Dagur - 02.09.1989, Side 4

Dagur - 02.09.1989, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐÁMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Útvarp Norðurland í gær, 1. september, urðu merk þáttaskil í fjöl- miðlun á Norðurlandi er Ríkisútvarpið á Akur- eyri hóf útsendingar á Norðurlandi vestra. Fram til þessa hafa útsendingar svæðisút- varps á Akureyri verið bundnar við Norð- austurland en ná nú frá Þingeyjarsýslum í austri til Hólmavíkur í vestri. Um 35 þúsund manns eiga þess kost að ná útsendingum Útvarps Norðurlands. Svæðið frá Kópaskeri að Langanesi er reyndar afskipt hvað þetta varðar enn sem komið er, en útsendingarnar munu væntanlega nást þar um næstu áramót. Þá ætti Útvarp Norðurland að geta staðið fyllilega undir nafni sem útvarp allra Norð- lendinga. Það er full ástæða til að fagna þeirri auknu þjónustu sem Ríkisútvarpið mun nú veita Norðlendingum. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til að sinna efnisöflun á Norðurlandi vestra, en fyrir eru tveir fréttamenn og tveir dagskrárgerðarmenn á Akureyri. Þær raddir hafa heyrst á Norðurlandi vestra, að eðlilegra væri að íbúar vestra kjördæmisins hefðu sitt eigið svæðisútvarp, óháð svæðisútvarpi á Norðurlandi. Ekki skal um það dæmt hér, hvort sá kostur er vænlegri en sá sem tekinn var. Hitt er ljóst að svæðisútvarp, sem heyrist um allt Norðurland, getur orðið mjög sterkur fjölmiðill, ef vel er að málum staðið. Það mun reynslan leiða í ljós. Dagur fyrir sitt leyti fagnar aukinni sam- keppni í fjölmiðlun á Norðurlandi. Norður- landi eystra er þokkalega sinnt af sumum fjöl- miðlum, sem þó vissulega mættu gera betur. Norðurland vestra hefur hins vegar verið mjög afskipt í fjölmiðlum. Dagblöðin hafa ekki sýnt því kjördæmi mikinn áhuga, að Degi undanskildum. Dagur eitt dagblaða, hefur séð - og sér — ástæðu til að hafa ritstjórnar- skrifstofu í kjördæminu, nánar tiltekið á Sauð- árkróki. Þar hefur Dagur blaðamann í fullu starfi og skýtur þar með stærri og fjársterkari dagblöðunum ref fyrir rass. Önnur dagblöð hafa látið sér nægja að sinna þessu svæði handahófskennt og þá gjarnan gegnum gloppótt fréttaritarakerfi. Fátt bendir til þess að þau hyggist auka þjónustu sína við Norð- lendinga í bráð. Þess vegna er öflugra svæðis- útvarp á Norðurlandi kærkomið. Það skilar sér væntanlega m.a. í vaxandi hlutdeild Norð- lendinga í útvarpi allra landsmanna. Dagur óskar Ríkisútvarpinu og Norðurlend- ingum til hamingju með mikilvægan áfanga á langri leið. BB. úr hugskotinu Seiðin sem struku Hafrannsóknastofnun sendi á dögunum frá sér svarta skýrslu, nokkuð sem varla getur talist mikil nýlunda, þar sem menn eru vart vanir öðru þar á bæ en að gera svartar skýrslur, að minnsta kosti hin síðari ár, og því miður alltaf svo svartar, að enginn fer nokkurntímann eftir þeim af pólitískum ástæðum. Annars vekur það athygli í sambandi við þessa skýrslu, fyr- ir utan það auðvitað hversu bik- svört hún er að þessu sinni, að í henni er fjallað um þorskseiði, sem í fyllingu tímans ættu að verða að hundrað þúsund tonn- um af þorski, sem voru svo óforskömmuð að strjúka burt af íslandsmiðum og yfir til Grænlands, aðeins til þess að verða þar að bráð hins versta Evrópubandalagshyskis. Auðlind á nauðungaruppboði f einu gömlu, góðu dægurljóði segir að þorskurinn sé ekki skepna skýr, og kann þessi hneykslanlega framkoma seið- anna að vera sönnun þess, þó svo líka megi halda því fram, að strok seiðanna sé mark um hinn mesta skýrleika, og það hjá vanþroska seiðum. Því hvað eiga þorskar eiginleika að vera að skapa fjármagn handa stjórnum jafnréttis og félags- hyggju með einhverjum slatta af borgaralegu ívafi í eður ei, eða þá stjórn frelsis (vitanlega aðeins handa þeim sem eiga aur) og framfara, (vitanlca bara fyrir þá sem eru sjálfstæðir). Annars hefur þetta strok þorskseiðanna til Grænlands margvíslegar afleiðingar sem bætast ofan á þær afleiðingar sem fyrirsjáanlegt var að yrðu af minnkandi fiskistofnum við landið. Ein þessara afleiðinga, og sú sem menn hafa ef til vill alls ekki gert sér grein fyrir, er sú að til hefur orðið alveg ný auðlind á íslandi, og hún ekki svo lítilvæg. Þessi auðlegð nefn- ist kvóti, en svo fáránlegt sem það nú virðist þegar talað er um auðlegð, þá kemur fyrir að þessi mikla gersemi og dýrmæta lend- ir á nauðungaruppboði. Og það var einmitt þetta sem átti sér stað á Patreksfirði. Það var í