Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. október 1989 - DAGUR - 3 Iðnþróunarfélag Þingeyinga: Tíu kostir á atvmnuuppbyggingu - kynntir á aðalfundi á laugardag Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga verður haldinn að Hótel Húsavík nk laugardag kl. 14. A fundinum verða kynntir 10 kostir sem fyrir liggja um atvinnuþróunarverk- efni á Húsavík. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa og þeir boðnir velkomnir, að sögn Asgeirs Leifssonar, iðnráð- gjafa. í inngangi samantektar til kynningar á þessum kostum segir Asgeir nt.a. að atvinnuástand á Húsavík sé ótryggt. Helstu atvinnufyrirtæki staðarins hafi veriö rekin nteð verulegu tapi og horfur á bata séu ekki mjög góð- ar svo líklega sé samdráttarskeið framundan. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru starfandi í verslun, fiskiðnaði, útgerð og þjónustu. En Ásgeir segir að hjá vestræn- uni iðnaðarríkjum sé ekki kreppa í dag, þvert á móti ríki þar almennt góðæri og hagvöxtur. Með myndun innri markaðar Efnahagsbandalagsins er spáð þar miklu hagvaxtarskeiði sem getur staðið í mörg ár. Að sögn Ásgeirs er sú leið sem lánist best hjá þjóðum sem eru að stíga upp velmegunarstigann í heiminum að efla útflutningsiðn- að sinn. íslenskur mannafli sé hugsanlega stærsta vannýtta auðlindin í dag. Því sé ástæða til að athuga hvort ekki séu aðstæð- ur og möguleikar til að koma á fót iðnfyrirtækjum sem byggjast að hluta á framleiðslu og sölu á innlendan markað en þó fyrst og fremst á útflutningi. Ef slíkt verður talið framkvæmanlegt þá opnast nýr stór heimur í atvinnu- málauppbyggingu. Tíu hugmyndir um atvinnu- þróunarverkefni verða kynntar á fundinum. Fyrsti kosturinn er hraðréttaframleiðsla, en tilboð frá dönsku ráðgjafafyrirtæki uni tækniaðstoð við uppsetningu og framleiðslu liggur fyrir. Átta starfsmenn fengju vinnu við hraðréttaframleiðsluna ntiðað við að 2.500 réttir yrðu framleiddir á hverri vakt. Nauðsynlegt hús- næði sem til þarf er 150 fm. Annar kosturinn er sements- plötuframleiðsla; verksmiðja til framleiðslu á sementsbundnum spónaplötum en viðarflísar yrðu notaðar sem trefjaefni, og einnig er hugsanlegt að nota bylgju- pappa. Heildarfjárfesting við að koma upp slíkri verksmiðju næmi 150 milljónum króna. Ásgeir hefur skoðað video- spóluverksmiðju erlendis. Veru- lega fjárfestingu þarf til að koma upp slíkri verksmiðju en 13 starfsmenn þyrfti til að vinna við samsetningu og pökkun á þrem | milljónum spóla á ári. Fjórði kosturinn er framleiðsla á kælihúsum fyrir aflsmára í transistora. Fimm starfsmenn fengju vinnu við slíka framleiðslu en nauðsynleg stærð húsnæðis er 750 fm. Einnig verður kynnt hug- mynd um framleiðslu á boltum á fundinum. Til sölu er verksmiðja sent framleiðir gæðagarn. Þar fengju 45 manns vinnu en 3.500 fnt hús þyrfti fyrir verksmiðjuna. Einnig er til sölu verksmiðja til framleiðslu á hágæða skyrtum, 700 þúsund á ári. Starfsmenn við framleiðslu yrðu 86 en 5 við viðhald. Verksmiðjuhús yrði 2.000-2.600 fm. Miðað við stofn- kostnað er atvinnumyndun mjög mikil en dæmið líklega of stórt fyrir Húsavík, atyinnulega séð. Áttundi kosturinn fjallar um innflutning á sportvöru. Níundi kosturinn um framleiðslu á hol- steini og sá tíundi um virkjun Kvíslárfoss á Tjörnesi. Allar hugmyndirnar verða kynntar betur á aðalfundi Iðn- þróunarfélagsins á laugardaginn, og er fólk hvatt til að mæta og sýna áhuga fyrir atvinnuuppbygg- ingu á Húsavík. IM Er heimilið hornreka þjóðfélagsins?: Stofnfundur Landssamtaka heima- vinnandi fólks haldinn á laugardag Stofnfundur Landssamtaka heimavinnandi fólks verður haldinn að Holiday-Inn laugar- daginn 14. október 1989 og hefst kl. 13.30. Landssam- tökunum er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og vinna að leiðréttingu á kjörum og réttindum heimavinnandi. í