Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1989 íþróffir Enska knattspyrnan: Stórleikur Iiverpool gegn Chelsea - Arsenal þó áfram efst - Man. Utd. óheppið gegn Tottenham Vetrarveður settu víða strik í reikninginn í ensku knatt- spyrnunni um helgina, en þó slapp 1. deildin vel frá þeim. í hinum deildunum þurfti að fresta leikjum. Og íslenskir áhorfendur fengu nú að nýju að sjá í beinni útsendingu leik frá 1. deild, sem er mikill mun- ur frá hinum daufu leikjum frá Þýskalandi. Leikurinn sem sýndur var hafði upp á mikið að bjóða og þeir sem sátu við sjónvarpið voru ekki sviknir, leikmenn Liverpool sáu um það. En þá eru það leikir laug- ardagsins. Leikmenn Liverpool höfðu ótrúlega yfirburði gegn Chelsea á útivelli, eins og menn sáu. Vörn Chelsea var grátt leikin allan tím- ann og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri en raun varð á og Chelsea hefur nú fengið á sig 14 mörk í síðustu þremur leikjum. Strax í upphafi skoraði Peter Beardsley fyrir Liverpool er hann lék á Dave Beasant í marki Chelsea eftir langa send- ingu fram frá Barry Venison. Ian Rush bætti öðru marki Liverpool við áður en Gordon Durie minnkaði muninn fyrir Chelsea með marki úr aukaspyrnu. Þá * Urslit 1. deild Arsenal-Luton 3:2 Charlton-Crystal Palace 1:2 Chelsea-Liverpool 2:5 Coventry-Wimbledon 2:1 Everton-Manchester City 0:0 Manchester Utd.-Tottenham 0:1 Millwall-Aston Villa 2:0 Nonvich-Derby 1:0 Nott. For.-Southampton 2:0 Sheffield Wed.-Q.P.R. 2:0 2. deild Blackburn-Stoke City frestað Bournemouth-Barnsley 2:1 Hull City-Ipswich frestað Leeds Utd.-Brighton 3:0 Middlesbrough-Leicester 4:1 Newcastle-Plymouth frestað Oxford-Wolves 2:2 Portsmouth-Sunderland 3:3 Port Vale-Sheffield Utd. 1:1 Watford-Bradford 7:2 West Ham-Oldham 0:2 W.B.A.-Swindon 1:2 3. deild Birmingham-Preston 3:1 Blackpool-Fulham 0:1 Bristol City-Leyton Orient 2:1 Bury-Walsall 0:2 Cardiff City-Notts County 1:3 Crewe-Bristol Rovers 1:0 Rotherham-Huddersfield 0:0 Shrewsbury-Bolton 3:3 Tranmere-Chester 0:0 Wigan-Swansea 2:0 Brentford-Mansfíeld 2:1 Northampton-Reading 2:1 4. deild Chesterfield-York City 0:0 Colchester-Torquay 0:3 Exeter-Gillingham 3:1 Grimsby-Southend frestað Halifax-Doncaster 0:2 Hereford-Scunthorpe 1:2 Maidstone-Hartlepool 4:2 Rochdale-Lincoln City 1:0 Scarborough-Aldershot frestað Wrexhám-Burnley frestað Cambridge-Peterborough 3:2 Carlisle-Stockport 3:1 komu mörk frá Ray Houghton, Steve McMahon og glæsimark frá Rush fyrir Liverpool, en lokaorð- ið átti Kerry Dixon fyrir Chelsea með fallegu marki í lokin. Rush hefði hæglega getað skorað þriðja mark sitt í leiknum, mark var dæmt af Houghton og Bea- sant í marki Chelsea varði víta- spyrnu frá Jan Molby. Ef Liver- pool gæti alltaf leikið eins og í þessum leik væri hægt að afhenda þeim Englandsbikarinn nú þegar. Arsenal heldur forystusætinu eftir 3:2 sigur heima gegn Luton, en liðið hefði getað skorað þrjú mörk til viðbótar, fékk á sig klaufamark og gaf síðan Luton ástæðulausa vítaspyrnu. Alan Smith kom Arsenal yfir á 20. mín. með marki eftir auka- spyrnu, Smith fór síðan meiddur útaf og Paul Merson kom inná í hans stað. Luton jafnaði með marki Lars Elstrup af stuttu færi, en mín. síðar skoraði Merson með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inná er hann skall- aði í mark Luton. Síðari hálf- leikurinn hófst með því að Brian Marwood skoraði þriðja mark Arsenal, en þá braut Tony Adams miðvörður Arsenal af sér innan vítateigs og Elstrup skor- aði úr vítaspyrnunni. Lengra komst Luton ekki en Arsenal var ekki nógu