Dagur - 02.09.1989, Síða 7

Dagur - 02.09.1989, Síða 7
Láug'ardagúr'2. septembér 19*89 - DÁGLÍR -7 -i fréttir Athugasemd við viðtal IM í Degi 23. ágúst sl. við Pálma Pálmason: Mótsögn í máli íþróttaMtrúa Stjórn Í.F. Völsungs harmar það að opinber starfsmaður Húsavíkurbæjar skuli hlaupa í blöð með ágreiningsmál I.F. Völsungs og embættis æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa í Ijósi þess að að morgni þess dags sem viðtalið er tekið taldi stjórn Völsungs að þau ágrein- ingsmál sem upp voru komin hefðu verið útkljáð. Svo virðist ekki vera og því er óhjákvæmi- legt að gera athugasemdir við viðtalið. Að öðru leyti ætlar stjórn Í.F. Völsungs ekki að fjalla um samskiptamál I.F. Völsungs og embættis æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa í blöðum, þau mál hljótum við að leysa á faglegum grunni. í viðtalinu segir íþróttafulltrúi m.a. að nánast í allt sumar hafi völlurinn verið opinn öllum flokkunt til æfinga og keppni og nú væri búið að skemma völlinn. „Ég hef oft sagt að það næði engri átt sú pólitík sem hefur ver- ið ráðandi innan félagsins, að það þurfi allir flokkar að víkja fyrir þessum fimmtán mönnum í meistaraflokki karla. Ég gef upp hversu ntikið æfingaálag megi vera á vellinum en síðan verður Völsungur að ráðstafa þeim tíma og það hefur verið þannig að meistaraflokkurinn gengur fyrir öllu öðru. Petta er hlutur sem þeir verða að svara fyrir sjálfir, þegar ég sé núna að völlurinn er orðinn stórskemmdur og loka honum fyrir þessum litlu guttum, þá þýðir ekkert að hlaupa upp til handa og fóta og segja að íþrótta- fulltrúi sé vondur maður því ég hefði lokað á meistaraflokkinn Möðruvellir: Torfi settur í embætti Eins og fram hefur komið áður fór fram prestkosning í Möðru- vallaklaustursprestakalli í Eyjafirði í lok júlí. Fjórir uinsækjendur voru um presta- kallið og hlaut sr. Torfi Stefáns- son Hjaltalín kosningu. Séra Torfi hefur starfað sem æskulýðs- og fræðslufulltrúi kirkjunnar um nokkurt skeið, en hafði áður gegnt störfum sóknar- prests á Þingeyri. í millitíðinni stundaði hann framhaldsnám í Svíþjóð. Sr. Torfi og kona hans Kristín Magnúsdóttir kennari eru nú að flytja í Möðruvelli ásamt börnum sínum fjórum og á morgun, sunnudag, mun prófastur sr. Birgir Snæbjörnsson setja sr. Torfa inn í embætti við guðsþjón- ustu sem hefst kl. 14 í Möðru- vallaklausturskirkju. Prófastur þjónar fyrir altari fyrir predikun en hinn nýi sóknarprestur stígur í stólinn og þjónar síðan fyrir alt- ari seinni hluta messunnar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar. Jóhann Pétur og Valdimar að koma á föstudag, sem er urn leið aðalsöfnunardagurinn. Fólk getur valið um ýmsar leið- ir til að.koma framlögum sínum til skila. Dreift verður áheitamið- um í öll hús, auk þess verða söfnunarbaukar í verslunum og fyrirtækjum. Föstudaginn 8. sept. verður hægt að hringja í Rás 2 til að tilkynna framlög. Einnig verður hægt að tilkynna framlög í farsíma 985 - 22626. EHB Landssöfnun Sjálfsbjargar: Á hjólastólum milli Akur- eyrar og Reykjavíkur Á sunnudaginn kl. 14.00 leggja þeir Jóhann Pétur Sveins- son, iörmaður Landssambands Sjálfsbjargar, og Valdimar Pétursson á Akureyri, gjald- keri landssambandins, af stað í hjólastólaakstur frá Akureyri til Reykjavíkur. Lagt verður upp frá Ilótel KEA, en þetta er gert til að vekja athygli á landssöfnun Sjálfsbjargar. Söfnunin fer fram í tilefni af 30 ára afmæli landssambandsins. Söfnunarféð verður notað til að fullgera Hátún 12, Sjálfsbjargar- húsið í Reykjavík. Til Reykjavíkur ætla þeir Héraðsfundur EyjaQarðarprófastsdæmis: Haldirai í Hrísey í dag Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis verður haldinn í Hrísey í dag, laugardaginn 2. september. Fundurinn hefst í Barnaskóla Hríseyjar kl. 10. Ferjan fer frá Árskógssandi kl. 9.