Dagur - 05.01.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1990
hvað er að gerast
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: Rl'KARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Aðeins ein leið
skilar raunverulegum
kjarabótum
Nú standa fyrir dyrum samningar um kaup og kjör
á almennum vinnumarkaði og hófust viðræður fyrir
nokkru. Aðilar beggja vegna borðsins, vinnuveit-
endur og verkalýósforystan, virðast gera sér grein
fyrir því að svigrúm til launahækkana er lítið, þar
sem þjóðarframleiðslan mun að öllum líkindum
dragast enn nokkuð saman á þessu ári, þriðja árið í
röð. Við slíkar aðstæður er svigrúm til launahækk-
ana lítið. Þess vegna má fullyrða að verði gerðir
óraunhæfir kjarasamningar nú, sem taka ekki tillit
til aðstæðna í þjóðarbúskapnum, fylgi ný efnahags-
kollsteypa í kjölfarið. Þá mun verðbólguhjólið snú-
ast hratt að nýju og sá árangur sem þegar hefur
náðst í efnahagslífinu verða að engu á skammri
stundu. Þjóðin hefur margsinnis fengið að kynnast
afleiðingum svokallaðra verðbólgusamninga, sem
hafa ávallt fært launþegum fleiri en jafnframt
verðminni krónur en þeir höfðu áður. Slíka samn-
inga vill enginn.
Smám saman hefur verið að myndast almenn
samstaða um það að fara nýja leið við gerð kjara-
samninga að þessu sinni. í stað þess að hækka
launin og síðan verðlagið og vextina í kjölfarið,
ræða aðilar vinnumarkaðarins það í fullri alvöru að
beita niðurfærslu. Forvígismenn beggja fylkinga,
launþega og atvinnurekenda, hafa lýst þeirri skoð-
un sinni að það sé sameiginlegur hagur þeirra að
verðbólga minnki og vextir lækki. Þeim virðist jafn-
framt ljóst að ef gerðir verða óraunhæfir kjara-
samningar nú, mun þróun efnahagsmála hér á
landi næstu mánuði gagna þvert gegn þessum
sameiginlegu hagsmunum. Þá mun verðbólga vaxa
og vextir hækka.
Þótt því sé oft haldið fram að ríkið eigi ekki að
blanda sér í samninga á vinnumarkaði, hlýtur sú
skylda að hvíla á stjórnvöldum að þau leggi sitt að
mörkum til að greiða fyrir gerð raunhæfra kjara-
samninga. Það er fullkomlega eðlilegt að ráðandi öfl
í þjóðfélaginu vinni sameiginlega að því að ná svo
mikilvægu markmiði. Ríkisstjórn hefur enda þegar
lýst yfir vilja sínum til samvinnu, m.a. með því að
fresta gjaldskrárhækkunum ýmissa opinberra
stofnana, þrýsta á um lækkun vaxta og hafa mjög
strangt eftirlit með verðlagi. Með þessu hafa stjórn-
völd þegar greitt verulega fyrir því að skynsamlegir
samningar geti tekist.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar og Verkamannasambands íslands, hefur
lýst því yfir að eins og málum er nú háttað, felist
einu hugsanlegu kjarabæturnar í niðurfærsluleið-
inni. Ef farin verði hefðbundin leið í samn-
ingaviðræðunum fari allt á versta veg. Undir þau
orð skal tekið. BB.
I
Leikklúbburinn Saga:
Fúsi froskagleypir snýr aftur
Leikklúbburinn Saga hóf 13.
leikár sitt með frumsýningu þann
9. desember síðastliðinn á barna-
leikritinu Fúsa froskagleypi eftir
Ole Lund Kirkegaard í þýðingu
Olgu Guðrúnar Árnadóttur og
með tónlist eftir Jóhann Morá-
vek, Arnar Tryggvason og Frið-
þjóf Sigurðsson. Höfundur söng-
texta er Ólafur Haukur Símonar-
son en mikið er sungið í leikritinu
við undirleik sex manna hljóm-
sveitar.
