Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1989 íþróttir Enn skrífa Þróttarar - og KA-menn svara Íþróttasíðunni hefur borist annað bréf frá blakdeild Þrótt- ar á Neskaupstað og birtist það hér á eftir. Það er fram- hald af bréfaskriftum blak- deildarinnar og blakdeildar KA. Svar KA-manna birtist einnig á eftir. Miðvikudaginn 13. des. svarar Stefán Magnússon form. blakd. K.A. grein sem ég skrifaði varð- andi leik Þróttar Nes. og K.A. í fyrstu deild karla sem fram fór þann 2. des. sl. Hef ég ýmislegt við hans skrif að athuga sem mig langar til að komi hér fram les- endum Dags til upplýsinga. í fyrsta lagi þá langar mig til að benda Stefáni Magn. á grein nr. 3 í Reglugerð um frestanir leikja á bls. 9 í Mótaskrá BLÍ 1989-90 en þar segir: Mótanefnd er heimilt að breyta ásettum leikjum og þurfa þá a.m.k. 14 dagar að vera í leik. Ef skemmra er í leik þarf samþykki beggja liða til breyt- inga en ef skemmra er en 7 sólar- hringar til leiks er engin heimild til leikbreytinga nema samkv. 4. og 5. gr.“ (Þær greinar fjalla um frestanir v. ófærðar og veikinda.) Ljóst er því að þegar við sam- þykktum að færa leikinn fram um hálfa klst. þá vorum við að þver- brjóta þessa reglu enda vissum við það báðir og er það ekki í fyrsta skipti sem þessi regla er brotin og örugglega ekki það síð- asta. Lagalega séð er þó hinn rétti leiktími í þessu tilfelli samkv. Mótaskrá BLÍ kl. 14.00 enda var dómari leiksins sam- mála því að við gætum staðið á þessu. Hins vegar hafði það eng- an tilgang þar sem næsta vél úr Reykjavík átti að vera á Akur- eyri kl. 14.50 og við hefðum því orðið að leika uppspilaralausir í kl.st. Eins og ég hef áður bent á þá voru allir leikmenn kvennaliðs K.A. komnir í íþróttahúsið upp úr kl. 14.00 og hefði því ekki þurft að bíða með leikbyrjun kvennaleiksins nema rúman hálf- tíma enda alls ekki verið að fara fram á að kvennalið K.A. setti hagsmuni sína í hættu vegna okkar. Heldur þykir mér nú skammtíma minni ykkar K.A.- manna slakt ef ykkur rekur ekki minni til að við fórum fram á frestun á leiktíma. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að lagalegur réttur okkar til frestun- ar var enginn þar sem við vorum mættir með sex leikmenn á stað- inn enda var mér góðfúslega bent á þetta af Gunnari Garðarssyni, sem ég veit ekki betur en sé stjórnarmaður í ykkar deild, í símtali af flugvellinum. Eins og ég hef marg ítrekað þá er ekki efast um lagalegan rétt K.A. í þessu máli heldur finnst mér hér vera um óíþróttamanns- lega framkomu að ræða sem ég á bágt með að sætta mig við. Stefán Magn. fer háðulegum orðum um það að við skyldum láta okkur detta í hug að mæta aðeins með sjö leikmenn til leiks og að það beri vott um metnaðar- skort af okkar hálfu. Mig langar til að uppfræða Stefán um það að í sjávarplássum eins og í Nes- kaupstað þurfa menn að vinna og það mikið, jafnt um helgar sem virka daga og þvf getur alltaf komið upp sú staða að menn komist ekki frá vegna vinnu eins og um var að ræða í þessu tilviki enda hefur uppspilari okkar orð- ið að hætta bæði æfingum og keppni í bili vegna vinnu sinnar. Vara-uppspilari liðsins sem þú segir ranglega hafa lítið leikið með okkur en réttilega lítið æft með okkur hefur leikið sex af níu leikjum okkar og missti aðeins af fyrstu þremur leikjunum og þar með heimaleik okkar við K.A. Þess má geta að þessi umræddi uppspilari er Marteinn Guðgeirs- son sem er einn reynslumesti blakari okkar Þróttara og einn besti blakari landsins enda valinn besti blakari keppnistímabilsins 1987-88. Við Þróttarar leggjum allan okkar metnað í að mæta tímanlega til leiks með eins sterkt lið og við eigum hverju sinni, þess vegna þótti mér súrt í broti að neyðast til að þurfa að leika við K.A. liðið jafn sterkt og það er, án þess að vera með uppspil- ara. Leikurinn varð fyrir vikið hvorki fugl né fiskur og hvorugu liðinu samboðinn enda er það tilefni þessara skrifa. Þá langar mig til að upplýsa menn um það að blakdeild Þrótt- ar Nes. sendir nú á þessu keppn- istímabili 16 