Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1989 Æskulýðsráð Akureyrar: Kynningarvika í félagsmiðstöðvunum - foreldrar hvattir til að kynna sér félagslíf unglinganna Félagsmiðstöðvar? Jú, eru það ekki borur þar sem kolruglaðir unglingar hittast, drekka sig fulla og slást? Musteri spilling- ar og upplausnar. Sódóma og Gómorra. Prump. Vissulega eru slíkir fordómar til en allir fordómar byggjast á þekking- arleysi. Við getum ekki mynd- að okkur skoðanir um félags- miðstöðvar án þess að hafa kynnt okkur starfsemi þeirra og nú er lag! í næstu viku ætlar Æskulýðs- ráð Akureyrar að gefa foreldrum og almenningi kost á að fá svar við spurningunni: Hvað eru ungl- ingarnir okkar að gera í félags- miðstöðvunum? Opið hús verður í félagsmiðstöðvum bæjarins á opnunartíma þeirra. Fulltrúar Æskulýðsráðs og starfsfólk veita upplýsingar um starfsemina. Frjár félagsmiðstöðvar eru á Akureyri, í Lundarskóla, Glerár- skóla og Dynheimum. Opnunar- tími er sem hér segir: Lundar- skóli: Þriðjudaga frá kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 20-22.30. Glerár- skóli: Mánudaga kl. 20-22. Dyn- heimar: Alla virka daga kl. 15- 18, miðvikudaga kl. 20-23, föstu- daga kl. 20-23 og barnaball á laugardögum kl. 15-17. Foreldrar eru velkomnir í félagsmiðstöðv- arnar á þessari kynningarviku Æskulýðsráðs. Skrifstofa Æskulýðsráðs verð- ur opin á miðvikudaginn kl. 15-17 og er öllum velkomið að kynna sér starfsemi ráðsins. Félagsmála- stjóri og æskulýðsfulltrúi verða á staðnum svo og starfsmenn Æsku- lýðsráðs. AUir velkomnir á kynningarvikuna Sérstakur vinnuhópur hefur unn- ið að þessum kynningardögum. Markmiðið með kynningunni er ekki að setja upp sýningar eða stórar uppákomur heldur að gefa almenningi kost á að fá raunhæfa mynd af starfsemi félagsmið- stöðva. Þar munu unglingar sinna þeim verkefnum sem þeir eru Nú að er lag 10-15% afsláttur á öllum rúmdýnum og svampvörum. Sauma yfir dýnur og púða, úrval áklæða. Sendi í póstkröfu. Svampur og bólstrun Austursíðu 2 • Sími 96-25137. KYNNING § Hugbúnaður og I virðisaukaskatturinn Þriðjudag 21. nóv. 1989 kl. 13 til 19. 'Opið hús: Hótel Norðurland Fundarsalur Almenn kynning á Allt- hugbúnaði. Páll Pétursson frá Þekkingu hf. ræðir um skráningu virðisaukaskatts í stuttum fyrirlestri kl. 14 og 16. Miðvikudag 22. nóv. 1989 kl. 10 til 15. Opið hús fyrir notendur: Fell Tryggvabraut 22 Umræður og kynning á nýjungum í Allt-hugbúnaði. Væntanlegir notendur velkomnir. rni TKYGGVABRAUT 22 600 AKUREYRI SIMI 96-25455. SJAUMST MEÐ ENDURSKINI! ||UMFERÐAR ENDURSKINS- MERKI fást í apotekum og viðar. vanir og eru allir velkomnir í miðstöðvarnar til að fylgjast með og fræðast. Reyndar eru foreldrar ávallt velkomnir í félagsmiðstöðvarnar en margir unglingar vilja (skiljan- lega) ekki sitja undir því að hafa foreldra sína yfir sér daginn út og inn. Þess vegna var ákveðið að efna til kynningarviku fyrir for- eldra þannig að þeir geti í eitt skipti fyrir öll sannfærst um að allt sé með felldu í félagsmið- stöðvunum í Dynheimum, Lund- arskóla og Glerárskóla. Þetta er í fyrsta sinn sem slíku kynningar- átaki er hleypt af stokkunum. Það vekur nokkra athygli að ekki er starfrækt félagsmiðstöð í Síðuskóla. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að upphaflega átti Síðuskóli ekki að vera safn- skóli heldur aðeins fyrir börn frá forskólaaldri upp í 6. bekk. Meiningin var að unglingar í 7.-9. bekk færu í Glerárskóla, en það er sá hópur sem Æskulýðsráð sinnir. Nú er hins vegar ljóst að þessi aldurshópur verður áfram í Síðuskóla og því brýnt að Æsku- lýðsráð og yfirmenn skólans hugi að framtíðinni. Vonast er til að þar verði komið á fót félagsmið- stöð innan tíðar, jafnvel í vetur. Starfsemi félagsmiðstöðvanna Hvað fer fram í félagsmiðstöðv- unum? Fyrst má nefna námskeið af öllum stærðum og gerðum. Saumanámskeið (I-II) er mjög vinsælt, en þar sauma krakkarnir m.a. á sig föt, falleg og ódýr. Skartgripanámskeið er líka eftir- sótt svo og leiklistarnámskeið. Þá hafa félagsmálanámskeið og tölvunámskeið verið yfirfull. Önnur námskeið eru t.d. bifhjóla- námskeið, plötusnúðanámskeið, gömludansanámskeið, myndlistar- námskeið, leikfimi, skáknám- skeið, borðtennisnámskeið, snyrti- námskeið og tískusýninga- námskeið. Unglingarnir sinna líka alls kyns tómstundastarfi í félagsmið- stöðvunum, spila, hlusta á tónlist og spjalla saman. En það eru fleiri en Æskulýðsráð sem vilja hafa ofan af fyrir æsku Akureyrar með heilbrigðum tómstundum. Æskulýðsráð hefur gefið út rit- ið Unga Akureyri sem er upplýs- ingarit um félagsstarf ungs fólks á Akureyri veturinn 1989-1990. Þar er að finna upplýsingar um ein 50 félög á Akureyri sem eru opin fyrir unglinga. Þetta eru íþróttafélög, trúfélög, stjórn- málasamtök, flugklúbbar o.s.frv. Of langt mál yrði að gefa tæm- andi yfirlit yfir allt sem æsku Akureyrar stendur til boða á sviði tómstunda og félagsmála en miðað við framboðið getur varla verið svo bölvað að vera ungling- ur í dag. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. SS Frá fundi vinnuhóps um kynningarviku Æskulýðsráðs. Mynd: KL Við lifum á töluvuöld og eru tölvunámskeið vinsæl meðal unglinga. Mörgum finnst erfitt að halda ræðu, hvað þá frammi fyrir suðandi upptöku- vél. Unnið að veggskreytingu undir áhrifum frá Batman og Robin. Fjölmörg námskeið eru í boði í fé- lagsmiðstöðvunum, m.a. félagsmála- námskeið. Aldraðir í heimahúsum: Stuðningshópur aðstandenda stofnaður í undirbúningi er að stofna stuðningshóp fyrir aðstand- endur aldraðra sem dvelja í heimahúsum. Ákveðið hefur verið að halda kynningarfund nk. mánudag kl. 17.00 í Húsi aldraðra við Víðilund, en kynn- ing fer sömuleiðis fram á kynn- ingar- og fræðsludegi HÁK í dag. Tilgangurinn með stofnun stuðningshópsins er sá að aðstandendur sem annast aldraða geti rætt saman um þau vandamál sem á þeim hvíla, að þeir fái stuðning og umræðu um sín mál og að fundin séu viðunandi úrræði ef mögulegt er. Á fundinum á mánudaginn mun Valgerður Jónsdóttir deild- arstjóri í heimahjúkrun kynna hlutverk stuðningshóps. Halldór Halldórsson yfirlæknir á Krist- nesi ræðir kynni sín af samskonar hópum í Svíþjóð og stöðu öldr- unarþjónustu á Norðurlandi eystra. Þá mun Þorgerður Hauksdóttir ræða frumvarp til laga um umönnunarbætur til þeirra sem annast elli- og örorku- Iífeyrisþega heima. Aðstandendur fundarins hvetja alla þá sem annast aldraða auk þeirra sem áhuga hafa á málefninu að fjölmenna á fundinn. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.