Dagur


Dagur - 02.09.1989, Qupperneq 16

Dagur - 02.09.1989, Qupperneq 16
Skólavörur í miklu úrvali Dögun á Sauðárkróki: að gera ast til að leyfi fengist fyrir veiði á innfjarðarrækju, líkt og í fyrra- haust og eftir áramót. Þá fékk Dögun að veiða 50 tonn á sitt hvoru tímabilinu. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn. Við vonumst til að fá ekki minni kvóta af innfjarðar- rækjunni. Sjómenn sem hafa ver- ið á snurvoð í sumar segja að það sé nóg ti! af innfjarðarrækjunni, því enginn fiskur hafi gengið inn fjörðinn. Við bíðum spennt eftir að fá leyfi og það er enginn bar- lómur í okkur,“ sagði Sigríður í samtali við Dag. Svo slegið sé á léttu strengina þá hafa hlustendur Rásar 2 milli kl. 13 og 14 á daginn eflaust tekið eftir símakveðjum stúlknanna í Dögun og drengjahna í Sæplasti á Dalvík. Þar hefur stjórnandi þáttarins „Umhverfis landið á 80“ tekið við „rósóttum“ kveðjum. „Ég hef ekki tekið eftir neinum trúlofunarhringum ennþá, en það er um að gera að létta móralinn, vinnudagurinn er langur," sagði Sigríður unr þessar símakveðjur á milli Dögunar- stúlkna og Sæplastsdrengja. -bjb Siglfirðingar vilja að uppbyggingu Lágheiðar verði hraðað: Kemst vonandi í umræðuna við Fjórðungsþing Norðlendinga hófst á Akureyri í gær með ávarpi Björns Sigurbjörnssonar, formanns Fjórðungs- sambandsins. Síðdegis í gær höfðu framsögu Guðmuiidur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, Gerður G. Oskarsdóttir, Þórður Skúlason og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra. í dag verður fundinum fram haldið og verður margt athyglisvert á dagskrá. Sérstaklega skal getið umræðna kl. 14.30 um þemað: „Stefnir norðlcnsk byggðaþróun í blilldgötll?" Mynd: KL Brjálað Þessa dagana er allt brjálað að gera hjá Rækjuvinnslunni Dögun á Sauðárkróki. Auk Hilmis II SU eru þrír aðrir rækjubátar í viðskiptum við Dögun, Rauðsey AK, Erling GK og Haförn ÁR. í síðustu viku lönduðu bátarnir rúmum 30 tonnum af rækju og liefur þessi vika farið í að vinna þann afla, að meðaltali eru unnin um sex tonn á dag. Það er unnið alla daga hjá Dögun og frá kl. 8 til 21 á kvöldin virka daga. Tíu manns vinna við rækju- vinnsluna, en með löndunar- fólki og áhöfn Hilmis, vinna alls yfir 20 manns hjá Dögun. Að sögn Sigríðar Aradóttur, verkstjórg í Dögun, er útlit fyrir næga vinnu fram á veturinn. Þó munu aðkomubátarnir fara síðar í mánuðinum á loðnuveiðar og þá á Hilmir II eftir óveiddan síld- arkvóta. En Sigríður sagðist von- endurskoðun vegaáætlunar ísak Ólafsson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir að Siglfirðing- ar hafi margoft bent á nauðsyn þess að hraða uppbyggingu vegar yfir Lágheiði, ekki síst nú þegar skammt er í að jarð- göng í gegnum Ólafsfjarðar- múla verði tekin í notkun. Hann segir að ekki sé hægt að líta svo á að Siglufjörður komist í gott vegasamband við byggðir Eyjafjarðar fyrr en þessi vegur verði byggður upp. Lágheiði tengir sem kunnugt er Ólafsfjörð og Fljót og er hún að jafnaði lokuð í átta mánuði í\ ári. Það gerir það að verkum að yfir vetrarmánuðina þarf að aka um Öxnadalsheiði og úr Skagá- firði til Siglufjarðar. Þessi „krókur" lengir leiðina milli Akureyrar og Siglufjarðar til muna og gerir það að verkurn, að margra mati, að samskipti milli þessara þéttbýlisstaða er ekki K. Jónsson & Co.: 24 franskir sölu- menn í heimsókn Góðir gestir heimsóttu Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar & co. í gær en þá komu 24 franskir kavíarsölumenn og skoðuðu aðstæður hjá fyrir- tækinu. Að sögn Baldvins Valdemars- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra, er um að ræða sölumenn frá Delpierre í Frakklandi sem sjá um sölu á kavíar frá K. Jóns- syni. „Yfirmenn fyrirtækisins hafa komið hingað í heimsókn en þetta er í fyrsta skipti sem flokk- ur sölumanna kemur í heimsókn. Þetta eru mennirnir sem eru í eldlínunni út í Frakklandi,“ sagði Baldvin. óþh jafnmikil og æskilegast væri. Með jarðgöngum um Ólafs- fjarðarmúla eygja menn von um að á þessu vcrði breyting. ísak