Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1989
fréttir
Lokað!
Vegna vörutalningar verður lager Efna-
verksmiðjunnar Sjafnar við Austursíðu
lokaður 28. og 29. des.
Gleðileg jól!
í
íþróttahúsið í Siglufirði:
Ekkert vantar nema
parketgólfið
Efnaverksmiðjan
Sjöfn
ALÞÝÐUBANKAMÓT
Bridgefélag Akureyrar og Bridgeklúbbur Hlíðarbæjar halda
bridgemót laugardaginn 30. des. nk. og hefst mótið
klukkan 10. - Mótið er öllum opið og spilað verður um
silfurstig. - Mótið verður haldið í Félagsborg og er
keppnisgjald kr. 2.000.- á par, en spilaður verður Mitcell-
tvímenningur. Æskilegt er að keppendur mæti tímanlega
til skráningar. - Kaffi verður á boðstólum allan daginn
ókeypis.
Verðlaun verða sem hér segir:
1. verðlaun:
Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu.
2. verðlaun:
Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu.
3. verðlaun:
Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu.
Alþýðubankinn gefur bikara til mótsins, auk farandbikars.
4.-6. verðlaun:
Fjórar veislumáltíðir á Hótel Stefaníu.
7.-10 verðlaun:
Bókaverðlaun.
Auk ofangreindra verðlauna verða veitt bókaverðlaun fyrir
efsta par eftir hvora lotu, sem verða tvær.
BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR
BRIDGEKLÚBBUR HLÍÐARBÆJAR
Við gerum v*l við okkar folk
. Alþýðubanklnn hf
___ Skipagotu 14 - »imi 26777
-JtóteiL-
STEFAHÍA
Hafnarstr*tj 83 - 85
RESTAURANT - BAR
Sínii 26366
Nýjar og
gamlar
bækur
J Kaupangsstrœti 19
FRÓÐI Opið kl. 2-6 e.h.
Vinningstölur laugardaginn
16. des. ’89
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.326.714.-
2. >7^ 3 134.818.-
3. 4af 5 100 6.976.-
4. 3af 5 4.018 405.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.056.058.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Slys gera
undan
íþróttahús Siglfirðinga er nú
tilbúið til notkunar að öðru
leyti en því að eftir er að leggja
parket á gólfið. Vonast menn
til að vinna við gólfið hefjist
fljótlega eftir áramótin, og
verði húsið tilbúið til notkunar
í lok febrúar.
Hjörtur Hjartarson, félags-
málastjóri Siglufjarðarkaupstað-
ar, segir að mikil tilhlökkun ríki í
bænum vegna íþróttahússins.
Mikil þörf sé fyrir það, því ekkert
eiginlegt íþróttahús hefur nokk-
urn tímann risið í Siglufirði.
Fyrir nokkrum áratugum var
reist myndarleg innisundlaug í
bænum. Sundlaugin hefurþjónað
tvennum tilgangi alveg frá
byrjun; hún hefur einnig verið
notuð sem íþróttahús. Venjan
hefur verið sú að tæma laugina
um mánaðamótin september-
október, koma fyrir í henni burð-
argrind og síðan lausu gólfi ofan
á. Þannig hefur húsið þjónað
íþróttakennslu á vegum skólanna
og innanhússíþróttum yfir vetrar-
tímann.
Snemma á vorin hefur gólfið
verið fjarlægt og laugin notuð til
hefðbundinnar sundkennslu
barna og unglinga, auk þess sem
hún er opin almenningi yfir
sumarið.
í haust var ekki sett gólf á laug-
ina, og hefur íþróttakennsla í
bænum að mestu farið fram sem
sundkennsla, nema hvað yngri
börnin hafa haft til afnota lítinn
sal til leikfimiæfinga. Hjörtur
benti á að þrátt fyrir áratugalangt
aðstöðuleysi hefði bærinn getað
státað af mörgu afreksfólki í
íþróttum, bæði á sviði sundiðk-
unar og innanhússíþrótta. EHB
Lokun Bifrastar á Króknum:
Dökkt útlit meö dans-
leikjahald um hátíðimar
- spurning um miklar tekjur fyrir þá
sem að þeim standa
Alvarlega horfir nú með dans-
leikjahald í Bifröst um jólin og
áramótin. Eins og kunnugt er
gerði eldvarnaeftirlitsmaður
athugasemdir við atriði í hús-
inu og bannaði síðan alla starf-
semi í húsinu þar til úr yrði
bætt.
Dansleikirnir sem um ræðir
eru á anna dag jóla, um áramótin
og á nýársdag. Það er Körfu-
knattleiksdeild UMFT sem sér
urn annan dag jóla og hefur þessi
dansleikur verið ein helsta fjár-
öflun deildarinnar undanfarin ár.
Dagur hafði samband við Krist-
björn Bjarnason formann Körfu-
knattleiksdeildarinnar og í spjalli
við hann kom fram að ef undan-
þága fengist ekki myndi deildin
verða af 2-300.000 krónum og
sagði Kristbjörn að það munaði
um minna í erfiðum rekstri deild-
arinnar. „Þessi dansleikur er gíf-
urlega þýðingarmikill fyrir okkar
rekstur og er næstum spurning
um líf eða dauða Körfuknatt-
leiksdeildarinnar. Við verðum
bara að vona að undanþága fá-
ist,“ sagði hann.
Þess má geta að þennan sama
dag gengst Körfuknattleiksdeild-
in einnig fyrir jólaballi fyrir
yngstu kynslóðina.
