Dagur


Dagur - 08.11.1989, Qupperneq 12

Dagur - 08.11.1989, Qupperneq 12
Jólakort með þínum myndum ^Peáíomyndir^ \S ★ Sérstakt tilboð í nóvember Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. ...................Illill...... Ómar Pctursson og Vigdís Rafnsdóttir, umsjónarmcnn þáttar Eyfírska sjónvarpsfélagsins „Staður og stund" sem sendur verður út í kvöld kl. 21.55, mátuðu útsendingarstólana í Stúdíói Samvers í gærkvöld. Maðurinn á bak við myndavélina heitir Sigurður Hiöðversson. Mynd: KL Trésmiðja Kára Lárussonar á Skagaströnd: Tekur rúma viku að gera við Amarborg - næsta stora verkefni er smábátabryggja „Mér sýnist að viðgerð á bátn- um taki rúma viku,“ sagði Kári Lárusson, framkvæmdastjóri Trésmiðju Kára Lárussonar á Skagaströnd, þegar hann var inntur eftir gangi viðgerðar á Arnarborg HU-11. Arnarborgin, sem er 70 tonna trébátur í eigu Hólaness hf. á Skagaströnd, valt á hliðina þegar átti að sjósetja hann sl. föstudag. Báturinn var tekinn upp og er nú hafin viðgerð á honum hjá Trésmiðju Kára Lárussonar. Að sögn Kára Lárussonar þarf að skipta um tvö borð í bátnum og segir hann að sú viðgerð eigi að verða tiltölulega auðveld. Kári segir að engin stærri verk- efni séu fyrirsjáanleg hjá slippnum. „Hugsanlega eiga tveir til þrír bátar eftir að koma í slipp- inn til áramóta," sagði Kári. Hann sagði að önnur verkefni væru að hefjast. Stærst þeirra nefndi Kári byggingu smábáta- bryggju fyrir Höfðahrepp. „Pað voru reknir niður staurar fyrir bryggjuna í sumar og næsta skref er að byggja dekkið ofan á hana.“ óþh Hjalteyrin Akureyri: Skipverjinn „Staður og stund“ Eyfirska sjónvarpsfélagsins: Sagan á bak við þessa frétt bfrtist á sjónvarpskjá í kvöld - Samversmenn fylgdu fréttinni eftir hjá Degi og Dagsprenti „Staður og stund“ er yfirskrift þáttar undir stjórn Ómars Pét- urssonar og Vigdísar Rafns- dóttur sem Eyfirska sjónvarps- félagið sýnir í kvöld kl. 21.55 og stendur í tæpa klst. Sem fyrr verður þátturinn sendur út á dreifikerfi Stöðvar 2. Að þessu sinni verður „Staður og stund“ að hluta til helgaður útgáfu dagblaðs á landsbyggð- inni, sem er eins og allir vita aðeins eitt, dagblaðið Dagur á Akureyri. „Okkur þótti forvitnilegt að skyggnast á bak við hvernig dagblað verður til. Fólki þykir ákaflega notalegt áð fá blaðið að morgni en það hugsar sjaldan út í hve mikil vinna liggur á bak við hvert tölublað," segir Ómar Pét- ursson, annar stjórnenda „Staður og stund“. Þátturinn byggir á viðtölum og þá er einni frétt fylgt eftir í gegn- um öll vinnslustig, frá því hún verður til í hugskoti blaðamanns og þar til hún skríður inn um bréfalúguna á síðum Dags. Svo skemmtilega vill til að fréttinni, sem þú lesandi góður ert nú að lesa, var fylgt eftir í gær frá tölvu blaðamanns áfram til útlitsteikn- ara, þaðan í setningu og áfram til prófarkalesara. Þaðan lá leiðin í umbrot og ferðinni var áfram haldið í filmu- og plötuvinnslu og niður í prentvél. Síðasti spölur fréttarinnar í hendur lesenda, dreifingin, var fest á filmu í gærkvöld. „Staður og stund“ var síðast sendur út miðvikudaginn 18. október og með þættinum í kvöld má segja að vetrardagskrá Eyfirska sjónvarpsfélagsins sé hafin. Að sögn Bjarna Hafþórs Helgasonar, sjónvarpsstjóra, verður þátturinn „Staður og stund“ með breyttu sniði í vetur miðað við liðinn vetur. Efnisval verður annað og uppbygging þáttanna allt önnur. Pá verða tveir stjórnendur þáttanna í vetur, Ómar Pétursson og Vigdís Rafnsdóttir. Þátturinn verður 40 mínútur í vetur í stað 20 mínútna sl. vetur. Lögð verður áhersla á fleiri efnis- þætti í hverri útsendingu og þá segir Bjarni Hafþór að frétta- tengdu efni verði gefið meira rými í þáttunum. óþh á batavegi Meiðsli skipverja af Hjalteyr- inni frá Akureyri, sem þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á Borgarspítalann í Reykjavík að morgni sl. laugardags, eru ekki eins alvarleg og óttast var. Slysið um borð í Hjalteyrinni