Dagur - 05.12.1989, Side 4

Dagur - 05.12.1989, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 5. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Fins milljarðs króna iramleiðsluverðmæti Dagur greindi frá því sl. föstudag að fram- leiðsluverðmæti frystra afurða hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa væru komin yfir einn milljarð króna á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem þeirri tölu er náð hjá Ú.A. í nýkrónum talið, þótt sambærilegar tölur mætti örugglega finna í rekstri Útgerðar- félagsins fyrir myntbreytinguna 1981. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og segja meira en mörg orð um gífurlegt mikilvægi Útgerðarfélags Akureyringa fyr- ir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Því hefur stundum verið haldið fram að Útgerðarfé- lag Akureyringa sé best rekna útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Það að fyrirtækinu skuli takast að halda sínu striki þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem undir- stöðuatvinnugreinarnar hafa mátt búa við undanfarin misseri, styður vissulega þá fullyrðingu. í þessu sambandi er mönnum einnig hollt að hugleiða, hversu mikla þýðingu sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur fyrir þjóðarbúið. í þessum greinum fyrst og fremst fer hin raunverulega verðmæta- sköpun fram, sú verðmætasköpun sem all- ur annar atvinnurekstur í landinu byggir á. Ríflega eins milljarðs króna framleiðslu- verðmæti frystra afurða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á þessu ári hafa þannig mikil og góð áhrif í gervöllu hagkerfinu. Að undanförnu hefur mönnum orðið tíð- rætt um margfeldiáhrif stóriðju. Þau eru vissulega mikil og síst ofmetin. En menn mega ekki gleyma því að margfeldiáhrif útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja eru einnig kröftug og mjög þýðingarmikil fyrir atvinnulífið í heild. í þeirri flóðbylgju frétta, sem riðið hefur yfir landsmenn undanfarin tvö ár, um erfiðleika í útgerð- og fisk- vinnslu, er fréttin um framleiðsluverðmæti Útgerðarfélags Akureyringa ánægjuleg tilbreyting. Hún er sannarlega sólargeisli í skammdeginu. Full ástæða er til að óska Útgerðarfélagi Akureyringa til hamingju með mikilvægan áfanga. BB. Björn Benediktsson, Sandfellshaga: Hafa skal það er sannara reynist - líka um Stefán Valgeirsson og Silfurstjörnuna Síðustu mánuði hafa fjölmiðlar gert mikinn aðsúg að Stefáni Valgeirssyni alþm. Fjölskyldu hans og samstarfsmönnum. Ekki verður annað séð, en hér sé um skipulega aðför að ræða. Lítt er hirt um að afla réttra upp- lýsinga, eða greina frá staðreynd- um, þar sem þess er þörf, enda tilgangurinn augljós og látinn helga meðalið. Ekki ætla ég mér þá dul, að fara að verja Stefán Valgeirsson, enda mun hann best fær um það sjálfur. Hins vegar hafa tengst þesari atlögu ýmsar rangfærslur er varða fiskeldisfyrirtækið Silf- urstjörnuna hf., sem undirr. er í forsvari fyrir. Tel ég rétt að leið- rétta, þó ekki væri nema hluta af þeim, ef einhverjir kynnu að hafa áhuga á sannindum líka. Að Öxarfirðinum liggja 3 sveitarfélög, með rúml. 500 íbúa samanlagt. Afkoma fólks í þessu héraði byggist öðru fremur á framleiðslu sauðfjárafurða og hefur svo lengi verið. Þegar kom fram á áttunda tug aldarinnar, var augljóst, að fram- leiðslutakmarkana var að vænta í þessari grein. Óx þá að sama skapi áhugi heimamanna á að nýta líklegar aðstæður til fiskeldis. Jarðhita er þarna víða að finna, jafnvel í nágrenni við sjó og fersk- vatn nær óþrjótandi. Sá galli var þó á, að þessar aðstæður höfðu lítt eða ekki verið kannaðar. ISNO hf. hóf fiskeldi vestast í Kelduhverfi um 1980 og Árlax hf. seiðaeldi í Ártungu í Keldu- hverfi 1984. Báðar þessar stöðvar hafa not af jarðhita við sína starf- semi. Á fjárlögum ársins 1984 feng- ust 