Ólafsson segir að bæjaryfirvöld á Siglufirði hafi síðast í fyrra sent ýtarlega ályktum um nauðsyn þess að hraða uppbyggingu Lág- heiðar til samgönguráðherra og yfirstjórnar vegamála. „Við- brögðin við þessu eru nákvæm- lega engin. Það eina sem þeir segja er að þessi vegur sé á lang- tímaáætlun Vegagerðarinnar." sagði Isak. Á það hefur verið bent að Lág- heiðin hafi lent útundan í vega- framkvæmdum vegna þeirrar staðreyndar að hún tengir saman tvö kjördæmi. Þannig hafi luin lent aftast á forgangslista þing- manna bæði í Norðurlandskjör- dæmi vestra og eystra. ísak segir nokkuð til í þessu og greinilegt sé að þingmenn feli sig á bak við langtímaáætlun Vegagerðarinn- ar. „Þessi endastöðvavegir sitja alltaf á hakanum." „Ég geri mér vonir um að við næstu endurskoðun vegaáætlunar að tveim árum liðnum komist Lágheiðin í umræðuna af alvöru," sagði Steingrímur J. Sig- fússon, samgönguráðherra. „Eg held að augu manria hljóti að dragast að því hversu góð tenging uppbyggður vegur yfir Lágheiði er, þó ekki sé nema 8-9 mánaða vegur borið saman við 3-4 mán- aða veg í dag.“ Hann sagði að uppbygging Lágheiðar hafi lengi verið í umræðunni og sú umræða hafi aukist eftir að gerð jarðganga í Ólafsfjarðarmúla hófst. Spurður um hvort Lágheiði hefði ætíð lent neðst á framkvæmdalista sökum þess að hún er millikjördæma- vegur sagði Steingrímur það vera vafasamt. „En því er ekki að neita að það er ákveðin tilhneig- ing til að láta endavegina rnæta afgangi," sagði Steingrimur J. Sigfússon. óþh Beijaveður! Norðlendingar þurfa ekki að kvarta yfir helgarveðrinu þessa fyrstu helgi í septem- ber ef marka má spá Veður- stofu íslands fyrir svæðið. í dag er gert ráð fyrir að þykkni upp með sunnanátt og líklega verður stinningskaldi sumstaðar. Hætta er á úrkomu á einhverjum svæðum en litlar líkur á að hún nái t.d. til Eyjafjarðarsvæðisins. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. Á morgun snýst til suð-vest- an áttar og léttir mikið til, með hita á bilinu 15-16 stig. Ekki amalegt veður til berjaferða enda má búast við að margir hafi liugsað sér til hreyfings í þeim efnum um helgina. VG Nígerískir skreiðarkaupmenn á Dalvík: Fúsir að kaupa 10 þús. pakka Tveir nígerískir skreiðar- kaupmenn, F.l. Omvadike forstjóri og Uwa Igwe Kalu, stjórnarformaður, komu í gær til Akureyrar. Nígeríu- mennirnir koma á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands, og tók Hilmar Daníelsson, forstjóri, á móti þeim, og var ferðinni heitið til Dalvíkur. Bragi Eiríksson fylgir skreið- arkaupmönnunum í þessari inn- kaupaferð, en hann var áður framkvæmdastjóri Skreiðar- samlagsins í 33 ár. „Þeir eru að leita eftir hausum, fyrst og fremst, en líka skreið ef hún fæst nteð góðum kjörunt," sagði Bragi, og benti jafnframt á að ekki væri óhugsandi að þeir keyptu jafnvel eitthvað af Ítalíu- skreið, eða skrejð sem ekki Nígeríumennirnir við koniuna til Akureyrar í gær. Frá vinstri: Bragi Eiríks- son, F.I. Onwadikc, Uwa Iqwe Kalu og Hilmar Daníclsson. Mynd: kl þætti fullboðleg fyrir Ítalíu- markað. „Þeir vilja alla skreið, hvort sem það er ufsi, ýsa, þorskur, keila eða langa," sagði hann. Bragi var spurður þeirra spurningar hvers vegna hann væri á ferð nteð Nígeríu- mönnunum, þar sem hann væri hættur hjá Skreiðarsamlaginu. „Ég er búin að vera í þessu í yfir 30 ár. Þessir menn þekkja mig og báðu mig því að liðsinna sér,“ sagði hann. Nígeríumennirnir létu þau orð falla að þeir vildu kaupa allt að tíu þúsund pakka af skreið a'f verkendum við Eyjaförð. Onwadike var spurður að því hvað væri efst á baugi varðandi innkaup á skreið til heimalands hans. Hann kvað gjaldeyris- höftin erfiöust, en Seðlabanki Nígeríu skammtaði innflytjend- um gjaldeyri þannig að svigrúm til innkaupa væri takmarkað. Þá væri gengisskráning nígerísku nayrunnar óhagstæð gagnvart Bandaríkjadollar. „Við kaup- unt hundruði þúsunda skreið- arpakka árlega, bæði frá Noregi og íslandi. íslenska skreiöin er O.K.,“ sagði hann. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.