Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 21. september 1989 myndasögur dags í- ARLAND Sko... hún er húsmóðir' ...mrnrn ...og hún kann að . gera frábært rækjusalat. Er það allt og sumt? Er þetta allt sem þú hefur að segja um mömmu þína? Frábært rækjusalat? Friðrikka ...það hlitur að vera meira til hennar komið en að hún búi til rækjusalat. #ýrst þú nefndir það ...hún býr u'ka til mjög góðar kjötbollur. ANDRES OND Ég ætti aö gera eitthvað 'annaö en aö sitja og horfa á sjónvarpið. Eg ætti t.d. aö lesa bók eða tímarit. HERSIR BJARGVÆTTIRNIR Á meðan um borö i Lightning, En hver er þessi Kung Wan?... og hvers vegna þykist hann vera þú, herra Hann er yfirmaður skipulagðra gægai Suðaustur- Asíu.. þegar Bjargvættirnir fimm hótuðu að koma upp um hnisuveiðarnar hans, skipulagði Kung Wan þessar aðgerð-^ ir til þess að losna við ykkur öll ... og svo virðist sem honum sé að.takast það!.../ S-/VWS5/- t?EPETrO -tó-AS # Á gömlu togurunum Gömlu síðutogararnir höfðu eitthvað við sig sem ekki er hægt að finna í nýrri skipum. Þeir eru margir sem muna eftir gömlu góðu tog- urunum hjá ÚA, Kaldbak, Harðabak, Sléttbak og Svalbak. Margt gerðist um borð i þessum síðutogurum sem vert er að varðveita, og margir stigu þar sín fyrstu spor á sjó. Sjómenn þeirra tíma létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og oft var gripið til kímnigáfunnar. Margt af því er þess eðlis að ekki mun við hæfi að birta það á prenti, ýmist vegna þess að það tengist viður- nöfnum á einstökum mönn- um, eða öðrum atvikum sem gætu verið vandræða- leg. • Fiffaðu vesenið ... Hér er ein stutt saga frá gömlu togurunum. Maður einn var nýbyrjaður um borð og þekkti ekki til. Sér- stakt tungumá! var notað um borð sem var ekki auð- skíljaniegt óinnvígðum, og varð hann fyrir barðinu á því. Eitt sinn var setið að snæðingi í borðsalnum, og segir þá næsti maður við þann nýja: „Fiffaðu vesen- ið“. Sá nýi skildi ekki neitt. Spurningin eða skipunin var þá endurtekin tvisvar, en að lokum sagði sá gamal- reyndi: „Hvað er þetta, maður, skilur þú ekki íslensku? Réttu mér ostinn.“ # Þetta er nú ekkert... Þegar síðutogararnir komu til Akureyrar var til stétt manna sem nú er að mestu horfin, og það fyrir löngu. Þetta voru gömlu togara- sjómennirnir, sem höfðu byrjað á kolatogurunum upp úr 1920. Þessir menn höfðu séð hitt og þetta, og þótti margt næsta létt sem aðrir kvörtuðu yfir, og vís- uðu þá oft til reynslu sinnar af „elstu togurunum.“ Eitt sinn þurfti að fara inn í gufu- ketilinn á Kaldbak og þétta sprungið rör. Þetta var ekki með því vinsælasta sem kyndarar eða vélstjórar gerðu, en menn létu sig þó hafa það að ganga á mjóum planka yfir sjóðandi heitu vatninu við þetta hættulega verk. Gamall vélstjóri sagði eitt sinn við yngri mann, eft- ir að sá síðarnefndi hafði nýlokið við að „þétta“ eitt rörið: „Þetta var nú ekkert hjá því sem gerðist á gömlu togurunum. Einu sinni þurfti ég að fara inn f ketil- inn á miðnætti á jólanótt til að þétta leka. Mér var hálf oglatt því jólasteikin var heldur hrá. Eg var fljótur að þétta því inni var 200 gráðu hiti, og ,mér leið bara ágæt- lega þegar ég kom út, steik- in mátulega soðin og ég í fínu formi.“ dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 21. september 17.50 Sögur uxans. 18.20 Unglingarnir í hverfinu. (Degrassi Junior High.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) 19.20 Benny Hill. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gönguleiðir. Strandir. Leiðsögumaður Ólafur Ingimundarson. 20.50 Heitar nætur. (In the Heat of the Night.) Bandarískur myndaflokkur. 21.45 íþróttir. 22.25 Nýjasta tækni og vísindi. M.a. fjallað um olíuleit við ísland og upp- finningasamkeppni unglinga. 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 21. september 15.35 Með Beggu frænku. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 17.05 Santa Barbara. 17.55 Stálriddarar. (Steel Riders.) Fyrsti þátturinn af átta í spennandi þátta- röð fyrir börn og unglinga sem segir frá ævintýrum Brians og tveggja barna hans á unglingsaldri. 18.25 Dægradvöl. (ABC's World Sportsman.) 19.19 19.19. 20.30 Njósnaför. (Wish Me Luck.) Fyrsti þáttur af átta í nýrri, breskri fram- haldsmynd, sem segir frá tveimur stúlk- um sem yfirgefa fjölskyldur sínar til að gerast föðurlandsnjósnarar í Frakklandi. 