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um útdeilingu altarissakrámentisins og menn- ingarmiðstöð á Hólum. Fundin- um lýkur með guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju kl. 16.30, þar predikar séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagsheimili KA: Breyttur opnimartími Vertíð knattspyrnumanna er senn á enda og því fer öll starfsemi í kringum fótbolt- ann að minnka uppúr þessu. Af þessum sökum hefur ver- ið ákveðið að breyta opnun- artíma félagsheimilis KA í vetur og tekur breytingin gildi frá og með mánudegin- nm nk. Á virkum dögum verður húsið opið frá kl. 14.00-22.00 á kvöldin og um helgar frá kl. 10.00-18.00. Á þessum tíma stendur til boða sama þjónusta og veriö hefur, ljós, sauna, pottur, veitingar og fleira auk þess sem hægt verður aö fá Íeigðan sal til hátíðahalda, íþróttaiðkanna t.d. leikfimi og annars. VG líka viö þessar aðstæður. Pað er stjórnunaratriði innan félagsins hvernig þeir deila út þessum tíma, ég hefði persónulega gjarn- an viljað sjá meira til þessara yngri flokka á vellinum en veriö hefur en ég stýri því ekkert hverj- ir fá aö nota völlinn." Tilvitnun lýkur. Pað er mótsögn í þessu þar sem íþróttafulltrúi segir í öðru orðinu að völlurinn væri nánast öllunt opinn til æfinga og keppni, en í hinu að hann hafi gefið upp æfingaálag vallarins og úthlutað tímafjölda pr. viku sem Völsung- ur hefur ráðstafað. Þess ber þó að geta að aldrei hefur verið farið inn á völlinn til æfinga nema í samráði starfsmanna vallarins og íþróttafulltrúa. Sú fullyrðing að meistaraflokkur liafi setiö fyrir æfingum er alröng. Leitast hefur veriö við að gæta sem mests jafn- ræðis milli allra flokka félagsins í knattspyrnu enda ber árangur yngri flokka þcss vitni. Hvað varðar innri málefni félagsins og niðurröðun æfinga- tíma er mál félagsins en ekki æskuiýðs- og íþróttafulltrúa. Að öðru leyti teljum við þær fullyrð- ingar sem fram koma í viðtalinu ekki svaraverðar, en bendum öl 1- um þeim sem áhuga hafa á þess- um málum að lesa viðtalið vand- lega og þær fullyrðingar og mót- sagnir sem fram koma í því. Stjórn I.F. Völsungs Junaði engu að léti stöðva tramkvæmdirnar ' Vkurtjm. t> fuixti *»>««> - ■ ! i , látl> St»va i i 'áiM» >•» **2* í 1» bl. »» Oddeýfí. Baldvin Valdemarsson: Athugasemd vegna fréttar Vegna fréttar í Degi sl. iímnitu- dag um nýbyggingu K. Jóns- sonar & co. vill Baldvin Valde- marssson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri gera eftirfarandi athugasemd. „í fyrsta lagi vil ég svara frétt- inni efnislega. Pað er rangt að við séum vísvitandi að komast fram hjá reglugerðum. í þetta verk höfum við fengið virtan hönnun- araðila hér í bæ lil aö sjá um hönnun á þessum byggingum, þar á meðal alla brunatækni- hönnun. Öll bréf sent viö höfum fengið um þetta frá brunavarna- eftirlitinu scndum við um hæl til þess sem sér um hönnun hús- anna, því við höfðum fengið hann til þess að sjá alfariö um þetta fyrir okkur og fyrirmælin voru þau að vera hér með bruna- varnakerfi eins og besl þekkist í dag. í ööru lagi vil ég minnast á fréttaflutninginn. Pað er eins og mönnum þyki það sjálfsagt mál að tala illa um K. Jónsson & co. Ég spyr af hverju gerö var stór- frétt úr þessu máli. Gísli Kr. Lórenzson bendir á að mörg önn- ur fyrirtæki í bænum hafa ófull- nægjandi brunavarnakerfi. Á þau er ekki minnst. Ég bendi á að þetta mál varð aldrei að vanda- máli en samt er gerð úr þessu stórfrétt. Rétt er að láta það koma fram að þetta mál er ekki einsdæmi hvaö K. Jónsson varðar. Ég minni á að fyrir nokkrunt vikurn ætlaði allt vitlaust að veröa útaf litarefn- um í -kavíar. Við innkölluðum okkar kavíar og þá hljóðnaði þessi umræða samstundis. Aðrir kavíarframleiðendur hafa hins vegar þessa vöru enn á markaði án þess að undan því sé kvartað. I þriðja lagi vil ég gera athuga- semd við blaðamennskuna í umræddri frétt. Hún finnst mér vera fyrir neðan allar hellur. Parna var brotin sú ágæta blaða- mannaregla að hafa samhand viö báða málsaðila. TIL FRAMKVÆMDA- AÐILA Eindagi umsókna vegna bygginga eða kaupa á eftirfarandi íbúðum eMmoktóber nk a) verkamannabústöðum b) leiguíbúðum c) almennum kaupleiguíbúðum og félagslegum íbúðum. Umsóknareyðublöð fást hjá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI • 696900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.