Dagur - 11.11.1989, Page 11
10 - DAGUR - Laugardagur 11. nóvember 1989
Laugardagur 11. nóvember 1989 - DAGUR - 11
„Samkeppni er góð
þegar þú vinnur hana
u
Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss hf. í helgarviðtali
Úr prjónadeild.
meö að Sovétmenn muni enda-
laust kaupa ullarvörur frá ís-
landi, eingöngu vegna þess að
þær eru íslenskar?
„Samkeppni er góð þegar þú
vinnur hana, en þegar þú tapar er
hún ekki góð. Rússar eru sjálf-
sagt glerharðir kaupsýslumenn
eins og aðrir, og þeir eru ekki að
versla við okkur af neinni misk-
unnsemi. Þeir fá góða vöru á
sanngjörnu verði, þeir versla við
áreiðanlegt fyrirtæki þar sem
Álafoss er. Mörg fyrirtæki í þess-
um iðnaði fara á hausinn ár hvert
í heiminum og ntikið er um
vinnu- og gæðasvik. Álafoss er
rómaður fyrir mikil gæði og því
sjá Sovétmenn sér hag í að eiga
viðskipti við okkur.“
- En Sovétmenn borga ekki
hátt verð fyrir vöruna?
„Þeir gera það ekki en í stað-
inn kaupa þeir mikið magn, og
hafa oft lagt inn pantanir á tím-
um sem eru heppilegir fyrir
okkur, eins og ég sagði áðan.
Sovétmenn eru ennþá miklir
og góðir viðskiptavinir, ég ntinni
í því sambandi á fyrirtækin Sojuz
og Razno.
Rétt er að benda á að ýmsir
hafa af því áhyggjur hversu mikil
viðskipti okkar eru við Sovétrík-
in. Það þýðir ekki að við eigum
að minnka þau viðskipti, við eig-
urn þvert á móti að reyna að auka
þau. En við eigum líka að auka
viðskiptin við önnur lönd til að
ná jafnvægi."
- Stór hluti þessara viðskipta
er í formi vöruskipta. Gera þau
málin ekki flókin oft á tíðum?
„Satt er það, vöruskiptin eru
flókin og þar er margt að varast."
„Heinianmundurinn
var ekki öflugur“
- Nú velta rnargir því sjálfsagt
fyrir sér hvaða breytingar þú
áformir í þessu starfi.
„Já. við munum sjálfsagt gera
ýmsar breytingar, eins og gengur
og gerist. Rétt er að benda á að
ekki eru nema eitt og hálft ár frá
því fyrirtækin sameinuðust. Þau
Yfirlitsmynd yfir „verksmiðjurnar“. Talsvert af
fasteignum hefur verið selt eða er á söluskrá, m.a.
Austurhús Gefjunar. Ekki var þörf fyrir allt gamla
húsnæðið lengur.
sameinuðust ekki af kærleika eða
af þeirri hugsun að menn vildu
sameinast heldur gerðist þetta af
neyð. Fyrirtækjunum var þrýst til
að sameinast.
Heimanmundurinn var ekki
öflugur. Fyrirtækið fór af stað
með alltof miklar fjárfestingar
sem tekjurnar stóðu ekki undir.
Þetta hefur að hluta verið leiðrétt
með fjárhagslegri endurskipu-
lagningu Álafoss, en við santein-
ingu tveggja fyrirtækja breytist
margt, og aðlögun að breyttum
aðstæðum kemur til með að
halda áfram.
En þetta er ekki allt, því
aðstæðurnar knýja okkur til enn
meiri breytinga.
Skammtímabreytingar eru
aðhald í rekstri; mikill samdrátt-
ur í föstum kostnaði þar sem við
höfum nú sagt upp starfsfólki, 38
manns, bæði sunnan og norðan
heiða, að uppistöðu til í stjórnun-
ar og skrifstofustörfum. Viö þurf-
unt að ná eölilegu rekstrarjafn-
vægi í fyrirtækinu, og í framhaldi
af því munum viö skipuleggja
markaðssókn til langs tíma."
- Nú er Álafoss með rekstur á
mörgum stöðum; ullarþvotta-
stöðin er í Hveragerði, spuna-
deildin í Mosfellsbæ og fatadeild-
in- og vefdeild á Akureyri ásamt
aðalstöðvunum. Er ekki mjög
erfitt að hafa reksturinn svo
dreifðan?
