Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. september 1989 50% afsláttur á ýmsum fatnaði Aðeins í fáa daga ★ Nú er hægt að gera góð kaup UJ EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 HaiSð þið opið á laugardögum eða sunnudögtun? Ef svo er, viljum við minna á að Dagur, helgarblað kemur út snemma á laugardögum. (Fyrir ld. 8.00 til áskrifenda á Akurcvri.) Haíið samband við auglýsingadeild Dags íyrir kl. 11 á fimmtudag, og auglýsingin birtist á laugardag. Strandgötu 31 • Sími 24222. Dagblaðið á landsbyggðinnj Viltu dansa? Létf og skemmtileg 10 tíma námskeið að hefjast Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 26624 milli kl. 10.00 og 18.00 Sfðustu innritunardagar Afhending skírteina er milli kl. 17.00 og 19.00 föstudaginn 22. september Breyttu til og komdu að dansa! Sigurbjörg D.S.Í. SLEJ raðgreiðslur DANSSKOLI Siééa fréttir Fyrirframsala á saltaðri sfld: Samningar tekist um sölu til Svíþjóðar og Finnlands - samningaumleitanir hafnar um íyrirframsölu til Sovétríkjanna Samningaviðræður hafa staðið yfir að undanförnu við helstu saltsíldarinnflytjendur í Sví- þjóð og Finnlandi og hafa samningar þegar tekist um söluverð og aðra söiuskilmála. Eins og á undanförnum árum hafa kaupendur í þessum löndum nokkurn frest til að staðfesta endanlegt samningamagn en búist er við að það verði svipað og selt var með fyrirframsamn- ingum á s.l. ári eða samtals 60-70 þúsund tunnur, miðað við síldina hausskorna og slógdregna en um er að ræða allmargar tegundir, þ.m.t. ýmsar tegundir af flakaðri síld. Samkvæmt hinum nýju samn- ingum við Svía og Finna, hækkar söluverðið á hefðbundnum teg- undum um 6-7% frá fyrra ári. Söluverðið er eins og áður í sænskum krónum og finnskum mörkum. Á undanförnum árum hefur tekist í vaxandi mæli að selja salt- síldina til Norðurlanda flakaða, ýmist ferskflakaða á söltunar- stöðvunum eða flakaða eftir að hún er fullverkuð. Aðdragandi þessara breytinga er orðinn all- langur en vöruþróun þessi varð öll auðveldari eftir að tilrauna- stöð Síldarútvegsnefndar tók til starfa fyrir 4 árum. Frá því að stöðin tók til starfa hafa um 55 þús. tunnur af full- verkaðri síld verið teknar þar til ýmiskonar flakavinnslu fyrir erlenda markaði, þar af 25 þús. tunnur frá síðustu vertíð. Áætlað er að útflutningsverðmæti þeirrar síldar sem unnin hefur verið hjá stöðinni frá byrjun hafi aukist um 140 milljónir króna miðað við núverandi gengisskráningu. Eins og ákveðið var, er til- raunastöðin var byggð, er gert ráð fyrir að sú framleiðsla sem þar fer fram nú, flytjist eftir því sem aðstæður leyfa til söltunar- stöðva sem aðstöðu hafa til slíkr- ar vinnslu. Samningaumleitanir um fyrir- framsölu á saltaðri síld til Sovét- ríkjanna eru þegar hafnar en formlegar samningaviðræður hafa enn ekki hafist og ennþá liggur ekki ljóst fyrir hvenær Sovétmenn verða tilbúnir til við- ræðna. Bflaleigan Örn: Nýir eigendur ánægðir með reksturinn í sumar „Þetta gekk mjög vel hjá okk- ur í sumar og gengur vel ennþá. Yfirleitt voru allir bílar úti hjá okkur og maður er bara bjartsýnn á þennan rekstur,“ sagði Birgir Torfason hjá Bíla- leigunni Erni á Akureyri, en þar urðu menn áþretfanlega varir við ferðamannastraum- inn í sumar. Bílaleigan Örn skipti um eig- endur í sumar. Birgir Torfason keypti fyrirtækið síðla maímán- aðar og Heiðar Jóhannsson í Hjólbarðaþjónustu Heiðars kom inn í reksturinn unt miðjan ágúst og reka þeir nú bílaleiguna í sam- einingu. Að sögn Birgis hefur Örn yfir 15-20 bílum að ráða. Bílaleigan sjálf á 10 bíla og auk þess er Örn umboðsaðili fyrir bílaleiguna Geysi í Reykjavík og er með bíla frá henni svo og ALP bílaleig- unni. Þetta eru jafnt litlir fólks- bílar sem langir jeppar, með far- síma og öðrum búnaði. „Það hefur verið bíllaust hérna frá því í maí og fram í miðjan ágúst en það er aðeins farið að draga úr þessu núna. Þó er nóg að gera enn og verður eflaust í vetur því við erum með marga fasta viðskiptavini, t.d. aðila í Reykjavík sem fá bílana hérna á flugvellinum þegar þeir koma í bæinn,“ sagði Birgir að lokum. SS , Lionessuklúbburinn Ösp á Akureyri: Arleg plastpokasala af stað Konur í Lioncssuklúbbnum Ösp á Akureyri ganga í hús í dag og næstu daga og bjóða plastpoka og plastfilmu til sölu. Agóðinn rennur til styrktar fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. I hverjum pakka verða plast- pokar númer 2, 4 og 15 auk einn- ar filmurúllu. Salan hefst í dag kl. 21.00 og stendur til sunnudagsins 24. september. Þetta er þriðja árið í röð sem Lionessur í Ösp standa að plast- pokasölu til styrktar fæðingar- deildinni, og hefur fjáröfluninni verið vel tekið. Á síðasta ári var keypt upplífgunarborð fyrir sölu- Skákfélag Akureyrar: 15 mínútna mót í kvöld í kvöld, fimmtudaginn 21. september, heldur Skákfélag Akureyrar 15 mínútna mót í félagsheimilinu að Þingvalla- stræti. Mótið hefst klukkan 20 og má nú segja að vetrarstarfið sé komið á fullt skrið. Næstkomandi sunnudag verð- ur síðan hraðskákntót í félags- heimili Skákfélags Akureyrar og hefst það kl. 14. Umhugsunar- tími er 5 mínútur á keppanda. SS andvirðið, auk ferðasjónvarps, I Ösp hvetja fólk til að kaupa myndbandstækis og sérstakrar plastpokana og styrkja gott brjóstamjóikunarvélar. Konur í | málefni. EHB Lionessur önnum kafnar við aö pakka plastpokum. Launavísitalan: 0,2% hækkun milli mánaða Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir septembermánuð 1989, miðað við meðallaun í ágúst. Er vísitalan 107,0 stig eða 0,2% hærri en vísitala fyrra mán- aðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnunar fasteigna- veðlána tekur sömu hækkun og er því 2.342 stig í októbermán- uði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.