Dagur - 02.09.1989, Side 5

Dagur - 02.09.1989, Side 5
Laugardagur 2. september 1989 - DAGUR - 5 tómstundir ,yerður að ólæknandi sjúkdómi hjá flestum“ - segir Gunnar Sólnes formaður Golfklúbbs Akureyrar Hvað er það sem fær fólk til þess að rölta á eftir litlum hvítum kúlum um græna velli í allt að sex mánuði á ári? Þetta er stór spurning sem heyrist oft frá þeim sem ekki þekkja til, en ætlunin er að reyna að svara henni á tómstundasíðunni í dag. Til aðstoðar eru Gunnar Sólnes formaður Golfklúbbs Akureyrar og Guðjón Jónsson framkvæmdastjóri klúbbsins. Gunnar formaður í jjúriri sveitlu á .laóri en völlurinn þar er eiustaklejja skcmiutilcgtir. „Petta er fyrst og fremst úti- íþrótt, hún er frekar róleg og henni fylgir mikil spenna sem felst bæði í keppni við sjálfan sig og aðra," sagði Gunnar þegar hann var beðinn unrað lýsa golfi í fáum orðum. „Pað er bæði hægt að líta á golf sem íþrótt og tóm- stundagaman því það er fyrir alla fjölskylduna, aldurinn skiptir ekki mált'Og það er meira um að fólk iðki golf sem tómstund en íþróttagrein." Aðspurður um hvað það væri sem gerði fólk að golfsjúklingum sagði liann áð þeir væru mjög margir sem hcfðu gaman af að ganga eða rölta úti langar vegalengdir. golfi fylgi mikil ganga „og við höfum ánægju af áð slá þennan hvíta bolta á meðan við göngum. bað er afskaplega erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem hríslast í gegnum mann þegar virkilega góðu höggi er náð. betta er geysilega góð hreyfing og ég minnist þess að hafa lesið einhversstaðar að golf- ið kæmi næsl á eftir sundi hvað varðar alhliða hreyfingu. Nú, félagsskapurinn er líka stórt atriði því það er lítið um að menn séu að leika einir, oftast fara þeir um í hópum og skipta oft um félaga. í gegnum golf skapast mjög almenn kynni bæði heima og erlendis því það er þó nokkuð um að kylfingar sæki erlenda golfvelli heim og öfugt." Byrjunarkostnaður ekki hár Hægt er að leika golf í allt að 6-7 mánuði á ári, en það fer vissulega eftir árferði. Dæmi eru um að menn hafi verið að slá á Jaðars- velli í kringum áramót, en svo koma slæmir tímar eins og t.d. sl. vor þegar menn voru orðnir það óþreyjufullir að fengin var að- staða á Melgerðismelum, þar útbúinn 9 holu völlur og t.a.m. haldin þar mót. Nýliði í golfi þarf að byrja á að græja sig og segja þeir Gunnar og Guðjón, að vel sé liægt að kom- ast af með byrjendasett sem kost- ar nýtt frá 5-10 þúsund krónum, en einnig sé hægt að kaupa notað sett fyrir minna verð. Síðar meir, ef raunverulegur áhugi kviknar er hægt að eyða stórum upphæð- um í golfvörur og segja þeir félagar lítinn vanda að fara upp í 200 þúsund krónur með því að kaupa sér fínustu golfsett, klæðn- að og fleira, en að þetta geri ekki margir. „Þá geta þeir sem vilja kynnast íþróttinni, farið í tíma til David Barnwell og fengið lánuð hjá honum nokkur járn til .þess að æfa sig með áður en farið er út í fjárfestingu," sagði Gunnar. David er bæði með einstaklings og hópakennslu á sumrin, auk þess sem hann kennir inni á vet- urna. Golf er feikilega vinsælt Það geta allir gerst aðilar að Golfklúbbi Akureyrar, en klúbb- urinn er aðili að ÍSÍ. Árgjald fyrir fullgilda meðlimi er nú 18.000 krónur fyrir einstaklinga, hjóna- gjald er 16.250 krónur á mann, unglingar 16-20 ára greiða 9.500, 14-15 ára 7.500 og 0-13 ára börn greiða 3.500 krónur á ári. Nýliðar senr skrá sig í klúbbinn að vori greiða hálft gjald