Dagur


Dagur - 02.09.1989, Qupperneq 6

Dagur - 02.09.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1989 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Barist til þrautar Borgarbíó sýnir: Barist til þrautar (Bloodsport). Leikstjóri: Newt Arnold. Handrit: Sheldon Lettich. Hclstu leikendur: Jean Claudc Van Damme, Donald Gibb og Bolo Yeung. Cannon International 1987. Allt er í heiminum afstætt. Gæði bíómynda verða að mælast við eitthvað, þær eru ekki af sjálfum sér góðar. Jafnframt gefur þaö augaleið að ekki dugir að leggja sama kvarðann á allar myndir. Tökum sent dæmi Rocky Horror Picture Show, Gaukshreiðrid, Die Hard og Dirty Dancing. Hver þessara mynda hlýtur að fá fyrstu einkunn hjá kvikmynda- gagnrýnanda en þó engar tvær á nákvæmlega sömu forsendum. Vitaskuld má dænta þær eftir kvikmyndatöku, leik og klipp- ingu en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki nóg að hafa þessi atriði í lagi til að myndin geti talist í skárri kantinum. Að spyrja hvor sé betri spennumynd- in Lethal Weapon eða nýjasta mynd Þráins Bertelssonar, um heimilisföðurinn Magnús, er álíka og að spyrja hverjir þeirra séu bestir á skautum listhlaupar- inn, hraðhlauparinn eða íshokkí- spilarinn. Vandinn við að dæma mynd eins og Barist til þrautar felst í viðmiðuninni. í öllu bíóinu bregður aðeins fyrir einum leikara, Donald Gibb, hinir ráða engan veginn við hlutverk sín eða öllu heldur þann part þeirra sem ekki fer fram á bardagavellinum. Söguþráðurinn er ömurlega vandræðalegur og bætir ekki úr skák að höfundurinn reynir að fjörga hann með örlitlu ástar- ævintýri. En það verður ekki skafið af þessari mynd Newt Arn- olds að bardagaatriðin eru spenn- andi og í slagsmálunum sýnir Jean Claude Van Damme hvað í honum býr þó að leikarakúnstin sé honum ekki sérlega töm. Það hvarflaði raunar stundum að mér að enskan væri ekki móðurtunga Van Dammes og ef svo er skemmir það vitaskuld fyrir hon- um þá leikhæfileika sem kunna þrátt fyrir allt að búa rneð honum. Barist til þrautar snýst í kring- um bardagakeppni í Hong 'Kong þar sem allt er leyfilegt. Bardag- inn er myndin og lítið annað kemst að. Bolo Yeung leikur vonda manninn, rakinn óþokka sem gerir flest til að meiða and- stæðinga sína. Hann hefur aldrei verið sigraöur í þessari árlegu útsláttarkeppni en Van Damme og vinur hans Donald Gibb eru staðráðnir í því að enda sigur- göngu Yeungs. Gibb bíða hins vegar þau örlög að tapa fyrir vonda manninum sem síðar berst til úrslita við Van Damme. Eins og áður er sagt þá hljóta bardagaatriði Barist til þrautar að teljast býsna spennandi en þau I eru hrottaleg og ansi blóöug og því varla viö allra hæfi. Að öðru leyti er þessi mynd vcl fyrir neð- an meðallag. Ég get bætt því við að enga hugmynd hef ég um sannleiks- gildi auglýsingarinnar sem segir að Barist til þrautar sé byggð á sönnunt atburðum í lífi bardaga- hetjunnar Franks Dux. Geti ein- hver bætt úr þessari vanþekkingu minni þá þigg ég þær upplýsingar með þökkum. Hafið samband við Dag og spyrjið eftir kvikmynda- rýninum. Beint flu.gr: Akureyri-Mallorca- Akureyri 14,-21. október. Verð frá kr. 37.800,- ★ Góð cjreiðslukjör ★ Góðar baðstrendur ★ Gott hótel ★ Verslunarferðir til Palma Upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar, sími 25000. FERÐASKMFSTOFA AKUREYRAR RÁÐHÚSTORGI 3 • SÍMI 25000. Bridgefélag Akureyrar: „l>jófstartar“ með haustmóti 9. sept. - Sumarbridds fellur niður á þriðjudaginn Bridgefélag Akureyrar hefur vetrarstarlið með Haustmóti laugardaginn 9. september n.k. Um er að ræða eins dags tvímenningsmót með Baro- meter-fyrirkomulagi og er 24 pörum heimil þátttaka. Vetrarstarf Bridgefélags Akur- eyrar hefst því óvenju snemma að þessu sinni og segja má að um hálfgert þjófstart sé að ræða. En vegna mjög góðrar þátttöku í sumarspilamennsku félagsins var ákveðið að gefa briddsspilurum kost á einu heilsdags móti áður en hið hefðbundna vetrarstarf hefst. Sem fyrr segir er 24 pörum heimil þátttaka og er tekið við þátttökutilkynningum í sírna 96- 24624 frá kl. 19.00-21.00 næstu kvöld, þar til þeirri tölu er náð. Haustmótið fer fram í Félags- borg á Akureyri og hefst spila- mennska kl. 10.00 árdegis laugar- daginn 9. september og lýkur síð- degis. Boðið veröur upp á kaffi meðan á spilamennsku stendur. Varla þarf að taka það fram að verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Þátttöku- gjald er kr. 2.000 á par og er öllu spilafólki á Eyjafjarðarsvæðinu heimil þátttaka. Stjórn Bridgefélags Akureyrar vill að lokum koma því á fram- færi að sumarbridds, sem halda átti í Félagsborg n.k. þriðjudag, 5. september, fellur niður vegna landsleiks íslands og Finnlands í knattspyrnu u-21 árs, sem fram fer á Akureyrarvelli þann dag kl. 19.00. Reynslan hefur sýnt að mjög margir briddsáhugamenn eru einnig forfallnir knattspyrnu- áhugamenn og því telur stjórn B.A. vænlegt að láta í minni pok- ann þegar landsleikur í knatt- spyrnu er annars vegar . . .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.