Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 12.10.1989, Blaðsíða 11
íslandsmótið í handknattleik/VÍS-mótið: KA íá í síðari hálfleík - og tapaði 23:14 fyrir Stjörnunni KA varð að sætta sig við 9 marka tap gegn sterku liði Stjörnunnar frá Garðabæ í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Eftir að hafa staðið vel í Stjörnunni í fyrri hálfleik hljóp allt í baklás í síðari hálf- leik hjá KA. Garðbæingarnir gengu þá á lagið og unnu öruggan sigur 23:14. KA-menn byrjuðu leikinn ágætlega og skiptust liðin á að sækja. Um rniðjan hálfleikinn var staðan 4:4, en þá var tveimur KA-mönnum vísað af leikvelli og Stjarnan skoraði þrjú mörk í röð. KA klóraði í bakkann fyrir leikhlé og minnkað muninn í tvö mörk og skoraði reyndar mark til viðbótar en það var dæmt af vegna þess að tímavörður hafði gefið merki áður en markið var skorað. Staðan var því 8:6 þegar gengið var til búningsherbergja. í síðari hálfleik var einungis jafnræði með liðunum fyrstu 2-3 mínúturnar en síðan sögðu Stjörnumenn bless og ruku fram úr með miklum látum. Staðan breyttist í 15:9, 18:11 og 21:11 og munaði þar mestu að ekkert gekk hjá KA-mönnum í sóknarleikn- um á þessu tímabili. Hins vegar er ekki því að leyna að Stjörnuliðið er mjög sterkt og lék varnarleikinn mjög vel að þessu sinni og KA-menn áttu hreinlega ekkert svar við honum, sérstaklega þá í síðari hálfleik. Hjá KA var Axel Stefánsson markvörður besti maður liðsins og varði oft frábærlega. Guð- mundur Guðmundsson átti einn- ig ágætan leik og svo sýndi Karl Karlsson ágæta takta. Aðrir leik- menn náðu sér ekki á strik og getur KA-liðið mun meira en það sýndi í þessum leik. Sigurður Bjarnason fór á kost- um í Stjörnuliðinu og réðu KA- menn ekkert við hann í sókninni. Brynjar varði einnig ágætlega og Skúli Gunnasteinsson fyrirliði dreif sína menn áfram af miklum krafti. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarnason 9/1, Skúli Gunnsteins- son 5, Axel Björnsson 3, Einar Einarsson 3, Hafsteinn Bragason 2 og Gylfi Birgisson 1. Brynjar Kvaran 9 varin skot Mörk KA: Guðmundur Guð- mundsson 5, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 3/3, Karl Karlsson 2, Pétur Bjarnason 2, Jóhannes Bjarnason 1 og Erlingur Krist- jánsson 1/1. Axel Stefánsson 18 varin skot. Önnur úrslit í 1. dcildinni: Víkingur-KR 21:22 Valur-ÍBV 29:25 bjb/AP Landsliðið U-21 árs: Hollendingar lagðir - 3:2 í Hollandi Það var hraustlega tekið á móti Sigurpáli Árna og félögum hans í KA-liöinu í Garðabænum í gærkvöld. Mynd: tlv íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði Hollendinga 3:2 í lands- leik í knattspyrnu í Hollandi í fyrrakvöld. Það voru Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfs- son og Rúnar Kristinsson sem skoruðu mörk íslands. Ólafur skoraði fyrst fyrir ísland, Hollendingar jöfnuðu, Haraldur kom íslendingum yfir aftur úr víti, Hollendingar jöfn- uðu úr vítaspyrnu en rétt fyrir leikslok tryggði Rúnar Kristins- son íslendingum sigur. Það var einkum mjög sterkur varnarleikur íslenska liðsins sem tryggði liðinu sigur. Þetta er frá- bær árangur og geta strákarnir verið stoltir af þessum árangri. íslendingar geta ekki sigrað í riðlinum en geta tryggt sér annað sæti með hagstæðum úrslitum gegn V.