Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. október 1989 - DAGUR - 7 hafa þeir náð ágætum árangri í keppnum við aðra skóla. Skákfélagið hefur sent fulltrúa sína í framhaldsskólamót og einnig á innanbæjarmót hjá Skákfélagi Sauðárkróks. Þá er einnig stór þáttur í starfinu keppnir við aðra skóla, eins og hjá flestum öðrum félögum. Hugarfró heitir félagsskapur sem stofnaður var veturinn 87/88. Þar fara saman menn sem feta gjarnan ótroðnar slóðir í að skemmta sér og öðrum. Þeir hafa nær undantekningalaust flutt atr- iði á skemmtunum skólans við mikla hrifningu áhorfenda. Þá hafa þeir einnig fengist við kvik- myndasmíðar. Þá er ótalið tónlistarfélagið. Það hefur haldið uppi mikilli starfsemi. Stærstu uppákomur þess eru svokölluð Tónlistar- kvöld, sem haldin eru yfirleitt tvö á vetri. Þá hefur félagið gengist fyrir plötukynningum. Þrjár stórhátíðir Dansleikir nemendafélagsins eru haldnir á ca. þriggja vikna fresti í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðár- króki og eru þeir jafnan vel sóttir af nemendum sem öðrum bæjar- búum. Stjórn félagsins sér um skipulagningu dansleikjanna ásamt skemmtinefnd. Stúdents- efnin, sem vilja gjarnan kalla sig Útskriftaraðal, fá ágóðann af nokkrum dansleikjum sem þau leggja í sjóð til söfnunar fyrir utanlandsferð sem farin er á hverju vori eftir próf. Þá eru ótaldar þrjár stærstu hátíðir skólans. Busavígslan, 1. des. hátíðin og árshátíðin. Busavígsl- an fer fram á haustin þegar skammt er liðið af skólanum. Þar eru nemendur „busaðir“ og um kvöldið er hið árlega og fræga Busaball. Fullveldishátíðin er haldin í kjölfar 1. des. Þar eru skemmtiatriði flutt undir stjórn skemmtinefndar og að sjálfsögðu er haldinn veglegur dansleikur á eftir. Árshátíðin er alltaf haldin í lok svokallaðra „opinna daga". Hún hefst eins og árshátíðum sæmir með borðhaldi. Þar eru fram borin ásamt matnum, ýmis skemmtiatriði og ávörp. Á eftir er svo dansleikur. Samskipti við aðra skóla Samskipti við aðra skóla hafa skipað veglegan sess í starfinu. Náin tengsl hafa myndast við tvo framhaldsskóla, Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Skipst er á heimsóknum ár hvert og einmitt um næstu helgi kpmur Mennta- skólinn á Egilsstöðum í heimsókn og etur kappi við heimamenn í flestum íþróttagreinum. Skipu- lagning slíkra heimsókna útheimt- ir mikla vinnu frá stjórninni og íþróttafélaginu og má segja að alltaf hafi tekist vel til. Dansleikir eru haldnir í kjölfar slíkra heim- sókna og nú verður slegið upp ekta sveitaballi, alla leið fram í Árgarði. Opnu dagarnir „Opnu dagarnir“ sem minnst var lítillega á áðan, eru einhverjir vinsælustu dagskrárliðirnir sem skólaárið býður upp á. Þá er skruddunum kastað út í horn og gefið frí. í staðinn gefst nemend- um kostur á að taka þátt í störf- um ýmissa hópa s.s. Útvarps- hópi, umhverfishópi, blaðahópi, útivistarhópi o.fl. o.fl. Þessi dagamunur stendur yfir í 4-5 daga og er óhætt að segja að nóg sé um að vera þá. Útvarpshópur- inn sér um rekstur útvarpsstöðv- ar í samráði við kennara og hefur útvarpinu vaxið fiskur um hrygg, bæði hvað varðar gæði og hlustun. Umhverfishópurinn hef- ur staðið fyrir lagfæringum á umhverfi