Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 21.09.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. september 1989 - DAGUR -11 -I fþrótfir Undankeppni HM í knattspyrnu: Pétur afgreiddi Tyrkina - skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri íslands Pétur Pétursson kom, sá og sigraði með íslenska landslið- inu í landsleiknum gegn Tyrkjum. Hann er búinn að vera úti í kuldanum í nokkurn tíma en kom nú aftur inn í landsliðið og skoraði bæði mörk íslands í 2:1 sigri gegn Tyrklandi. Leikurinn var bráð- fjörugur og hefðu mörkin hæg- lega orðið fleiri hjá báðum liðum. íslendingar komu grimmir til leiks í byrjun og voru mun frísk- ari fyrstu 10-15 mínúturnar. Þá skoraði m.a. Sigurður Grétars- son fallegt mark eftir góðan undirbúning Porvalds Örlygsson- ar, en Þorvaldur var dæmdur brotlegur. Smám saman komu þó Tyrk- irnir meira inn í leikinn. Þeir náðu tökum á miðjunni, en vörn íslenska liðsins var vel á verði og ekki síst var Bjarni Sigurðsson Gunnar Gunnarsson þjálfar kvennalið Þórs í handbolta í vetur. Gurniar þjálfar stelpumar - hjá Þór Gunnar Gunnarsson, hand- knattleiksmaðurinn góðkunni úr Þór, mun þjálfa meistara- flokk kvenna hjá félaginu í vetur. Hann hefur nú neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en mun í þess stað þjálfa meistaraflokk kvenna, eins og áður sagði, og 3. flokk karla. Þór féll úr 1. deild á síðasta keppnistímabili og leikur því nú í 2. deild. íslandsmótið hefst um aðra helgi og leika þá Þórsstelp- urnar gegn Aftureldingu og Sel- fossi fyrir sunnan. Námskeið hjá ÍBA - fyrir byrjendur A-stigs leiðbeinendánámskeið á vegum ÍBA verður haldið á Akureyri dagana 22. og 23. september. A-stigið er ætlað öllum leiðbeinendum sem hyggjast leggja þjálfun fyrir sig og er þetta námskeið undirbún- ingur undir sérhæfðari nám- skeið sem einstök sérsambönd standa fyrir. ÍBA greiðir námskeiðsgjaldið fyrir þátttakendur frá aðildar- félögum og sérráðum og tilkynn- ist þátttaka til Gunnars Kárason- ar í síma 22052 eða í vinnusíma 21866. öruggur í markinu. Undir lok hálfleiksins fékk Sigurður Grétarsson ágætt marktækifæri en Engin mark- vörður Tyrkja var vel á verði og náði knettinum af Sigurði. íslendingar komu einnig ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og strax á 2. mínútu átti Þorvald- ur Örlygsson gullið tækifæri en, í stað þess að skjóta sjálfur, renndi hann knettinum á Asgeir Sigur- vinsson sem ekki náði að nýta sér færið. En það leið ekki á löngu þar til áhorfendur fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Þorvaldur og Ásgeir léku saman af mikilli snilld úti á vellinum og Ásgeir sendi knött- inn fyrir mark Tyrkja. Þar var Pétur Pétursson réttur maður á réttum stað og hamraði boltann í netið. Rúmum tíu mínútum síðar voru þeir Þorvaldur og Pétur aft- ur á ferðinni. Þorvaldur gaf góða sendingu á Pétur sem afgreiddi boltann aftur í mark Tyrkja. Menn höfðu varla undan að fylgjast með marktækifærunum. Tyrkirnir settu nýja menn inn á og sóknir þeirra þyngdust. En Bjarni Sigurðsson var sá farar- tálmi sem þeir komust ekki fram hjá. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega þannig að fólk stóð upp í áhorfendastúkunni og klappaði honum lof í lófa. En hann réð ekki við skot Ucar fjórum mínútum fyrir leikslok og undir lok leiksins áttu Tyrkir skot í þverslá íslenska marksins. En boltanum fannst nóg að hafa komið þrisvar sinnum í netið og 2:1 sigur íslenska liðsins var staðreynd. Besti maður íslands í þessum leik var markvörðurinn Bjarni Sigurðsson og sýndi hann nokkr- um sinnum heimsklassa mark- vörslu. Pétur Pétursson sýndi það og sannaði að hann er einn besti framherji sem við höfum átt og á svo sannarlega heima í landslið- inu. Þorvaldur Örlygsson var sívinnandi og átti stóran þátt í öllum þremur mörkum íslenska liðsins. Minna bar á stórstjörnun- um Ásgeiri Sigurvinssyni og Arnóri Guðjohnsyni en oft áður. Þorvaldur Örlygsson stóð sig vel í landsleiknum gegn Tyrkjum og átti stóran þátt í báðum mörkum íslcndinga. Körfuknattleiksdeild: Veturinn leggst vel í mig - segir Dan