Dagur - 05.12.1989, Side 11

Dagur - 05.12.1989, Side 11
bœkur Þriðjudagur 5. desember 1989 - DAGUR - 11 Af lífi og sál - Endurminningar Þóru Einarsdóttur í Vernd Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Af lífi og sál, endurminningar Þóru Einars- dóttur í Vernd. Þóra hefur alla tíð unnið „af lífi og sál“ og fátt látið sér óvið- komandi. Prestsmaddaman á Kálfafellsstað var strax tilbúin að láta að sér kveða, og hikaði ekki við að rífa upp gamlar hefðir með rótum ef hún taldi að breytinga væri þörf. Til að auka þekkingu sína á félagslegri þjónustu og þá sér- staklega þjónustu við fanga stundaði hún nám í Danmörku og heimsótti síðan mörg helstu fangelsi Evrópu. Hún fann strax að heima á íslandi var mikil þörf fyrir slíka þjónustu, bæði meðan menn voru innan múra og ekki síst þegar þeir reyndu að samlag- ast þjóðfélaginu á ný, og hún stofnaði Vernd. Þóra sá strax að fangar voru mismunandi á sig komnir, sumir voru sjúklingar sem áttu enga samleið með öðrum föngum, þeir þurftu læknisaðstoð og hælisvist. Hún kom sumum inn á stofnanir í Noregi og lýsir í bókinni öllum þeim erfiðleikum sem sigrast þurfti á til þess að það tækist. Þóra ferðaðist til Indlands og sá eymdina í sinni dekkstu mynd, sá þörfina fyrir aðstoð, og hún tók til starfa. M.a. starfaði hún meðal holdsveikra sem eru allt að því útskúfaðir. Með þrotlausu starfi og mikilli fórnfýsi tókst henni að koma upp meðferðar- heimili fyrir holdsveikar stúlkur og skapa þeim aðstöðu til vinnu. Heimili þetta er rekið í nafni íslands og á sitt undir aðstoð héð- an að heiman og þá sérstaklega harðfylgi Þóru. Nú þegar þessi bók kemur út, er Þóra Einarsdóttir enn á leið til Indlands. Farin á heilsu og orðin 76 ára gömul segir hún að þetta sé sín síðasta ferð. Hún ætlar að reyna að tryggja hópi barna sem koma frá fjölskyldum holds- veikra, skólavist, en það er við margvíslegan vanda að fást. „Af lífi og sál“, gefur nokkra innsýn í margvísleg störf Þóru Einarsdóttur. Bókin á erindi til allra sem láta sig manneskjuna skipta. Aldnir hafa orðið - Lokabindi Bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðið“ varðveitir hinar merkileg- ustu frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, siðvenjurnar og bregður upp myndum af þjóðlífinu, örum breytingum og stórstígum fram- förum, þótt ekki sé um samfelld- ar ævisögur að ræða. Með hinum öldnu, sem kveðja, r— hverfur jafnan mikill fróðleikur og lífsviska, sem betur er geymd- ur en gleymdur. Fólk það, sem segir frá í þess- ari bók og fyrri bókum í þessum bókarflokki, er úr ólíkum jarð- vegi sprottið og starfsvettvangur þess fjölbreyttur, svo og lífs- reynsla þess. Frásagnirnar spegla þá liðnu tíma, sem á öld hraðans og breytinganna virðast nú þegar orðnir fjarlægir. En allar hafa þær sögulegt gildi þótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögumanns, sem á fyrri tíð voru aufúsugestir. ALDNIR HAFA ORÐIÐ Með útkomu þessa bindis, sem er hið 18. lýkur þessum merki- lega bókaflokki. í þessum bókum hefur verið rætt við á annað hundrað einstaklinga, úr flestum þjóðfélagsstéttum og öllum landshlutum, þessar bækur eru því saga fólksins í þessu landi. Þessi segja frá í lokabindinu: Bjarni Jóhannesson, skipstjóri frá Flatey; Eiríkur Björnsson, bóndi og oddviti frá Arnarfelli; Einar Malmquist, fyrrv. útgerð- armaður; Ketill Þórisson, bóndi í Baldursheimi; Guðný Péturs- dóttir, hjúkrunarkona, Snælandi í Kópavogi; Þórður Oddsson, læknir í Reykjavík og Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Skálpa- stöðum. Höfundur Aldnir hafa orðið er sem fyrr Erlingur Davíðsson. Unaður kynlífs og ásta Bókaútgáfan Skaldborg hefur sent frá sér bókina Unaður kyn- lífs og ásta, eftir dr. Andrew Stanway, í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. í kynningu útgef- anda segir m.a.: „Dr. Stanway ræðir kynferðis- málin í samhengi við ást og róm- antík ekki síður en á tæknisvið- inu - og er það sannarlega ánægjulegt viðhorf á þessum tím- um kynferðislegra áhyggjuefna. Víðtæk reynsla dr. Stanways sem læknis og ráðgjafa í málum sem varða hjónaband og