21.25 Kynin kljást. Þetta er nýr og nýstárlegur getraunþátt- ur enda gengur leikurinn út á það að kon- ur keppa við karla, og karlar keppa við konur. Vinningarnir verða glæsilegir og þættimir allir með léttu og skemmtilegu yfirbragði. 21.55 Einfarinn.# (Nasty Heroe.) Chase er einfari og fremur svalur og karl- mannlegur töffari. Hann er heiðarlegur og því hefur sex mánaða dvöl hans í fang- elsi, þar sem hann var ranglega dæmdur fyrir flutning á stolnum bílum, kynnt svo- lítið undir honum. Chase er nú kominn aftur til Miami til að heimsækja besta vin sinn, Carlos, og hina undurfögru frænku hans, Yolanda. Erindi hans til Miami er ekki síður að finna út hver kom honum í klandrið og sá má heldur betur vara aig. Aðalhlutverk: Scott Feraco. Bönnuð börnum. 23.15 Skyttan og seiðkonan. (The Archer And The Sorceress.) Ung, myndarleg skytta leitar galdra- mannsins Lazsar-Sa vegna þess að ein- ungis hann getur hjálpað skyttunni ungu að endurheimta hans réttu nafnbót og ná fram hefndum vegna dauða föður hans. Aðalhlutverk: Lane Caudell, Victor Campos, Belinda Bauer og George Kennedy. Bönnuð börnum. 00.55 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 21. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Ólafur Oddsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 9.03 Litli barnatíminn: „ Júlíus Blom veit sínu viti“ eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (18). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn. Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar Tóniist. 13.05 í dagsins önn - Náttúrufræðistofnun íslands. 13.35 Miðdegissagan: „Myndir af Fidel- mann“ eftir Bernard Malamud. Ingunn Ásdísardóttir les þýðingu sína (3). 14.00 Fréttir • Tilkynningar 14.05 Miðdegislögun. - Snorri Guðvarðarson. (Frá Akureyri). 15.00 Fréttir. 15.03 „Legg mig á steðja, ó, sterki Guð.“ 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Puccini. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. 19.37 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Ópera mánaðarins: „Á valdi örlag- anna" eftir Giuseppe Verdi. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Þórðr Sigurðsson sjómaður horfir til hafs með Þorsteini J. Vilhjálmssyni. 23.10 Gestaspjall. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 21. september 7.03 Morgunútvarpið: Vaknið til lífsins!. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið með Gesti Einari Jónassyni. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Sigurður Þór Salvars- son, Guðrún Gunnarsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. Meinhornið. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins: „Aldrei að víkja" framhaldsleikrit eftir Andrés Indriðason. Fyrsti þáttur af fjórum. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á ellefta tímanum. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt... “ 2.00 Fréttir. 2.05 Eric Clapton og tónlist hans. 3.00 Næturnótur. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt... “ Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 21. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 21. september 07.00 Páll Þorsteinsson. Palli fer á fætur við fyrsta hanagal. Glugg- að í blöðin og þægileg tónlist á leið til vinnu. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Frísk stelpa mætt með allar bestu ballöð- ur seinni ára á vaktina. Síminn hjá Valdísi 611111. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Besti tónlistarkokkteill sem völ er á. Óskalagasíminn er 611111. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson - Reykja- vík síðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. Þetta er þáttur hlustenda sem geta haft samband og komið sínum málefnum til skila í gegnum símann 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Rétta tónlistin yfir kvöldmatnum. 20.00 Listapopp. íslenski listinn milli 20 og 22 og svo breski, bandaríski og evrópski listinn milli 22 og 24. Umsjónarmenn: Pétur Steinn, Gunnlaug- ur Helgason og Bjarni Haukur Þórsson. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 21. september 17.00-19.00 Lótt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjórnandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.