Kennard leikmaður Þórs í körfuknattleik Bandaríkjamaðurinn Dan Kennard er kominn til Akur- eyrar en hann mun þjálfa og leika með Þórsliðinu í Úrvals- deildinni í körfuknattleik á þessu keppnistímabili. Til þess að forvitnast örlítið um mann- inn heimsótti blm. Dags hann í gær og ræddi við hann um ætt hans og uppruna og að sjálf- sögðu um starfíð í vetur. „Veturinn leggst vel í mig,“ sagði Kennard sem útskrifaðist í fyrra frá Liberty-háskólanum í Virginíufylki með gráðu í stjórnmálafræði. Hann er 27 ára gamall, 2,06 m á hæð, giftur og á ungan son. En hvers vegna kom hann til íslands. Kennard brosti þegar hann var spurður þessarar spurningar. „Þetta bar mjög brátt að. Ég var búinn að ráða mig til liðs í borg- inni Zacatecas í Mexíkó og var kominn á staðinn. Liðið var nýbúið að skipta um eigendur, þjálfarinn var einnig nýr, og fljót- lega komst ég að því að lítið stóðst af því sem þeir voru búnir að lofa t.d. í sambandi við hús- næði og annað. Hvert lið í Mexíkó má vera með fjóra útlendinga á samningi. Að vísu mega bara þrír þeirra leika í einu, en flest liðanna eru nú samt með fjóra erlenda leik- Dan Kennard er hávaxinn leikmaður, 206 m á hæð, eins og sést á þessari mynd. Mynd: AP menn. Við vorum fjórir Banda- ríkjamenn hjá Zacatecas-liðinu og vorum allir nýkomnir. Tveir þeirra voru hins vegar búnir að fá nóg eftir eina viku og fóru þá heim aftur. Ég hélt það út í tvær vikur en var þá búinn að fá nóg, pakkaði saman dótinu mínu og hélt heim á leið. Sá síðasti lét sig síðan hverfa nokkkrum dögum síðar. Þegar ég var kominn heim hafði umboðsmaðurinn minn samband og spurði hvort ég hefði áhuga á því að fara til íslands að leika með liði á Akureyri. Hann tjáði mér að hann þekkti leik- menn sem hefðu spilað á íslandi fyrir nokkrum árum og líkað vel. Ég bað um smá umhugsunarfrest og þegar bæði Kjartan Bragason og Éinar Viðarsson frá Þór höfðu haft samband við mig ákvað ég að slá til og hér er ég mættur," sagði Kennard og brosti. „Það hafa allir verið boðnir og búnir að aðstoða mig og ég hlakka því til að takast á við verkefni vetrarins,“ bætti hann við. Kennard segist vera mikill áhugamaður um allar vatna- íþróttir, t.d. sjóskíði, en ljóst sé að kuldinn sé orðinn of mikill til þess að stunda þá íþrótta núna. Hann segist aldrei hafa stigið á venjuleg skíði á ævinni, en fyrst hann sé kominn á stað þar sem stutt er að fara í skíðabrautir muni hann örugglega slá til og fara á skíði í vetur. Þórsarar hafa nú æft þessa vik- una undir stjórn Kennards en fyrsta alvöru prófraunin verður um næstu helgi þegar Akureyr- ingarnir halda til Sauðárkróks til að spila æfingaleik gegn Tinda- stóli. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að segja nokkuð raunhæft um Þórsliðið því þetta hafa bara verið tvær æfingar síðan ég kom. Það er hins vegar ljóst að nokkrir ntjög góðir körfuknattleiksmenn eru hjá félaginu og hópurinn er áhugasamur þannig að ég held að við ættum að geta sýnt góðan körfubolta, sem fólk hefur áhuga að sjá, og ég vona því að áhorf- endur styðji við bakið á okkur í vetur,“ sagði Dan Kennard, hinn bandaríski þjálfari og leikmaður hjá Þór. Hálf-maraþon í Mývatnssveit: Jóhann sigraði - Sigurbjörn fyrstu í skemmtiskokkinu Meistaramót íslands í hálf- maraþoni var haldið í Mývatnssveit á laugardaginn. Hlaupið var frá Skútustöðum og varð FH-ingurinn Jóhann Ingibergsson hlutskarpastur. í skemmtiskokkinu sigraði Sig- urbjörn Arngrímsson HSÞ. Þátttaka hefði mátt vera meiri en leiðindaveður, strekkings- vindur og rigning með köflum, setti svip sinn á keppnina. Fram- kvæmd mótsins var í höndum HSÞ og UMF Mývetnings, en ungmennafélagið heldur upp á 80 ára afmæli sitt á þessu ári. Én lít- um á úrslitin í hlaupinu: 1. Jóhann Ingibergsson FH 1.20:22 2. Ágúst Þorsteinsson UMSB 1.20:36 3. Finnbogi Gylfason FH 1.23:34 4. Björn Traustason FH 1.24:16 5. Magnús Haraldsson FH 1.30:27 6. Gísli Ásgeirsson FH 1.30.54 7. Kristján Yngvason HSÞ 1.45:40 Skemmtiskokk: 1. Sigurbjörn Arngríms. HSÞ 32:21 2. Stefán Jónsson HSÞ 38:13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.