bar að með þeim hætti að vír slóst í manninn þegar hann var að vinna á dekki með þeim af- leiðingum að hann skall harka- lega á höfuðið. Við þetta fékk skipverjinn heilahristing og var óttast að höfuðkúpa hans hefði brotnað. Við myndatöku á Borg- arspítalanum kom í ljós að svo var ekki. Skipverjinn liggur nú á Borgarspítalanum og er á bata- vegi. óþh Framkvæmdir í Hafnarstræti 97 stöðvaðar: Aðilar úr Reykjavík hafa sýnt áhuga á kaupum á öllu húsinu Byggingafélagið Lindin, sem undanfarna tvo mánuði hefur staðið fyrir byggingafram- kvæmdum í Hafnarstræti 97 á Vandi skipasmíðaiðnaðar ræddur í Bæjarstjórn Akureyrar: Bæjarstjóm skorar á stjómvöld Miklar umræður urðu á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar í gær vegna atvinnumála í bænum, og var samþykkt að skora á stjórnvöld að móta stefnu í málefnum skipasmíðaiðnaðar- ins. Ályktunin bæjarstjórnarinnar hljóðar þannig: „Atvinnumála- nefnd og Bæjarstjórn Akureyrar skora á stjórnvöld að móta stefnu í málefnum skipasmíða. Nauðsyn- legt er að viðhalda og auka þá þekkingu sem þegar er í landinu á þessu sviði. Tafarlaust þarf að endurskoða þær reglur sem snúa að skipasmíðaiðnaði, þannig að þær tryggi innlendum fyrirtækj- um samkeppnisgrundvöll bæði hvað varðar nýsmíðar og við- gerðir." Sigurður J. Sigurðsson, forseti Bæjarstjórnar Akureyrar, hélt ræðu um atvinnumál á fundinum. Hann rakti atvinnuástand undan- farinna ára og sagði m.a. að sann- færing sín væri sú að atvinnu- ástandið á Akureyri væri síst verra en víða um landið. Stað- reyndin væri sú að um 2% af vinnufærum mannafla t' landinu væri atvinnulaus, og þótt alvar- legar blikur væru á lofti vegna atvinnuástandsins á Akureyri væri ekki hægt að kenna bæjar- stjórnarmeirihlutanum um það á neinn hátt, eins og bæjarfulltrúar væru sammála um. Sigurður Jóhannesson sagðist vera sammála þessum skoðunum forseta bæjarstjórnar. Hann minnti um leið á að sjálfstæðis- menn væru sjálfum sér tæpast samkvæmir, miðað við þann málflutning sem viðhafður var í kosningabaráttunni fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar af þáver- andi minnihluta bæjarstjórnar, sem nú myndar meirihluta. „Það er ánægjulegt til þess að vita að menn vilji ekki beita sér ekki fyr- ir pólitískum rógsherferðum eins og þeim sem tíðkuðust í bænum fyrir fjórum árum,“ sagði Sigurð- ur. EHB Akureyri, er nú aö undirbúa að stöðva framkvæmdir þar sem sala á húsinu hefur gengið illa. Búið er að steypa upp gólfplötu 1. hæðar. A þessari stundu er óvíst um framhaldið en aðilar úr Reykjavík hafa sýnt því áhuga að kaupa allt húsið. Oformlegar viðræður um slíka sölu hafa farið fram. „Stöðvuninni á framkvæmdum veldur hve illa gengur að selja og að margir þeirra sem búnir voru að sýna því áhuga að kaupa hluta í húsinu hafa kippt að sér höndum. Það er því ekkert vit í öðru en stöðva framkvæmdirn- ar,“ segir Pálmi Jónsson, fram- kvæmdastjóri byggingafélagsins. Pálmi segir að selja þurfi 70% af tveimur fyrstu hæðum hússins til að hægt verði að halda fram- kvæmdum áfram. Nokkuð vanti á að svo mikið sé selt þannig að bið verður á að- framkvæmdir hefjist á ný. „Þeir sem þarna höfðu áhuga á að kaupa koma aðallega úr versl- unargeiranum og ég býst við að almennur samdráttur valdi því að þeir draga sig til baka. Um fram- haldið veit enginn á þessari stundu,“ segir Pálmi. JÓH Atvinnumál á Akureyri: Borgarafundur síðar í mánuðinum Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar ákvað í gærmorgun að boðað verði til borgarafundar um atvinnumál í Sjallanum á Akureyri miðvikudaginn 22. nóvember n.k. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í næstu viku en sökum fjarveru bæjarstjóra var fundin- um seinkað um viku. Til þessa lundar verður boðið bæjarfull- trúum á Akureyri, öllum þing- mönnum Norðurlandskjördæmis eystra svo og öllum áhugamönn- um um atvinnumál á Akureyri. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.