Dagur - 02.09.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1989
„Jæja strákar,
þá er það kalda sti
- Ingi sturta lítur yfir árin 43 í íþróttahúsinu við Laugargötu
Flestir Akureyringar kannast við Inga sturtu. Sérstaklega strák-
ar sem gengu í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann og voru í
leikfimi í Iþróttahúsinu við Laugargötu. Far réði Ingi ríkjum og
sá til þess að allir færu í sturtu eftir leikfimina. Undirritaður man
vel eftir því að það var lengi vel skylda að fara í ískalda sturtu
eftir að maður var búinn að þvo sér undir heita vatninu og Ingi
varð að sjá til þess að enginn kæmi sér undir því, enda var talið
bráðhollt að láta kalda vatnið buna á sig. En þetta var ekki vin-
sæl ákvörðun og urðu oft sviptingar í sturtuklefanum og mikið
gólað.
Á fullorðinsárunum hef cg stundum iðkuð
íþróttir í Laugargötunni og Ing heit i
gjarnan minnt rnann góðlátlega á ao fara
líka í köldu sturtuna. Sent betur fer er
hann bara að spauga því þessi siður er
löngu aflagður. En hver er Ingi sturta,
hvað heitir hann fullu nafni, hvar og hve-
nær fæddist hann?
„Ég heiti bara Ingi sturta," segir hann
og hlær. „Nei, fullt nafn er Ingólfur
Magnússon. Ég er fæddur á Akureyri árið
1928 og alinn upp í Innbænum, cn ég er
ættaður að austan. Það var ljómandi gott
að alast upp í Innbænum og þar bjó ég allt
fram til ársins 1972 og við hjónin ólum þar
upp okkar börn. Þetta var heimur út af fyr-
ir sig.“
Strákarnir hændust að Bretanum
- Þetta var á „gömlu" Akurcyri, ekki
satt?
„Jú, ég var ekki Fjörulalli, heldur ólst ég
upp rétt við gilkjaftinn þar sem Akureyri
byggðist fyrst. Við krakkarnir lékum okk-
ur mikið í alls konar útileikjum á þessunt
árum, t.d. var jakahlaup vinsælt á veturna.
Þá var fjaran allt öðruvísi en hún er núna.
Á sumrin var farið í ýmsa boltaleiki, fallin
spýta og fleira.“
- Þú varst 12 ára gamall árið 1940.
Manstu eftir hernámsárunum?
„Já, já. Það var meira segja kampur rélt
á móti húsinu sem ég bjó í. Bretinn var oft
í boltaleikjum þarna líka og þeir spiluðu
mikið „baseball“, eða hafnabolta eins og
leikurinn heitir á íslensku. Strákarnir
hændust margir hverjir að þeim en ég var
blessunarlega laus við það samt.
Hins vegar var ég skáti á þessum árum
og starfaði rnikið nteð þeim. Það var mjög
góður tími, mikið um útilegur og annað
skátastarf, cn ég hætti í skátunum um
tvítugt."
Ingi gekk í Barnaskóla íslands, eins og
hann var gjarnan kallaður, og fór síðar í
Laugaskóla. En livað ætlaði hann að verða
þegar hann yrði stór?
„Ég held að það hafi alltaf hvarflað að
mér að verða bóndi. Það var númer eitt,
tvö og þrjú, en það gat bara ekki orðið.
Maður var alinn upp með skepnum, enda
voru á þessum árum t.d. um hundrað kýr í
haga í Innbænum, á höndunr margra eig-
enda. Þá var ég fjögur sumur í sveit og það
blundaði alltaf í mér að verða bóndi, þang-
að til ég varð of gamall til að hugsa um
það.“ ■
Búinn að „hokra“ í Laugargötu
frá 1946
- Hvað fórstu að gera eftir að þú laukst
námi í Laugaskóla?
„Ég fór í vegavinnu 15 ára gamall og tvo
vetur var ég búðarloka hjá Indriða gamla
Helgasyni í Kóinu við Ráðhústorg og árið
1946 byrjaði ég í íþróttahúsinu við Laug-
argötu og er búinn að hokra þar síðan. Það
er nú allur búskapurinn.
Reyndar var ég alls 19 sumur í vega-
vinnu, þar af 5 sumur sem almennur
verkamaður en síðan var ég vörubílstjóri í
14 sumur. Ég var ekki ráðinn sérstaklega
hjá Vegagerðinni heldur var ég hjá Stefni
eins og hver annar vörubílstjóri, en við-