Dagur - 05.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 05.12.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. desember 1989 - DAGUR - 7 Óvænt úrslit í körfmni: Þórsarar skelltu Njarðvíkingum - Releford rekinn í bað - Fyrsta tap UMFN í vetur „Þetta var frábær sigur liðs- heildarinnar,“ sagði Dan Kennard ánægður þjálfari Þórs eftir að lið hans hafði lagt Njarðvíkinga að velli í „Ljóna- gryfjunni“ í Njarðvík 96:85 í Urvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Þess má geta að þetta er fyrsti tapleikur Njarðvíkinga í körfunni í vetur. Sigur Þórsara var óvæntur en sanngjarn. Liðið var yfir meiri- hlutann af leiknum og Akureyr- ingarnir náðu að halda haus þrátt fyrir að heimapiltarnir næðu yfir- höndinni undir lok fyrri hálfleiks. En það gekk mikið á í íþrótta- húsinu í Njarðvík og voru ekki allir sáttir við frammistöðu Krist- ins Albertssonar dómara í leikn- um. Um miðjan fyrri hálfleik var brotið á Patric Releford þjálfara heimamanna og lét hann einhver vel valin orð falla við dómarann. Kristinn dæmdi þá tæknivíti á Bandaríkjamanninn en hann lét ekki segjast og sagði nokkur orð sem mamma hans hefði ekki vilj- að að hann myndi láta út úr sér. Dómarinn var ekki heldur of ánægður með orðbragðið og vís- aði þjálfaranum umsvifalaust úr húsinu. Þá var staðan 32:31 fyrir Þór en mikill fítonskraftur greip Njarðvíkinga er Releford var rekinn í bað. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir rétt fyrir leikhlé 50:44. í síðari hálfleik sýndu Þórsarar mikinn styrk og náðu forystu fljótlega aftur. Þrátt fyrir villu- vandræði héldu þeir forystunni allt til leiksloka og sigruðu 96:85, eins og áður sagði. Dan Kennard átti frábæran leik fyrir Þór bæði í sókn og vörn. Það var ekki nóg að hann skoraði mikið af stigum og hirti óteljandi fráköst í vörninni heldur var hann einnig grimmur í sóknar- fráköstunum og náði fjölmörgum þeirra. Jóhann Sigurðsson átti einnig mjög góðan leik og skor- aði dýrmæt stig, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ágúst Guðmunds- son var í byrjunarliði og stóð sig vel. Síðan var liðsheildin góð hjá Þór og var að sjálfsögðu kátt á hjalla í herbúðum Þórsara eftir þennan óvænta en sanngjarna sigur. Njarðvíkingar áttu ekkert svar við stórleik Þórsara. Þrátt fyrir að Releford hefði verið rekinn út af er liðið það sterkt að sigur Þórs var ekki sjálfsagður. Teitur Örlygsson var einna bestur heima- manna en þeir voru að vonum svekktir eftir þetta óvænta tap. Dómarar voru þeir Leifur Garðarsson og Kristinn Alberts- son. Leifur dæmdi ágætlega en ekki voru allir ánægðir með dómgæslu Kristins. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjömsson 14, Teitur Örlygsson 14, Kristinn Einars- son 14, ísak Tómasson 14, Friörik Ragn- arsson 10, Friðrik Rúnarsson 8, Patric Releford 8 og Georg Birgisson 3. Stig Þórs: Dan Kennard 38, Jóhann Sigurðsson 11, Jón Örn Guðmundsson 10, Konráð Óskarsson 9, Ágúst Guð- mundsson 8, Davíð Hreiðarsson 7, Guð- mundur Bjömsson 4. EG/AP KSÍ-þing: Eggert formaður - 3. deildar tillagan kolfelld Eggert Magnússon var kosinn formaður KSÍ á ársþingi sam- bandsins í Reykjavík um helg- ina. Hann sigraði Gylfa Þórð- arson fyrrverandi varaformann örugglega í kjöri, 100:47. Eitt af aðalumræðuefnum þingsins var tillaga um að breyta 3. Eggert Magnússon, hinn nýi for- maður KSI. deildinni í sitt upprunalega form, þ.e. tvo riðla, en það var fellt með miklum mun, 54:26. í heild var þetta rólegt þing. Nokkur umræða varð um kvenna- knattspyrnu og sagðist hinn nýi formaður ætla að beita sér fyrir eflingu íþróttarinnar meðal kven- þjóðarinnar. Á þinginu var ákveðið að taka upp keppni í 4. flokki kvenna og einnig var ákveðið að ef fá lið yrðu í 2. deild kvenna gæti mótanefnd fært þau upp í þá fyrstu. Dalvíkingurinn Snorri Finn- laugsson var kosinn í varastjórn KSI en nýir menn í stjórn KSÍ eru Jón Gunnlaugsson frá Akra- nesi, Guðmundur Pétursson frá KR og Sigmundur Stefánsson frá Selfossi. Nokkrar breytingar voru kynntar á dómaramálum á þing- inu og verður m.a. dómarahóp- urinn sem dæmir í 1. deildinni á næsta ári skorinn niður. Nánar er fjallað um það mál á blaðsíðu 8. Jóhann Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn Njarðvíkingum eins og reyndar allir leikmenn Þórsliðsins. Mynd: tlv Knattspyma: Kjartan kemur í KA Kjartan Einarsson knatt- spyrnumaöur frá Keflavík hefur ákveðið að ganga til liðs við KA á næsta keppnis- tímabili. Kjartan varð annar markahæsti maður 1. deildar- innar og er honum ætlað að fylla í skarð Antonys Karls Gregory I framlínu íslands- meistaranna. Kjartan mun flytja til Akur- eyrar í lok mars en þangað til mun hann æfa með þeim leik- mönnum KA sem búsettir eru í Reykjavík. Kjartan er mjög fljótur og skotfastur leikmaður og kom svo sannarlega á óvart á íslandsmótinu síðasta sumar með því að skora 9 mörk. En það verður erfitt að fylla skarð Antonys í sókninni en Kjartan hefur alla burði til þess að standa sig með KA-liðinu. Allir aðrir leikmenn KA-liðs- ins hafa ákveðið að leika áfram með liðinu og munu þeir eins og undanfarin ár vera með æfingar í Reykjavík. Guðjón Þórðarson mun skjótast yfir til Reykjavík- ur við og við til þess að fylgjast með leikmönnunum. Af öðrum KA-fréttum er það helst að frétta að Ron Fenton aðstoðarframkvæmdastj óri Nottingham Forest og Þorvald- ur Örlygsson leikmaður félags- ins koma hingað til lands í kvöld. Á morgun miðvikudag verður síðan skrifað undir samning um félagaskipti Þor- valdar úr KA í þetta fræga enska lið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.