu sem
gripið hefur um sig í ncyslu-
háttum okkar Islendinga.
Besta dæmið um hina nýju
stefnu er sala á lambakjöti. Nú
selst ársgamalt lambakjöt
grinnnt á niðursettu verði og
skal ég fúslega viðurkenna að
ég var einn af þeim sem keypti
ríllega af þessu útsölukjöti. Á
hinn bóginn verða menn að
gera sér grein fyrir því að nú er
sláturtíðin að renna upp. Sú
staðreynd þýðir að brátt fyllast
verslanir af glænýju og góm-
sætu lambakjöti á glænýju og
uppsprengdu verði. Nýja kjöt-
ið er ekkert slor en frekar dey
ég úr hor en að kaupa þaö dýr-
um dómum, enda vel birgur af
gömlu kjöti. Ég veit að margir
hugsa eins og ég, sérstaklega
skynsamir menn, og því blasir
sú staðreýnd við að nýja
lambakjötið mun ekki seljast.
Þess í stað verður það fryst og
selt sem útsölukjöt að ári.
Stefnan er greinilega sú að láta
Islendinga ávallt kaupa árs-
gamalt kjöt. Ég hef að vísu lít-
ið vit á landbúnaðarmálum
þótt ég hafi verið þrjár vikur í
sveit sem unglingur en ég lield
þó að einhverjir hljóti að tapa
á því að ekki skuli vcra hægt
að selja kjötið meðan það er í
hæsta verðflokki.
Kallast þetta ekki að velta
vandanum á undan sér? Við
getum sjálfsagt framleitt mý-
grút af alls konar kjöti. hlaðið
því síðan í frystigeymslur og
selt það að ári á útsölu. Þá
minnkar kjötfjallið í bili og
hringrásin hcfst á ný. Annars
hneyksli að borga 5 þúsund
krónur fyrir matarkörfu helg-
arinnar,“ sagði þriggja barna
faðirinn klökkur og pantaði sér
nýjasta undratækið frá póst-
versluninni Pjátur fyrir aðeins
6.999 kr. Fólk lætur auglýsing-
ar stjórna sér gegndarlaust auk
þess senr það er alltaf að bera
tækja- og húsbúnaðareign sína
saman við samsvarandi eign
náungans. Þetta er hin hroða-
lega munaðarsamkeppni sem
hefur einkennt íslensku jrjóð-
ina á síðustu árum. „Ég má
ekki vera minni maður en
Guttormur í næsta húsi,“ hugs-
ar hinn dæmigerði íslendingur
nútímans mcð sér.
Já, ég gleymdi að minnast á
fötin áðan. Auðvitaö kaupir
enginn ný föt á fullu verði
heldur bíða nienn eftir út-
sölunum. Fæði og klæði eru
nauðsynlegustu vörur okkar og
ætli farkostur fylgi ekki í kjöl-
farið. En þetta eru allt vörur
sem eru brennimerktar af elli-
stefnunni og við tímum ekki að
kaupa þær fyrr en þær eru
konmar á útsölu. Munaðar-
vörurnar innfluttu kaupum við
hins vegar strax og á hæsta
mögulega veröi. því lögmálið
cr: Pví dýrari sem munaðar-
varan er þeim mun meiri verð
ég í augum náungans. Jere-
mías, hvílíkt þjóðfélag! Pað er
greinilega ekki sama hvaða
vara á í hlu't. Ekki förum við
að bíða eftir því að brennivín-
ið fari á útsölu! Já, þvílík og
önnur eins dómgreind er
fáheyrð.
Ef þið eruð ekki sammála
mér, lesendur góðir, þá verður
bara að hafa það. Mér kæmi
það samt á óvart. Góðar
stundir.
er ég alvcg sáttur við þetta
kerfi sem neytandi, því ég vil
auðvitað fá kjötið sem ódýrast.
Hins vegar ber ég hag fram-
leiðenda og þjóðarinnar allrar
fyrir brjósti og ég held að þjóð-
arbúið tapi á þessu fyrirkomu-
lagi.
Lítum næst á bílana. Bif-
reiðaumboðin tlytja ár hvcrt
inn ógrynni af nýjum og rán-
dýrum bílum. Nú sitja þau
uppi meö þúsundur óseldra
bifreiða af árgerð 1987-1989 og
árgerð 1990 er að koma til
landsins. Af hverju þurfum við
að vera svona stórtækir í öllu?