„Eðlilega væri lang þægilegast
að hafa allt undir einu þaki, slíkt
myndi spara vinnu og tíma. En
hvert fyrirtæki þarf á mörgum
þáttum að halda og einn sá mikil-
vægasti er gott vinnuafl. Því höf-
um við á að skipa á öllum stöðun-
um, það er hluti af styrk okkar og
hann þurfum við að nýta. Styrk-
urinn er meiri cn veikleikinn við
að vera með rekstur á þremur
stöðum."
„Breytingar verða gerðar af
styrkleika, ekki veikleika“
- Það er þá ekki stefnan í dag að
færa allan reksturinn á einn eða
tvo staði?
„Við þurfum að skipuleggja
okkar rekstur í framhaldi af sam-
einingunni, eins ogég minntist á
áðan. Þá er mikilvægast að átta
sig á því hvar eigi að byrja og
hvar aö halda áfrant. Allar breyt-
ingar sem við munum gera verða
gerðar af styrkleika, ekki veik-
leika. Þar af leiðandi væri mjög
rangt að byrja á að flytja skrif-
stofur eða verksmiðjur fram og
til baka, aðalatriðið er að við-
skiptasamböndum verði komið á
hreint og salan efld og aukin.
Þetta er aðalmarkmið okkar, og
það sem við þurfum að gera.
Hvort menn ætla að sitja við
þetta skrifborð eða hitt eða nota
eitt húsið eða annað er ekki aðal-
atriðið í dag.
- Samdrátturinn í ullariðnaði
hefur vcrið mikil undanfarin ár
og menn minnast þess þegar
blómaskeiðið var í þessum iðnaði
á Akureyri. Koma þessir tímar
aldrei aftur?
„Þegar menn ræða um blóma-
skeið verksmiðjanna hér á Akur-
eyri verða þeir að gera sér grein
fyrir að urn margt annað var að
ræða en ullariðnað eigöngu. Hér
var Hekla, Gefjun, gallabuxna-
framleiðsla, skógerð sem ennþá
starfar o.s.frv. Ullariðnaðurinn
er ekki það eina sem hefur dreg-
ist saman, liann stendur enn.
Ólíklegt er að svokallað ullar-
ævintýri komi til með að endur-
taka sig, en markmið okkar er að
fullnýta vélar, tæki og fólk. Auð-
vitað vonumst við til að hér verði
í framtíðinni meira og blómlegra
starf en hingað til."
- Hvernig horfir þú til næstu
eins eða tveggja ára í þessum
rekstri?
„Næstu tvö ár eru langt í
burtu, finnst mér. Ég horfi með
áhuga og ákveðinni spennu fram
í tímann, en þetta er mikil vinna.
Mikil vinna hefur aldrei gcrt
nokkrunt manni mein, og það
verður mikil vinna hjá okkur í
Álafossi, mikil barátta. Ég vil
líkja þessu við kappleik, honum
i'ylgir bæði kvíði, spenna en um
leið baráttuvilji." EHB
ekki sagt um fatadeildina."
- Mikið hefur verið rætt um
offjárfestingu í þjóðfélaginu.
Hefur verið offjárfest í ullariðn-
aði?
„Já, það er augljóst. Fyrir
u.þ.b. átta árum fóru rnenn að
fjárfesta verulega, sérstaklega í
bandframleiðslu. Þá var fjárfest í
mjög einhæfum vélum um fjög-
urra ára skeið. Þetta voru vélar
sem geta aðeins framleitt eina
tegund bands. Bandið er einnig
fremur gróft og hentar eingöngu í
ákveðinn fatnað.
Innkaupamynstur hefur breyst
mikið frá því þetta gerðist, fata-
framleiðendur í dag vilja bjóða
upp á heilsársfatnað úr mörgum
bandtegundum, hvort sem band-
ið er nú spunnið úr bómull, hör
eða ull. En á meðan þetta gerist
sitjum við uppi með einhæfan
vélabúnað, sem hentar eingöngu
í þröngt afmarkaða vörutegund.
Þegar samkeppnin eykst og
möguleikar fyrirtækisins til að
breyta um vörutegundir eru litlir
eða engir, auk þess sem salan
minnkar, getum við vissulega tal-
að um offjárfestingu. Þegar
ákvörðunin um fjárfestingar í
þessum vélum var tekin hefur
hún eflaust verið rétt í huga
þeirra sem tóku hana. Þeir hafa
álitið að um mikla sölumöguleika
væri að ræða.
Viðkomandi stjórnendur hafa
sjálfsagt gert ráð fyrir að þetta
gullaldarskeið myndi halda
áfram. Það er því ekki rétt að
sakast við þá."
