Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. janúar 1990 - DAGUR - 5
Prettándagleði Pórs:
I Ialli og Laddi og
aðrir kunnir kappar
- gleðin hefst kl. 17 á laugardaginn
Halli og Laddi, Bjartmar Guð-
laugsson og Jóhann Már
Jóhannsson verða meðal
skemmtikrafta á þrettánda-
gleði Iþróttafélagsins Þórs
laugardaginn 6. janúar. At-
hygli skal vakin á því að þrett-
ándagleðin hefst að þessu sinni
kl. 17, en ekki um kvöldið eins
og tíðkast hefur. Að sögn
Aðalsteins Sigurgeirssonar,
formanns Þórs, er ástæðan sú
að Þórsarar ætla að halda
brennuball um kvöldið með
sömu skemmtikröftum.
„Ég tel að við höfum vandað
mjög til þrettándagleðinnar.
Þarna verða hefðbundnar kynja-
verur á ferð, álfakóngur og álfa-
drottning, tröll, púkar, álfar og
jólasveinar. Síðan verða dans-
atriði, Halli og Laddi skemmta,
Bjartmar tekur lagið og Jóhann
Már syngur. Þetta verður heil-
mikið fjör og ég vil hvetja sem
flesta til að mæta,“ sagði Aðal-
steinn.
Skemmtunin er að sjálfsögðu
haldin á félagssvæði Þórs. Brenn-
an verður á sínum stað og þrett-
ándagleði Þórs lýkur síðan með
veglegri flugeldasýningu. Aðal-
steinn sagði að Þórsarar ætluðu
að selja ódýra flugelda frá kl. 13
á laugardaginn í félagsheimilinu
Hamri svo fólki gæfist kostur á að
kveðja jólin með viðeigandi
hætti.
A Iaugardagskvöld er öllum
Þórsurum og velunnurum boðið
á brennuball í Húsi aldraðra.
Húsið verður opnað kl. 21 og
meðal skemmtikrafta verða Halli
og Laddi og Bjartmar Guðlaugs-
son. Boðið verður upp á miðnæt-
ursnarl sem kvennadeild Þórs
mun tilreiða. SS
bridds
j
Bridgefélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga:
Skagstrendingar höfðu betur
í vinabæjartvímenningnuni
Hinn árlegi vinabæjartví-
menningur í bridds á milli
Hvammstanga og Skaga-
strandar var haldinn snemma í
síðsta mánuði. Fóru leikar
þannig að Skagstrendingarnir
Jón Ingi Ingvarsson og Ingi-
bergur Guðmundsson sigruðu
mjög örugglega. Skagstrend-
ingar áttu einnig þá spilara sem
höfnuðu í öðru sæti en úrslit
urðu þessi: stig
1. Jón Ingi Ingvarsson/
IngibergurGuðmunds. Skagastr. 189
2. Eðvarð Hallgrímsson/
Stefán Lárusson Skagastr. 173
3. Bjarki Tryggvason/
Konráð Einarsson Hvammst. 166
4. Súsanna Þórhallsdóttir/
Sólveig Róarsdóttir Skagastr. 158
5. Eggert Karlsson/
Sigurður Þorvaldsson Hvammst. 156
6. Gunnar Stefánsson/
Rúnar Jóhannsson Skagastr. 154
7. Karl Sigurðsson/
Kristján Björnsson Hvammst. 154
Jólaeinmenningur Bridgefélags
Vestur-Húnvetninga á Hvantms-
tanga fór fram skömmu síðar og
aðaljólasveinn félagsins varð
Guðmundur Haukur Sigurðsson.
Annars varð röð efstu manna
þessi:
Stig
1. Guðmundur H.Sigurðsson 105
2. Sigurður Þorvaldsson 102
3. Eggert Ó. Levy 97
4. Bjarney Valdimarsdóttir 95
5. Eggert Karlsson 94
6. Einar Jónsson 94
7. Flemming Jessen 92
Jólatvímenningur félagsins fór
fram um miðjan desember og
sigruðu þeir Bjarki Tryggvason
og Konráð Einarsson nokkuð
örugglega. Annars varð röð efstu
manna þessi:
Stig
1. Bjarki Tryggvason/
Konráð Einarsson 109
2. Sigurður Sigurðsson/
Sigurður H. Sigurðsson 92
3. Erlingur Sverrisson/
Eggert Ó. Levy 87
4. Karl Sigurðsson/
Kristján Björnsson 81
Síðasta mót félagsins fyrir jól,
var svo jólahraðsveitakeppni.
Sigurvegarar urðu Sigurður Sig-
urðsson, Sigurður Hallur, Erling-
ur Sverrisson og Eggert Ó. Levy,
með 72 stig. 1 öðru sæti urðu
Flemming Jessen, Bjarney Valdi-
marsdóttir, Bjarki Tryggvason og
Rúnar Einarsson, með 62 stig.
Flest bronsstig félagsmanna á
tímabilinu frá september til des-
ember, hlaut Erlingur Sverris-
son, 110. í næstu sætum voru
eftirtaldir:
Stig
2. Bjarki Tryggvason 94
3. Eggert Ó. Levy 91
4. Örn Guðjónsson 83
5. Konráð Einarsson 69
6. Einar Jónsson 68
KK
Alþýðubankamótið í bridds:
Pétur og Anton fögnuðu sigri
Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson.