-Þjóðverjum, sem þegar eru komnir áfram í Evrópu- keppninni, í leiknum 25. októ- ber. , Drengjalandsliðið í knattspyrnu: íslendingar töpuðu - Guðmundur og Þórður skoruðu í 5:3 tapi gegn Svíum íslcndingar töpuðu fyrir Svíum 5:3 í Evrópukeppni drengja- landsliða í knattspyrnu í Sví- þjóð í gær. Það voru þeir Guð- mundur Benediktsson úr Þór, Uppskeruhátíð yngri flokka: Þórsarar heiðraðir - Tryggvi og Guðmundur markahæstir laun, Uppskeruhátíð knattspyrnu- deildar Þórs var haldin í Starfs- mannasal KEA í Sunnuhlíð á sunnudaginn. Þar voru mættir allir flokkar félagsins og voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sumar. Bestu leikmenn hvers flokks fengu viðurkenningu og þar að auki voru veitt nokkur aukaverð- m.a. fyrir markahæstu menn félagsins. Tryggvi Valdi- marsson varð markahæstur Þórs- ara á litlum velli með 32 mörk og Guðmundur Benediktsson á stór- um velli með 31 mark. En lítum á hverjir voru valdir bestir í ein- stökum flokkum: 3. fl. kv. Dóra Sigtryggsdóttir 2. fl. kv. Ellen Óskarsdóttir m.fl. kv. Valgerður Jóhannsdóttir 7. fl. ka. Þórður Halldórsson 6. fl. ka. Óðinn Árnason 5. fl. ka. Heiðmar Felixson og Bjarni F. Guðmundsson 4. fl. ka. Arnar B. Gunnarsson 3. fl. ka. Guðmundur Benediktsson 2. fl. ka. Sævar Árnason m. fl. ka. Luca Kostic Þórður Guðjónsson úr KA og Óskar Þorvaldsson úr KR sem skoruðu mörk íslendinga í leiknum. Það var besti maður íslenska liðsins, Guðmundur Benedikts- son, sem kom íslendingum yfir í fyrri hálfleik. Svíar jöfnuðu og þannig var staðan í leikhléi. í síðari hálfleik skoruðu Svíar tvívegis en fslendingar sýndu mikið harðfylgi og náðu að jafna leikinn 3:3. Fyrri markið setti Óskar Þorvaldsson eftir glæsileg- an einleik Þórðar Guðjónssonar upp allan völlinn. Það var síðan Þórður sjálfur sem jafnaði leik- inn með því að vippa skemmti- lega yfir markvörðinn. En eins og fyrri leiknum freist- uðu íslendingar þess að skora fleiri mörk og þá komust Svíar tvívegis inn fyrir vörnina og skor- uðu örugglega. Lokastaðan því 5:3 fyrir Svía. Að sögn Sveins Sveinssonar fararstjóra íslenska liðsins var Guðmundur Benediktsson besti maður vallarins og var honum oft klappað lof í lófa af áhorfendum fyrir leikni sína. Handknattleikur/3. deild: Jafiitefli og tap - hjá Völsungum fyrir sunnan Vcrðlaunahafar Þórs sem gátu verið viðstaddir. Aftari röð: Sævar Árnason, Arnar B. Gunnarsson, Valgerður Jóhannsdóttir og Dóra Sigtryggsdóttir. Fremri röð: Heiðmar Felixson, Tryggvi Valdimarsson, Óðinn Árnason, Gísli Hilmarsson og Þórður Halldórsson. Mymi: ap Völsungarnir léku tvo leiki í 3. deildinni í handknattleik fyrir sunnan um síðustu helgi. A föstudagskvöldið töpuðu þeir fyrir UBK-b 27:25 en á laugar- dag gerðu þeir jafntefli við Ármann-b 23:23. „Ég er þokkalega ánægður með þessi úrslit og þetta lofar góðu um framhaldið," sagði Arn- ar Guðlaugsson þjálfari eftir þessa tvo leiki. Völsungar byrjuðu mjög illa gegn Breiðabliki og voru undir 17:11 í leikhléi. Þeir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í síðari hálfleik en munurinn var of mik- ill og Blikarnir sigruðu með tveggja marka mun, 27:25. Leikurinn við Ármann var mun jafnari. Staðan í leikhléi var 11:10 fyrir heimapilta en þegar rúmar 5 mínútur voru til leiks- loka var Ármann með 5 marka forystu 22:17. En mjög góður endasprettur Völsunga gerði það að verkum að liðin skiptu með sér stigunum og lokatölur 23:23. Mörk Völsunga í leikjunum tveimur: Ásmundur Arnarson 15, Haraldur Haraldsson 11, Tryggvi Þór Guðmundsson 6, Viíhjálmur Sigmundsson 5, Örv- ar Sveinsson 4, Jóhann Pálsson 1 og Jónas Grani Garðarsson 1. Þór og UMFN í kvöld - í Höllinni kl. 19.30 Þórsarar leika í Úrvalsdeild- inni í körfuknattleik gegn Njarðvíkingum í Iþróttahöll- inni á Akureyri í kvöld kl. 19.30. Á sama tíma leikur Tindastóll við KR í Reykjavík. Þór hlaut slæman skell gegn Haukum í síðasta leik en Þórsar- ar eru staðráðnir í því að láta það ekki koma fyrir aftur og má búast við breyttu leikskipulagi í þessum leik þar sem Bandaríkjamaður- inn Kennard mun koma meira við sögu en í fyrri leikjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.