Dagur - 11.11.1989, Qupperneq 5
Laugardagur 11. nóvember 1989 - DAGUR - 5
-i
fréffir
F
Fjarvinnustofur næsti möguleiki í atvinnuuppbyggingu
á landsbyggðinni?:
Fábreytnin í atvinnumálum
bitnar fyrst og fremst á konum
Þingmenn Kvennalistans hafa
lagt fram á Alþingi þingsálykt-
unartillögu um notkun nútíma
tölvu- og fjarskiptatækni til að
flytja verkefni á vegum ríkis-
stofnana og annarra aöila frá
höfuðborgarsvæðinu til ann-
arra landshluta. Alþingi feli
rikisstjórninni að kanna sér-
staklega möguleika á að nýta
þessa tækni til að koma á lagg-
irnar fjarvinnustofum í því
skyni að fjölga störfum og
auka fjölbreytni í atvinnulífinu
á landsbyggðinni.
Þingmenn Kvennalistans
benda á að aukin verkaskipting
og hin mikla hlutdeild höfuð-
borgarinnar í þjónustugreinum
valdi því að fábreytni í atvinnulífi
á mörgum stöðum á landinu
verði tilfinnanleg. Sú fábreytni sé
ein ástæða fólksflutninga á Faxa-
Ólafur Eggertsson heldur á borvélinni sem Sindra stál hf. gaf VMA.
Verkmenntaskólaniim gefiiar gjafír á
sýningu Lagnafélags íslands
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri bárust góðar gjafir á
tæknisýningu Lagnafélags
Islands, en sýningin fór fram í
tengslum við fræðslufund
félagsins í húsakynnum VMA
á Eyrarlandsholti laugardaginn
4. nóvember.
Lagnafélag íslands er ungt að
árum, stofnað árið 1986. í félag-
inu eru pípulagningamenn,
blikksmiðir, tæknifræðingar,
verkfræðingar, söluaðilar og aðr-
ir sem tengjast vinnu, hönnun
eða verslun með vörur og hluti til
lagna. í félaginu eru 400 meðlim-
ir, auk 120 styrktaraðila.
Verkmenntaskólanum bárust
ýmsar góðar gjafir að sýningunni
lokinni. Sindra Stál hf. gaf
skólanum afar fullkomna tölvu-
stýrða borvél, og afhenti Ólafur
Eggertsson hana. Blikksmiðjan -
Tæknideild O. Johnson &
Kaaber hf. og Blikkrás hf. á
Akureyri gáfu uppsett sýnishorn
af þakrennum, niðurföllum og
samsetningarhlutum, og afhenti
Friðþjófur Johnsen þá gjöf. Héð-
inn hf. í Reykjavík gaf sundur-
skorna ofnloka af ýmsum gerðum
'frá Danfoss, til notkunar sem
kennslutæki, og afhenti Gísli
Jóhannsson gjöfina. Rafn Jens-
son, vélaverkfræðingur, gaf
skólanum þrjú myndbönd sem
fjölluðu um umhverfismengun og
lofthreinsun. Vatnsvirkinn hf.
gaf skólanum ýmsar gerðir af lok-
um á vatnsleiðslur og annan
lagnabúnað, Gísli Erlendsson
afhenti þá gjöf f.h. fyrirtækisins.
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari VMA, þakkað gefend-
unum fyrir þessar gjafir, sem
munu koma að góðum notum við
kennslu í stofnuninni. EHB
Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur:
Ása Gísladóttir formaður
- mikið og skemmtilegt starf framundan
Aðalfundur Leikfélags Húsa-
víkur var haldinn 8. nóv. sl. A
fundinum var rætt um ýmis
málefni leikfélagins, þar á
meðal æfingar á verkinu Land
míns föður eftir Kjartan Ragn-
arsson. Uppsetning þessa
verks er heilmikið fyrirtæki og
hefur Sigurður Hallmarsson,
leikstjóri, þegar hafið undir-
búningsvinnu. Æfíngar munu
hefjast á næstu vikum en frum-
sýnig verður að öllum líkind-
um I febrúar.
Ása Gísladóttir var kjörin for-
maður félagsins en María Axfjörð
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Aðrir í stjórn voru endurkjörnir
en það eru; Stefán Örn Ingvars-
son, Steinunn Áskelsdóttir, Ein-
ar H. Einarsson og Jóhannes
Geir Einarsson.
Leikfélagið á við heilmikið
vandamál að stríða hvað varðar
geymslur fyrir búninga og leik-
myndir. Sagði María að forsvars-
menn stofnana í bænum hefðu
sýnt leikfélaginu ótrúlega mikla
þolinmæði og lipurð við geymslu
á þessum munum, en búningar
hafa verið geymdir í Barnaskólan-
um og leiktjöld í Hvammi. Heil-
mikið mál yrði fyrir leikfélagið að
koma sér upp geymslu fyrir leik-
munina og mundi þá fleira verið
látið lianga á spýtunni um leið,
þar sem alla aðstöðu vantar til
smíði leiktjalda og betri aðstöðu
til sauma á búningum. Engar
ákvarðanir um byggingafram-
kvæmdir voru teknar á fundinum
en mjög brýnt er fyrir félagið að
leysa þennan vanda á viðunandi
hátt.