lið til keppni í íslandsmóti BLÍ og gefur auga leið að ferðakostnaður okkar er gífurlegur og margfaldur á við önnur félög þar með talið K.A. Þá sjaldan sem við notum flug þá reynum við að fara aðeins með þá leikmenn sem við komum örugglega til með að nota. í þessu tilfelli var þó ekki um slíkt að ræða þar sem við vorum með leiguflugi og í vélunum voru fjög- ur sæti laus sem við gátum ekki nýtt þar sem fleiri áttu ekki heim- angengt. Stefán Magnússon veit jafnvel og aðrir blakarar landsins að við leggjum okkar metnað í allt sem við gerum og því lýsa dylgjur um skort á metnaði best þeim sem þannig skrifar. Varð- andi þátt Flugleiða þá sendi ég að sjálfsögðu opið bréf til þess furðulega fyrirtækis sem á að birtast í Dagblaðinu, bréf þetta sendi ég sama dag og ég sendi fyrra bréf mitt til Dags, þannig að það ætti að fara að birtast. Að lokum langar mig til að minnast á upphaf greinar Stefáns ,þar sem hann sakar mig um grjótkast úr glerhúsi og það ekki 'í fyrsta sinn. Ég verð að viður- kenna að ég skil ekki hvað Stefán >er að tala um frekar en oft áður nema ef vera skyldi þau skipti sem ég hef skammað K.A. menn á blakþingum fyrir slælega frammi- stöðu í málefnum yngri aldurs- flokka og lái mér hver sem vill. Það er kannski best að ég rifji upp nokkur afreksverk K.A., mönnum til fróðleiks. 1. Veturinn 1988 mætti K.A. ekki til leiks hér í Nesk. með 2. flokks lið sín og ástæðan sögð sú að þar sem ekki væri fært yfir Fjöllin (ath. í febrúar) þá kæmust þeir ekki akandi og það væri allt- of dýrt að fljúga. Létu K.A.- menn vita af þessu tveimur dög- um áður en „turneringin“ átti að hefjast og olli þetta mótshöldur- um umtalsverðum óþægindum auk þeirrar óvirðingar sem öðr- um liðum var sýnd með þessari framkomu. í refsingarskyni var þriðja „turnering" vetrarins sem átti að vera á Akureyri færð til Reykjavíkur. K.A.-menn mættu að sjálfsögðu ekki í það mót og máttu teljast heppnir að sleppa frá þessu án sektar. 2. Haustið 1988 „gleymdu“ K.A.-menn að panta hús fyrir „turneringu" sem þeir áttu að sjá um í 3. flokki og þurfti að færa mótið á Sauðárkrók, að sjálf- sögðu með auknum kostnaði fyr- ir okkur Þróttara. 3. í febrúar 1989 setti K.A. allt úr skorðum í „turneringu“ 3. og 4. flokks í Kópavogi og það sama gerðist á Egilsstöðum rúm- um mánuði síðar. í báðum tilvik- um ætlaði K.A. eitt liða að mæta til leiks á síðustu stundu þ.e.a.s. sama dag og mótin áttu að hefjast en öll önnur lið voru mætt daginn áður. Setti þetta leiðinda svip á bæði mótin enda var leikið langt fram á nótt í báðum tilfellum og aðeins fyrir einstakan velvilja annarra liða að leikir K.A. fóru yfirleitt fram í þessum mótum. Til að fyrirbyggja að hlutir eins og þessir gætu endurtekið sig voru settar reglur um mótahald yngri flokka á síðasta blakþingi og bíðum við nú spenntir eftir því hvort K.A. mætir til leiks hér í Neskaupstað í jan. n.k. eða hvort þeir endurtaka rugl síðustu ára. Geta nú vonandi lesendur Dags sjálfir metið hverjir kasti steinum úr glerhúsum. Með blakkveðju Ólafur Sigurðsson form. blakd. Þróttar Nesk. Svar KA-manna: Enn geysist Ólafur fram á ritvöll- inn og fer mikinn enda hnýtur hann og fellur hér og þar á leið sinni en bröltir áfram og endar loks á málefnum alls óskyldum upphaflegum tilgangi þessara skrifa. Enn og aftur verð ég að benda Ólafi á að kvennalið KA gat ekki farið að fórna sínum hagsmunum fyrir lið Þróttar. Ólafur hlýtur að geta sett sitt lið í spor kvennaliðs KA. Þeir tveir leikmenn kvenna- liðsins sem voru í prófum í VMA I kl. 13.30 urðu skv. reglum VMA að sitja í prófi til kl. 14.30 hið minnsta enda rétt náðu þær í upphaf leiksins kl. ???? Eg vil ítreka að hefði ekki staðið svona illa á hjá kvennaliðinu okkar j hefði marg umrædd beiðni þín, um að leika kvennaleikinn á und- an verið samþykkt af okkar hálfu þrátt fyrir að greinar 3, 4 og 5 um frestanir leikja hjá BLÍ, sem þú Leikur UMFN og Tindastóls bar keim af því að jólin eru að nálgast. Leikmenn spiluðu af friðsemd og enginn varð af víkja af leikvelli með 5 villur. Heimamenn höfðu hins vegar betur og unnu öruggan sigur 96:80. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og skiptust liðin á því að hafa forystuna. Þó voru heima- menn öllu sterkari en tókst samt ekki að komast nema 4-5 stig yfir. Jafnt var í leikhléi 42:42. Njarðvíkingar tóku hins vegar af skarið snemma í síðari hálfleik og juku muninn jafnt og þétt. Á tímabili voru þeir komnir með 21 stig í forskot, 91:70 en gestunum tókst að klóra í bakkann fyrir leikslok. Loktölur urðu sem sagt 96:80 fyrir UMFN. Bestur heimamanna var Patrick Releford og var hann potturinn vitnar sjálfur í, hefðu þar með verið þverbrotnar. Þetta veist þú Ólafur. Ég ætla að biðja þig, Ólafur, næst þegar þú átt formlegt erindi við blakdeild KA eða önnur félög yfirleitt að snúa þér beint til formanns, mín í þessu tilfelli. Það einfaldar málin mikið og keniur í veg fyrir hugsanlegan misskilning. I bréfi þínu segist þú oft ekki skilja hvað ég sé að tala um. Ég veit svo sem ekki hverju ég má eiga von á ef satt er. E.t.v. er skilningsleysi þitt orsök þessara skrifa þinna frá upphafi. Éf fleira er óljóst í mínu máli þá bið ég þig að slá á þráðinn til mín, þú veist númerið. Það er rétt hjá Ólafi að vera stoltur af starfi yngri flokka Þróttara. Það er til fyrirmyndar og hef ég reynt að koma því að í opinberri umræðu um blak s.s. í Svæðisútvarpi Norðurlands. í síðasta hluta bréfs þíns ferð þú að ræða um málefni alls óskyld margumræddum leik. Sýnist mér að þessi síðasta vend- ing hjá þér hafi leitt þig beint í strand í röksemdafærslu fyrir breyttum leiktíma 2. des. sl. Datt mér í hug í þessu sambandi vísu- korn eftir Bjarna frá Gröf. Stýrimaður beygði bráður beint í land. Þrjú hundruð og þrjátíu gráður og þá var strand. Málflutningur af því tagi sem þú kallar afreksverk KA í mál- efnum yngri flokka kemur leik okkar 2. des. sl. ekkert við og er ekki þess eðlis að vera svaraverð- ur. Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur og mun verða svarað á öðrum vettvangi. Með von um að þú sért búinn að fullnægja þörfum þínum með skrifum þessum sendi ég þér og öðrum Þrótturum bestu jóla- kveðjur frá KA með von um drengilega keppni á næsta ári á blakvellinum. Stefán Magnússon, form. blakdeildar KA. og pannan í leik liðsins. Einnig áttu þeir Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlygsson ágætan leik. Tindastólsliðið var frekar dap- urt í leiknum. Þegar á heildina var litið átti Bo Heiden einna skástan leik en svo bar einnig að vanda töluvert á Vali Ingimundar- syni. Skotnýting þeirra var hins vegar slæm í leiknum og liggur nærri að Valur hafi ekki verið með nema um 25-30% skotnýt- ingu í leiknum. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson og dæmdu þeir mjög vel. Stig UMFN: Patrick Releford 32, Friðrik Ragnarsson 18, Teitur Örlygsson 16, Helgi Rafnsson 15, Kristinn Einars- son 10 og Jóhannes Kristbjörnsson 5. Stig UMFT: Bo Heiden 22, Valur Ingi- mundarson 20, Sturla Örlygsson 18, Pét- ur Vopni Sigurðsson 10, Stefán Péturs- son 6, Sverrir Sverrisson 2 og Ólafur Adolfsson 2. MG/AP Karfa: Tindastóll slakur í Njarðvíkiim i Þórsarinn Rúnar Sigtryggsson lætur hér rí neti KA. Þorvaldur Þorvaldsson og Karl í var staðið voru það KA-ntenn sem fögnui Akureyrar KA - sigraði Fyrri umfcrðin í Akureyrarmót yngri flokka í handknattleik fór fram í Iþróttahöllinni um helgina. Mjög mjótt var á mununum milli félaganna tveggja en að lokum varð niðurstaðan að KA sigraði í fímm leikjum, Þór í fjórum en tveir leikir enduðu jafntefli. Mótið hófst með leik í 4. flokki kvenna. Þar voru Þórsstelpurnar hlut- skarpari og sigruðu 6:4. í 3. flokki kvenna varð hins vegar hörð keppni og eftir mikla baráttu skildu liðin jöfn, 11:11. í 6. flokki karla voru KA-menn sterkari. Reyndar varð jafnt í keppni a-liða, 7:7, en KA-strákarnir sigruðu bæði í keppni b- og c-liða. I 5. flokki voru þeir gulklæddu einn- Þeir Hákon M. Örvarsson, Ingólfur Guðmi liðinu í handknattleik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.