Fáir geta keypt nýja bíla á
fullu verði, auk þcss scm
markaðurinn þolir ekki allan
þcnnan fjölda, og þá er gripið
til þess ráðs að selja árgerðirn-
ar sem ekki gengu út með af-
slætti til að örva söluna og
rýma til fyrir nýrri árgerð. Sal-
an eykst þá í bili og markaður-
inn verður yfirfullur enn á ný,
sem þýðir að enginn kaupir
nýju bílana fyrr en þeir verða
boðnir með afslætti eftir 1-2 ár.
Við erum sum sé alltaf að
kaupa gamlar vörur á sama
tíma og nýjar streyma á mark-
aðinn. Gaman væri að heyra
hvað spekingar á borð við
Hanncs Hólmstcin segja við
þessu. Peir heimta sjálfsagt
frelsi og fordæma hvers kyns
stýringu, enda segja þeir að
markaðurinn eigi að ráða, þetta
sé lögmálið um framboð og
eftirspurn o.s.frv. Við þekkj-
unr öll þennan frjálshyggju-
grátkór. Við þekkjum líka hve
vel liinn svokallaði „markað-
ur“ vinnur úr offramleiðslu og
hömlulausum innflutningi.
Frelsið kallar á ellistefnu og
verðhrun.
Ég verð líka að gagnrýna
hina íslensku þjóð. A sama
tíma og við veigrum okkur við
að kaupa í matinn getum við
sankað að okkur innfluttu fá-
nýti og munaði. „Æ, það er
Nii kaupiim við bara gamalt lainhakjiit, guniul föt og gamla bíla. Þctta kalla ég cllistcfnu. Hins vegar spáuiii við
aldrci í vcrð þegar úþarfa munaðarvörur cru kcvptar.
matarkrókur
Hollur og góður matur
Lifur er fjarskalega hollur og
góður matur, ekki síst fyrir
hörn og vanfœrar konur,
enda er lifur járnrík. Við
bjóðum upp á lifrarrétt í mat-
arkróknum í dag og einnig
inegrunarfiskrétt. Það inætli
halda að við værum að lutgsa
um línurnar en til að vega
upp á móti hollustunni fylgja
með uppskriftir af kaffi-
brauði sem þó er ekki neitt
sérstaklega fitandi.
Lifur nieð
grœnmetishrísgrjónum
I kálfalifur
1 gúrka
100 g sveppir
1 paprika
1 bolli lirísgrjón
2 bollar teningssoð
1 tsk. tirnian
1 tsk. rósmarín
Grænmetið er skorið í bita og
soöið ásamt hrísgrjónum og
kryddi. Lifrin skorin í þunnar
sneiöar, krydduö með salti og
pipar og sneiðarnar steiktar í 5
mínútur á livorri lilið. Lifrarbit-
arnir eru síðan settir ofan á græn-
metislu ísgrjónin og rétturinn
gjarnan borinn fram með glóðuð-
um hrísgrjónum og sítfónusneið-
um.
Megrunarfiskréttur
1 fiskflak
2 ál vatn
/ súputeningiir
4 gulrœtur
1 gulrófa (líiil)
200 g hvítkál
salt, pipar
Rífið gulrætur og gulrófu frekar
gróft og saxið hvítkálið. Setjið
grænmetið á pönnu í súputen-
ingsvatn. Fiskflakið er skorið í
litla bita og þeir settir oían á
grænmetið. Stráið salti og pipar
yfir. há er lok sett á pönnuna og
rétturinn soðinn við vægan hita í
u.þ.b. 12 mín. Fiskstykkjunum
er snúið við þegar suðutíminn er
hálfnaður. Síðan eru soðnar kart-
öflur snæddar nreð.
Hversdagsvöfflur
375 g Itveiti
5 dl súrmjólk
102 msk. flórs.ykur
2 (II vatn
150 g smjörlíki
I egg
1 tsk. rijinn sítrónubörkur
Égg, súrmjólk og sykur er þeytt
saman. Hveiti. sítrónuherki og
•vatni blandað í og að síðustu er
bræddu smjörlíki blandað saman
viö. Þttr með er deigið tilbúið til
steikingar.
Kókosmuffins
11)0 g smjörlíki
2 (II sykur
1 msk. vániílusykur
egg
200 g kókosmjöl
heytið; saman egg og sykur.
Blandið stðan bræddu smjörlíki
saman við, svo og vanillusykri og
kókosmjöli. Þetta er bakað í litl-
um pappírsformum í miðjum
ofni í u.þ.b. 12 mínútur. Muffins
er einfalt og fljótgert kaffibrauð.
Verði ykkur að góðu. SS
Lifur mcð grænnictishrísgrjöniim cr afar Ijúffengur og hollur rcttur.