Dagur - 22.09.1989, Side 12

Dagur - 22.09.1989, Side 12
Sértilboð á Coka Cola í 2 lítra flöskum verð 99 krónur. IV2 lítri, verð 91 króna. ------Verslunin--- ÞDRPIÐ Móasíöu 1 • Sími 27755. Opid alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingar- þjónusta. Stúdentagarðar við Skarðshlíð á Akureyri: Stúdentar flytja inn um mánaðamótin Þessa dagana vinna iðnaðar- menn hörðum höndum við frágang stúdentagarða við Skarðshlíð á Akureyri. Bygg- ing garðanna, sem hófst á vordögum, hefur gengið mjög vel og er ekkert sem bendir til annars en íbúar flytji inn í húsið um næstu mánaðamót eins og að var stefnt. Áætlað er að taka garðana formlega í notkun 8. október nk. Verðandi vistarverur stúd- enta eru allar hinar vistlegustu og er leiguverð þeirra sem hér segir (miðað við lánskjaravísi- tölu í júlí): Einstaklingsher- bergi 10 þúsund, parherbergi 18 þúsund, 2ja herbergja íbúðir 20 þúsund og 3ja herbergja íbúðir 26 þúsund. Að sögn Sigurðar P. Sig- mundssonar, formanns stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, ríkir mikil ánægja með hvernig til hefur tekist. Hann segir að nán- ast allar áætlanir um bygging- una hafi staðist. óþh Öll fóðurframleiðsla stöðvaðist hjá ## ístess hf. í fyrrakvöld: ÖxuU í gírkassa brotnaði í þriðja sinn síðan í febrúar - framleiðslan stöðvast fram í næstu viku Öll fóöurframlciösla hjá ístcss hf. á Akureyri stöðvaðist í fyrrakvöld, er öxull í gírkassa við aðal fóðurvclina brotnaöi. Þetta mun vera í þriðja skipti síðan í fcbrúar sem öxullinn brotnar í gírkassanum. Að sögn Einars Sveins Ólafssonar verksmiðjustjóra, mun fram- leiðsla liggja niðri hjá verk- smiðjunni í einhverja daga vegna þessa. „Ég vonast til þess að við fáum varahluti og viðgerðarmann frá framleiðanda til landsins fljótlega og að við komust í gang aftur á mánudag eða þriðjudag í næstu viku,“ sagði Einar Sveinn. Hann taldi jafnframt að um nokkurt tjón væri að ræða en hversu mik- ið það væri og hver bæri það tjón er ekki vitað á þessari stundu. „Við eigum eftir að finna orsakir bilunarinnar og þá kemur í ljós hver ber tjónið.“ Þegar öxullinn brotnaði fyrst, í febrúar síðastliðnum, héldu menn að urn málmþreytu hefði verið að ræða og þá var skipt alveg um gírkassa. Þegar öxull- inn fór síðan aftur í júní síðast- liðnum, vildu menn meina að eitthvað annað væri að en málm- þreyta. Engu að síður var þá skipt um umræddan öxul, sem svo brotnaði í fyrrakvöld og nú er hugmyndin að skipta um tvo öxla í gírkassanum. Alls vinna 16 manns í verk- smiðjunni og frá því í vor hefur verið unnið allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum. Síðustu tvær vikur hefur hins vegar verið unn- ið allan sólarhringinn á tvískipt- um vöktum en eftirspurnin eftir fóðri hefur aukist að undanförnu, bæði hér heima og erlendis. Hvort um er að ræða tímabundna aukningu eða ekki, sagðist Einar Sveinn hins vegar ekki vita á þessari stundu. -KK Álafoss hf.: Sprengisala í sauðaJitum Nýjar reglur um sölu og veitingar áfengis: Búist við að áfengi hækki í verði í veitingahúsum Um næstu mánaðamót taka gildi nýjar reglur um sölu og veitingar áfengis. Álagning veitingahúsa á áfengi verður þá gefin frjáls en hingað til hef- ur sterkur bjór verið eina áfengistegundin sem ekki hef- ur verið bundin ákvæðum um álagningu. Dómsmálaráðu- neytið vonast til að verð á óáfengum drykkjum í veitinga- húsum muni lækka í kjölfar þessara breytinga en oft hefur verið kvartað yfir óhóflegri álagningu veitingahúsa á gos- drykkjum. Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, sagði að þessi breyting yrði gerð til reynslu í trausti þess að verð á óáfengum drykkjum myndi lækka og verðmunur á þeim og áfengi myndi aukast. Hann sagði það líklegt að veit- ingamenn hækkuðu verð á áfengi eitthvað en lækkuðu verð á óáfengum drykkjum í staðinn. Hann sagði að ef álagningar- reglur hefðu verið notaðar óbreyttar á bjórinn þá hefði hann hugsanlega orðið ódýrari en óáfengur pilsner og því var álagn- ing á bjór gefin frjáls. Ákvæði um þann tíma sem áfengisveitingar fara fram breyt- ast einnig. Meginreglan verður sú að áfengi megi ekki selja á almennum veitingastöðum eftir klukkan hálf tólf á kvöldin. Aðfaranótt laugardags, sunnu- dags og frídags mega áfengisveit- irtgar þó fara fram til klukkan eitt Fyrirsjáanlegt er að opnun nýrrar röntgendeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri dregst eitthvað fram á veturinn þar sem skortur er á fjármagni til að Ijúka tækja- kaupum, en til stóð að deildin yrði tekin í notkun í haust. Ástæðan er fyrst og fremst gengisbreytingar þær sem átt hafa sér stað á árinu, að sögn Halldórs Jónssonar fram- kvæmdastjóra FSA. eftir miðnætti, en lögreglustjóri getur heimilað að vínveitingar standi lengur yfir á skemmtistöð- um. Georg Ólafsson hjá Verðlags- stofnun sagði að stofnunin myndi fylgjast með þessum breytingum. Hann sagði að áhrifin yrðu hugs- anlega þau að verð á áfengi Stjórn FSA sendi ráðuneytinu formlegt erindi bréflega í byrjun september þar sem gerð var grein fyrir stöðu mála. Aðilum var þá orðið Ijóst að fjármagn sem ætlað var til kaupa á tækjum var orðið of lítið vegna gengisbreyting- anna. „Nú er hins vegar mjög erfitt að fá viðbótarfjármagn almennt eins og menn vita svo ég veit ekki hvernig þetta mun ganga,“ sagði Halldór. Aðspurður sagði hann að ýmis myndi hækka en á móti myndi matur og óáfengir drykkir lækka í verði á veitingahúsum. Starfsmaður Verðlagsstofnun- ar á Akureyri er að kanna verð- lag á veitingahúsum um þessar mundir til að geta gert saman- burð eftir að nýju reglurnar taka gildi um mánaðamótin. SS tæki á gömlu deildinni væru kom- in á tíma en að hann vonaðist til að opnun nýju deildarinnar drag- ist ekki mjög lengi. „Ef við fengj- um fjármagn gætum við tímans vegna lokið þessu á þessu ári. Það er bara endahnúturinn eftir, en við þurfum að koma deildinni í gang sem allra fyrst, það er mjög brýnt þó ekki sé stór hætta á ferðum," sagði Halldór að lokum. VG Kristján Torfason, verslunar- stjóri lagerverslunar Álafoss hf. á Akureyri, er í sjöunda himni yfir sölunni á liðnu sumri. Alkunna er að Ijöldi erlendra ferðamanna í bænum í sumar var með almesta móti og voru þeir að sögn Kristjáns grimmir við kaup á Álafoss- peysunum og -tcppunum. Þótt komið sé haust leggja enn margir erlendir ferðamenn leið sína í verslun Álafoss og kaupa ullarvöru fyrir veturinn. Erlendir ferðamenn hafa á undanförnum árum verið dygg- ustu kaupendur ullarvara í lagerbúð Álafoss hf. Fjöldi þeirra í sumar fór fram úr björtustu vonum og sló öll met. Ullarvarn- ingurinn var bókstaflega rifinn út úr búðinni og segir Kristján að peysurnar og teppin hafi not- ið mestra vinsælda viðskipta- vina. Segja má að lagerinn hati verið þurrkaður upp í orðsins fyllstu merkingu því ný sem göm- ul vara seldist grimmt. Kristján segir að sem fyrr hafi Þjóðverjar verið duglegastir við kaup á ullarvörunum og þá hafi Frakkar lagt sín lóð á vogar- skálarnar. Hann segir að því miður sé það staðreynd að sala í versluninni sé mjög sveiflukennd. Toppi í sölu sé náð yfir sumarið en síðan detti hún niður í sama og ekki neitt yfir veturinn. íslendinga segir Kristján vera ótrúlega lítið fyrir að kaupa íslensku ullarvöruna. Þeir borgi hins vegar álitlegar upphæðir fyrir sambærilega inn- flutta vöru. óþh Ný röntgendeild FSA: Oskað eftir viðbótarfjár- veitingu vegna gengisbreytinga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.