Dagur - 05.12.1989, Side 1

Dagur - 05.12.1989, Side 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. desember 1989 233. tölublað JMI HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 LACOSTE Peysur ★ bolir sloppar Leysingar í Köldukinn: Umflotin húsin sluppu óskenund - skemmdir á túnum, vegi, girðingu og heyi Klakastifla myndaðist í Skjálf- andafljóti, skammt neðan við bæinn Árteig, er fljótið ruddi sig á laugardagsmorgun. Stíflan hlóð sig upp að Skálárósi og þá flæddi fljótið úr farvegi sínum yfir vesturbakkann. Vegasam- bandslaust varð við 10 íbúðar- hús, og tvö þeirra umflotin vatni, er vegur fór í kaf á 3-4 km kafla. Það slapp til með að ekki flæddi inn í íbúðarhúsin og verkstæði við Árteig, en vatn komst í flugskýli austan við bæinn. Ekki urðu skemmd- ir á flugvél sem þar er geymd en ókannað er hvort rafalar í skýlinu hafí skemmst. Tölu- verðar skemmdir urðu á túnum, girðingum og heyi, en vegurinn skemmdist lítið, þó eitthvað hafí runnið úr honum. hafa áhrif þar á. Flugvöllur við Árteig varð ófær í flóðinu og á hann barst mikið af jökum. „Þetta var mjög fljótt að ske og fólk hér vissi ekki hvað mikið yrði úr þessu,“ sagði Arngrímur Jónsson, vélvirki í Árteigi, aðspurður um hvort heimafólk hefði orðið óttaslegið við þessar náttúruhamfarir. Arngrímur sagði að aðeins hefði liðið um klukkutími frá því það fór að flæða og þar til allt var orðið um- flotið. Tveir heimamanna frá Árteigi gistu í Ártúni aðfaranótt sunnudags og fólk frá Björgum fékk gistingu á Syðri-Leikskálaá, þar sem það komst ekki heim vegna vatnavaxtanna fyrr en á sunnudagsmorgun. Messufall varð í Þóroddsstaðarkirkju á sunnudag vegna flóðanna. IM Vegurinn fór í sundur sunnan við Árteig og voru tvö íbúðahús umflotin þar. Til vinstri á myndinni eru bæimir Granastaðir, Fitjar og Ártún. Mynd: IM Flóðið hafði sjatnað mjög í gær og var vegurinn orðinn fólksbíla- fær, en hann var jeppafær á sunnudag eftir að flóðið fór að sjatna aðfaranótt sunnudags. Menn muna ekki eftir slíku flóði í fljótinu síðan 1948, en þá var ekki búið að byggja íbúðarhúsin tvö að Árteigi, sem umflotin voru, og verkstæðishúsið, sem slæmt hefði verið að fá vatn í. Þar smíða feðgarnir í Árteigi túrbín- ur, m.a. til útflutnings. Skemmdir á túnum og girðing- um eiga eftir að koma í ljós, en skemmdir urðu við Árteig bæði af vatnselg og jakahlaupi, reynt var að bægja jökum frá girðing- um með vinnuvélum. Pakkaðar heyrúllur frá Syðri-Leikskálaá voru á túnum niðri við fljóið og urðu einhverjar skemmdir á hey- inu, bæði lentu rúllur með vatns- flaumnum, jakar rifu plastið á rúllum og eitthvað mun hafa blotnað í fleiri rúllum. Ekki er útséð með hvaða afleiðingar það hefur á túnin að fá á sig vatnselg- inn á þessum árstíma, en veður- far á næstu dögum og vikum mun Bæjarstjórn Akureyrar ræðir um tekjuliðina: Fasteignaskattur hækkar um 37% miöað við óbreyttar forsendur Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var rætt um hækkun fast- eigna- og aðstöðugjalda fyrir næsta ár og má búast við að þessi mál verði tekin til umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Fasteignamat íbúða hef- ur hækkað um 18% milli ára og mat atvinnuhúsnæðis um 5% og miðað við óbreyttar álagningarforsendur kemur fasteignaskattur til með að hækka um 37% mOli ára, sem er mun meira en almenn hækkun verðlags. Fasteignaskatturinn skilaði bæjarsjóði rúmum 164 milljónum kr. á árinu 1989 en 37% hækkun þýðir að skatturinn mun skila Norðurland eystra: HáJfdrættingur á við Suðumes í fólksfjölgun Atvinnuleysi er hlutfallslega meira á Norðurlandi en íbúa- hlutfall þess af þjóðarheUd segir tU um. Þetta kemur fram í frétt frá Fjórðungssambandi Norðlendinga vegna könnun- ar, sem sambandið gerði í byrj- un nóvember, á atvinnuástandi í 22 þéttbýlisstöðum á Norðurlandi. Niðurstaða