Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. janúar 1990 - DAGUR - 3 \ DAGS-ljósinu i Skjálfti fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor byrjaður: Horfur á míklum marniabreytingum í bæjarstjóm -þegarljóstaðbæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson, Freyr Ófeigsson og Áslaug Einarsdóttir ekki kost á sér áfram Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga á Akureyri er þessa dagana að komast á fullan skrið. Um helgina verður skoð- anakönnun meðal framsóknarmanna en aðrir flokkar, sem nú eiga fulltrúa í bæjarstjórn, eru sem óðast að ákveða til- högun við val á frambjóðendum. Ljóst er að talsverð breyt- ing verður á bæjarstjórn Akureyrar frá því sem nú er. Seint á síðasta ári varð ljóst að einn bæjarfulltrúi, Sigurður Jóhannesson fulltrúi framsóknarmanna, gæfi ekki kost á sér áfram og í Dagsljósinu í dag segjast tveir fulltrúar Alþýðu- flokks, þau Freyr Ófeigsson og Áslaug Einarsdóttir, ekki ætla að gefa kost á sér í bæjarstjórn áfram. Pá er einnig ljóst að fleiri flokkar hugsa sér til hreyfings og jafnvel heyrist um þverpólitíst framboð. Framsóknarflokkur Framsóknarmenn ríða á vaðið um helgina með það sem þeir kalla skoðanakönnun framsókn- armanna á Akureyri. Að sögn Svavars Ottesen, formanns Framsóknarfélags Akureyrar, verður könnunin meðal flokks- bundinna framsóknarmanna á Akureyri til að fá fram hverja þeir vilja sjá í 6 efstu sætum framboðslista flokksins í kosn- ingunum í vor. Kosið verður á föstudag, 5. janúar kl. 16-22 og á Sigurður Jóhannesson, Framsóknarflokki: Gefur ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í bæjar- stjórn. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Framsóknarflokki: Flokks- menn taka ákvörðun um skipan framboðslistans. laugardag, 6. janúar, kl. 10-16. Fulltrúar framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar eru nú þau Sigurður Jóhannesson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Sigurður hefur þegar gefið yfir- lýsingu um að hann gefi ekki áfram kost á sér til setu í bæjar- stjórn. Úlfhildur orðaði það svo í gær að hún væri til í allt en það væri alfarið í höndum sinna- flokksmanna að taka ákvörðun um skipan frambjóðenda á lista flokksins til bæjarstjórnar. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagsfólk hefur ekki tekið ákvörðun um tilhögun framboðs til bæjarstjórnar. Það liggur þó fyrir að Alþýðubanda- lagið verður sem fyrr með í slagnum. Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson sitja fyrir hönd Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn. í samtali við Dag í gær sögðu þau Sigríður og Heim- ir að þau hefðu ekki neina ákvörðun tekið um framhaldið. Sigríður sagði að hún myndi taka ákvörðun í samráði við sitt fólk, eins og hún orðaði það. Hún gat þess að áður en hún hellti sér í bæjarstjórnarpólitík fyrir átta árum hafi hún gefið til kynna að hún væri tilbúin að starfa í bæjar- stjórn í tvö eða þrjú kjörtímabil. Sú afstaða hefði ekki breyst. Alþýðuflokkur Hjá Alþýðuflokksmönnum liggur ekki fyrir ákvörðun um hvenær boðað verður til prófkjörs sem samkvæmt lögum flokksins þarf að boða til þegar valinn er fram- boðslisti. Ljóst er að miklar breytingar verða á lista flokksins frá því sem var fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Flokkurinn á nú þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og tveir þeirra lýstu því yfir í samtali við blaðið í gær að þau verði ekki með í slagnum fyrir komandi kosningar. „Ég hef ekki hugsað mér að halda áfram,“ sagði Freyr Ófeigsson, oddamaður Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn og í sama Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki: Ræði fyrst við mitt fólk. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálfstæðisflokki: Hef áhuga á áframhaldandi setu. Guðfinna Thorlacius, Sjálfstæðisflokki: Ekki búin að gera málið upp við mig. Jón Kr. Sólnes, Sjálf- stæðisflokki: Gef kost á mér til áframhaldandi setu. Hólmfríður Jonsdóttir, Kvennalista: Tökum vænt- anlega ákvörðun um fram- boð á fundi 20. janúar. Pétur Valdimarsson, for- maður Þjóðarflokksins: Framboð til bæjarstjórnar hefur verið rætt - ákvörð- un tekin í þessum mánuði. Sérframboð á Akureyri: Hefur verið rætt í fullri alvöru en ákvörðun verður væntanlega tekin á næstu dögum. Guðmundur Lárusson, Borgaraflokki: Hefur ekk- ert verið ákveðið - kemur í Ijós í fyllingu tímans. Stefán Valgeirsson, þing- maður Samtaka jafnréttis og félagshyggju: Útiloka ekki framboð á Akureyri. Freyr Ófeigsson, Alþýðu- flokki: Hef ekki hugsað mér að halda áfram. Gísli Bragi Hjartarson, Al- þýðuflokki: Afstaða mín ræðst meðal annars af vilja flokksmanna. Áslaug Einarsdóttir, Al- þýðuflokki: Ákveðin í að hætta í bæjarstjórn. streng tók Aslaug Einarsdóttir, þriðji bæjarfulltrúi flokksins. „Já, ég er búin að gera þetta upp við mig. Ef ég hefði verið yngri þá hefði ég verið áfram í slagnum en satt að segja finnst mér ég vera orðin of gömul í þetta," sagði Áslaug. Gísli Bragi Hjart- arson, annar bæjarfulltrúi flokksins, sagðist í gær ekki hata tekið ákvörðun um hvort hann gæfi kost á sér til áframhaldandi starfa í bæjarstjórn. Hann sagði afstöðu sína ráðast m.a. af vilja flokksmanna. Sjálfstæðisflokkur Mikil breyting hefur orðið á skip- an fulltrúa Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Tveir af kjörnum fulltrúum í síð- ustu kosningum, þau Gunnar Ragnars og Bergljót Rafnar hafa hætt setu í bæjarstjórn á tímabil- inu og í þeirra stað tekið sæti þau Guðfinna Thorlacius og Jón Kr. Sólnes. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins eru þeir Björn Jósef Arnviðarson og Sigurður J. Sig- urðsson. Sjálfstæðismenn ætla að halda forval í mánuðinum þar sem flokksbundnir og þeir sem ganga í flokkinn hafa tækifæri til að koma sínum tillögum um menn á lista á framfæri. Niðurstaða þessa forvals á að vera vísbending fyrir kjörnefndina þegar valið verður á lista en tillaga kjörnefndar að lista verður lögð fyrir fulltrúaráð. Listinn gæti orðið tilbúinn í febrúarmánuði. „Um það ræði ég við mitt fólk fyrst,“ sagði Sigurður J. Sigurðs- son aðspurður um hvort hann gefi áfram kost á sér til setu í bæjarstjórn. Guðfinna Thorla- cius sagðist ekki hafa gert þetta mál upp við sig en Jón Kr. Sólnes sagðist gefa kost á sér áfram í bæjarstjórn verði það vilji flokks- og stuðningsmanna. Söntu spurn- ingu svaraði Björn Jósef Arnvið- arson á þá lund að hann hafi full- an hug á áframhaldandi setu í bæjarstjórn verði honum treyst til þess. Aðrir flokkar Kvennalistinn bauð ekki fram í síðustu bæjarstjórnarkosningum á Akureyri en að sögn Hólmfríð- ar Jónsdóttir hefur ekki verið tekin afstaða til framboðs í vor. Það kann að skýrast á fyrirhug- uðum fundi kvennanna þann 20. janúar nk. „Við höfum rætt það að bjóða fram til bæjarstjórnar en höfum ekki tekið ákvörðun. Það verður gert í þessum mánuði," sagði Pétur Valdimarsson, formaður Þjóðarflokksins, þegar hann var spurður um afstöðu flokksfélaga á Akureyri til framboðs fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Borgaraflokkurinn hefur ekki fulltrúa í núsitjandi bæjarstjórn. Guðmundur Lárusson segir að framboð hafi borið á góma en engin ákvörðun verið tekin. „Þetta kemur allt í Ijós í fyllingu tímans,“ segir Guðmundur. Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka jafnréttis og félags- hyggju, útilokar ekki framboð Samtakanna á Akureyri. „Við niunum setja saman stefnu í sveitarstjórnarmálum og síðan verður að reyna á hvort fólk á hverjum stað vill tileinka sér þessa stefnu og bjóða fram á þessum nótum." Dagur hefur fyrir því öruggar heimildir að hópur manna á Akureyri hafi á síðustu vikum rætt um að bjóða fram sérlista til bæjarstjórnar í vor. Þær upplýs- ingar fengust í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um fram- boðið en mál muni skýrast á allra næstu dögum. Eftir því sem næst verður komið er framboðið, ef af verður, þverpólitískt. óþh/JÓH Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi: Tek ákvörðun í samráði við mitt fólk. Heimir Ingimarsson, Al- þýðubandalagi: Hef ekki tekið ákvörðun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.