sannfærandi í leiknum. Þegar illa gengur virðist allt snúast á móti manni, það urðu leikmenn Manchester Utd. varir við er þeir töpuðu heima gegn Tottenham. Eftir slakan fyrri hálfleik náði Utd. tökum á leikn- Á sunnudag voru leiknir tveir leikir í 1. deild og einn í 2. deild. Leik Everton gegn Man- chester City var sjónvarpað beint á Englandi. Nottingham For. mætti Sout- hampton á heimavelli sínum og eftir tvö töp í röð voru mörk Steve Hodge og Lee Chapman án svars frá Southampton sem ekki hafði tapaði í síðustu fimm leikj- um kærkomin jólagjöf. Hodge skoraði sitt mark strax á 2. mín. leiksins eftir einleik. Southampton hefði átt að fá vítaspyrnu er Des Walkcr braut á Matthew Le Tissier í vítateign- um, en ekkert dæmt og Chapman tryggði sigur Forest með þrumu- skoti 20 mín. fyrir leikslok. Por- valdur Örlygsson lék sinn fyrsta leik fyrir Forest í stöðu tengiliðs og stóð sig mjög vel. Fréttamað- urinn sem sagði frá leiknum var mjög hrifinn af rennitæklingum hans og sagði að engu hefði verið líkara en hann hefði verið á skautuni en ekki knattspyrnu- skóm á flughálum vellinum þar sem honum tókst betur að fóta sig en öðrum leikmönnum lið- anna. Howard Kendall stjórnaði Manchester City í fyrsta sinn á sunnudag gegn sínu gamla liði Everton. Hann fór að öllu með gát og pakkaði leikmönnum í vörnina og Everton tókst ekki að skora í leiknum frekar en City. Everton átti allan leikinn, en fékk ekki mikið af færum. Tony Cottee fór illa með gott færi í fyrri hálfleik og Graeme um, Brian McClair kom boltan- um tvívegis í netið hjá Totten- ham, en bæði mörkin voru dæmd af. Tvívegis fór boltinn í hendi Tottenhamleikmanna innan víta- teigs, en dómarinn dæmdi þær óviljandi. Það var því ekki dagur Utd. og Gary Lineker sem var mjög ógnandi hjá Tottenham skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik eftir undirbúning Paul Gascoigne. Lineker hafði fyrr í leiknum skotið bæði í slá og stöng hjá Utd., en Manchester- liðið átti betra skilið úr leiknum. Millwall hafði ekki unnið leik á heimavelli síðan í september, en Aston Villa sem verið hefur við topp 1. deildar varð að játa sig sigrað þar á laugardag. Millwall lék af meiri krafti og sigraði verð- skuldað. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Tony Cascarino for- ystu fyrir Millwall á 6. mín. þess síðari. Á 64. mín. gerði Paul Stephenson endanlega út um vonir Villa með öðru marki Millwall, en vörn gestanna horfði aðeins á eins og svo oft áður í leiknum. Leikmenn Coventry trúa örugglega á jólasveininn eftir heimaleik sinn gegn Wimbledon. Jólasveinninn sá heitir Keith Curle og er fyrirliði Wimbledon, en hann skoraði sjálfsmark er 30 sek. voru tii leiksloka og færði þar með Coventry öll stigin. Coventry átti fyllilega skilið að sigra í leiknum, Brian Borrows náði forystu fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu. Eric Young jafn- Sharp skallaði í stöng í síðari hálfleik. Kevin Sheedy var óheppinn með tvö góð skot sem lentu í varnarmönnum, en leikurinn aði fyrir Wimbledon rétt fyrir hlé með skalla og liðið virtist ætla að hanga á jafnteflinu með leiðin- legum leik þar til á lokasekúnd- unum. Charlton og Crystal Palace átt- ust við á Selhurst Park, en það er heimavöllur beggja liðanna. Pal- ace hafði betur og þokaði sér af mesta hættusvæðinu á botninum, en liðið var heppið er Mark Reid skaut úr vítaspyrnu í stöng um miðjan fyrri hálfleik hjá Charlton. Bæði mörk Palace komu eftir uppstillingar. Andy Thorn sem liðið keypti nýlega frá Newcastle skallaði inn auka- spyrnu Andy Gray og