Dagur - 05.01.1990, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1990
fréffir
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
við opnun sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri:
„Menntim í sjávarútvegi hefur
verið vanrækt undanfama áratugi“
í ferð sinni norður notuðu gestir tækifærið og skoðuðu Fiskeldi Eyjafjarðar.
Frá vinstri á myndinni eru Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jóhannes Geir Sigurgeirsson þingmað-
ur. Mynd: KL
Haraldur Bessason, háskóla-
rektor, sagði við opnun sjávar-
útvegsdeiidar Háskólans á
Akureyri í gær að starfshópur
hefði verið skipaður að til-
stuðlan Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, til að
efla deildina og stuðla að sam-
vinnu milli hennar og Sjávarút-
vegsstofnunar Háskóla Is-
lands. Auk þess verður unnið
að samvinnu milli deildarinnar
og útibús Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins á Akureyri
og flutningi útibús Hafrann-
sóknastofnunar frá Húsavík
til Akureyrar.
í starfshópnum eiga sæti Grím-
ur Valdemarsson forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
Jakob Jakobsson forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar og Árni Kol-
beinsson ráðuneytisstjóri.
Halldór Ásgrímsson óskaði í
ávarpi sínu til fundarins öllum
hlutaðeigandi til hamingju með
þennan merka áfanga. Mikið
gleðiefni væri fyrir sjávarútveg-
inn í heild að jafnmikill áhugi
væri fyrir fræðslu og menntun á
þessu sviði og raun bæri vitni.
„Þessi þáttur hefur verið van-
ræktur í þjóðlífi okkar á undan-
förnum árum og áratugum, án
þess að neinum sérstökum sé um
að kenna. Við þurfum á því að
halda að efla menntun í þessum
greinum, ekki aðeins á háskóla-
stigi heldur jafnframt á grunn-
skólastigi og framhaldsskólastigi.
Pað hlýtur að vekja virðingu fyrir
atvinnugreinum sjávarútvegs og
hvetja ungt fólk til að fara inn á
þessar brautir.
Því miður er það svo í dag að
áhugi er ekki nægilega mikill fyrir
því að starfa við sjávarútveg. Við
heyrum það oft hjá ungu fólki að
eitt það versta sem fyrir það gæti
komið væri að vinna í frystihúsi
eða hjá öðrum fyrirtækjum sjáv-
arútvegs. Hér er um mikinn mis-
skilning að ræða, því þessi störf
eru bæði mikilvæg og góð víða í
samfélaginu. Þjóðélagið byggir
að miklum hluta á þessari grein.
Öllum hlýtur að vera ljóst að
til lítils er að setja á stofn háskóla
sem ekki byggir að verulegu leyti
á rannsóknastarfsemi. Það er
jafnframt Ijóst að rannsókna-
starfsemi í þjóðfélaginu er alltof
lítil og of litlu fé varið til hennar.
Það eru hagsmunamál Háskólans
og stofnana 'sjávarútvegsins í
heild að tengjast saman böndum,
og því viljum við af heilum hug
tengja þessar stofnanir Háskól-
anum á Akureyri,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, og benti á að ofan-
greindar stofnanir gætu í sam-
vinnu við Háskólann og Fiskeldi
Eyjafjarðar byggt upp öfluga
rannsóknastarfsemi í sjávarút-
vegi á Eyjafjarðarsvæðinu á
næstu árum.
Háskólanum á Akureyri bárust
margar gjafir og góðar kveðjur í
gær, m.a. sérstakar heillaóskir
frá rektor Háskóla íslands. EHB
Góðar gjafir til Útsteins og Háskólans
Við vígslu Útsteins, stúdenta-
garðs við Skarðshlíð á Akur-
eyri, sl. haust tilkynnti Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri, að bær-
inn myndi síðar færa Félags-
stofnun stúdenta á Akureyri
listaverk eftir Ragnheiði Þórs-
dóttur til varðveislu í Útsteini.
Forseti bæjarstjórnar, Sigurð-
ur J. Sigurðsson, afhenti í gær
Sigurði P. Sigmundssyni, for-
manni stjórnar Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri listaverk
Ragnheiðar, sem ber heitið
„Uppgangur."