skólans Af þessarri upptalningu má sjá að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjölbrautaskólanum, sé fólk þannig sinnað. kj Málmiðnaður Félag málmiðnaðarfyrirtækja og Fræðsluráð málmiðnaðarins boða til fundar um fræðslu- og endurmenntun að Hótel KEA, föstudag- inn 13. október kl. 16.00. Frummælendur: Ingólfur Sverrisson og Nicolai Jónasson. Forstöðumenn og verkstjórar í málm- iðnaði eru hvattir til að mæta. FMF og FM. tSSffiSH Karlakór Akureyrar boðar til aðalfundar fyrir árið 1989 fimmtudaginn 12. október kl. 20.00 í Hljómborg, Óseyri 6b. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Eldri sem yngri félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. vskífo Hvernig er frádráttarheimildin í viróisaukaskatti? /Á' '/ •Itíli éiij Endurgreiðsla ef innskattur er hærri en útskattur ■nnskattur á ákveðnu uppgjörstímabili kann að verða hærri en útskattur sama tímabils. Þetta getur t.d. gerst vegna fjárfestingar (bygging eða viðhald fasteignar fyrir reksturinn eða kaup á dýrum tækjum) _ eðaeffyrirtækiðsafnarbirgðum.Einnigeffyrirtækiselur p undanþegna vöru eða þjónustu (t.d. útflutningur). í þessum tilvikum endurgreiðir ríkissjóður jjó^mismun innskatts og útskatts. Skilyrði frádráttar ilyrði fyrirfrádrætti eru: • Að fyrirtækið stundi skattskylda starfsemi. • Að keypt vara eða þjónusta sé til nota í rekstrinum. • Að innskatturinn sé bókfærður á grundvelli löglegs fylgiskjals (reiknings eða tollskýrslu). Innsfcittur dregst frá útskatti Endurgreiðsla er heimil þóttvaran séóseld rirðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir af vöru og þjónustu sem það kaupir til nota í rekstrinum er nefndur innskattur. Virðisaukaskattur sem fyrirtæki innheimtir af sölu sinni er hins vegar nefndur útskattur. Við uppgjör til ríkissjóðs dregur fyrirtækið þann innskatt sem það greiðir á hverju uppgjörstímabili frá útskattinum sem það hefur innheimt á sama tímabili, þ.e. fyrirtækið greiðir aðeins mismuninn á útskatti og innskatti. Innskattur af flestum aðföngum er frádráttarbær innskattinn má draga frá á því uppgjörstímabili sem vara eða þjónusta er keypt. Ekki skiptir máli hvort aðföngin eru staðgreidd eða keypt með greiðslutresti. Innskatt af vöru sem keypt er til endursölu eða úrvinnslu má draga frá þótt hún sé óseld í lok uppgjörstímabils. Uppgjörstímabilin eru mislöng rádráttarheimildin nær til innskatts af svo til öllum aðföngum fyrirtækja sem varða skattskylda sölu þeirra. Það er ekki aðeins innskattur af endursölu- vörum og hráefnum sem kemurtil frádráttar, heldur einnig innskattur af fjárfestingu og rekstrarvörum sem notaðar eru fyrir reksturinn. í nokkrum tilvikum erfrádráttarheimildin takmörkuð. Innskattur af hlunnindagreiðslum, risnu og gjöfum er ekki frádráttarbær. Sama gildir almennt um innskatt vegna fólksbifreiða. Umennt uppgjörstimabil er tveir mánuðir, en ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur, þannig að fyrirtækið eigi yfirleitt rétt á endurgreiðslu, getur fyrirtæki fengið heimild skattstjóra fyrir skemmra uppgjörstímabili. Uppgjörstímabil bænda er sex mánuðir. I InnlvcmrcicímÍ vej U : .4/v RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.