Þeir Pétur Guðjónsson og
Anton Haraldsson sigruðu á
Alþýðubankamóti Bridgefé-
lags Akureyrar og Bridgekl-
úbbs Hlíðarbæjar, sem fram
fór í Félagsborg þann 30 des.
sl. AIIs mættu 42 pör til leiks í
tvímenningskeppni, sem spiluð
var með Mitchell fyrirkomu-
lagi.
Spilað var um silfurstig, tvær
26 spila lotur og voru veitt verð-
laun fyrir 10 efstu sætin. Alþýðu-
bankinn gaf bikara fyrir 4 efstu
sætin auk farandbikars, fyrir sæti
frá 4-6, var veislumatur frá Hótel
Stefaníu í verðlaun og fyrir sæti
frá 7-10, voru bókaverðlaun frá
Fróða í Kaupvangsstræti.
Keppnisstjóri var Albert Sig-
urðsson en tölvuskráningu ann-
aðist Margrét Þórðardóttir.
Röð átta efstu para varð þessi:
Stig
1. Pétur Guðjónsson/
Anton Haraldsson 534
2. Ármann Helgason/
Stefán Sveinbjörnsson 524
3. Zarioh Hamadi/
Guðjón Pálsson 520
4. Eyþór Gunnarsson/
Þorsteinn Friðriksson 506
5. Grétar Örlygsson/
Örlygur M. Grlygsson 504
6. Ólatur Ágústsson/
Hörður Blöndal 502
7. Bjarni Jónasson/
Halldór Gestsson 499
8. Ólafur Lárusson/
Jakob Kristinsson 492
-KK
Frá Vöruhappdrætti S.Í.B.S.
Umboðið í Kristnesi hefur verið flutt í umboð
S.Í.B.S. Strandgötu 17, Akureyri, sími 23265.
Viðskiptavinir eru beðnir að snúa sér þangað.
Vöruhappdrætti S.Í.B.S.
umboð Akureyri.
Jazzleikfimi - Leikfimi
Erobikk - Þrekhringur
Um leiö og við í Dansstudiói Aiice, óskum öllum
nemendum okkar á síðasta ári gleðilegs árs með þakklæti
fyrir gamla árið, bjóðum við alla nýja nemendur vel-
komna í hópinn.
Margir strengdu ýmiss konar áramótaheit á þá vegu að
láta nú verða af því að gera eitthvað fyrir líkamann. Nú er
tækifærið að efna heitið og byrja strax, því fyrr því betra.
Leitaðu ekki langt yfir skammt. í Dansstudíó Alice er úr
mörgum tímum að velja svo þú ættir að finna eitthvað við
þitt hæfi. Hjá okkur hafa kílóin og sentimetrarnir flogið svo
um munar og vöðvar og þol styrkst.
Hugsaðu þig ekki um tvisvar, hringdu strax og aflaðu
upplýsinga og leitaðu ráðlegginga ef með þarf.
Það er aldrei of seint að byrja.
NámskeiÖ hefjast
8. janúar
1. Kvennaleikfimi - Músikleikfimi:
Rólegir tímar fyrir konur á öllum aldri. Vaxtarmótandi og styrkj-
andi æfingar, þol, teygjur og slökun engin hopp.
2. Leikfimi og megrun:
Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. Tilvalið fyrir þær
sem þurfa að ná af sér aukakílóum og þurfa á aðhaldi og hvatn-
ingu að halda.
Fylgst með hverri og einni, vigtað og mælt. - Síðan við byrjuð-
um fyrir ári, hafa fokið 61 kílól!
3. Magi, rass og læri: (Mjúkt erobikk)
Styrkjandi og vaxtamótandi æfingar með áhersiu á maga, rass og
læri. Fjörugir tímar, fjörug tónlist. Engin hopp.
4. Magi, rass og læri í tækjum:
Styrkjandi æfingar og mjúkt erobikk í sama tímanum.
5. Framhaldstímar - Púltímar:
Aðeins fýrir vana. Hröð og eldfjörug leikfimi. Púl og mikill sviti.
Mikið fjör. Dúndrandi tónlist.
6. Erobikk:
Hart erobikk með tilheyrandi hoppum og ærslum. Hressir tímar
fyrir konur og karla. Hörkupúl og sviti. Æðisleg tónlist.
7. Þrekhringir:
Tækjaleikfimi og erobikk í sama tímanum fyrir konur og karla.
Sannkallaður svitatími. Mikil hvatning - mikið tekið á. Rosa
fjörl!
8. Dagtímar og barnapössun:
Magi rass og læri kl. 14.00-15.00.
Konur, komið með börnin með ykkur. Við gætum þeirra á með-
an þið styrkið og fegrið líkamann.
9. Morguntímar - BARNAPÖSSUN:
Magi, rass og læri kl. 09.45-10.45.
Innritun og upplýsingar í síma
24979 frá kl. 14.00-20.00.
Skírteinaafhending og greiðsla sunnudaginn 7.
janúar frá kl. 14.00-16.00.
Tryggvabraut 22
Akureyri
(icmsstudzoi
Wcúice
Sími 24979
V/SA