Dagur - 08.11.1989, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1989
Húsavík:
fréftir
Sex tilboð í bygg-
ingu Brekkuhvainms
Tilboð í byggingu sambýlishúss
að Skálabrekku 19 á Húsavík
hafa verið opnuð. í húsinu eiga
að vera fjórar verndaðar þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða, það
verður nefnt Brekkuhvammur
og mun standa skammt ofan
við Hvamm, dvalarheimili
aldraðra. Dvalarheimili aldr-
aðra sf. byggir húsið en það
verður byggt í svokölluðu
„búseturéttarformi“, þar sem
væntanlegir íbúar leggja fram
Vandi Slipp-
stöðvarinnar:
Fundað með
þingmönnuni
Á morgun, fimmtudag, munu
formenn og trúnaðarmenn
verkalýðsfélaga sem eiga
starfsmenn hjá Slippstöðinni á
Akureyri, halda fund með öll-
um þingmönnum kjördæmis-
ins.
Miðvikudaginn 1. nóvember
sl. komu formenn verkalýðsfé-
laganna saman og ræddu stöðuna
sem upp var komin. Með þeim á
fundinum var Sigurður Ringsted
framkvæmdastjóri og var ákveð-
ið að óska eftir því að fá þing-
menn kjördæmisins á fund með
þessum aðilum.
Að sögn Hákonar Hákonarson-
ar verður lögð áhersla á að fara
yfir þá þróun sem verið hefur
undanfarin ár varðandi nýsmíðar
í skipasmíðaiðnaðinum. VG
fé til byggingarinnar. Ollum
íbúðunum hefur verið ráðstaf-
að.
Útboðin voru í húsið fokhelt,
frágengið að utan og lóð. Stefnt
er að því að íbúðirnar verði til-
búnar til notkunar í lok árs 1990.
Kostnaðaráætlun nam 10.491.966
kr. Sex tilboð bárust í byggingu
hússins og er hið lægsta frá Jóni
Ingólfssyni byggingameistara og
fleirum, 8.093.469 eða 77,14% af
kostnaðaráætlun. Norðurvík hf.
bauð 9.093.864 kr. sem eru
86,67% af áætlun. Fjalar hf.
bauð 9.225.041 kr., 87,92% af
áætlun. Borg hf. bauð 9.284.915
kr., 88,50% af áætlun. Trésmiðjan
Rein var með tilboð uppá
9.832.984 kr., sem eru 93,72% af
áætlun og hæsta tilboðið kom frá
Trésmiðju Jónasar og Eggerts
10.021.670 og nam það 95,52%
af kostnaðaráætlun. IM
Héldu hlutaveltu til styrktar Þór
Fyrir skömmu héldu þrír ungir Pórsarar, hlutaveltu við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri, til
styrktar félagsheimilisbyggingu Þórsara. Alls söfnuðu þeir 13.300 kr. sem þeir afhentu Aðalsteini Sig-
urgeirssyni formanni íþróttafélags Þórs, framan við Hamar, félagsheimili Þórsara. Aðalsteinn notaði
tækifærið og færði strákunum Þórsveifur að gjöf í þakklætisskyni. F.v. Steindór Steindórsson, Sigur-
björn Gunnarsson, Grétar Jónsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson. Mynd: kk
Greiðslustöðvun ÚNÞ á Þórshöfn:
„Steftian er nú sett á framtíðarlausn“
- segir Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri
„Stakfclliö var einfaldlega rek-
iö of lengi með tapi. Það er
skýringin á þessum málum. Á
svona tímamótum þegar menn
neyðast til að leita á náðir hins
opinbera þá þarf að fara yfir
öll þessi mál og skipuleggja
fyrir framtíðina þannig að sú
lausn sem finnst verði framtíð-
arlausn en ekki skammtíma-
lausn sem kemur síðan til kasta
Aðalfundur
Foreldrafélags Blásarasveita Tónlistarskólans á
Akureyri, veröur haldinn 14. nóvember nk. kl. 20.30
í Lóni, Hrísalundi 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Starf komandi vetrar.
3. Önnur mál.
Foreldrar nýliðanna eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórnin.
sjóðakerfísins fljótt aftur.
Stefnan er sett á framtíðar-
lausn á þessum málum,“ segir
Sigurður Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Útgeröarfélags
Norður-Þingeyinga en um síð-
astliðin mánaðamót fékk félag-
ið greiðslustöðvun til þriggja
mánaða.
„Við ætlum okkur á þessum
þriggja mánaða tíma að reyna að
fá einhverja fyrirgreiðsiu og
leggja línurnar um franthaldið.
Þar þurfum við að gera okkur
grein fyrir að hve miklu leyti við
teljum okkur fært að koma inn í
atvinnulífið á Þórshöfn með því
að landa þar hluta úr árinu.
Framtíðaráætlanirnar verða síð-
an að standast og vera þannig að
reksturinn skili hagnaði. Á litlum
stað eins og Þórshöfn er ekki til
fjármagn til að styðja við bakið á
dýru fyrirtæki sem ekki er rekið
með hagnaði. Staðurinn þolir
ekki að halda uppi taprekstri.