fyrsta árið en litið er á það sem aðlögunartíma. Meölimir fá ótakmörkuð afnot af golfvellinum að Jaðri og afdrep í golfskálanum auk þátttökuréttar í keppnum á vegum klúbbsins. Þá er á veturna heilmikið félags- líf í skálanum og þar er lfka að- staða til æfinga inni. í Golfklúbbi Akureyrar eru skráðir 360 félag- ar í dag og hefur orðið talsvérð aukning í sumar. „Golf hefur náð feikilegum vinsældum á skömm- um tíma og hefur áhugi aukist mikið. Það hefur vakið athygli okkar að í sumar hefur aukning af hálfu kvenna veriö töluverð og mikið um að þa*r séu hér að leika sér til skemmtunar og heilsubót- ar, en þær hafa því miður ekki t'engist mikið til þess að keppa. Það er t.d. hefð hjá þeim að hitt- ast á miðvikudögum og vera þá hér sem flestar saman, þó þær spili auðvitað líka á öðrum dögum. Ef litið er yfir hópinn sem bæst hefur í klúbbinn í sum- ar ber mest á unglingum og síðan fullorðnu fólki," sagði Guðjón. Hægt að byrja á hvaða aldri sem er Við spurðum þá félaga hvort erf- itt væri að leika golf; hvort menn og konur þyrftu að vera líkam- Iega sterkbyggð til þess. „Nei, líkamlegur kraftur spilar ekki stórt hlutverk þó það sé auðvitað ekkcrt verra að vera sterkur. Það geta allir leikiö golf sér lil ánægju, tæknin skiptir miklu máli og svo verða mcnn að hugsa tals- vert á meðan leikið er. Þá er mjög mismunandi livað fólk er lengi að ná tökum á tækninni, sumir eru orðnir góðir eftir eitt surnar en svo vitum við auðvitað um aðra sem e.t.v. hafa leikið í 10 ár með litlum árangri en hafa samt gaman af því,“ sagði Gunnar. Guöjón framkvæmda- stjóri sagði sömuleiðis að hægt væri að byrja að spila golf á hvaða aldri sem er, en sjálfur var hann korninn yfir fimmtugt þegar hann sló fyrstu höggin. „Ég var búinn að koma oft hingað uppeft- ir og fylgjast með, langaði alltaf að prófa þetta en var hálf feiminn í byrjun. En svo dreif ég mig af stað einn góðan veðurdag og nú reyni ég að spila eins oft og ég get.“ Gunnar formaður var hins veg- ar 7 ára gamall þegar hann byrj- aði að leika golf. „Þá var golf- völlurinn við Þórunnarstræti og ég man vel eftir þessu sumri. Ég byrjaði reyndar að fylgjast með föður mínum, Jóni Sólnes, en þetta fyrsta sumar var ég búinn að verða mér út um 2-3 járn og eina trékylfu. Þá voru ekki til drengjasett svo ég lék með full- orðinskylfum. Síðan hefurekkert sumar dottið úr hjá mér.“ Ekki hlegið að nýliðum - Verður golfið að mikilli dellu hjá fólki? „Hjá sumu fólki verður þetta nánast geðveiki, en við eigum 1 dellukalla á svo mörgum sviðunt, t.d. má nefna laxveiði í því sam- bandi. Og það er eins meö það og golfið, menn geta orðið hclteknir og hjá flestum er þetta ólæknandi sjúkdómur." Nú virðist scm golfíþróttin ætti að henta mjög mörgum og því athyglisvert aö enn flciri skuli ekki stunda hana af kappi. En hvaða skýringu hafa þeir félagar á því að félagar séu ekki fleiri? Jú, rnargir cru feimnir og þora ekki af stað. „Þaö er ekki hlegiö að einum einasta nýliða hér því þetta er það sem allir hafa gengiö í gegnum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ástæðan hjá mjög mörgum, þá langi til að koma hingað en séu hræddir við mót- tökurnar en þaö er cngin ástæða til þess því við tökum vcl á móti hverjum scm cr,“ sagöi Gunnar. Guðjón bætti viö að benda mætti nýliöum á það aö mjög gott væri að byrja á að fara til kcnnara til þess að ná strax tökum á tækn- inni. Það sc nefnilega ekki gott ná sér bara í járn og ganga beint út á völl og reyna að slá. „Par, grín, pútt . . .