Dagur - 03.11.1989, Side 3
Föstudagur 3. nóvember 1989 - DAGUR - 3
Ragnar Ólafsson, skipstjóri,
segir yfirbygginguna í Slippstöðinni allt of mikla:
„Það er auðvitað hrein fjar-
stæða að útgerðarmenn séu að
gamni sínu að leita eftir við-
gerðum á skipum sínum erlend-
is. Staðreyndin er að sjálf-
sögðu sú að viðgerðir eru mun
ódýrari erlendis og miðað við
stöðu útgerðarinnar reyna
útgerðarmenn að fá sem mest
fyrir aurinn án þess þó að það
komi niður á gæðum við-
gerða,“ segir Ragnar Olafsson,
skipstjóri og annar útgerðar-
aðila Sigllirðings SI-150.
Ragnar segir að umræða um
Lambakjötssala:
Gamlar birgðir
á útsölu
skipasmíðaiðnaðinn að undan-
förnu hafi verið afar villandi.
Hann segir það rétt að útgerðir
sæki út fyrir landsteinana með
viðgerðir en skýringar á því séu
einfaldar, menn fái sambærilegar
viðgerðir fyrir mun minni pening
erlendis. Ragnar fullyrðir að yfir-
bygging skipasmíðastöðva hér sé
allt of mikil og bendir á að skipa-
smíðastöð í Vestur-Þýskalandi á
stærð við Slippstöðina á Akur-
eyri, þar sem Siglfirðingi var
breytt fyrir nokkrum árum, hafi
haft mun minna umleikis í stjórn-
un en í Slippstöðinni á Akureyri.
„Þetta bákn lítur flott og fínt
út en ég er ansi hræddur um að
hægt væri að spara nokkrar millj-
ónir með því að minnka yfirbygg-
inguna. Mér finnst vert að tala
hreint út um þetta. Menn eru
alltaf að tala um glæsileg fyrir-
tæki. Glæsileikinn getur verið á
ytra borði en síðan eru menn að
veslast upp að innan. Það vantar
ekkert upp á gæði vinnu hjá
Slippstöðinni á Akureyri. Það
hef ég alltaf sagt. Kostnaður í
kringum viðgerðir þar er hins
vegar úr hófi mikill. Menn hafa
einfaldlega ekki efni á því að
spreða peningum til skipasmíða-
stöðvar bara vegna þess að hún
sé fín á ytra borði.
Menn verða að gera sér grein
fyrir hvað þeir ætla að bjóða
kúnnanum. Það þýðir ekkert að
koma hvað eftir annað í útvarp
og blöð og segja að einhverjir
aðrir fái verkefnin. Af hverju er
það. Menn verða að höggva að
rót vandans í þessum iðnaði, sem
er alltof mikill stjórnunarkostn-
aður,“ segir Ragnar Ólafsson.
óþh
300
290,
280.
270.
260.
Fjöldi atvinnuleysisbótaþega
á Akureyri 1983-1989
Ákveðið hefur verið að setja
gamalt dilkakjöt á útsölu í
nóvembermánuði. Um er að
ræða birgðir frá haustinu 1988.
Verðlækkunin er 5-16%, mis-
munandi eftir kjötflokkum.
Útsölunni lýkur 30. nóvember,
jafnvel þó eitthvað verði eftir
af birgðum.
Mest verðlækkun er á úrvals-
kjöti sem nú verður boðið í hálf-
um skrokkum, snyrt á sama hátt
og í sumar en með nýrri niður-
hlutun. Alls verða um 20.000
slíkir pokar á útsölunni og kostar
hver þeirra nálægt 2700 kr. Kíló-
verð af úrvalskjötinu verður 480
kr.
Kjöt í 1. flokki A verður selt
með 5% afslætti í heilum skrokk-
um til verslana og kjötvinnslu-
stöðva. Úr Dl-B og C verða
framhryggir, læri og mjóir hrygg-
ir settir á markað eftir að hafa
verið snyrtir sérstaklega.
