Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 12
 Akureyri, fímmtudagur 21. september 1989 Blanda Hreinn Appelsinusafi PureOrange Juice Tjörnes: Ok yfír Reyðará utan brúar Útafakstur varð við brúna yfir Reyðará á Tjörnesi um kl. 22 á þriðjudagskvöld. Fólksbíl var ekið í suðurátt er ökumaður missti stjórn á bílnum við Héðinshöfða vegna aurbleytu á veginum. Bíllinn lenti útaf við brúna, ók yfir ána utan vegar og skemmdist talsvert. Auk öku- manns var einn farþegi í bílnum, kvartaði hann um eymsli í öxl og var fluttur á sjúkrahús, en ekki reyndist um aivarleg meiðsli að ræða. IM Ferskar afurðir hf. á Hvammstanga: Keyptu sláturhús af Sparisjóðnum Hiutafélagið Ferskar afurðir á Hvammstanga hefur fest kaup á sláturhúsi sem áður var rekið undir merki Verslunar Sigurð- ar Pálmasonar á Hvamms- tanga. Sparisjóður V.-Húna- vatnssýslu cignaðist húsið eftir að Verslun SP var lýst gjald- þrota um mitt síðasta ár. Ferskar afurðir hf., sem er hlutafélag 20 einstaklinga á Hvainmstanga og nágrenni, tók þá sláturhúsið á leigu til eins árs og rann leigusamning- ur út 1. september sl. Samningaviðræður milli Ferskra afurða hf. og Sparisjóðs V.-Húnavatnssýslu hafa staðið um nokkurt skeið en nú hafa náðst samningar um kaupin. Kaupverð fæst ekki uppgefið en það greiðist á þremur árum. Sigfús Jónsson í Lindarbrekku er einn hluthafa í Ferskum afurð- um hf. og sagði hann í samtali við Dag að menn væru mjög ánægðir með fyrirliggjandi kaupsamning. Rekstur sláturhússins á liðnu ári hafi sannfært menn um að rétt væri að halda honum áfram í núverandi mynd. Sláturhúsið er á tveimur hæð- um og kaupa Ferskar afurðir hf. alla efri hæðina og helming neðri hæðar. Hinn helminginn festi Meleyri hf. kaup á og hyggst nýta fyrir sína starfsemi. Sauðfjárslátrun hófst hjá Ferskum afurðum hf. 21. ágúst sl. Sigfús segir slátrað um 150 fjár á dag og gangi slátrun mjög vel. Kjöt fer að hans sögn allt ferskt á markað. Áætlað er að heildarfjöldi sláturfjár verði á bil- inu 4-5000 á þessu hausti. Auk sauðfjárslátrunar hafa Ferskar afurðir hf. nautgripa-, svína-, og hrossaslátrun á sinni könnu. Sigfús nefndi að á dögun- um liafi 60-70 folöldum verið slátrað og kjöt af þeim væri nú allt selt. óþh Forcldrasamtök Gleráskóla hafa lýst yfir niikilli óánægju nieð það að svæði sunnan skólans skuli enn vera án nial- hiks og tekur skólastjórinn undir þá gagnrýni. Mynd: Kl. Foreldrar barna í Glerárskóla og skólayfirvöld þrá malbik við skólann: 55 Er ekki fólki bjóðandi - segir Vilberg Alexandersson, skólastjóri „Það er hreint og beint ekki fólki bjóðandi að ganga um þetta svona. Eg vil ininna á að hér cru 600 manns í vinnu á hvcrjum degi. Það er óskiljan- legt að hjóða fólki upp á að vaða aurinn upp í mjóalegg,“ segir Vilbcrg Alexandersson, skólastjóri Glerárskóla, vegna óánægju skólayfirvalda og for- eldrasamtaka skólans með scinagang og framtaksleysi Útgerðarfélag Akureyringa: Óverulegt tjón á fisk- birgðum í eldsvoðanum ^ - 200 milljóna króna verðmæti í húfi Nú er Ijóst að tjón af völdum eldsvoöans í húsakynnum Útgerðarfélags Akureyringa síðastliðinn þriðjudag varð ekki eins mikið og menn höfðu óttast í fyrstu, en tjónið hefur ekki verið metið til fulls. Skemmdir af völdum reyks í frystigeymslunni við hlið geymslunnar þar sem eldurinn kom upp reyndust óverulegar en þar var mikið magn af fiski og gríöarleg verðmæti í húfi. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, sagði að um 1400 tonn af Tjónið í Silfurstjörnunni: Soltnu mýsnar aJsaklausar Soltnn mýsnar í Presthóla- hreppi segjast alsaklausar af tjóninu í fiskeldisstöð Silfur- stjörnunnar hf. í Oxarfirði. Þannig er mál með vexti að vírinn sem þær nöguðu í sund- ur er á kerfinu Lundur 1, en Silfurstjarnan er tengd við Lund 2 og það kerfi var laust við músagang. Frétt Dags um málið í gær er því ekki alls kostar rétt að þessu er ? lcyti. Silfurstjarnan vcgar tengd við Lund 2 og hitt númerið í stöðinni er tengt línu frá Kópaskeri. Svæðisumsjónarmanni Pósts og síma á Húsavík bárust engar tilkynningar um bilanir á símalín- unt í Silfurstjörnunni um helgina. Hann gat því ekki gefið einhlíta skýringu á því af hverju síminn sem tengdur er við viðvörunar- kerfi í fiskeldisstöðinni var dauð- ur á laugardaginn. SS frystum fiski, bæði lausfrystum og pökkuðum, hefðu verið í frystigeymslunni og taldi hann verðmæti vörunnar hátt í 200 milljónir. Reykur komst inn í geymsluna eftir aö eldvarnarhurð opnaðist og var í fyrstu óttast að verulegt tjón hefði hlotist af. „Þetta lítur miklu betur út en viö höfðum reiknað með þannig aö hér fór betur en á horfðist. Fiskbirgðirnar virðast hafa slopp- ið að mestu leyti, en bretti og umbúðir skemmdust í geymsl- unni þar sem eldurinn kom upp og ýmislegt annað smávægilegt. Skemmdir á húsnæðinu eru held- ur ekki verulegar," sagði Gunnar. Mikið af fiski var í vinnslu hjá ÚA þegar eldurinn kom upp og var haldið áfram að vinna hann í gærmorgun. Þá kont Kaldbakur til hafnar snemnta í gærmorgun með tæp 200 tonn af karfa. „Þannig að lífið gengur sinn vanagang, sem betur fer,“ sagði Gunnar Ragnars að lokunt. SS bæjaryfirvalda við frágang lóð- ar skólans. . Á fundi foreldrasamtaka Gler- árskóla sl. þriðjudagskvöld kom fram ntikil óánægja foreldra með að svæði sunnan skólans skuli enn vera án malbiks. í orðum foreldra kom fram að börn kæmu úr skólanum „drullug upp fyrir haus“ á hverjum degi. Bent var á að skólayfirvöld og foreldrar nemenda í Glerárskóla hafi lengi ýtt á eftir malbikun lóðarinnar en það hefði til þessa engan árangur borið. Skólastjóri Glerárskóla kvaðst í samtali við Dag vera orðinn mjög langþreyttur á þessu ástandi og hann tryði ekki ööru en bæjar- yfirvöld færu að taka viö sér. Hann sagði að þolinmæði skóla- yfirvalda og foreldra barna við skólann væri fyrir löngu á þrotum. Vilberg tók fram að lengi vel hefðu menn haldið að sér hönd- um með lóðarfrágang sökum þess að til hafi staðið að byggja stjórn- unarálmu á lóð í suður af d-álmu skólans. Hins vegar væri nú sýnt að það hús myndi aldrei verða byggt. Björn Jósef Arnviðarson, for- maður skólanefndar og bæjarfull- trúi, sagði að vissulega væri núverandi ástand óviðunandi og á þessu yrði að taka sem fyrst. Björn tók frarn að bæjaryfirvöld hafi á sínum tíma talið að ekki væri rétt að malbika skólasvæðið fyrr en sýnt væri hvort ráðist yrði 1 byggingu stjórnunarálmu. Hann sagði nú allt benda til að hún yrði ekki byggð og því væri mönnum ekkert að vanbúnaði að ljúka frágangi lóöar. „Malbikun lóðar- innar er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs en ég geri ráð fyrir og veit raunar að þetta verkefni er komið ofarlega á forgangslista. Hvenær hins vega.r framkvæmdir veröa hafnar get ég ekki sagt fyrir um," sagði Björn Jósef. óþh FA tekur upp þráðinn á ný: Glasgowferðir í beinu flugi frá Akureyri Ferðaskrifstofa Akureyrar hyggst nú taka upp þráðinn frá í fyrravetur og bjóða á ný dags- ferðir til Glasgow í beinu leiguflugi frá Akureyri. Boðið verður upp á tvær ferðir að þessu sinni, dagana 4. og 18. nóvember nk. Farið verður frá Akureyri snemma að morgni og komið aft- ur undir miðnætti sama dag, kostaður á mann eru tæpar 16 þúsund krónur og innifalið í verði er akstur til og frá flugvelli í Glasgow og samejginleg hótel- bænum á meðan á dvöl aðstaða stendur. „Þessar ferðir nutu fádæma vinsælda í fyrra og komust færri að en vildu," sagði Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í samtali við Dag. Aðspurður um hvort farnar yrðu fleiri ferðir en tvær ef aðsókn yrði góð sagði hann svo ekki vera. „Við fáum því miður ekki fleiri ferðir því það eru ekki lausar flugvélar í þetta." Alls munu 126 farþegar komast í hvora ferð að þessu sinni. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.