könnunarinnar er sú að miðað við sama tíma í fyrra er atvinnuástand gott í tfu þess- ara sveitarfélaga, sæmilegt í níu en bágborið í þremur. Þegar spurt var um framtíðarhorfur kom í ljós að hjá 13 sveitarfélög- um var útlit fyrir tímabundið eða viðvarandi atvinnuleysi. í frétt Fjórðungssambands Norðlendinga er einnig vakin athygli á alvarlegum horfum í búsetuþróun á þessum áratug. Á árunum 1980-1988 fjölgaði þjóð- inni um 22.503 íbúa. Þar af var fjölgun á höfuðborgarsvæðinu 89,94% allrar þjóðaraukningar á þessum árum. Norðurland eystra er ekki nema hálfdrættingur á við Suðurnesin, hvað fólksfjölgun varðar og íbúum Norðurlands vestra hefur fækkað á þessu tíma- bili. Sjá nánar bls.5 hátt í 225 milljónum í kassann árið 1990, sem er aukning upp á um 60 milljónir. Þá er miðað við sömu álagningarforsendur, ekk- ert álag á fbúðarhúsnæði en 25% álag á atvinnuhúsnæði. Samkvæmt heimildum Dags er ekki ólíklegt að reynt verði að stemma stigu við þessari hækkun fasteignaskatts, t.d. með hrein- um afslætti af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis. Þegar lóðarleigu, holræsagjaldi og vatnsskatti hefur verið bætt við fasteignaskattinn þá námu fasteignagjöld ársins 1989 sam- tals tæplega 306 milljónum króna á Akureyri. Óbreyttar álagning- arforsendur þýða að bæjarsjóður mun fá um 398 milljónir í gegn- um fasteignagjöld árið 1990. Þarna verður að taka tillit til nýrrar reglugerðar um holræsa- gjald. Þetta gjald var 0,08% af fasteignamati en verður nú 0,12%. Verði gjaldið áfram með 50% álagi þýðir þetta að tekjur bæjarins af holræsagjaldi verða 63.7 milljónir á næsta ári í stað 39.8 milljóna í ár. Þetta er í kringum 60% hækkun. Annað mál sem menn velta fyrir sér er útsvarsprósentan. Hún er nú 7,2% á Akureyri en heimilt er að hafa hana allt upp í 7,6%. Á Akureyri þýðir hækkun um hvert 0,1% í kringum 10 milljóna króna tekjuauka fyrir bæjarsjóð. Loks eru það aðstöðugjöldin. Hlutfallið á Akureyri er 1,3% í þjónustu, 1,0% í iðnaði, 0,65% í fiskvinnslu og 0,33% í útgerð. Líklegt er talið að lægsta stigið verði fellt niður og aðstöðugjöld- in verði 0,65% bæði í útgerð og fiskvinnslu sem þýðir tekjuauka upp á 5-7 milljónir. Ekki náðist í Sigurð J. Sigurðs- son, forseta bæjarstjórnar, eftir fund bæjarráðs í gær en búast má við miklum umræðum um þessi gjöld á fundi bæjarstjórnar í dag. SS UKE Hrísey: Öllum skipveijum Snæfells sagt upp - Verður togarinn seldur? Öllum skipverjum frystítogar- ans Snæfells EA 740, alls 30 manns var sagt upp störfum um síðustu mánaðamót. Snæ- fellið er í eigu Kaupfélags Ey- fírðinga og hefur verið gert út frá Hrísey. Kristján Ólafsson sjávarút- vegsfulltrúi KEA á Dalvík stað- festi við Dag í gær að mönnunuin hafi verið sagt upp. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig um ástæður uppsagnanna. Upp- sagnafrestur skipverjanna er mis langur og fer eftir störfum og starfsaldri. Samkvæmt heimildum Dags eru ástæðurnar fyrir uppsögnun- um þær, að selja eigi skipið. Kristján vildi heldur ekki tjá sig um hvort þær sögur ættu við rök að styðjast. VG Kemur Vmardrengja- kórínn til Akureyrar? Góðar líkur eru á því að hinn þekkti Vínardrengjakór syngi á tónleikum í Akureyrarkirkju í byrjun júní á næsta ári. Ákveðið er að kórinn komi á Listahátíð í Reykjavík 1990 og er nú unnið að því að fá hann til Akureyrar. Að sögn Ingólfs Ármannsson- ar, skóla- og menningarfulltrúa Akureyrarbæjar, er búist við að í næstu viku liggi fyrir hvort af þessu getur orðið. Sigurður Bjömsson á sæti í stjóm Listahátíðar og er hann nú í Vín til að ganga frá samningum um komu kórsins á hátíðina. Sigurð- ur er með í farteskinu beiðni Akureyrarbæjar um heimsókn kórsins til Akureyrar. Að sögn Ingólfs mundi bærinn bera fjár- hagslega ábyrgð af hingaðkomu kórsins. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.