fréttatilkynningu frá undir- búningsnefnd, kemur m.a. fram að sterk landssamtök geti breytt viðhorfi stjórnvalda til heima- vinnandi fólks. Markmið Lands- samtakanna er að ná fram leið- réttingu í lífeyrissjóðsmálum, skattamálum, tryggingamálum og á öðrum þeim sviðum þar sem heimavinnandi fólk hefur ekki notið réttar á við annað vinnandi fólk. Hefja þarf störf á heimilum til vegs og virðingar, t.d. með því að meta heimilisstörfin í þjóðhags- reikningum á sama hátt og önnur störf í þjóðfélaginu en slíkt ætti að koma öllum heimilum í land- inu til góða. Á meðal þeirra spurninga sem leitað verður svara við á fundin- um má nefna: Tekjur eru lykill að mannréttindum og sjálfstæði einstaklingsins í okkar samfélagi. Ber þá ekki að skipta tekjum einnar fyrirvinnu milli hjóna þannig að sá heimavinnandi verði 100% skattþegn eins og aðrir? Nú fær sá heimavinnandi aðeins 80% persónufrádrátt. Er þetta sanngirni? Er það réttlæti, að börn séu verðlögð í móðurkviði? Á fæð- ingarstyrkur og fæðingarorlof að ráðast af því hvort móðir starfar á eigin heimili eingöngu eða hvort hún starfar í launuðu starfi utan heimilis? Er það réttlæti að bóndaköna og sjómanriskona njóti ekki sam- bærilegra lífeyrisréttinda? Getur þjóðarbúið án annarrar hvorrar verið? Er eðlilegt að einstæð móðir með 3 börn innan við 6 ára aldur sjái sér farborða með því að taka að sér hóp barna í dagvist en sendi eigin börn í aðra dagvist til að fá niðurgreiðslu fyrir eigin börn? Landlæknisembættið, skólarn- ir, kirkjan og vímulaus æska kalla á foreldra til ábyrgðar við uppeldi barna. Geta heimilin orðið við því kalli miðað við aðbúnað þeirra í dag? Fjölmargir gestir munu koma fram á fundinum, flytja ávörp og sitja fyrir svörum fundargesta. A meðal þeirra eru Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra, Júlíus Sólnes hagstofuráðherra, Davíð Odds- son borgarstjóri, Stefán Valgeirs- son alþingismaður, Málmfríður Sigurðardóttir alþingismaður og margir fleiri. -KK r Islenskir dagar hjá KEA: Opniuiarhátíð í Hrísalundi í dag íslenskir dagar hjá KEA hefjast í íslenskra iðnrekenda. dag. Opnunarhátíð verður í Hrísalundi og hefst með leik Blásarasveitar Tónlistarskólans kl. 16.30. Kl. 17.00 verðá flutt stutt ávörp og formleg opnun fer fram. Að því loknu hefst inn- kaupakeppni ntilli Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélags- stjóra KEA, og Víglundar Þor- stcinssonar, formanns Félags í Svarfdælabúð verður leikin létt harmoníkutónlist frá kl. 16.00 og á Grenivík verður tískusýning og tónlistaratriði sem hefjast kl. 17.00. Vörukynningar hefjast kl. 15.00 í eftirtöldum verslunum: Hrísalundi, Byggðavegi 98, Sunnuhlíð, Svarfdælabúð og Byggingavörudeild. TII leigu! Stórt skrifstofuherbergi til leigu á 2. hæð í Gránufélagsgötu 4. (J.M.J. húsinu). í þessu herbergi er innréttað annað lítið her- bergi. ★ Allt nýstandsett. Uppl. gefur Jón M. Jónsson, símum 24453 og 27630. Tökunámskeið Stýrikerftð MS-DOS Kennd verður almenn notlíun MS-DOS stýrikerfísins og farið í lielstu skipanir þess. Námskeiðið hefst 24. október og er haldið á kvöldhi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 27899. Tölvuíræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. hæð, sími 96-27899. Hefiir þú áhuga á að starfa í björgunarsveit? Kynningarfundur og innritun nýliða verður í kvöld, fimmtudagskvöld 12. október, kl. 20 í húsnæði sveitarinnar að Galtalæk, gegnt flug- velli. Við leitum að fólki frá 17 ára aldri sem áhuga hefur á björgunarstörfum, námskeiðum og ferðalögum tengdum þeim. Flugbjörgunarsveitin Akureyri l ilkið el'tir ★ Stærri verslun ★ Meira úrval af byggingarvör- um ★ Ótrúlegur verkfæralager. í tilefni af stækkun verðum við með 25% kynningarafslátt af öllum MAKITA verkfærum vikuna 9.-14. október. Sjúumst!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.