Dagur - 02.09.1989, Side 9

Dagur - 02.09.1989, Side 9
Laugardagur 2. september 1989 - DAGUR - 9 Myndir: KL komandi verkstjóri fékk að hafa einn fast- an bíl.“ - Var ekki nýlega búið að byggja íþróttahúsið þegar þú hófst störf þar? „Það hafði verið starfrækt í tvo vetur. Ég byrjaði þar sem baðvörður en varð ekki yfirmaður stofnunarinnar fyrr en löngu seinna.“ - Fékkstu þá strax viðurnefnið Ingi sturta? „Já, það byrjaði strax. Ég held að fyrir- rennarar mínir í baðvörslu hafi haft þenn- an titil og sennilega fylgdi hann bara starf- inu.“ Mikill léttir þegar kalda sturtan var lögð niður - Þú hefur verið í Laugargötunni í 43 ár, börnum hefur væntanlega fjölgað jafnt og þétt og hafa ekki orðið miklar breytingar á þessum tíma? „Jú, vissulega hefur margt breyst. En álagið á húsinu var samt mest fyrst, því þá var þetta eina íþróttahúsið í bænum. Þar fór lengi vel fram öll íþrótta- og félaga- starfsemi í bænum en það voru þó ekki nema Barnaskólinn og Gagnfræðaskólinn sem voru þar til húsa.“ - Segðu mér nú frá köldu sturtunni alræntdu. „Já, það var póstur í mínu starfi að sjá til þess aö allir færu í kalda sturtu. Nú er búið að afnema þennan sið og það var mikill léttir fyrir mig. Þetta þótti mikil heilsubót hér áður og var stór liður í starf- inu, en náttúrlega ekki mjög vinsæll. Hins vegar voru þeir í minnihluta sem reyndu að koma sér hjá köldu sturtunni. Þessu var haldið svo stíft að börnunum að þau gerðu þetta flest ótilneydd." - Voru samt ekki einhverjir prakkarar sem gerðu þér lífið leitt á stundum? „Jú, jú, og sjálfsagt hafa þeir stundum komist upp með að sleppa köldu sturtunni þegar maður sá ekki til. Það var ekki vin- sælt að standa í þessu en hins vegar finnst mér ég ekki hafa eignast nokkurn af þess- um strákum sem óvildarmann í gegnum árin. Meira segja finnst mér að strákarnir, sem maður lenti í nokkrum átökum við, líti frekar upp til manns. Þeir finna það seinna að ég var aðeins að gera skyldu mína. Ég man sérstaklega eft'ir einum sem minnist oft á þetta, en hann var ansi bald- inn á sínum yngri árum.“ „Yerðmætamatið er allt annað í dag“ Og Ingi heldur áfram: „Margir af þcssum óstýrilátu strákum hafa orðið afbragðs- menn og jafnvel borið af í þjóðfélaginu hvað dugnað snertir, án þess að maður fari nánar út í þá sálma. Ég held líka að ég muni betur eftir þessum strákum heldur en þeim sem minna bar á.“ - Finnst þér æska Akureyrar hafa breyst mikið á þessum árum? „Ég vil svara þessu líkt og Tryggvi Þor- steinsson svaraði mér þegar ég spurði hann að þessu sama: „Það eru ekki börnin sem breytast, það eru kennararnir sem breyt- ast.“ Ég vil því frekar segja að fullorðna fólkið breytist. Auðvitað hafa alltaf verið til prakkarar og eru enn. Þeir eru dálítið öðruvísi í dag. Mér fannst forherðingin að surnu leyti vera' meiri hér áður. Það var ekkert gefið eftir.“ - Þjóðfélagið hefur líka breyst mikið. „Já, þjóðfélagið hefur breyst mikiö. Eitt er mjög áberandi í mínu starfi. Ef að barn gleymdi einhverju í húsinu hér áður fyrr, þótt það væri ekki nema slitinn vettlingur. þá var þetta sótt um leið. í dag hrannast upp óskilamunir, alveg upp í vönduð úr, og ekki er hirt um að spyrja eftir þessu. Verðmætamatið er greinilega allt annað í dag. Ég vil gjarnan geta þess í sambandi við starfið, að skemmdarstarfsemi í húsinu hefur verið mjög lítil. Hún er varla til hjá þeim sem ganga um húsið, frekar kannski frá götunni, rúður eru brotnar og þvíum- líkt, en umgengni í húsinu he'fur verið mjög góð og er það þakkarvert." * „Eg hef aldrei orðið þreyttur á starfinu“ - Hefurðu einhvern tíma orðinn alvarlega þreyttur á starfinu, eða er þetta alltaf jafn gaman? „Ég hef aldrei orðið þreyttur á starfinu. Öðrum þræði hlakka ég ekki jafnmikið til að byrja á haustin og áður og auðvitað koma tímabil þegár maður cr býsna þreyttur á samferðarfólkinu, en þaö cru mannleg viðbrögð. Hins vegar gct ég