1,2 millj. króna til yfirborðs- rannsókna á jarðhita í Öxarfirði. Jarðhita er að finna á nokkrum stöðum nærri sjó. Nokkrir áhuga- menn hófu tilraunir til upptöku sjávar úr fjörusandi, austanmeg- in fjarðar 1985, með niðurdæling- um röra. Sótt var um styrk til Rann- sóknarráðs ríkisins það ár, vegna þessara tilrauna, þessi umsókn var metin styrkhæf af mennta- málaráðherra, en lenti afturfyrir við forgangsröðun og okkur bent á að sækja síðar. Aðrir aðilar fengu styrk Rannsóknarráðs þetta ár til hliðstæðs verkefnis, sem því miður skilaði ekki árangri. Árið 1986 var stofnað í Öxar- fjarðarhéraði hlutafél. Seljalax. Hluthafar voru 146, flestir heima- menn. Hlutafé var 10.350.000,- og komu 2 millj. af því frá Byggðastofnun. (Stefán Valgeirs- son er eigandi 0,39% hlutafjár. Þar er þá komið annað tveggja einkafyrirtækja hans í Öxarfirði, að dómi fjölmiðlanna) Seljalax hf. stóð fyrir rannsóknum í Öxar- firði 1986, í náinni samvinnu við Orkustofnun. Hófst þar með samstarf þessara aðila um rann- sóknirnar, sem stóð í 3 ár og er gott dæmi um hvernig slíkir aðil- ar geta unnið saman og náð árangri. Niðurstöður urðu fremur nei- kvæðar 1986. Vatn úrsandlögun- um upp af fjarðarbotninum reyndist járnmengað, þó seltu- og hitastig lofaði góðu. Sótt var um styrk á ný til Rannsóknar- ráðs, á sama hátt og áður, en nú brá svo við, að umsókn okkar var ekki metin hæf til styrkveitingar. Kostnaður Seljalax hf. vegna rannsókna, varð 2,4 millj. á því ári. Reynt var eftir föngum að tryggja fjármagn á fjárlögum 1987 til áframhalds þessa verk- efnis, en tókst ekki. Áð vísu kom fram við 3ju umræðu um fjárlög- in, að Öxarfjarðarverkefninu var ætlað þar fjármagn. (Sbr. samþ. á Alþingi 19. des. 1986 „tekinn verði upp nýr liður, 10 millj. króna, sem tengist sérgreindu verkefni við fiskeldi, einkanlega til að rannsaka náttúruleg skil- yrði vatns og upptöku sjávar fyrir fiskeldi, þar á meðal í Öxar- firði“.) Allt fé undir þessum lið fór þó til verkefna í öðrum landshlut- um. Við þetta seinkaði að sjálf- sögðu rannsóknunum í Öxar- firði. Ekki veit ég hvað olli því, að merkt fjárveiting fór til annara aðila. Ef til vill var ástæðan sú, að iðnaðarráðherra ákvað 3,76 millj. fjárveitingu til rannsókna í Öxarfirði 1987, gegn því að Orkustofnun og Seljalax hf. legðu fram mótframlag, 0,5 millj. hvor aðili. Kostnaður Seljalax hf. varð þó meiri það ár, eða 1,3 millj. króna. Unnið var sam- kvæmt þessu í Öxarfirði 1987. Niðurstöður urðu jákvæðar. Náttúrulegar forsendur virtust fyrir hendi, hvort sem um væri að ræða eldi fersk- eða saltvatns- fiska. Jafnframt sannaðist að háhitasvæði er í miðju héraðinu. Á fjárlögum ársins 1988 feng- ust 6,9 millj. króna til rannsókna í Öxarfirði. Framlag Seljalax hf. það ár varð 3,7 millj. (Orkusjóðs- lán að hluta). Þessu til viðbótar fór rannsóknarkostnaður á árinu um eina millj. króna fram úr áætlun Orkustofnunar. Petta var heimamönnum gert að greiða, þó þeir hvorki stjórnuðu verkinu, né áætluðu kostnað. Þingmenn okk- ar lofuðu að útvega fé sem þessu næmi á fjárlögum 1989. Vilyrði fékkst fyrir því sama í Fjárveit- inganefnd. Efndir hafa ekki orð- ið enn sem komið er. Niðurstöður rannsókna 1988 urðu það jákvæðar, að leiddi til stofnunar nýs fyrirtækis, Silfur- stjörnunnar hf. Hlutafé þess félags er 60 millj. króna. Seljalax og aðrir heimaaðilar eiga 45% hlutafjár, Byggðastofnun 20% og Fiskeldisþjónustan hf. Reykjavík 35%. Þar er þá komið hitt einka- fyrirtæki Stefáns Valgeirssonar í Óxarfirði, ef marka má fjölmiðla. Að vísu á Stefán sjálfur engan hlut í Fiskeldisþjónustunni hf., heldur fjölskylda hans og fleiri. Eignarhald Stefáns í Silfurstjörn- unni er því í gegn um Seljalax hf. samtals 0,14%. Silfurstjarnan hf. hefur nær lokið byggingu matfiskeldis í landi Núps í Óxarfirði. Þetta er