Var það besta nógu gott?
- Er erfitt að aðlaga fyrirtæki
eins og Álafoss að kröfum ólíkra
markaða, eins og t.d. Sovétmark-
aðarins annars vegar og Banda-
ríkja- og Evrópumarkaðarins
hins vegar?
„Það held ég ekki, það er not-
að sama hráefnið fyrir þessa
markaöi og santi vélakostur og
vinnsluaðferðir. Meira er lagt í
Evrópuntarkaðinn og meiri tími
fer í að vinna hverja flík.
Hönnunin er fyrst og fremst mis-
munandi þegar horft er til þess-
ara markaða,
Það er mjög hættulegt fyrir
hvaða fyrirtæki sem er að hafa
einn stóran kúnna sem getur
meira og minna ráðið örlögum
fyrirtækisins. En ef við hefðum
ekki Sovétmarkaðinn þá væri illa
fyrir okkur komið. Sovétmenn
eru mjög tryggir og góðir kaup-
endur, þeir hafa keypt mikið
magn og oft lagt inn pantanir á
tímum þegar lítið er að gera í
framleiðslu fyrir Evrópu- og
Ameríkumarkaðinn. Þeir hafa
því verið okkur ómetanleg stoð."
- Fyrir allmörgum árum
heyrðist sú gagnrýni bæði á Ála-
foss og Iðnaðardeild SÍS að svo
mikil áhersla væri lögð á að fram-
leiða fyrir Sovétmarkað að það
stæði vöruþróun og markaðssetn-
ingu á Evrópu- og Bandaríkja-
markaði fyrir þrifum. Var þetta
réttmæt gagnrýni?
„Ég skal ekki meta það. Ég
held að fyrirtækin liafi gert það
besta sem þau gátu, en hvort það
besta var nóg er aftur á móti
spurning.
Það er alltaf einfalt að gagn-
rýna án þess að þurfa að fylgja
því eftir sem sagt er.“
„Sovétmenn eru ekki
að versla við okkur
af neinni miskunnsemi“
- Nú hefur orðið stefnubreyting
í viðskiptum við Sovétmenn með
ullarvörur, þar sem cinstök lýð-
veldi eru orðin sjálfstæðari í við-
skiptum sínum viö erlend ríki.
Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir
Álafoss?
„Opnun þessara lýövelda er
mikið tækifæri fyrir Álafoss, en á
sama tíma er það jafnframt ógn-
un við Álafoss.
Mesta ógnin sem okkur stafar
er af samkeppni frá löndum sern
hafa miklu lægri framleiðslu-
kostnað og geta því boðið vöruna
á lægra verði."
- Við getum þá ekki reiknað
Ólafur Ólafsson tók við forstjórastarfi
Álafoss hf. fyrir tveimur mánuðum.
Hann tekur við fyrirtækinu á tímamót-
um, rúmu einu og hálfu ári eftir samruna
Iðnaðardeildar Sambandsins og Álafoss í
eitt fyrirtæki. Miklir erfiðleikar hafa
steðjað að ullariðnaði eins og mörgum
öðrum útflutningsgreinum, erfiðleikar
sem enn er ekki séð fram úr. í þessu við-
tali segir Ólafur frá ævi og störfum, og
ræðir stöðu ullariðnaðarins og Álafoss hf.
Ólafur er sonur hjónanna
Ólafs Sverrissonar og Önnu Inga-
dóttur, einn fimm systkina. Kona
Ólafs heitir Ingibjörg Kristjáns-
dóttir og eiga þau eina dóttur,
Önnu Rakel, 4 ára.
„Ég fæddist í Kópavogi en ólst
upp á Blönduósi til ellefu ára
aldurs. Þaðan flutti fjölskyldan til
Borgarness, árið 1974. Nám stund-
aði ég í Samvinnuskólanum og
lauk framhaldsdeild hans. Þá lá
leiðin í viðskiptafræði í Háskóla
íslands, þaðan lauk ég prófi árið
1984 og hef verið að mestu er-
lendis eftir það.
Ég rak um tíma eigið fyrirtæki.
Icewear, en það er útflutningsfyr-
irtæki sem ég stofnaði árið 1978.
Meginviðfangsefnið var útflutn-
ingur á íslenskum fatnaði. Vorið
1984 seldi ég tvo þriðju hluta í
Icewear og fór ásamt öðrum út í
stofnun Árbliks hf.