Aðalstjórn Tindastóls sér um
áramótadansleikinn og Kvenfé-
lagið um nýársdagsdansleikinn.
Það er ljóst að fáist ekki undan-
þága frá þessu banni getur það
skipt sköpum fyrir þá aðila sem
standa að þessum dansleikjum
og starfsemi þeirra. kj
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga:
Mótmælum harðlega hugmyndum
um frestun einstakra liða
- segir í ályktun frá
bæjarráði Egilsstaðabæjar
Bæjarráð Egilsstaðabæjar
mótmælir harðlega framkomn-
um hugmyndum um frestun
einstakra liða verkaskiptingar
ríkis og sveitarfélaga. Ráðið
krefst þess að ríkið gangið ekki
á bak orða sinni og standi við
það samkomulag sem gert hef-
ur verið verið sveitarfélögin í
Eldsvoðinn
á Skagaströnd:
Nafn hins látna
Maðurinn sem lést í eldsvoð-
anum á Skagaströnd í síðustu
viku hét Guðjón Pálsson 25
ára gamall.
Hann var sjómaður að
atvinnu, til heimilis að Fellsbraut
13. Hann lætur eftir sig unnustu
og tvö börn. k j
landinu um tilfærslu á verkefn-
um.
Þetta kemur fram í ályktun
sem bæjarráð Egilsstaðabæjar
samþykkti á fundi sínum nýlega í
tilefni af umræðum um frestun
einstakra liða í fyrirhugaðri
breytingu á verkaskiptingu sveit-
arfélaga sem taka átti gildi um
áramót.
í ályktuninni segir sömuleiðis
að bæjarráð harmi það ef ríkið
lætur deilur við Reykjavíkurborg
leiða til þess að hagsmunir ann-
arra sveitarfélaga verði fyrir borð
bornir, en líta vprði svo á að neit-
un ríkisins á að yfirtaka rekstur
heilsugæslustöðva leiði til þess að
forsendur fyrir verkaskiptingu
séu brostnar. „Skorað er á stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og ríkið að hvika hvergi frá sett-
urn lögum um verkaskipting-
una,“ segir að lokunt í ályktun-
inni. VG
Akureyri:
■ Bæjarráð fjallaði á fundi
sínum nýlega, um uppkast að
samningi um héraðsnefnd
Eyjafjarðar en þar er gert ráð
fyrir aðild 14 sveitarfélaga að
nefndinni. Nokkrar umræður
fóru fram um málið en af-
greiðslu frestað,
■ Bæjarstjóri lagði á fundi
bæjarráðs, að nýju fram tillög-
ur að samningi milli 17 sveilar-
l'élaga við Eyjaljörð, urn frant-
haldsskóla við Eyjafjörð ann-
ars vegar og hins vegar samn-
ingi 16 sveitarfélaga við Akur-
cyrarbæ um framkvæntdir við
5, og 6. áfanga Verkmennta-
skólans á Akureyri. Bæjarráð
leggur til að tillögurnar verði
samþykktar og bæjarstjóra fal-
ið að undirrita samningana
f.h. bæjarsins.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi, þar sem 11 tæknifræð-
ingar hjá Akureyrarbæ óska
eftir því að gerast sjálfstæðir
samningsaðiliar frá 1. janúar
1990 að telja og munu þá
semja undir nafni Stéttarfélags
tæknifræðinga. Bæjarráð vís-
aði erindinu til kjarasamn-
inganefndar.
■ Hreppsnefnd Presthóla-
hrepps, hefur sent bæjarstjórn
Akureyrar áskorun uin aö
hafa forgöngu um námskeiða-
hald í formi „farskóla sem
starfi á Norðurlandi í tengsl-
um við öflugt skólastarf í
höfuðstað Norðurlands.“ Bæj-
arráð vísaði erindinu til skóla-
fulltrúa til skoðunar.
■ Bæjarstjóri lagði fram á
fundi bæjarráðs iiýlega, tillögu
að samningi á milli Akureyrar-
bæjar, Húsnæðisstofnunar
ríkisins og stjórnar verka-
mannabústaða á Akureyri, að
starfrækja sameignarstofnun
er nefnist Húsnæöisskrifstofan
á Akureyri.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt erindi frá Þvottahúsinu
Mjallhvít Hólabraut 18, þar
sem sótt er um leyfi til að
mega breyta húsnæðinu Hóla-
braut 18 í orlofsíbúðir.
■ Bygginanefnd hefur sam-
þykkt erindi frá bæjartækni-
fræðingi, f.h. bæjarins, þar
sem sótt er um leyfi til að láta
rífa húsin nr. 51 við Gránufé-
lagsgötu og nr. 16 við Lækj-
argötu. Húsin eru bæði talin
óíbúðarhæf og að ekki svari
kostnaði að gera við þau.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að veita Aðalgeiri
Finnssyni hf. Furuvöllum 5,
lóð undir starfsemi fyrirtækis-
ins á Skálaborgarsvæðinu við
Krossanesbraut.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að veita S.S. Byggir hf.,
leyfi til að byggja verslunar-
og íbúðarhúsnæði úr stein-
steypu á lóðinni nr. 2 við Hlíð-
arlund.
■ Á fundi jafnréttisnefndar
nýlegá, las formaður upp bréf
frá verkefnisfreyju BRYT, þar
sem reifuð er sú hugmynd að
framlengja verkefnið. I fram-
haldi af því var ákveðið að
boða Valgerði Bjarnadóttur
verkefnisfreyju á nassta fund
nefndarinnar.