kyn- ferðismál hefur leitt í ljós að mörg ef ekki flest hjón eða sam- býlisfólk nú á dögum hefur aldrei átt neitt raunverulegt tilhugalíf. Hann telur að tími sé kominn til að hverfa aftur til hinna „úreltu“ unaðssemda biðlunar, innileika og ástleitni, nauðsynlegt sé að UNAÐLJR KYNLÍFS KYNFHRÐISLEC SAMSKIPTI í NÝJU LJÓSI DR ANDREW STANWAY bæta næmleika okkar gagnvart ástarhótum og atlotum ef við eig- um að geta stofnað til ástúðlegrar og kynferðislega fullnægjandi, ævilangrar sambúðar. í unaði kynlífs og ásta, opin- berar dr. Stanway tæpitungulaust hvernig við getum endurvakið kynferðislega örvun og eftirvænt- ingu í sambúð okkar. Einn kafli bókarinnar er helgaður túlkun á kynlíkama okar og ráðleggingum um ástarhót bæði með og án sam- ræðis og í svefnherberginu og utan þess. Rætt er um gildi kyn- ferðislegra hjálpartækja og fjall- að er ítarlega um getnaðarvarn- ir.“ Fjölmargar litmyndir eru í bókinni. Formála bókarinnar rit- ar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur. Hvers vegna elska karlmenn konur - Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur? Skaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Hvers vegna elska karl- menn konur, hvers vegna yfir- gefa karlmenn konur? eftir dr. Connel Cowan og dr. Melvyn Kinder. í fyrrihluta bókarinnar, „Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?“ fjalla höfundarnir um þau viðhorf og athafnir kvenna sem gera karlmenn þeim frá- hverfa og tefla sambúð karla og kvenna í tvísýnu. Til dæmis kom- ast konur að því við lesturinn að sé of mikið gefið geti það bælt ástina fremur en lyft henni á hærra stig, að kona geti óviljandi girt fyrir innileika og ýtt manni frá sér, að ágeng ástleitni geti haft þveröfug áhrif við það sem ætlað var, og augu þeirra opnast fyrir alltof algengu og ömurlegu misræmi milli karls og konu þeg- ar ástarhitinn krefst mestrar sam- stillingar. í síðari hluta bókarinnar, „Hvers vegna elska karlmenn konur?“ veita höfundarnir innsýn í atferli sem vekur ástríka og já- kvæða svörun hjá karlmönnum. Gagnstætt því sem margar konur halda eru karlmenn fúsir til að tjá ást sína, þeir laðast venjulega að sterkum konum sem standa þeim jafnfætis, og þeir hafa oft ótjáða en þó ríka þörf fyrir vináttu. Þýðandi bókarinnar er Gissur Ó. Erlingsson. Gestapo Út er komin spennusagan Gestapo eftir Sven Hassel. Sven Hassel er þekktasti stríðsbókahöfundur í heiminum í dag. Hann hefur skrifað fjórtán bækur um seinni heimsstyrjöld- ina. Hann skrifar sögu herflokks sem hann kallar „Hersveit hinna fordæmdu", en í þeirri hersveit eru alls konar misindismenn sem hefur verið safnað saman og eru ætíð í fremstu víglínu. Þeir þurfa að taka að sér verkefni sem eng- inn annar fæst til að vinna enda er öllum sama um örlög þeirra. En þeir hafa tilfinningar undir hrjúfu yfirbragði og Sven Hassel tekst að koma öllu þessu til skila. Höfundurinn gekk sjálfur í þýska herinn 1937, og segir að það hafi verið af stráksskap ein- göngu, hann hafi ekki gert sér ljóst hvað hann var að gera. Hann tók þátt í hildarleiknum sjálfur og veit því hvað hann er að skrifa um. f þessari bók fjallar hann um þýsku herlögregluna sem var skelfileg ógnun alls staðar sem hún starfaði. Þessi bók er ósvikin Sven Hassel bók. Útgefandi er Skjaldborg hf. HOTEL NORÐURLAND Geislagötu 7 • Akureyri • Sími 22600 Verslunarferðir í desember Aðeins kr. 1.500,-* HÓTEL NORÐURLAND — notalecjt Hótel — 'Innifalið: Veið á mann miðað við tvo í herbergi, með baði, sjónvarpi (Stöð 2, Eurosport, Sky), útvarpi, síma og mínibar. 10% jólaafsláttur til jóla Rúllukragabolir á börn verð 590,- Skíðahanskar í neonlitum verð frá 1705,- Moonboots st. 24-39 verð frá 1895,- Flauelsbuxur á 2-5 ára verð 880,- Drengjaskyrtur verð 1690,- Drengjaslaufur svartar verð 260,- Jólatilboð Herraskyrtur m/bindi verð aðeins 2.350,- VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.185.503.- 2. 10 119.243.- 3. 4af5 332 6.195.- 4. 3af 5 11.238 427.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: UPPLÝSINGAR: SÍMSVARl 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.