Störf í Bandaríkjunum
Árið 1985, eftir að hafa verið
hálft ár í Frakklandi, var ég beð-
inn um að taka við starfi fram-
kvæmdastjóra Santband Industri-
es, sem var dótturfyrirtæki Sam-
bandsins og seldi vörur fyrir Iðn-
aðardeild Sambandsins í Banda-
ríkjunum.
Þar vann ég þar til Álafoss hf.
var stofnaður með samruna
gamla Álafoss og Ullariðnaðar-
deildar SÍS. Þá tók ég við starfi
framkvæmdastjóra sölufyrirtækis
þess í Bandaríkjunum og hef ver-
ið það síðan, allt þar til nú að ég
tek við starfi forstjóra Álafoss.
- í hverju var starf þitt fólgið?
„Það var að sjá um að vörum
væri dreift og þær seldar, bæði
vörum framleiddum af Álafossi
og eins vörum sem framleiddar
voru og hannaðar vestra, en vör-
ur í síðarnefnda flokknum voru
þó í miklum minnihluta.
í framhaldi af þeim aðgerðum
sem urðu í kjölfar sameiningar
fyrirtækjanna var starfsfólki\
fækkað úr sextán manns niður í
átta. Iðnaðardeildin hafði verið
með höfuðstöðvar í Ohio, en við
stofnun hins nýja Álafoss var allt
flutt til New York. Auk þeirra
átta starfsmanna sem ég nefndi
vorum við með 30 sölumenn á
okkar snærum, en þeir seldu fyrir
umboðslaun.
Ég var eini íslendingurinn sem
vann þarna, en það var síður en
svo neitt erfiðara að vinna með
Ameríkönum en íslendingum."
- Þú þekkir því vel til
aðstæðna á erlendum mörkuðum
af eigin raun.
Ólafur Ólafsson, forstjóri.
„Ég var búinn að vera bæði
í Bretlandi og Frakklandi, og
vann áður við markaðsmál ullar-
vara á Norðurlöndunum og Bret-
landi, og var hálft ár við uppsetn-
ingu fyrirtækis í Bandaríkjunum.
Þá ætlaði ég reyndar að hætta á
þessu sviði og fór til Frakklands
og ætlaði að læra frönsku ásamt
konu minni, en vann jafnframt
fyrir Árblik við markaðs og sölu-
störf, til vorsins 1986. Þá fór ég til
Bandaríkjanna.
Ég er því búinn að starfa alls
firnrn ár erlendis, þar af þrjú og
hálft ár í Bandaríkjunum."
Miklar breytingar voru gerðar á vcrksmiðjunni á Akureyri í kjölfar stofnunar Álafoss hf. Bandvinnsla var lögð niður á Akureyri, kembivélar, spunavélar
og önnur tæki ýmist seld eða flutt til verksmiðjunnar í Mosfellsbæ. Á innfelldu myndinni sést Inga Jóhannsdóttir vinna við spuna, myndin er tekin í mars
1980.
Offjárfesting í ullariðnaði
og einhæfar vélar
til bandframleiðslu
- Mikið hefur verið rætt og ritað
um erfiðleika ullariðnaðar und-
anfarin ár?
„Já, þetta hefur verið erfiður
tími og verður það sjálfsagt
eitthvað áfram. Erfiðleikarnir
stafa af ýmsum ástæðum, ekki
bara í fyrirtækjunum sjálfum
heldur ekki síður aðstæðum í
ytra umhverfi þeirra. Gríðarleg
samkeppni ríkir á mörkuðum
með ullarvörur, og íslensk fyrir-
tæki hafa haft fremur veika stöðu
og lítil tækifæri til að bregðast við
breyttum aðstæðum."
- Hverjar hafa þessar breyttu
aðstæður fyrst og fremst verið?
„Framleiðslan hefur breyst,
við erum með mjög einhæfar
verksmiðjur, hvort sem við lítum
til bandframleiðslunnar eða
prjónaverksmiðjunnar. Við ‘get-
um framleitt mikið magn af ein-
hæfri vöru, en þegar eftirspurn
breytist og minnkar eftir vörum
okkar þá standa verksmiðjur
okkar sem hálfgerð náttröll í
morgunskímunni."
- Hefur stefnan þá verið að
fjöldaframleiða einhæfa vöru?
„Ég veit ekki hvort hægt er að
kalla þetta stefnu, þetta er í
sjálfu sér ekki nein fjöldafram-
leiðsla hér hjá okkur. Verksmiðj-
ur Álafoss eru kannski stórar á
íslenskan mælikvarða, en á
heimsmælikvarða eru þær síður
en svo stórar. Spunadeildin er að
vísu stór, en það sama verður