Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1989 VersSð ódýrt á ísknskumdögum ÍKEAHETTÓ Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30 Opið á laugardögum frá kl. 10.00-14.00 Lambahryggir kg Nautahamborgarar 10 stk. Kjötkjúklingar kg Kynnist NETTÓ-ver-di KEANETTO A/o/ðaA/id T íslenskir alnæmissjúklingar: Fjórar af átta konum blóðþegar Á þessu ári hafa 6 nýir ein- staklingar greinst með alnæmis- smit. Þá hafa samtals 54 íslendingar greinst með smitið á mismunandi stigi, þar af eru 8 konur en helmingur þeirra eru blóðþegar. Alls 13 manns hafa greinst með lokastig sjúk- dómsins þar af 3 á þessu ári. Islendingar sem látist hafa af völdum alnæmis eru nú orðnir 5 að tölu. Dreifing einstaklinga sem smitaðir eru af ainæmi er mis- munandi eftir hópum. Flestir sjúklinganna eru hommar eða tvíkynhneigðir eða 37 talsins, allt karlar. Fíkniefnancytendur eru 8, 7 karlar og 1 kona. Einn karl- maður til viðbótar flokkast undir báða ofangreinda hópa. Þá hafa 4 gagnkynhneigðir einstaklingar sýkst, 3 konur og 1 karl. Blóð- þegar sem fengið hafa alnæmi eru 4 að tölu allt konur en enginn dreyrasjúklingur hefur smitast. Alls 23 einstaklingar af þeim 54 sem smitast hafa voru ein- kennalausir um síðustu mánaða- mót. Þeir eru flestir á aldrinum 20-29 ára eða 13 að tölu, 4 eru á aldrinum 30-39 ára, 5 eru 40-49 ára og 1 er 60 ára eða eldri. Átján einstaklingar til viðbótar eru með forstigseinkenni. VG fréttir Valgerður Sverrisdóttir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Alþingi: Jóhannes Geir í stað Valgerðar Valgerður Sverrisdóttir, 5. þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra og annar þing- maður Framsóknarflokksins í kjördæminu, mun ekki sitja á Alþingi næstu mánuðina. Valgerður hefur leyfi frá þing- störfum vegna barnsburðar. Fyrsti varaþingmaður Framsókn- arflokksins í kjördæminu, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi á Öngulsstöðum í Önguls- staðahreppi, hefur því tekið sæti á þingi í hennar stað. Jóhannes Geir hefur áður setið inn á þingi um hálfs mánaðar skeið, í mars 1988, þá fyrir Guðmund Bjarnason, heilbrigð- isráðherra. BB. Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað um 5,4% síðustu þrjá mánuði: Jafiigildir 23,6% verðbólgu á heilu ári Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í október- byrjun 1989. Vísitalan í októ- ber reyndist vera 133,7 stig (í maí 1988 = 100), eða 2,0% hærri en í september. Samsvar- andi vísitala samkvæmt eldra grunni (febrúar 1984 = 100) er 327,7 stig. Hækkun matvöruverðs hafði í för með sér 0,6% vísitöluhækkun en því til frádráttar kom lækkun á mjólk og mjólkurvörum 21. sept. sl. sem olli 0.1 lækkun vísi- tölunnar. Húsnæðiskostnaður hækkaði um 5,2% sem hafði í för með sér 0,6% hækkun vísitöl- unnar og má rekja það til hvors tveggja, hækkunar á viðhalds- kostnaði og fjármagnskostnaði. Rafmagnskostnaður hækkaði um 9,0% og húshitunarkostnaður um 3,7% og leiddi það til um 0,2% hækkunar á vísitölu. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,9% hækkun vísitölunnar en á móti kemur 3,4% verðlækkun á bensíni 1. okt. sl. sem olli um 0,2% lækkun vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 21,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,4% og jafngildir sú hækkun um 23,6% verðbólgu á heilu ári. Stórmót Bridgefélags Akureyrar: Ásgrímur og Jón sigruðu aðeins 26 pör mættu til leiks Bræðurnir Jón og Ásgrímur Sig- urbjörnssynir frá Siglufirði báru sigur úr býtum á liinu árlega Stór- móti Bridgefélags Akureyrar sem haldið var í Félagsborg á Akur- eyri um síðustu helgi. 26 pör mættu til leiks og var röð efstu para sem hér segir: Stig 1. Jón Sigurbjörnsson - Ásgrímur Sigurbjörnsson: 1164 6. Hermann Tómasson - Ásgeir Stefánsson: 1113 Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson: 1041 Sigtryggur Sigurðsson - Guðmundur Pétursson: 1037 Grettir Frímannsson - Frímann Frímannsson: 1023 Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 1000 Dósasöfnun Þórs: Gísli duglegastur Nokkrir dugmiklir Þórsarar af yngri kynslóöinni söfnuöu dós- um í haust til styrktar byggingu Hamars, félagsheimilis Þórs- ara. Á uppskeruhátíð félagsins fékk Gísli Hilmarsson viður- kenningu fyrir að vera dugleg- asti safnarinn. Gísli safnaði í 9 fulla Þórsplast- poka og var verðmæti dósanna um 5G00.krónur. Petta framtak sýnir góðan félagsanda og með slíku hugarfari verða Þórsarar ekki lengi að koma félagsheimil- inu í gagnið. AP 7. Kristinn Kristinsson - Sigfús Hreiðarsson: 8. ísak Sigurðsson - Sigurður Vilhjálmsson: 9. Tryggvi Gunnarsson - Reynir Helgason: 10. Soffía Guðmundsdóttir - Dísa Pétursdóttir: 996 989 984 981 Mótið fór hið besta fram en það er þó áhyggjuefni fyrir briddsspilara hversu þátttakan var dræm. Sem dæmi má nefna að aðeins eitt par af Norðurlandi utan Akureyrar tók þátt í mót- inu. Mótshaldarar benda á að fyrir nokkrum árum hafi verið gert átak til að auka samskipti briddsspilara á Noröurlandi. Upphafið lofaði góðu en í stað vaxandi samskipta hafa þau farið minnkandi ár frá ári. Nú eru framundan tvö stórmót á Norðurlandi; annað á Hvamms- tanga (Norðurlandstvímenning- ur) og hitt á Húsavík (opið mót í sveitakeppni). Dræm þátttaka á nýliðnu Stórmóti B.A. hlýtur að vekja ugg hjá þeim sem standa að fyrirhuguðum stórmótum á Norðurlandi, því spilarar missa áhuganna á illa mönnuðum mótum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.