Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. desember 1989 - DAGUR - 9 191 Blue Velvet. Hannah And Her Sisters. 20 bestu bandarísku kvikmyndlr 9. áratugarins 1. RAGING BULL Scorsese, 1980. 2. E.T. Spielberg, 1982. 3. BLUE VELVET Lynch, 1986. 4. HANNAH AND HER SISTERS Allen, 1986. 5. ATLANTIC CITY Malle, 1981. 6. RAIDERS OF THE LOST ARK Spielberg, 1981. 7. PLATOON Stone, 1986. 8. ONE UPON A TIME IN AMERICA Leone, 1984. 9. PRIZZI’S HONOR Huston, 1985. 10. THE KING OF COMEDY Scorsese, 1983. 11. THE DEAD Huston, 1987. 12. THE RIGHT STUFF Kaufman, 1983. 13. TOOTSIE Pollock, 1982. 14. THE FLY Cronenberg, 1986. 15. AMADEUS Forman, 1984. 16. RAIN MAN Levinson, 1988. 17. MELVIN AND HOWARD Demme, 1980. 18. TEARMS OF ENDEARMENT Brooks, 1983. 19. THE KILLING FIELDS Joffe, 1984. 20. BRAZIL Gilliam, 1985. 'til að gefa mörg atkvæði núna. Peirra á meðal má nefna The Big Chill, Back to the Future, Reds, Gandhi, Bull Durham, The Verdict, The Last Emperor, Broadcast News, Who Framed Roger Rabhit og Moonstruck. Tíminn hefur greinilega dregið úr gildi allra þessara kvikmynda, að minnsta kosti í augum sumra. A hinn bóginn hafa aðrar risið í áliti. Once Upon a Time in America komst ekki á lista gagn- rýnenda yfir 20 bestu myndirnar árið sem hún kom út. Núna sting- ur þessi sama mynd upp kollinum í 8. sæti á listanum yfir 20 bestu kvikmyndir áratugarins. En til að ■gæta fullrar sanngirni þá er rétt að láta þess getið að þeir sem greiddu Once Upon a Time atkvæði sín tóku flestir fram að þeir ættu við óstyttu útgáfuna en ekki þá rækilega tilklipptu sem var frumsýnd árið 1984. Áþckka sögu er að segja af Melvin and Howard sem kom út 1980 og þótti þá ekki ýkja merki- leg. Nú má finna hana á topp-20 listanum. Misjafnt gegni tveggja leikstjóra í skoðanakönnunninni komu fram mjög misjafnir dómar um tvo af mikilhæfari leikstjórum Bandaríkjanna, þá Steven Spiel- berg og Woody Allen. E.T. er ein ábatasamasta kvik- mynd Hollywood fyrr og síðar og einnig sú næstbesta á áratuginum ef marka má vinsældalistann. Þetta hindraði þó ekki Gerald Peary, á American Film, í að lýsa myndinni á svofelldan hátt: „Leiðinleg, leiðinleg." Og jafn- vel maður eins og Stephen Schiff, er hefur lýst Spielberg sem einum albesta leikstjóra 9. áratugarins, sá sig tilneyddan að bæta við: „Og einnig sá versti." Sumir gagnrýnandanna vilja jafnvel kafa svo djúpt að segja yngri myndir Spielbergs, The Color Purple og Empire of the Sun, varpa nýju Ijósi yfir stórgróða- myndirnar E. T. og Raiders ofthe LostArk. Afleiðingin verði sú að þær yngri fleyti þeim eldri inn á topp-20 listann. En þetta er nú líklega svipuð sálfræði og að kenna íslensku ríkisstjórninni um áflog drukkinna ungmenna í Bót- inni hér á Akureyri eða á Hall- ærisplaninu í Reykjavík. Tíu bestu kvikmyndir 9. áratugarins utan Bandaríkjanna 1. RAN Kurosawa, Japan. 2. FANNY AND ALEXANDER Bergman, Svíþjóð. 3. PIXOTE Babenco, Brasilíu. 4. LOCAL HERO Forsyth, Scotland. 5. THE NIGHT OF THE SHOOTING STARS Taviani bros, Ítalíu. 6. MY LIFE AS A DOG Hallstrom, Svíþjóð. 7. JEAN DE FLORETTE/MENON OF THE SPRING, Berry, Frakklandi. WINGS OF DESIRE, Wenders, Þýskalandi. BABETTE’S FEAST Axel, Danmörku. L’ARGENT Bresson, Frakklandi. WOMEN ON THE VERGE OF A NERVOUS BREAKDOWN Almodovar, Sþáni. 8. MY BEAUTIFUL LAUNDRETTE Frears, Englandi. BERLIN ALEXANDERPLATZ Fassbinder, Þýskalandi. DAS BOTT Petersen, Þýskalandi. A SUNDAY IN THE COUNTRY Tavernier, Frakklandi. 9. DIVA Beineix, Frakklandi. A ROOM WITH A VIEW Ivory, Bretlandi. THE OFFICIAL STORY Puenzo, Argentínu. 10. PELLE THE CONQUEROR August, Danmörku. HOPE AND GLORY Boorman, Bretlandi. Opiö til kl. 23 í kvöld HAGKAUP Akureyri -------------------------—. AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir deiliskipulag við Norðurgötu 55,60 og 62 Um er að ræða deiliskipulagstillögu sem sýnir: a) breytingu á Norðurgötu, sem staðfest var sem breyting á aðalskipulagi Akureyrar haustið 1987, b) breytingu á lóðarmörkum Norðurgötu 55 og c) breytingar á lóðarmörkum Norðurgötu 62 (lóð Hagkaups) og stækkun byggingarreits verslunar- húss til vesturs að nýjum lóðarmörkum við Norðurgötu. Uppdráttur er sýnir tillögu að deiliskipulagi þessa svæðis liggur frammi almenningi til sýnis á Skipu- lagsdeild Akureyrar, Hafnarstræti 81 b næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar þ.e. til föstudagsins 19. janúar 1990, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sértillöguna og gert athuga- semdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstjóri Akureyrar. ALÞÝÐUBANKAMÓT Bridgefélag Akureyrar og Bridgeklúbbur Hlíðarbæjar halda bridgemót laugardaginn 30. des. nk. og hefst mótið klukkan 10. - Mótið er öllum opið og spilað verður um silfurstig. - Mótið verður haldið í Félagsborg og er keppnisgjald kr. 2.000.- á par, en spilaður verður Mitcell- tvímenningur. Æskilegt er að keppendur mæti tímanlega til skráningar. - Kaffi verður á boðstólum allan daginn ókeypis. Verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 2. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 3. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. Alþýðubankinn gefur bikara til mótsins, auk farandbikars. 4.-6. verðlaun: Fjórar veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 7.-10 verðlaun: Bókaverðlaun. Auk ofangreindra verðlauna verða veitt bókaverðlaun fyrir efsta par eftir hvora lotu, sem verða tvær. BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR BRJ DGEKLÚBBUR HLÍÐARBÆJAR Vid grrum vel við okkir (olk . AlþVðubanklnn hf ___ Skipagotu 14 - simi 26777 Nýjar og gamlar bækur ■ Kaupangssireti 19 FROPI Oplð kl. 2-6 e.h —kjoteJl------ STEFANÍA HafnarstrKti K3 - 85 RESTAURANT - BAR Sími 26366

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.