Við verðum að ganga eins langt
eins og hægt er í því að landa
ísfiski á Þórshöfn en skipið verð-
ur að fá svigrúm til að ná sér í
tekjur með frystingu,“ segir Sig-
urður.
Hann segir að skapa verði ein-
hug og samstöðu um að málum
verði svo fyrir komið nú að ekki
sé stöðugt spurning um hvort
fyrirtækið lifi eða deyi. Þó fyrir-
tækinu verði komið á rekstrarleg-
an grunn verði sá grunnur ekki
þannig að öllum aflanum verði
landað sem ísfiski á Þórshöfn.
Þörfin á því sé heldur ekki til
staðar nema yfir hörðustu vetrar-
mánuðina þegar minni bátar geti
lítið aðhafst. „Frumskilyrði fyrir
áframhaldandi rekstri skipsins er
að það geti fryst stóran hluta
ársins. Ég hef trú á að menn séu
búnir að átta sig á því,“ segir
Sigurður.
Stakfellið liggur nú bundið við
bryggju á Þórshöfn og mun svo
verða þar til nýtt kvótaár hefst
um áramót. JÓH
Tilboð í frágang sundlaugar við Sólborg:
Pan hf. átti lægsta tilboðið
Trésmiðjan Pan hf. á Akureyri
átti lægsta tilboð í frágang
sundlaugar við Vistheimilið
Sólborg en tilboð voru opnuð í
gær. Tilboð Pans hf., 6,7 millj-
ónir króna, nam 94,8% af
kostnaðaráætlun. Fimm aðilar
á Akureyri buðu í verkið.
Að öllu óbréyttu verður geng-
ið til samninga við Pan hf. um
verkið og segir Magnús Ingólfs-
son hjá Pan að gert sé ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist fljótlega.
Samkvæmt útboðsgögnum skal
verkinu lokið fyrir fyrir 1. apríl á
næsta ári. óþh
U.M.F. Skriðuhrepps
Fundarboð
Almennur félagsfundur verður haldinn að
Melum, Hörgárdal, fimmtudaginn 9. nóvember
og hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Mætum öll kát og hress.
Stjórnin.
Hestamenn
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Hrcssaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga hef-
ur koi.ást að samkomulagi við Jóhannes Haraldsson,
Rauðuskriðu, að hann taki í hagagöngu og fóðrun,
óvanaða ungfola.
Peir sem vilja nota sér þessa þjónustu hafi samband
við Jóhannes í síma 43504.
Stjórnin.
„Geirmundur Valtýsson í syngjandi sveiflu“
á markaðinn um 20. nóvember:
„Þijú róleg lög - hitt allt stuð“
- segir eldhress Geirmundur Valtýsson
„Það eru þrjú róleg lög á
þessari plötu, hitt er allt
stuð,“ segir Geirmundur
Valtýsson, liinn síungi
hljómlistarmaður á Sauðár-
króki, sem sendir frá sér sína
fyrstu sólóplötu, „Geirmund-
ur Valtýsson í syngjandi
sveiflu“ síðar í þessum mán-
uði. Skífan gefur plötuna út
og ef allar áætlanir standast
kemur hún á markaðinn um
20. þessa mánaðar.
Á plötunni eru fjórtán lög og
eru þau að sjálfsögðu öll eftir
Geirmund. Að einum undan-
skildum eru textar eftir Skag-
firðinga. Séra Hjálmar Jónsson
á þar af fimm texta á plötunni.
Átta laganna hafa aldrei heyrst
áður, tvö hafa áður komið út á
plötu en lítið heyrst. Þá er óget-
ið fjögurra „Júróvisjón“-laga
Geirmundar, sem öll verða á
plötunni.
Hljóðfæraleikarar eru ekki af
lakara taginu. Fyrstan skal
frægan tclja Magnús Kjartans-
son á hljómborð, einnig Vil-
hjáim Guðjónsson gítarleikara,
Kristin Svavarsson á saxafón,
Harald Þorsteinsson á bassa og
Gcirniundur Valtýsson.
Gunnlaug Briem á trommur.
Söngvarar auk Geirmundar eru
Helga Möller, Eva Ásrún
Albertsdóttir, Ari Jónsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Anna
Pála Árnadóttir og ung og efni-
leg söngkona frá Borgarnesi,
Erla Friðgeirsdóttir. Þá má ekki
gleyma flytjendum „Júróvisj-
ón"-laganna, en fyrri upptökur
af þeim verða á plötunni.
„Ég geri mér enga hugmynd
um sölu á plötunni. Hún þarf að
seljast í 3000 eintökum til þess
að borga sig. Þrátt fyrir það er
ég bjartsýnn og mér þykir gott
til þess að vita að þeir hjá Skíf-
unni eru ánægðir með útkom-
una og bjartsýnir á sölu. Ég
vona að fólk verði ekki fyrir
vonbrigðum, ég trúi því að fólk
geti hlustað á plötuna út í gegn
án þess að hlaupa yfir eitthvað
leiðinlegt," segir Geirmundur.
óþh