Dagur - 26.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 26.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 26. september 1989 Yfirlýsing frá Kaupfélagi Eyfirðinga: Umræða í Qölmiðlum einkennist af getgátum, rangíærslum og ónákvæmni - sem vissulega gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir félagið Að undanförnu hefur verið rætt um málefni Kaupfélags Eyfirðinga í fjölmiðlum. Því miður hefur þessi umræða einkennst af getgát- um, rangfærslum og ónákvæmni, sem vissulega gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir félagið. KEA er eitt af stærstu fyrirtækjum lands- ins og því fylgir mikil ábyrgð. Félagið er í forystu á mörgum sviðum íslensks atvinnulífs og fjöldi fólks byggir afkomu sína á velgengni þess. Pví er rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Heildarvelta KEA á árinu unda stærsta fyrirtæki landsins, ntiðað við veltu. 3. Rétt eins og önnur fyrirtæki og félög hefur KEA tekið lán til að fjármagna rekstur og fjárfesting- ar. KEA hefur getað boðið lána- drottnum sínum góð veö fyrir skuldunt félagsins, eins og sést best á sterkri eiginfjárstöðu. Skuldir KEA við viðskiptabanka félagsins, Landsbanka íslands, eru ekki í vanskilum. Þetta atriði hefur verið staðfest af yfirstjórn bankans. 4. Nú þegar erfiðleikar steðja að íslensku atvinnulífi verða fyrirtækin í landinu að snúa vörn í sókn. Petta er stjórnendum og starfsfólki KEA Ijóst. Ýmsu hef- ur verið breytt í verslunarrekstri, framleiðsluvörur hafa tekið breytingum og innleiddar hafa verið nýjungar og áfram verður haldið. Pessar aðgerðir hafa leitt til þess að betur horfir unt afkomu fyrirtækisins en í upphafi árs. 5. KEA hefur á undanförnum árum og áratugum verið beitt til hins ítrasta til atviiinuuppbygg- ingar á Eyjafjarðarsvæðinu. Auk þess hefur KEA jafnframt tekið þátt í sköpun atvinnu utan síns eiginlega félagssvæðis. Þó erfið- lega horfi nú um stundarsakir mun KEA, hér eftir sem hingað til, vinna ötullega að uppbygg- ingu og framförum í íslensku atvinnulífi. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA. var 6.741 milljónir króna og eign- ir í árslok 1988 voru 5.289 millj- ónir króna. Velta samstarfsfyrir- tækja KEA árið 1988 var hins vegar 1.712 milljónir króna. Skuldir KEA í árslok 1988 voru 3.196 ntilljónir króna og eigið fé 2.093 milljónir króna, sem er rösklega 39% af niðurstöðu efna- hagsreiknings. Petta hlutfall cr með því besta sem þekkist hjá fslensku stórfyrirtæki. Heildar- velta KEA ásamt veltu samstarfs- fyrirtækja var því 8.453 milljónir króna. í árslok 1988 störfuðu samtals 1340 manns hjá KEA og samstarfsfyrirtækjum. 2. Samkvæmt könnun tíma- ritsins Frjálsrar verslunar á 100 stærstu fyrirtækjum landsins árið 1987 kemur fram að KEA er sjö- Sex íslensk útflutningsfyrirtæki á sölusýningu í Suður-Kóreu - Þar hefur opnast vænlegur rnarkaður fyrir íslenskar framleiðsluvörur í dag, þriðjudaginn 26. sept- ember, hefst í Seoul í Suður- Kóreu vörusýning sem nefnist Evrópsk framleiðsla og er hún haldin að frumkvæði Kóreu- ntanna. Flest ríki Vestur-Evrópu eru meðal þátttakenda, þeirra á meðal ísland. Suöur-Kórea er þjóðfélag í örum efnahagsvexti og þar hefur verið að opnast mikilvægur markaður m.a. fyrir MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI íslenskar sjávarafurðir og ullar- vörur. Sex ínnlend fyrirtæki taka þátt í sýningunni undir stjórn og skipulagi Útflutningsráðs Islands. í gær, mánudag, hélt Útflutn- ingsráð og íslensku fyrirtækin blaðamannafund fyrir kóreanska fjölmiðla um viðskiptamöguleika ríkjanna tveggja. I gær var haldin námstefna í kóreönsku sýningar- höllinni í Seoul fyrir þarlenda aðila sem versla við eða hyggja á viðskipti við ísland. Á námskcið- inu flytur Ingjaldur Hannibals- son, framkvæmdastjóri ÚI, fræðsluerindi sem nefnist „ísland - land, þjóð og útflutningsiðnað- ur“ og Benedikt Höskuldsson, markaðsfulltrúi Úí, talar um íslenskan sjávarútveg, fiskafurðir og framleiðslutækni. íslensku sýnendurnir verða með hádegisverðarborð fyrir kóreanska viðskiptavini á morg- un þar sem m.a. verða kynntir íslenskir sjávarréttir og þar mun ungfrú heimur, Linda Pétursdótt- ir, taka á móti gestunum. Auk þess kemur hún fram í sjónvarpi í sérstökum viðtalsþætti, þar sem ungfrú Suður-Kórea, sem er einn stjórnenda þáttarins, spjallar við Lindu um ísland. íslensku fyrirtækin, sem taka þátt í sýningunni, eru Álafoss hf., Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sölusamtök lagmetis, Sjáv- arafurðadeild Sambandsins, Marbakki hf., og Seifur hf. Sýn- ingin, sem vakið hefur athygli í viðskiptalífi S.