rauninni engin Sigurcy og enginn Þrymur sem þar var ver- ið að bjóða upp, heldur einhver hundruð eða þúsundir tonna af kvóta, sem allir, nema ef til vill Halldór sjávarútvegsráðherra og Byggðastofnun vita, að er á engra annarra færi að kaupa en stórkerlinganna á Stórhafnar- fjarðarsvæðinu, sem viröa lífs- tímum og einkennist fyrst og fremst af braski, þar á meðal með hinn hátt skráða gjaldeyri, skattsvikinni greiðasemi og okri, hvort sem það er á vöxtum, vöru eða þjónustu, hlutum sem viðgangast í skjóli stjórnmálamanna sem láta sjálf- ir stjórnast af illa reknum olíu- félögum og enn verr reknum flugfélögum sem senda bara rcikninga eigin afglapa til almennings. Ráðið gegn þessu, og gegn þeim mikla samdrætti með til- heyrandi fjöldaatvinnuleysi sem sýnist á næsta leiti, gæti vel ver- ið einskonar íslensk perestrojka, uppstokkun á öllu efnahags- kerfi landsins, og breyting þess í átt til kerfis sem við gætum eins vel kallað „félagslegan markaðs- búskap", en sem kunnugt er, þá á íslenskt efnahagskerfi ósköp lítið samciginlegt með kerfum markaðsbúskapar og hversu félagslegt það er, er hlutur sem verður að teljast umdeilanleg- ur. Og þetta tvennt, svo þver- stæðukennt sem það sýnist í fljótu bragði eru engar andstæð- ur. Þannig getur frjáls sam- keppni á sem flestum sviðum stuðlað að lækkun vöruverðs, eða með öðrum orðum bættum lífskjörum, en öflugt, félagslegt velferðarkerfi getur hins vegar stuðlað að því að sem flestir geti tekið þátt í markaðinum, og ágóðans eiga auðvitað fyrst og fremst þeir að njóta seni sýna hugvit, dugnað og útsjónar- semi, en ekki þeir sem bara reka fyrirtæki, af því að þeir reka fyrirtæki. Hætt er við að slfk breyting leiði til þess að ýmsir sem í dag maka krókinn rnuni missa spón úr aski sínum, og því nokkuð ólíklegt að slíkt muni gerast í bráð, og allra síst mun það ger- ast komist besti vinur kerfisins, það er að segja Sjálfstæðis- flokkurinn, til valda, og ættu háttvirtir kjósendur, þeir sem þyrstir í umbætur að hafa það í huga. Kosningar eru nú heldur ekki líklegar á næstunni, þar sem allir eru sammála um það að engin efni séu til þess að efna til kosningagóðæris. Og því er þessi brandari til orðinn, að bjóða flokki sem orðinn cr til á grundvelli skattsvikaásakana, sjálft embætti dómsmálaráð- herra. En gætu nú blessuð þorskseiðin sem struku og uþp að Grænlandsgrundum gengu orðið til þess að binda enda á þvíumlíka brandara, þá má nú eiginlcga segja að þau séu greindari en margir þeir þorsk- arnir sem í dag spígspora upp á skraufþurru Óslandinu. Reynir Antonsson skrifar hamingju, dugnað, og jafnvel fjárfestingar Patreksfirðinga ekki nema á um það bil hundr- aðkall á hvern íbúa í plássinu. Má vera að þær muni í framtíð- inni bæta þetta upp með því að gefa nágrönnunum í Krýsu- víkursamtökunum sömu fjár- hæð svo þau geti með nýjustu bandarísku aðferðum bjargað unglingunum af Patreksfirði eft- ir að þeir hafa lent í „ruglinu" eftir flutninginn í Borgina. Endurbætur nauðsynlegar Vitanlega hefði veriö lítill vandi að koma í veg fyrir þessa uppá- komu sem manni liggur við að kalla harmleikinn á Patreks- firði, og það er enn tími til að koma í veg fyrir að svona nokk- uð endurtaki sig. í rauninni þarf ef til vill lítið annað að gera en það að breyta gildandi lögum uni stjórn fiskveiða þannig að þegar skip er selt burt af stað sem byggir að verulegu leyti afkomu sína á sjósókn og fisk- vinnslu, þá verði kvóti skipsins eftir á staðnum til ráðstöfunar fyrir heimamenn. Önnur leið að sama niarki væri sú að binda kvótana að einhverju eða öllu leyti byggðarlögum eða lands- hlutum. En þá yrði jafnframt að girða einhvernveginn fyrir það- að fjármagnseigendur af suð- vesturhorninu færu að fjárfesta í sjávarplássum með það fyrir augum að flytja gróðann burt, jafnvel áður en kvótar yrðu rýmkaðir verulega og misstu þar með verðgildi sitt samanber lögmálið góða um framboðið og eftirspurnina. íslensk perestrojka Það er deginum ljósara, að fyrr- nefnt strok bannsettra þorsk- seiðanna, og almennt minnk- andi fiskistofnar munu leiða af sér minnkahdi kvóta sem breyt- ast mun í almennan samdrátt, sem að sjálfsögðu verður mætt með almennri eða öllu heldur flatri kjaraskerðingu kjara- skerðingu sem nær til allra þátta þjóðlífsins nema ef til vill þess neðanjarðarhagkerfis sem alltaf virðist myndast á samdráttar-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.