Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1989 Framsóknarfólk Af gefnu tilefni skal þaö ítrekaö að þeir stuöningsmenn Framsóknar- flokksins á Akureyri, sem ekki eru flokksbundnir en vilja taka þátt í könnun 5. og 6. janúar 1990 um skipan 6 efstu sæta framboðslistans til bæjarstjórnarkosninga í vor, þurfa að láta skrá sig í Framsóknar- félögin á Akureyri fyrir áramót. Upplýsingar gefa: Svavar Ottesen, formaöur Framsóknarfélags Akureyrar vs. 24222, hs. 21654 og Sigfús Karlsson, formaöur FUFAN, hs. 23441. Sjómenn! Félagsfundur verður haldinn hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar, fimmtudaginn 28. desember n.k. kl. 10.30 f.h. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipa- götu 14, 4. hæð. Fundarefni: Kjaramál. Stjórnin. og sala íbúðar Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Mannrán Norski rithöfundurinn Mette Newth hlaut fyrstu verðlaujn fyr- ir bók sína Mannrán við úthlutun Evrópuverðlaunanna í barna- bókmenntum árið 1989. Bókin er nýkomin út hjá Iðunni í þýðingu Kristjáns Jóhanns Jónssonar. Til þessara verðlauna voru tilnefnd- ar 390 barna- og unglingabækur frá 16 Evrópulöndum og voru þau nú veitt í tólfta sinn. Fór afhending þeirra fram á Italíu þann 13. þessa mánaðar. Fyrir þessa sömu bók hlaut höfundur- inn ennfremur Norrænu barna- bókaverðlaunin árið 1988. Mette Newth er enginn ný- græðingur í skrifum. Fyrsta bók hennar kom út árið 1969 og síðan hefur hún skrifað mikið fyrir börn og unglinga og vissulega ánægjulegt að nú skuli verk hennar einnig berast til íslenskra lesenda. Mannrán, sem á frum- málinu ber nafnið Bortförelsen, er mögnuð saga. Hún segir frá tveim ungum inúítum sem rænt var og hafðir með til Noregs fyrr á öldum. Fléttast saga þeirra og heimafólksins saman á afdrifarík- an hátt, sem vissulega vekur til umhugsunar, því efni hennar heyrir síður en svo fortíðinni til þótt sögusviðið sé sótt til liðinna tíma. Hér er fjallað um árekstur tveggja menningarheima á spennandi og nærfærinn hátt. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Gengi þeirra er opinberlega skráð daglega. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. I Hvemig fer sala íbúðar fram? Umsögn ráðgjafastöðvar er veriö fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og /\ ^ \ Seljandi skiptir á fasteigna- seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin \ , geta verið tvö, ef seljandi þarf að aflétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- skilyrði fyrir tilboði. Allir kaupendur i húsbréfakerfinu verða að hafa í höndum skriflega umsögn ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sína og kaupverð íbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. /\ \ Seljandi fær kauptilboð. - \ Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. Tilboði tekið með fyrirvara um skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur bréf. Undirbúningur a ð skuldabréfa- Skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Afgreiðsla húsbréfadeildar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. (búðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. "1 \^KauPandl lætur Þ'Hg^ýs3 kaupsamningnum. Seljandi lætur þinglýsa ° \ fasteignaveðbréfinu. , veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir því að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbréfadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. Húsnæðisstofnun annast inn- heimtu fasteignaveðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi þess, þegar hér er komið. Seljandi ráðstafar húsbréfunum að Vild. Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun rfkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 696900 Kona að nafni Jackie Iðunn hefur gefið út bókina Kona að nafni Jackie eftir C. David Heymann. Hér er á ferð- inni opinská og persónuleg ævi- saga Jacqueline Kennedy Onass- is, konu sem hefur í meira en aldarfjórðung hlotið meiri frægð og umtal en flestar kynsystur hennar. Jackie er kona sem á sér ævin- týralega sögu. Hún hefur vakið ómælda aðdáun, forvitni, furðu, öfund, hneykslun og fyrirlitn- ingu. Fjölmiðlar hafa jafnan fylgst nteð hverju fótmáli hennar. í>ó hefur raunverulegt líf þessar- ar glæsilegu konu ávallt verið sveipað dularhjúp sem engum hefur tekist að skyggnast inn fyrir - fyrr en nú. I bókinni Kona að nafni Jackie er forsetafrúin fyrrverandi sýnd í réttu ljósi. Þar eru raktar ótrúleg- ar sögur af óbeisluðu ástalífi forsetans og óstjórnlegri eyðslu- semi Jackie og þar er skýrt hvers vegna og hvernig Jackie varð eins og hún er, dáð og hötuö, en ætíð jafn dularfull og umtöluð. í skugga ofsókna Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina / skugga of- sókna eftir Howard Fast. Howard Fast er höfundur bók- anna um Innflytjendurna sem náðu miklum vinsældum hér á landi sem annars staðar. Howard Fast skrifar hér um MacCarthy-ismann og ofsóknir á hendur fjölda þekktra manna á þeim tíma. Söguhetjan er stríðs- fréttaritari sem er ofsóttur af ráðamönnum í Washington. Howard Fast var einmitt einn af þeim sem ofsóttir voru og sat í fangelsi ásamt mörgum Beirum. Hann þekkir því sögusviðið af eigin reynslu. / skugga ofsókna er 185 blað- síður að stærð. Drottinn Guö, velt mér • vernd þina, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.