-Kóreu, stendur til 29. október nk. Brotist inn í Árwill sf. og sundlaugina um helgina: Fingralangir á ferð á Dalvík - málið er í höndum rannsóknarlögreglunnar Kaupvangsstraeti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 2. október til 20. janúar. Barna- og unglinganámskeið. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Bíræfnir innbrotsþjófar létu heldur betur til sín taka á Dal- vík um belgina. Brotist var inn í billiardstofuna Árvvill við Skíðabraut aðfaranótt föstn- dags og hnuplað ríllega 11 þús- und krónum. Þá var á föstu- dagskvöld brotist inn í sund- laug og íþróttahús en ekki virðist þjófurinn eða þjófarnir hafa haft þar erindi sem erfiði því engu var stolið. Hins vegar voru þar brotnar upp læsingar og eignatjón því umtalsvert. Svo virðist sem hlutaðeigandi hafi verið vel kunnugir í Arwill sf. Gengið var hreint til verks aðfaranótt sl. föstudags og fjár- munum stoliö úr peningageymslu billiardstofunnar. Að sögn lög- reglu var þar um að ræða á bilinu 11-12 þúsund krónur. Aðrar skemmdar voru ekki unnar á innanstokksmunum billiardstof- unnar. Annað innbrot var frarnið að kvöldi sl. föstudags. Brotist var inn í sundlaug og íþróttahús og telur lögregla fullvíst að þjófur eða þjófar hafi leitað fjármuna þar. Par var hins vegar enga pen- inga að hafa. Eignatjón var tölu- vert því læsingar voru brotnar upp. Að sögn lögreglu hefur hvor- ugt þessara innbrota verið upp- lýst en málið er í höndum rann- sóknarlögreglu á Akureyri og lögreglunnar á Dalvík. Pað verður ekki annað sagt en að þetta haust hafi verið tími inn- brota á Dalvík. Fyrir utan tvö innbrot um helgina voru þjófar á ferð í Grunnskólanum 18. sept- ember sl. og stálu á bilinu 10-20 þúsundum úr læstum peninga- skáp. Þetta var um hábjartan dag og starfsmenn skólans í vinnu. Þá var einnig brotist inn í söluskúr við Víkurröst um síðustu mán- aðamót. óþh Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri. Samhjálp foreldra hefur flársöfnun: Til að styðja og styrkja börain sín Samhjálp foreldra, sem er félag foreldra barna með krabbamein og er aðili að Krabbameinsfélagi Islands, hefur ákveðið að hefja fjár- söfnun í þeim tilgangi að styðja og styrkja börnin sín á ýmsan hátt. Framlag hins opinbera er eng- an veginn nægilegt til þess að bæta upp aukinn kostnaðarauka og tekjutap sem fjöldskyldur þeirra barna sern greinast með krabbamein verða fyrir en slíkt er gífurlegt áfall fyrir hverja fjöl- skyldu og hreinlega kippir undan henni fótunum fjárhagslega. Pví var ákveðið á fundi í mars sl., að Samhjálp forcldra rnyndi hjálpa sér sjálft við útvegun fjármagns, með dyggri aðstoð fyrirtækja og einstaklinga í landinu. í fyrstunni verða sendir út gíróseðlar til nán- ustu vina og ættingja félaga í Sarn- hjálp foreldra, svo og fyrirtækja í landinu. Hér á landi greinist nú að með- altali krabbamein hjá átta börn- um 14 ára og yngri. Lífshorfur barna með krabbamein hafa batnað verulega á undanförnum árum en þau verða að ganga í gegnum langa og erfiða meðferð. Til að létta þeim lífið á meðan á meðferð stendur geta fjölskyldur þeirra gert ýmislegt en flest kost- ar það fjárútlát. Ef einhverjir vilja fræðast nán- ar um krabbamein hjá börnum, þá liggja bæklingar frammi á öll- um heilsugæslustöðvum landsins. - Og þeir sem hafa áhuga á því að gerast styrktarmeðliinir, geta haft samband við Þorstein Ólafs- son eftir kl. 18 í síma 96-24398, og Viðar Eyþórsson og Guðrúnu Björnsdóttur fyrir hádegi og á kvöldin í síma 23703. Gjaldið hjá hverjum styrktarmeðlimi er kr. 2000,- á ári -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.