Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. september 1989 - DAGUR - 9
Stormsveipur á Sauðárkróki:
Hljómsveitm Styrming stofnuð
- fjórir kunnir úr „bransanum“
Fyrir nokkru var stofnuö ný
hljómsveit á Sauðárkróki. Hún
ber heitið „Styrming“ og hana
skipa fjórir kunnir hljóðfæra-
leikarar úr „bransanum“ á
Sauðárkróki, þeir Hörður
„Bassi“ Ólafsson, Ægir As-
bjömsson, Kristján Gíslason og
Karl Jónsson. Þeir tveir síðast-
nefndu koma úr hljómsveitinni
Herramönnum, en Hörður
spilaði um margra ára skeið
með hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar. Ægir spilaði
einnig um tíma með Geir-
mundi og mörgum öðrum
sveitum. Nafnið Styrming
hljóðar svolítið kuldalega,
enda segjast þeir félagar ein-
göngu ætla að spila að vetri til,
en hvíla sig yfir sumartimann.
Styrming ætlar að einbeita sér
að almennri dansmúsík og býður
hljómsveitin upp á tónlist fyrir
alla aldurshópa og allar tegundir
skemmtana, allt frá árshátíðum
til „villtra" dansleikja. „Það
verður kátt í höllinni, alveg sama
hvar við spilum," sagði einn með-
lima hljómsveitarinnar. Styrming lega, en það verður einhverja
hefur ekki komið fram opinber- næstu daga. -bjb
Styrming, nýstofnuð hljómsveit á Sauðárkróki. Frá vinstri: Höröur G.
Ólafsson, Kristján Gíslason, Karl Jónsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörns-
son. Á myndina vantar rótara hljómsveitarinnar. Mynd: -bjb
Nýtt af nálinni:
Kynnir námskeið í
fatasaumi og ptjóni
Hin vinsælu námskeið á vegum
tísku- og handavinnuklúbbsins
eru nú að hefja göngu sína þriðja
árið í röð. Þessi námskeið eru
ætiuð félögum í Nýju af nálinni
en þeir sem ekki eru kiúbbfélagar
geta notað þetta ágæta tækifæri
til að láta skrá sig og slá þar með
tvær flugur í einu höggi: Að kom-
ast á vönduð námskeið í fata-
saumi eða prjóni og gerast um
leið meðlimir í klúbb sem hefur
tísku, hönnun, hugmyndir og
sparnað að leiðarljósi.
Nýtt af nálinni er nýstárlegur
klúbbur áhugafólks um tísku og
handavinnu. Klúbbfélagar fá í
hverjum mánuði pakka sem inni-
heldur Nýtt af nálinni, en í því
eru spjöld með uppskriftum að
fatnaði á alla fjölskylduna ásamt
aðgengilegri sníðaörk, Klúbb-
fréttablað með ýmsu léttmeti og
plastumslag fyrir sníðaörkina.
Árlega fá féiagar möppu sem
hægt er að flokka allar uppskriftir
í og varðveita þannig á aðgengi-
legan hátt. Kappkostað er að
hafa efni Nýs af nálinni fjölbreytt
og að sem flestir, stórir sem
smáir, finni tískufatnað við sitt
hæfi.
Námskeið klúbbsins hafa
undanfarin ár verið geysivinsæi
og nú í haustbyrjun verður kennt
á tólf stöðum vítt og breitt um
landið. Leitast er við að nemend-
ur njóti úrvals kennslu, aðeins
sex nemendur eru á hverju nám-
skeiði sem stendur yfir í sex vikur
og kennt er einu sinni í viku.
Námsefnið er afar fjölbreytt,
enda af mörgu að taka þar sem
stuðst verður við snið og upp-
skriftir sem birst hafa í Nýju af
nálinni. Kappkostað er að
nemendur verði sjálfbjarga í
fatasaumi og prjóni að loknu
hverju námskeiði.
Það er útgáfufyrirtækið Vaka-
Helgafell sem annast klúbbstarf-
semi Nýs af nálinni.
Fatasaumsnámskeið verða
haldin á eftirtöldum stöðum:
Siglufirði: Kennari er Sigrún
Jóhannsdóttir, sími 96-71148.
Egilsstöðum: Kcnnari er Sigur-
laug Jónasdóttir, sími 97-11326.
Eiðum: Kennari er Guðný
Marinósdóttir, sími 97-13823.
Akureyri: Kennari er Kristín
Jónasdóttir, sími 96-22294. Sauð-
árkróki: Kennari er Friðbjörg
Vilhjálmsdóttir, sínti 95-35352.
Prjónanámskeið verða haldin á
eftirtöldum stöðum:
Eiðum: Kennari er Guðný
Marinósdóttir, sími 97-13823.
Akureyri: Kennari er Þórunn
Oddsteinsdóttir, sími 96-22294.
Upplýsingar um námskeiðin
veita viðkomandi kennarar á
hverjum stað og annast þeir
einnig innritun.
Maðurinn minn,
GÍSLI JÓHANNSSON,
garðyrkjumaður,
Friðrikshúsi, Hjalteyri,
verður jarðsunginn að Möðruvöllum, Hörgárdal föstudaginn
22. september kl. 2 e.h.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti
Krabbameinsfélagið njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda.
Gyða Antoníusardóttir.
r. 8AD4f///v
1 BADMINTON
Æfingatafla '89—90
Mánud. Glerárskóli kl. 21—22 Ko/Ka
— 22—23 Ko/Ka
Þriðjud. (þr.höll 17—18 Ungl.
— 18—19 Ko/Ka
Fimmtud. Skemman 20—21 Ungl.
— 21—22 Ko/Ka
Föstud. íþr.höll 17—18 Ungl.
— 18—19 Ko/Ka
Laugard. íþr.höll H-^-12 Ungl.
Skemman 13—14 Ko/Ka
— 14—15 Ungl.
Langar ykkur til aö spila nokkrirtímar lausir. badminton? Enn eru
Upplýsingareftir kl. 19 ísímum22612 (Björn), 21791 (Erlingur) og 24782 (Teitur).
Stjórn T.B.A
Óska eftir fólki
til ræstingastarfa
Vinnutími 23.00-2.00 eöa 6-9 á morgnana.
Uppl. í síma 26261.
rrn
SECURITAS
Kranamaður óskast!
Óska eftir manni á byggingakrana, þarf aö hafa rétt-
indi.
Allar nánari upplýsingar eru í síma 21332.
AÐALGEIR FINNSSON HF
BYGGINGAVERKTAKI
FURUVÖLLUM 5 P.OBOX209 602 AKUREYRI ICELAND
SlMI: (96) 21332 NAFNNÚMER 0029-0718
Œj
Skrífstofiistjóm
Óskum að ráða starfsmann
fyrir iðnfyrirtæki.
Starfssvið:
★ Reikningsgerð og innheimta.
★ Launaútreikningur.
★ Bókhald.
★ Tölvuvinnsla á ofangreindu.
Við leitum að:
★ Starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt.
★ Góð bókhaldsþekking nauðsynleg.
Góð laun.
ViT) innskiift
Til starfa við innskrift á setningartölvu.
Hálfsdagsstarf.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni.
® M w,
i mJm
i íIF®
FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455.