“ Reglur golfíþróttarinnar eru til- tölulega einfaldar. Leikreglurnar verða ekki tíundaðar hér en við báðum um útskýringu á hvaö for- gjöf væri. „Fólk er misjafnlega gott í golfi. Byrjendum er því gefinn kostur á að fá ákveðinn höggafjölda í forgjöf sem dregst frá fjölda högga í keppnum. Karlmenn byrja með 36 högga forgjöf og konur 42 högg á hverj- ar 18 holur. Ætlast er til að góður golfleikari fari hverja braut á ákveðnum höggafjölda sem kall- aður er par. Par Jaðarsvallar er 71 högg svo karlmaður með hámarks forgjöf fær til viðbótar 36 högg. Fari hann hins vegar völlinn undir pari, lækkar for- gjöfin eftir ákveðnum reglum. Annað sem hugsanlega gæti vafist fyrir byrjendum er málfar golfleikara. „Par, grín, dræv, slæs, pútt og bönker,“ er meðal orða sem venjulegt fólk skilur e.t.v. ekki. Töluvert hcfur verið gert í því að reyna að íslenska þessi orð og hafa nokkur þeirra þegar tekið fasta bólsetu. Þar á meöal eru orð eins og teigur, sem er upphafsstaður hverrar brautar og lokastaður sem ntargir kalla „grín" heitir flöt. „Notuðu stór Ijót prik“ Golfvöllurinn að Jaðri nýtur síaukinna vinsælda meðal erlendra kylfinga m.a. fyrir að vera nyrsti IS liolu golfvöllur í heimi. Jónsmessumótið „Artic open“ er orðinn árviss viðburður og mættu t.d. 30 erlendir gestir á síðasta mót. Greinar sem birst hafa í erlendum tímaritum um mótið hafa vakið mikla athygli og von er á flciri greinum, m.a. í golftímaritum í Japan og Frakk- landi. Konráðs Bjarnasonar forseta GSÍ í 50 ára afmælisbók Golf- klúbbs Akureyrar. „Sagt er að þær fréttir hafi borist 1934 norður yfir heiðar að fyrir sunnan væru menn farnir að lemja einhverja holta niður um gat á túnum bænda og notuðu lil þess stór og Ijót prik. Akureyringum þóttu þetta merkileg tíðindi og gerðu út nokkra menn til að kanna hvaða „veiki" það væri sem nú væri að hrjá þá sunnanmerin. Komust þeir fljótt að því og báru síðan „veik- ina“ með sér norður lil Akureyr- ar og liala nú Akureyringar leikið sér við þcnnan leik í 50 ár.“ Svo er það bara að drífa sig í golfið . . . VG Við Ijúkum þcssari umfjöllun um golf með því að vitna í kveðju Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að „Heima er bezt"? - Vcgna pcss að pað cr staðrcynd að ,,Hcima cr bczt“ cr eitt af útbrciddustu og vinsælustu tímaritum hérlendis. „Heima er bezt“ hefur nú verið gefiö út í 38 ár og á því láni aö fagna aö hafa að bakhjarli margar þúsundir ánægðra áskrif- enda, og fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrif- endahóp, og eignast þar með gott og þjóölegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfyllið þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendið hann til „Heima er bezt", og þá mun nafn þitt umsvifalaust verða fært inn á áskrifendaspjaldskrána og þér mun verða sent blaðið mánaðarlega, en þá munt þú um leið öðlast rétt til aö njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt". - Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. ----------------------------------------------- TIL „HEIMA ER BEZT" Pósthólf 558, 602 Akureyri Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt" []] Sendið mérblaðið frá 1. janúar 1989. Verð kr. 1690,00 Nafn_______________________ Heimili______________________________________________

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.