Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 18. nóvember 1989 222. tölublað Stéttarfélög á Eyjaíjarðarsvæðinu: Greiðsla atvinniileysisbóta margfaldast miUi ára aukning hjá málmiðnaðarmönnum - sextánföld Samkvæmt upplýsingum frá stærstu verkalýðsfélögunum á Akureyri hefur greiðsla at- vinnuleysisbóta til Akureyr- inga margfaldast milli ára ef miðað er við fyrstu tíu mánuði áranna 1988 og 1989. Alls hafa um 61,2 milljónir króna verið greiddar út frá janúar til nóvember í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 27,6 milljónir króna verið greiddar til atvinnulausra. Til viðbótar þessu kemur greiðsla atvinnuleysisbóta til fólks í ýmsum öðrum stéttarfé- lögum sem sum hver eru aðeins með aðsetur í Reykjavík. Þau verkalýðsfélög sem leitað var til um upplýsingar nú voru Félag verslunar- og skrifstofufólks sem greiddi um 3,5 milljón króna í fyrra á móti 9,8 milljónum í ár, Iðja félag verskmiðjufólks greiddi 9,6 milljónir fyrstu tíu mánuði þessa árs en 6,9 milljónir króna fyrir sömu mánuði á síð- asta ári. Á vegum Verkalýðsfé- Rannsóknarlögreglan á Akureyri: Þqár unglings- stulkur uppvísar að innbrotum Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst innbrota- faldur í bænum. Um er að ræða þrjár unglingsstúlkur, sem brutust inn á nokkrum stöðum með skömmu millibili. Danfel Snorrason, lögreglu- fulltrúi, segir að ein stúlkan hafi verið 14 ára en hinar tvær 15 ára gamlar. Stúlkurnar brutust inn í verslunina Perfect og stálu fatn- aði fyrir 180 þúsund krónur, Smurstöð Olís og Skeljungs og stálu myndbandsupptökuvél fyrir á annað hundrað þúsund og 25 þúsund krónum í reiðufé og sælgæti, Matvörumarkaðinn við Mýrarveg þar sem þær tóku 25 þúsund kr. í peningum og vörur fyrir 40 til 50 þúsund krónur. Innbrotin voru framin aðfara- nótt 3. og 11. nóvember. Þær voru allar þrjár að verki nema í innbrotinu í verslunina Perfect, þar brutust tvær þeirra inn. Ein stúlknanna viðurkenndi auk þess að hafa stolið tveimur seðlaveskj- um á árshátíð Útgerðarfélags Akureyringa í Alþýðuhúsinu fyr- ir nokkru. Tveimur seðlaveskjum var stol- ið í Veggtennishúsi Bjargs við Buðusíðu í vikunni, það mál er einnig upplýst. Par var að verki maður um tvítugt sem ekki hefur komið við sögu lögreglunnar áður. EHB lagsins Einingar hafa 40 milljónir króna verið greiddar í atvinnu- Ieysisbætur til félaga það sem af er árinu en í fyrra voru greiddar 17 milljónir fyrir sama tímabil. Ein- ing sér ekki aðeins um greiðslur bóta til sinna félaga heldur einn- ing fólks í félögum sjómanna, skipstjóra, vélstjóra, verkstjóra og málmiðnaðarmanna. Athygl- isvert er hversu bótagreiðslur hafa aukist mikið til málmiðnað- armanna, en þær fóru úr 122 þús- undum í fyrra í rúmlega 2 millj- ónir í ár sem er um sextánföld aukning. Hjá Trésmiðafélagi Akureyrar fengust þær upplýsingar að fyrstu tíu mánuði síðasta árs hafi verið greiddar um 230 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur. Frá síðustu áramótum til 1. nóvember í ár hefur félagið greitt sem nemur 1,9 milljónum króna. Starfsfólki ofangreindra verka- lýðsfélaga bar saman um að mjög mikið hafi verið að gera við afgreiðslu atvinnuleysisbóta það sem af er ári. Ekki sýndist þeim að lát yrði á á næstunni miðað við ástandið eins og það er í dag. Hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar fengust þær upplýsingar að um síðustu mán- aðamót hafi 190 manns verið skráðir atvinnulausir. Um sömu mánaðamót í fyrra voru 77 ein- staklingar atvinnulausir. VG Norpað í náttúru. Mynd: kl Akureyri: Vinnuslys í sútunar- verksmiðjunni Vinnuslys varð í sútunarverk- smiðju Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri í gær- morgun laust fyrir kl. 8.00. Ung stúlka slasaðist á hendi er hún var við vinnu í þurrsal verksmiðjunnar. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan var að vinna við svonefnda strauvél, en í henni er 200 gráðu heitur vals sem snýst á miklum hraða. Stúlkan fór með hægri höndina í valsinn. Engin vitni urðu að slysinu. Ekki tókst að afla nákvæmra upplýsinga um meiðslin í gær, en talið var að fyrst og fremst væri um bruna- sár að ræða. EHB Alvarlegt umferðar- slys á Sauðárkróki: Átta ára drengurvarð fyrir skólabíl Alvarlegt umferðarslys varð á Sauðárkróki seinni partinn á fimmtudaginn. Átta ára drengur hljóp í veg fyrir skólarútuna, sem var á leið framhjá Rarnaskólanum, og varð undir henni. Að sögn lögreglu var rútan á litlum hraða er slysið varð. Drengurinn mun hafa lent á hægra horni hennar og runnið undir hana. Fjöldi barna var í rútunni og köstuðust þau til er bílstjórinn hemlaði, en sem bet- ur fer meiddist enginn. Dreng- urinn hlaut mikla höfuðáverka og innvortis meiðsli og var flutt- ur til Reykjavíkur með flugvél. Lögreglan biður þá sem vitni urðu að slysinu að hafa sam- band án tafar. kj Norðurland: Kuldalegt helgarveður Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Isiands er gert ráð fyrir breytilegu veðri á Norðurlandi um helgina. Norðan og norðaustanátt verður ríkjandi fram á aðfara- nótt sunnudags um allt Norður- land, með éljagangi víða, eink- um þó á annesjum. Á sunnudag mun vind lægja inn til landsins, en vestan- strekkingi er spáð á miðunum fyrir Norðurlandi og á annesj- um. Frost verður um allt land og skýjað. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.