síðan skall- aði Mark Bright inn eftir horn- spyrnu. Charlton barðist vel í síðari hálfleik og Colin Walsh skoraði fyrir liðið beint úr auka- spyrnu, en Palace hélt forskoti sfnu til leiksloka. Lið Sheffield Wed. hefur tekið miklum framförum undanfarnar vikur og miklu munar um þá John Sheridan á miðjunni og Roland Nilson í vörninni. Dalian Atkinson skoraði fyrir Sheffield á 19. mín eftir aukaspyrnu Sheri- dan og mín. fyrir lok fyrri hálf- leiks gerði liðið sitt annað mark, David Hirst skoraði eftir send- ingu Sheridan. Mark Falco og Simon Barker fengu færi fyrir Q.P.R., en tókst ekki að skora og Atkinson fékk síðan opið færi til að auka forystu Sheffield undir lokin, en sigur liðsins kom því loks upp úr fallsæti. frekar slakur og leikmenn City fögnuðu markalausu jafntefli vel í leikslok. í 2. deild vann Swindon góðan sigur á útivelli gegn W.B.A. 2:1. Þ.L.A. Norwich sigraði Derby á heimavelli með marki Robert Rosario af stuttu færi í fyrri hálf- leik. Leikurinn var opinn og vel leikinn og bæði lið fengu ágæt marktækifæri sem ekki tókst að nýta. 2. deild • Leeds Utd. tókst nú loks að komast í efsta sæti 2. deildar. Liðið sigraði Brighton á Elland Road með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Gordon Strachan, John Hendrie og Vinny Jones skoruðu mörk liðsins. • Sheffield Utd. varð að láta jafntefli gegn Port Vale á útivelli duga. Nicky Cross náði forystu fyrir Port Vale, en Ian Bryson jafnaði fyrir Sheffield á 79. mín. • Luther Blissett og Paul Moulden skoruðu mörk Bourne- mouth í sigri liðsins gegn Barns- ley. • Mark Venus og Robert Denni- son sáu um mörk Wolves gegn Oxford í 2:2 jafntefli. • Sunderland gerði 3:3 jafntefli gegn Portsmouth á útiyelli, Gary Bennett, Paul Hardyman og Marco Gabbiadini gerðu mörk liðsins. Fyrir Portsmouth skor- uðu Martin Kuhl, Steve Wigley og Kevin Ball. • Mike Milligan og Ian Marshall skoruðu fyrir Oldham sem sigr- aði West Ham á útivelli. • Og Watford burstaði Bradford með litlum 7 mörkum gegn 2. Þ.L.A. Staðan 1. deild Arsenal 18 11-3- 4 32:19 36 Livcrpool 18 10-4- 4 39:17 34 Aston Villa 18 9-4- 5 28:20 31 Norwich 18 8-7- 3 25:18 31 Tottenham 17 8-4- 5 25:23 28 Southampton 18 7-6- 5 35:30 27 Chelsea 18 7-6- 5 27:25 27 Coventry 18 8-2- 8 15:23 26 Derby 18 7-4- 7 22:15 25 Nott. Forest 18 7-4- 7 23:17 25 Everton 18 7-4- 7 24:24 25 Crystal Palace 18 6-4- 8 22:36 22 Millwall 18 5-6- 7 26:25 21 Q.P.R. 18 5-6- 7 20:20 21 Man. Utd. 17 6-3- 8 24:24 21 Wimbledon 18 4-8- 6 19:22 20 Sheff. Wed. 19 5-5- 9 14:27 20 Luton 18 4-7- 7 20:24 19 Charlton 18 3-7- 8 14:21 16 Man. City 18 4-4-10 22:34 16 2 deild Leeds Utd. 22 14- 5- 3 39:21 47 Sheff. Utd. 22 13- 7- 2 37:21 46 Sunderiand 22 10- 8- 4 39:32 38 Oldham 22 10- 7- 5 29:23 37 Newcastle 21 10- 6- 5 38:24 36 Ipswich 21 9- 7- 5 33:27 34 Swindon 22 9- 6- 7 38:29 33 Blackburn 21 7-10- 4 38:32 31 West Ham 22 8- 7- 7 32:27 31 Watford 22 8- 5- 9 32:28 29 Wolves 22 7- 8- 7 32:32 29 Bournemouth 22 8- 5- 932:3629 Plymouth 21 8- 3-10 34:29 27 Port Vale 22 6- 9- 7 26:27 27 Brighton 22 8- 3-11 31:33 27 Oxford 22 7- 6- 9 32:35 27 W.B.A. 22 6- 7- 9 37:37 25 Middlesbr. 22 6- 6-10 29:35 24 Leicester 22 6- 6-10 27:36 24 Bradford 22 5- 8- 9 27:31 23 Barnsley 22 6- 5-11 24:43 23 Portsmouth 22 4- 9- 9 27:34 23 Hull 21 2-11- 8 21:29 17 Stoke 21 2- 9-10 17:32 15 Þorvaldur Örlygsson stóð sig vel í sínum fyrsta leik fyrir Nottingham Forest. Sjá viðtal við Þorvald á bls. 7. Þorvaldur byijar vel - lék allan leikinn gegn Southampton

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.