Að þessari útsölu stendur Sam-
starfshópur um sölu lambakjöts.
Verði allar birgðir seldar upp í
mánuðinum verður heildarkostn-
aður ríkissjóðs rúmar 40 milljón-
ir króna. JÓH
Sjónvarpið:
Sýnir heimildar-
mynd um Jónas
fráHriflu
Á sunnudagskvöld verður
sýndur í Sjónvarpinu, fyrri
þátturinn af tveimur um
stjórnmálamanninn og eldhug-
ann Jónas Jónasson frá Hriflu.
Þessi tveggja þátta heimildar-
mynd hefur hlotið nafnið; Sjö
sverðin á lofti í senn. Handrit
er eftir Elías Snæland Jónsson
og hafði hann einnig umsjón
með gerð þáttanna.
Jónas Jónasson frá Hriflu
(1885-1968), var ótvírætt einn
litríkasti stjórnmálaskörungur
landsins á fyrri hluta þessarar
aldar. Jónas var ákafur talsmaður
alþýðunnar og einkum þó
íslenskra bænda en í sveitunum
taldi hann rætur íslenskrar
menningar liggja og því væri
sjálfsagt að þar yrðu undirstöður
hins pólítíska valds í landinu. Því
beitti hann sér fyrir stofnun
Framsóknarflokksins 1913. Jafn-
framt varð hann skólastjóri Sam-
vinnuskólans eftir stofnun hans
1918, auk þess sem hann sinnti
ósleitilega ritstörfum við blaðið
Skinfaxa en hann var um árabil
ritstjóri þess og fleiri blaða.
Flestum ber saman um að horfur
í atvinnumálum séu afar dökkar
á Akureyri um þessar mundir og
bera uppsagnir fjölda fyrirtækja á
starfsmönnum sínum þess glöggt
vitni. Atvinnuástandið í ár hefur
verið óvenju sveiflukennt eins og
fram kemur á línuriti hér að
ofan, en á því má líka greinilega
sjá hvert stefnir í ár ef fram fer
sem horfir. Sjá má að fyrir aðeins
tveimur árum var ástandið til-
tölulega gott allt árið en árið, eft-
ir 1988 versnaði það nokkuð sér-
staklega í lok ársins. í ár hafa
sveiflur verið miklar og stefnir
allt í að atvinnuleysi verði álíka
mikið og 1983 þegar það var sem
verst. Svera línan á kortinu tákn-
ar meðaltal áranna 1983-1988.
VG
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1989, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. nóvember 1989.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj-
aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en
síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, talið frá og meö 16. nóvember.
Fjármalaráðuneytið.
Útsala
Vegna eindreginna óska fólks, verður
útsala okkar opin n.k. laugardag 4.
nóvember frá kl. 11-15 aðeins þennan eina
dag.
Notið tækifærið. Gerið góð kaup.
Sama lága verðið.
Tómas Steingrímsson & Co.
Furuvöllum 3, Akureyri.
Sauðfjárslátrun
verður þriðjudaginn 14. nóvember 1989
Tilkynna ber fjölda sláturfjár í síðasta lagi föstudag-
inn 10. nóvember 1989 í síma 24306. Tekið verður á
móti sauðfé mánudaginn 13. nóvember til kl. 16.30.
Þeir framleiðendur, sem vilja slátra fullorðnu fé utan
fullvirðisréttar gegn sérstakri greiðslu frá sláturleyf-
ishafa, láti okkur einnig vita fyrir 10. nóvember
1989.
Sláturhús KEA
★ 7 ára ★
Afmælistilboð meðan
birgðir endast
Svínahamborgarhryggur
kr. 895,- kg
Kako-kvikk
Verð áður 201,- kr. - Nú 162,- kr.
María-kex, tveir pakkar
Verð áður 159,-kr. - Nú 109,- kr.
Orangesafi
Verð áður 93,- kr. - Nú 75,- kr.
Tilboöiö gildir aöeins
laugardaginn 4. nóvember.
Kjörbúö KEA
Sunnuhlíö
N