oröið dálítið svekktur ef illa gengur að koma því áfram yfir sumartímann sem þarf að gera til að húsið verði orðið starfhæft fyrir vet- urinn. Fjárveitingarnar eru þá kannski ekki í samræmi við kröfur fólksins sem þarf að nota liúsið og vinna þar." Ingi hefur ekki aðeins sinnt starfi sínú í Iþróttahúsinu viö Laugargötu því yfir sumartímann hefur hann unnið í hinum ýmsu íþróttamannvirkjum í afleysingum, svo scm Sundlaug Akureyrar, íþróttavell- inum og íþróttahöllinni. En lít'ið cr ekki bara brauðstrit, maðurinn finnur sér tóm- stundir til að létta lundina. - Hver eru hclstu áhugamál þín, Ingi? „Þegar ég var unglingur voru áhugamál- in eiginlega þrjú. Það var skátastarfið, hestamennska og söngur. Ég hafði mikinn áhuga á söng, en komst aldrei lengra en að hafa áhuga á honum, vegna tímaleysis vil ég segja. Þessi áhugamál hafa fylgt mér í gegnum tíðina. Að vísu datt skátastarfið upp fyrir um tvítugt en krakkarnir mínir hafa haldið því áfrant. Og ég er auðvitað hættur að geta sungið núna." „Fór í löng ferðalög á hestum“ - En hestamennskuna stundarðu ennþá. „Já, ég hef verið á kafi í henni og við hjónin eigum enn hesta. Ég ríð ekki cins mikið út og áður og ferðirnar eru styttri, en hestamennskan hefur l'ylgt mér.“ - Fórstu oft í langar ferðir? „Já, ég fór í löng ferðalög á hestum á sumrin. Ég hef farið yfir hálendið, suður Kjöl og norður Sprengisand. Þá hef ég far- ið til Þingvalla, austur á Fljótsdalshérað og vítt og breitt um landið á hestum. Þaö var ekki mjög algengt að menn færu í svo lang- ar ferðir en sennilega er það algengara núna. Þessir ferðir gengu allar áfallalaust fyrir sig og það má segja að ég hafi verið mjög heppinn. Svo fór maður oft í skemmri ferðir með hestamannafélaginu hérna, t.d. austur í Fnjóskadal eða Bárð- ardal, og þannig er það enn, þótt ég sé eig- inlega dottinn út úr því. Nú ferðast ég minna og þá frekar upp á mitt einsdæmi." Eiginkona Ingólfs er Jenný Karlsdóttir og er luin einnig úr Innbænum. Þau eiga fimm börn á aldrinum 20-32ja ára. Fjöl- skyldan flutti upp á Brekku árið 1972 en lngi segist þó alltaf líta á sig sem Innbæing. „Lít sáttur yfir farinn veg“ - Hvcrnig líst þér á Akureyri í dag? „Mjög vel. Þetta er fallegur bær og gróðursæll. Mér l'innst snyrtimennskan vera ríkjandi hér og hefur ástandið batnað mjög með árunum. Það er gott aö búa á Akureyri." - Hefur það aldrei hvarflað að þér að búa annars staðar? „Reyndar kom til greina fyrir nokkrum árum að flytjast til Vopnafjarðar. Þá var Magnús sonur minn búsettur þar og okkur hjónunum bauðst báð'um starf þar. Síðan varð ekkert úr því og ég held að lítil alvara hafi verið að baki. Það hefur hins vegar aldrei hvarflað að mér að flytjast til Reykja- víkur, eins og margir gcra, en Reykjavík hefur þó gleypt börnin mín dálítiö." - Eigum við að ræða urn pólitík? „Það held ég ekki, því ég er alveg ópóli- tískur. Ég er reyndar fæddur inn í einn flokk og hef ckki komið auga á neitt annað bctra." - Þú ætlar að sinna áfram þínu starfi í Laugargötunni, vænti ég. „Já, ég er enn í sturtunni, hef aldrei þornað almennilega, og verö sjálfsagt áfram í bleyti," sagði Ingi og brosti breitt. - Ertu sáttur við lífshlaup þitt? „Já, já, það þýðir ekkert annað. Ég hef verið heilsugóður, nema hvað ég fékk dálítið áfall fyrir tveimur árum, en ég lít sáttur yfir farinn veg,“ sagði þessi geð- þekki maður að lokum. Ingi sturta er nú önnum kafinn við að undirbúa íþróttahúsið við Laugargötu undir veturinn. Þar fer leikfimikennsla nemenda í Barnaskóla Akureyrar enn fram og auk þess eru íþróttasalirnir leigðir út utan skólatíma. Þá taka vinnufélagar eða aðrir hópar sig saman og spila badminton, skallatennis eða aðrar íþróttir í Laugargötuhúsinu. Og þar ræður Ingi sturta ríkjum sem fyrr og skipar ntönnum að fara í kalda sturtu. Ég vil þakka honum kærlega fyr>r spjallið. SS V

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.