Á fundinum var rætt um íyrir-
hugað starf leikfélagsins með
börnum, og það er ýmislegt á
döfinni hjá leikfélagsmönnum.
Leikfélagið hefur tekið að sér að
annast 50 mín. útvarpsþátt sem
útvarpað verður á rás 1 á nýjárs-
nótt. IM
Erlendar skyttur að fá áhuga á Islandi:
Danskir og þýskir vilja í
ijúpnaveiði í Skagafirði
„Nei, við höfum ekki fengið
útlendinga til okkar í haust en
vitum að það eru Danir og
Þjóðverjar að velta fyrir sér að
koma til rjúpnaveiða,“ segir
Helga Þórðardóttir, húsfreyja
á Mælifellsá í Skagafirði en þar
eru nú seld leyfi til rjúpna-
veiða.
„Hér voru Ameríkanar í fyrra
og árið þar á undan en þeir koma
ekki hingað til að skjóta niður
rjúpur í stórum stíl eins og
íslendingar. Þeir skjóta hana allt-
af á flugi og þeirra keppikefli er
ekki að ná 10 eða 20 heldur gera
þeir sig ánægða með 2 eða 3. Fyr-
ir þeim er þetta ekta sport,“ segir •
Helga.
Hún segir að skilningur á
gjaldtöku fyrir rjúpnaskytterí fari
vaxandi meðal veiðimanna. Að
sama skapi fari það vaxandi að
landeigendur taki gjald af veiði-
mönnum.
Áhugi útlendra skotveiði-
manna á íslandi virðist fara vax-
andi. Skipulegar veiðiferðir
útlendinga eru að verða algeng-
ar, bæði í gæsaveiði á haustin og
síðan rjúpnaveiði er líða tekur á
vetur. Vitað er um nokkra hópa
sem komu til Norðurlands í haust
og þegar hefur verið spurst fyrir
hjá norðlenskum ferðaskrifstof-
um fyrir næsta haust. JÓH
flóasvæðið á undanförnum árum.
Bent er á í greinargerð með til-
lögunni að sú þróun haldi áfram á
næstunni að ný störf verði fyrst
og fremst til í þjónustugreinun-
um. Frekari þensla í þjónustunni
á höfuðborgarsvæðinu sé hins
vegar ekki æskileg.
„Skortur á fjölbreytilegum
störfum bitnar fyrst og fremst á
konum á landsbyggðinni. Þær
eiga oft ekki annara kosta völ en
flytja til þéttbýlisstaða í leit að
atvinnu. Stóraukin atvinnuþátt-
taka kvenna og breytt staða
þeirra í fjölskyldunni skiptir
miklu í þróun byggðamála og
tímabært að taka mið af þeirri
staðreynd,“ segja þingmenn
Kvennalistans. JÓH
jO.
SJÓNVARPIÐ
SÖNGVAKEPPNI
SJÓNVARPSSTÖÐVA
EVRÓPU 1990
Ríkisútvarpið-Sjónvarp, auglýsir hér með eftir
sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva í Evrópu 1990, sem fram fer í Júgóslavíu
5. maí. Undankeppnin fer fram í Reykjavík í
janúar og febrúar.
Skilafrestur er til
15. desember 1989
Þátttökuskilyrði:
Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum eða hljóð-
snældu. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má
ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Lagið skal ekki hafa
komið út á nótum, hljómplötum, snældum eða myndbönd-
um, og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi.
Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni
höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer
skulu fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn, hvert
fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni.
Sjónvarpið leggur til útsetjara, hljómsveit og hljómsveitar-
stjóra.
Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í
útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur.
Kynning laganna:
Dómnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku. Þegar
þau hafa verið valin verða umslögin með dulnefnum höf-
unda opnuð, og nöfn þeirra tilkynnt.
Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir í samráði við
höfunda og kynnt í tveim sjónvarpsþáttum í lok janúar. Sex
lög verða kynnt í hvorum þætti. Áhorfendur í sjónvarpssal
velja þrjú lög úr hvorum þætti til áframhaldandi keppni.
Úrslit:
Þau sex lög sem þannig hafa verið valin verða síðan flutt í
beinni útsendingu úr sjónvarpssal, þar sem sigurlagið 1990
verður valið.
Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið og ferð
fyrir höfund lags og texta til Júgóslavíu á úrslitakeppnina 5.
maí 1990. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin
milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um.
Sigurlagið verður fulltrúi íslenska Sjónvarpsins í
„Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990".
Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir ritari dag-
skrárstjóra Innlendrar Dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími
693731, Laugavegi 176, Reykjavík.
Utanáskrift:
Ríkisútvarpið-sjónvarp, „Söngvakeppni"
Laugavegi 176, 105 Reykjavík.