Dagur - 08.11.1989, Síða 5

Dagur - 08.11.1989, Síða 5
Miðvikudagur 8. nóvember 1989 - DAGUR - 5 Húsavík: Tölvunámskeid Bygendanámskeið Töflureíknlrnm MULTIPLAN 4. Kennd verður uppsetning á töílum og notkun til- búinna rciknilíkana. Námskeiðið hefst 14. nóvember og er haldið á k\c)klin. Allar nánari upplýsingar eru veittar í sírna 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, IV. hæð, sími 96-27899. Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Ritvinnslan WordPerfect 5,0. Kennd vcrður uppsetning á brcfum og farið í helstu skipanir forritsins. Námskeiðið hefst 15. nóvember og er haldið á kvöldin. Verslunin Búrfell 5 ára - afmæliskaffi hjá Sólrúnu og Sidda Verslunin Búrfell á Húsavík átti fimm ára afmæli 1. nóv. og í tilefni dagsins var viðskipta- vinum boðið upp á kaffi og meðlæti í búðinni. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Sól- rún Hansdóttir og Sigurður Kr. Friðriksson. Búrfell er matvöruverslun og sagði Sól- rún að reksturinn hefði gengið framar vonum og Sigurður sagði að verslun sem yki velt- una ár frá ári hlyti að vera á uppleið. í byrjun var tvö og hálft starf við verslunina en nú vinna þar sjö manns, en að vísu ekki allir í fullu starfi. Sólrún sagði Búrfell staðsett við þétta og góða íbúðabyggð, jöfn dagleg verslun væri í búðinni þó helgarnar væru alltaf bestar. Sögðust þau hjónin hafa eignast persónulega vini í búðinni, fólk sem gjarna liti innfyrir og spyrði hvort heitt væri á könnunni. „Þetta er fólk sem ekki er alltaf endilega að eltast við krónuna en vill frekar persónulega og góða þjónustu," sagði Sólrún. Þau sögðust hafa verið mjög heppin með starfsfólk á þessum fimm árum. Á myndinni eru f.v. Sólrún, Alma Lilja Ævarsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Sigurður, en auk þeirra starfa Erla Hreiðars- dóttir, Þórey Sigurðardóttir og Friðrik, sonur Sigurðar og Sól- rúnar, við verslunina. IM Arni Logi framan við byssuúrvalið í verslun sinni. Að læra meðferð byssu án verklegrar kennslu: „Eins og að taka bflpróf í bréfaskóla" - segir Árni Logi Sigurbjörnsson í Skotfæraþjónustunni Breytingar og endurbætur voru gerðar á verslun Skot- færaþjónustunnar á Húsavík í haust, eftir að fyrirtækið tók við umboðum sem KÞ hafði, en kaupfélagiö hefur nú hætt yerslun með skotveiöivopn. Árni Logi Sigurbjörnsson, eig- andi verslunarinnar, segist ætla að kappkosta að vera með vörur fyrir alla veiðimenn, bæði þá sem stunda skotveiði og stangveiði. Árni Logi segir að mjög mikið hafi verið að gera í versluninni og mikið selst af byssum, en flestir kaupenda séu að endurnýja byssueign sína. Árni verslar einnig með varahluti í byssur og annast byssu- og sjónaukavið- gerðir. Sagðist hann vilja brýna fyrir skotveiðimönnum að hirða skotvopnin vel og fara gætilegá með þau - illa hirtar byssur væru hættulegar og byssur í höndum óvanra manna gætu einnig verið hættulegar. Sagðist Árni gjarnan vilja koma því á framafæri við menn að fara varlega, sérstaklega vill hann beina þessu til þeirra sem eru að byrja, og jafnvel til byrjenda sem sótt hafa nám- skeið, því að læra meðferð byssu á námskeiði, án verklegrar kennslu, væri eins og að taka bílpróf í bréfaskóla. IM Allur nánari upplýsingar eru veittar í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyrl hf. Glerárgötu 34, IV. hæð, sími 96-27899. Karlakóramenn Akureyri og nágrenni Ákveðin hefur verið Luciuhátíð um miðjan des- ember. Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. '20.30 í Lóni. Fjölmennum í kvöld miðvikudag 8. nóv. kl. 20.30 stundvíslega. Nánari upplýsingar í síma 23289 (Hreiðar) og 23072 (Ingvi). JVý/r féiagar velkomnir. Undirbúningsnefnd. A VEROBREFA- MARKAÐNUM WBMM FROÐLEIKSMOLAR HLUTABRÉF FYRIRTÆKJA Nú fer í hönd sá tími ársins sem eftirspurn eftir hlutabréfum eykst vegna skattaívilnana sem einstaklingar njóta við slík kaup. Þegar hefur orðið vart við vöntun hlutabréfa í ákveðn- um fyrirtækjum og hefur gegni þeirra því hækkað nokkuð að undanförnu. HÚSBRÉF Nú fer að styttast í það að húsbréfakerfið taki gildi, en áætlað er að það fari af stað um miðjan nóv. n.k. Fróðlegt verður að fylgjast með hverjar breytingar verða á fasteignamarkaði í kjölfar þessa. Sölugengi verðbréfa þann 8. nóvember. Einingabréf 1 4.387,- Einingabréf 2 ........... 2.421,- Einingabréf 3 ........... 2.880,- Lífeyrisbréf ............ 2.206,- Skammtímabréf ............ 1,503 ' ' ................. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 • V' 5g® ■

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.