Sigfús Jónsson, bæjarstjóri,
greindi fyrir hönd bæjarsjóðs frá
ákvörðun um 250 þúsund króna
fjárframlag til bókakaupasjóðs
Háskólans á Akureyri. Þá lét
bæjarstjóri þess getið að bærinn
hefði hafið herferð í að hvetja
fyrirtæki á Akureyri til að láta fé
af hendi rakna til bókakaupa-
sjóðsins.
Við sama tækifæri færði Gunn-
ar Ragnars, fyrir hönd Útgerðar-
félags Akureyringa hf., bóka-
kaupasjóði HÁ 200 þúsund krón-
ur að gjöf. Haraldur Bessason,
háskólarektor, tók við þessum
peningagjöfum um leið og hann
þakkaði þann góða hug sem
bæjarsjóður og Útgerðarfélagið
sýndu Háskólanum með þeim.
Á mynd KL eru Sigurður J.
Sigurðsson, forseti bæjarstjórn-
ar, Sigurður P. Sigmundsson,
formaður stjórnar Félagsstofnun- I konan Ragnheiður Þórsdóttir.
ar stúdenta á Akureyri, og lista- | óþh
Útvarp Norðurlands:
Eyjólfur maður ársins
Eyjólfur Sverrisson, knatt-
spyrnumaður frá Sauðárkróki,
var valinn maður ársins á
Norðurlandi í Útvarpi Norður-
lands í vikunni. Eyjólfur stóð
sig mjög vel á árinu með liði
sínu Tindastóli, sem og lands-
liðinu í knattspyrnu U-21. Þá
gerði hann undir lok ársins
samning við þýska stórliðið
Stuttgart. Eyjólfur verður í
helgarviðtali Dags á morgun
og ræðir þar m.a. um atvinnu-
mennskuna í Þýskalandi.
Eyjólfur fékk 49 atkvæði í
kjörinu en næstur honum kom
Þorvaldur Örlygsson með 30
atkvæði. Þriðja sæti náði Geir-
mundur Valtýsson en 14 manns
greiddu honum atkvæði.
Meðal þeirra sem fengu
atkvæði í kjörinu voru: Ingunn
Svavarsdóttir, Daníel Á. Daníels-
son, Valgerður Sverrisdóttir,
Luca Kostic, Valur Ingimundar-
son, Finnbogi Baldvinsson, Hall-
björn Hjartarson, Kristinn
Björnsson, Stefán Magnússon,
Gestur Einar Jónasson, Alfreð
Gíslason, Stefán Gunnlaugsson
og Samherjamenn. JÓH
Formaður kj ördæmisstj órnar Borgaraflokks:
Guðmundur er ekki
talsmaður flokksíns
Vegna fréttaskýringar í Degi í
gær um undirbúning bæjar-
stjórnarkosninga á Akureyri
vill Ásvaldur Friðriksson, for-
maður kjördæmisstjórnar
Borgaraflokks í Norðurlands-
umdæmi eystra, taka fram eft-
irfarandi:
„Guðmundur Lárusson, sem
blaðamaður Dags hafði samband
við fyrir hönd Borgaraflokks,
hefur lítið sem ekkert komið
nálægt starfi Borgaraflokksins frá
síðustu kosningum og er hreint
ekki málsvari Borgaraflokksins á
Akureyri.
Varðandi framboð til bæjar-
stjórnar á Akureyri reikna ég
fastlega með að Borgaraflokkur-
inn verði með í þeim slag.
Um þessi mál hefur auðvitað
verið fundað. Þessi mál báru á
góma á aðalstjórnarfundi flokks-
ins í nóvember en engar ákvarð-
anir teknar. Síðan munum við
funda í janúar eða febrúar þar
sem endanleg ákvörðun verður
tekin um þessi mál.“ óþh
O
JQ ö> ö>
ö d> >
DC • <S
< U) C
m ö> c 3
■< 5P 00 O co
z r- 00 c (O Jr c\i :0 ío
Q c £ c
± m
Oí c
l-f </) 2 C £
<n ® <0 g. "ö m
DC § V IV S|
<| o ^ Q. O
(/> 15
• U) — c
E C0 .= > s a
DC ■ mtm ™ o =>
(0 <0 c
m (0 Q
< •
* g
3 E <C -J