Dagur - 26.09.1989, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. september 1989
-DAGUR
11
Tíu rúður - ekki skráma
MASVUIÁ
Ekki veröur sagt að þessi leikur sé til eftirbreytni nema þeim sem glöggt
þekkja til karatcíþróttarinnar. Robert Fabrey, einn af frægustu karate-
mönnum í Bandaríkjunum um þessar mundir, lætur hér höggiö ríða af og
meö bcrum lúkunum veður liann í gegnum hvorki fleiri né færri en l()
glerrúður. Og ekki sást ein rispa á kappanum eftir höggið. Flann scgir að
galdurinn bak við þetta sé sá að höggið verði fastara en högg höggormsins
og með æfingunni megi brjóta enn fleiri rúður í einu.
Akureyrarkirkja:
Orgeltónleikar
Almut Rössler
Orgeltónleikar verða í Akur-
eyrarkirkju í kvöld, þriðjudag-
inn 26. september, og hefjast
þeir kl. 20.30. Þar leikur
Alniut Rössler verk eftir J.S.
Bach og Olivier Messiaen, en
hún er hér á landi á vegum
Göethe-Institut, Musica Nova,
Listvinafélags Hallgrímskirkju
og Akureyrarkirkju.
Almut Rössler gegnir kantors-
starfi við Jóhannesarkirkjuna í
Dússeldorf og er orgelprófessor
við tónlistarháskólann þar í borg.
Hún licfur ásanrt öðrum staðið
fyrir umfangsmiklum Messiaen-
hátíðum í Dússeldorf og skrifað
bækur og greinar um orgeltónlist
tónskáldsins. Hún þykir einn
fremsti túlkandi verka eftir Mess-
iaen og hefur leikið öll orgelverk
hans inn á hljómplötur.
Almut Rössler hefur þegar
haldið tónleika í Hallgrímskirkju
og Kristskirkju í Reykjavík en í
kvöld verður hún í Akureyrar-
kirkju. Á efnisskrá tónleikanna
eru kaflar úr „Átján sálmafor-
leikir frá Leipzig" eftir Bach og
Birting eilífrar kirkju, Vers fyrir
Vígsluhátíð og Fæðing frelsarans
nr. VI-IX eftir Messiaen. SS
Héldu hlutaveltu
Þessir strákar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Sjálfsbjörg á Akureyri.
Þeir söfnuðu alls 1.950 krónum og hefur þeim verið komið til réttra aðila.
Strákarnir heita Hörður Elías Finnbogason og Jóhanncs Karl Sigursteinsson
og eru þeiin færðar bestu þakkir fyrir. Mynd: kl
Heildarupphæð vinninga
23.9 var 4.759.383.-
1 haföi 5 rétta og fær hann
kr. 2.191.104,-
Bónusvinninginn fengu 5
og fær hver kr. 76.173.-
Fyrir 4 tölur réttar fær
hver kr. 6.083.- og fyrir 3
réttar tölur fær hver um
sig kr. 450.-
Sölustaðir loka 15 mínútum
fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.
Sími685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
eins og þú vilt
að aorir aki!
UMFEROAR