landeldi, sem byggir á dælingu. Eldisrými um 15 þús. m3. Áætluð ársframleiðsla 500-800 tonn af sjóbleikju og laxi. Eldisstöðin nýtur þeirra aðstæðna, að geta ráðið hita og seltu eldisvökvans, sem er nýmæli hérlendis. Fullbyggð er klakstöð að Sig- túnum í Oxarfirði, sem á að full- nægja seiðaþörf eldisins að Núpi. Seiðaeldið á Sigtúnum nýtur sjálfrennandi vatns af tveim hita- stigum. Silfurstjarnan keypti jörðina Sigtún í þessum tilgangi. Borun eftir sjó er vart fram- kvæmanleg í sandlögin við Öxarfjörð. Hvarvetna er fersk- vatn að finna, undir vægum þrýstingi. Sjótaka eldisstöðvar að Núpi er óvenjuleg og byggir á þeim til- raunum sem heimaaðilar hafa staðið fyrir allt frá 1985 og sótt um styrki og fjármagn til, sem áður getur. Grafið er fyrir sér- stökum búnaði í sandlögum við ströndina. Sjór til stöðvarinnar er alltaf hreinn, enda kominn gegn um sandsíur. Sjódæling með þessum hætti hefur nú staðið samfleitt í 15 vikur. (Þetta kallar Stöð 2 að taka sjó úr borholum og hafnaði þeim tilmælum okkar að koma, sjá og sannfærast.) Stjórnendur Seljalax hf. hafa sótt árlega um leiðréttingu mis- takanna varðandi fjárlögin 1987, en ekki fengið úr bætt fyrr en á þessu ári, að Silfurstjarnan hf. fékk framlag að upphæð 3,3 millj. til sjótökuverkefnisins. Að sjálfsögðu var framlag þetta bók- fært sem framlag Seljalax hf. til Silfurstjörnunnar. Þó þessi sjó- tökuaðferð sé engan veginn full- reynd, lofar þessi 15 vikna dæling óneitanlega góðu. Sé aðferðin brúkleg, gæti hún komið þeim öðrum að gagni, sem þurfa að ná sjó úr sandlögum og gæti hentað vel þar sem sjór er hlýrri en hér og jarðhiti ekki til staðar. Miður vinveittir fiskeldismenn, sem ekki vildu láta nafns getið, létu þó hafa eftir sér á Stöð 2, að aðferðin kæmi engum að gangi. Okkur sem höfum staðið fyrir framkvæmdum Silfurstjörnunnar hf. var það vel ljóst, að þar væri brýnt að halda vel á málum. Byggingarkostnaður annarra í þessari atvinnugrein virðist hafa orðið rekstri þeirra ofviða í sum- um tilfellum. Reynt var að halda kostnaði niðri, án þess að slaka á gæða- kröfum og nýta fjármagnið eins vel og kostur var á. Þar var á stundum gengið hart fram, án daglauna að kvöldi. Mikil áhersla er lögð á fullkominn öryggis- og viðvörunarbúnað. Enginn fram- kvæmdastjóri var ráðinn á bygg- ingarstigi, en á móti kemur að við uppbygginguna hefur unnið margt úrvalsfólk, sem á ekki minnsta þáttinn í hóflegum kostnaði. Byggðastofnun hefur endur- lánað okkur erlent fjármagn og stutt okkur svo sem hún hafði framast heimild til. Framkvæmdir eru nú á loka- stigi. Heildarkostnaður við þær er kominn í 140 millj. króna. Klakstöð og jarðakaup meðtalin. Hönnunar- og verkfræðikostn- aður er 1,51% af þeirri upphæð. Stjórnunarkostnaður 1%. Skrif- stofa er engin og bókhald unnið sem aukastarf. Hvernig gengur svo að reka þetta fyrirtæki, vil ég engu um spá ennþá. Góð og stöðug fram- leiðsla og markaðsaðstæður ráða þar miklu. Einnig fjármagnsfyrir- greiðsla. Bjarglegur rekstur þess gæti vissulega breytt miklu í okk- ar fámennu byggð. Tvennt er okkur hagstætt. Hóflegur framkvæmdakostnaður og það að hafa vald á hita og seltu. Hið síðarnefnda tryggir hraðari og stöðugri vöxt á fiskin- um. Aðstæður til sölu á ferskum fiski eru okkur erfiðar, vegna fjarlægðar frá stórum flugvelli og veikleika í vegakerfi. Umfjöllun sumra fjölmiðla hefur verið okkur andstæð. Flest virðist tínt til, sem gæti svert okk- ar málstað. Meir undrar mig þó, hve köldu andar frá öðrum fisk- eldismönnum. Svo virðist, sem okkur sé legið á hálsi fyrir að reyna að gera hlutina vel, jafnvel betur en hinir. Það skyldi þó aldrei vera, að atlagan að Stefáni Valgeirssyni væri af sömu rótum runnin. Sandfellshaga í Öxarfirði 17. nóv. 1989 Björn Benediktsson

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.