Sex sýningar voru á leikritinu
fyrir jól en nú verða teknar upp
sýningar að nýju og verður 7.
sýning 7- janúar kl. 17, 8. sýning
verður að kvöldi þriðjudagsins 9.
janúar og tvær síðustu sýningar á
leikritinu eru fyrirhugaðar laug-
ardaginn 13. janúar og sunnudag-
inn 14. janúar kl. 17.
Leikritinu hefur verið mjög vel
tekið og aðsókn góð. Alls taka 23
leikarar þátt í sýningunni á aldr-
inum 13-22ja ára. Leikstjórar eru
þau Jakob Bjarnar Grétarsson og
Steinunn Ólafsdóttir.
Leikritið fjallar um óþokkann
Fúsa froskagleypi sem pínir litlu
strákana sem skortir vöðva en
ekki vit því þeir leika Fúsa oft
grátt. Smiðurinn sér svo um að
flengja Fúsa og frú Ólsen
skammar alla, fleiri skemmtileg-
ar persónur eiga heima í bænum
hans Fúsa. Einn daginn kernur
svo sirkus í bæinn og þá fara hlut-
irnir að gerast og í ljós kemur að
verstu skúrkar geta verið hinir
nýtustu þjóðfélagsþegnar.
Akureyringar og nágrannar
eru hvattir til að missa ekki af
Fúsa froskagleypi. Leikritið er
sýnt í félagsmiðstöðinni í Dyn-
heimum við Hafnarstræti.
bridds
íþróttafélagið Þór:
Glæsfleg þrettóndagleði
- Halli og Laddi, Bjartmar og Jóhann Már
Hin árlega þrettándagleði Þórs
verður haldin nk. laugardag, 6.
janúar, á félagssvæði Þórs í Gler-
árhverfi. Að þessu sinni hefst
skemmtunin kl. 17 síðdegis. Þar
verða hefðbundin skemmtiatriði,
álfakóngur, álfadrottning, tröll,
púkar og ýmsar kynjaverur koma
fram. Dansflokkur skemmtir og
þá troða hinir sívinsælu Halli og
Laddi upp. Bjartmar Guðlaugs-
son spilar og syngur og Jóhann
Már Jóhannsson þenur radd-
böndin af alkunnri snilld. Brenn-
an mun loga glatt og glæsileg
flugeldasýning er rúsínan í pylsu-
endanum. Ódýrir flugeldar verða
til sölu í Hamri, félagsheimili
Þórs, frá kl. 13 á laugardaginn.
Miðaverð á þessa umfangsmiklu
og vönduðu þrettándagleði er
500 kr. en börn 6 ára og yngri fá
ókeypis aðgang.
Um kvöldið verður Þórsurum
og stuðningsmönnum boðið á
brennuball í Húsi aldraðra. Hús-
ið verður opnað kl. 21 og þar
munu Halli og Laddi og Bjartmar
Guðlaugsson koma fram.
Kvennadeildin býður upp á girni-
legt miðnætursnarl og Þórsarar
lofa góðri kvöldstund, laugardag-
inn 6. janúar er jólin verða
kvödd.
Bikarkeppni Norðurlands í Bridds:
Dregið í 8 liða úrslit
Bikarkeppni Norðurlands í
sveitakeppni, stendur yfir og
er nú komið að 8 liða úrslitum.
Dregið var á skrifstofu Bridge-
sambands Islands um hvaða
sveitir spili saman og á fyrr-
nefnda sveitin heimaleik.
1. Örn Einarsson Akureyri-
Grettir Frímannsson Akur-
eyri.
2. Kristján Guðjónsson Akur-
eyri-Jón Örn Berndsen Sauð-
árkróki.
3. Gylfi Pálsson Eyjafirði-Guð-
mundur H. Sigurðsson
Hvammstanga.
4. Hermann Tómasson Akur-
eyri-Dagur Akureyri/Guð-
laugur Bessason Húsavík.
Eins og fyrr eru spiluð 4x10
spil í hverjum leik og skal þessari
umferð lokið fyrir 5. febrúar n.k.