Dagur - 17.01.1990, Side 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 17. janúar 1990 11. tölublað
Altt: -fynrir-
herrana
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Frestun gjaldskrár-
hækkunar samþykkt
meirihlutinn lenti í minnihluta
Eins og flestum er kunnugt fór
Iðnaðarráðuneytið fram á það
við sveitarstjórnir landsins að
þær frestuðu hækkunum á
gjaldskrám hitaveitna þangað
til niðurstaða væri komin í við-
ræður launþega og vinnuveit-
enda um kjarasamninga.
Björn Sigurbjörnsson fulltrúi
Alþýðuflokks í bæjarstjórn
lagði fram tillögu þess efnis á
fundi bæjarstjórnar fyrr í vik-
unni.
Bæjarstjórn Sauðárkróks fór
fram á 10% hækkun gjaldskrár
og fékk heimild til þess. í kjölfar
erindis Iðnaðarráðuneytisins
lagði Björn fram tillögu þess efn-
is að hækkun gjaldskrár yrði
frestað. Þessi tillaga var sam-
þykkt naumlega með 5 atkvæð-
um gegn 4. Það sem helst vakti
athygli við atkvæðagreiðslu þessa
var að fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og K-lista sem saman mynda
meirihluta ásamt Alþýðuflokki,
greiddu atkvæði gegn tillögunni
en Framsóknarmenn og fulltrúi
Alþýðubandalags greiddu tillög-
unni atkvæði ásamt flytjanda
hennar.
Allsnarpar umræður spunnust
um þessa tillögu og lýsti fulltrúi
K-lista Hörður Ingimarsson því
yfir að honum fyndist eðlilegast
eins og staðan væri, að fulltrúi
Útgerðarfélag KEA:
Selur Eyfell EA
tíl Snæfellsness
Alþýðuflokks annaðist gerð fjár-
hagsáætlunar með Framsókn-
armönnum sem þó eru í minni-
hluta. Þá sté Björn Sigurbjörns-
son í pontu og spurði Hörð hvort
hann væri með þessum orðum
sínum að reka sig úr meirihlutan-
um. Síðar kom það í ljós er
Knútur Aadnegard fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks sté í ræðustól að
ákveðið hefði verið innan meiri-
hlutans að menn hefðu óbundnar
hendur gagnvart þessari tillögu
og gætu því greitt atkvæði eftir
sinni sannfæringu.
En að lokum var tillagan sam-
þykkt eins og áður sagði með 5
atkvæðum gegn 4. En það má
eiginlega segja að meirihluti
bæjarstjórnar hafi lent í minni-
hluta í þetta skipti. kj
„Viltu nammi, væna?“
Mynd: KL
Stjórn Byggðastofhunar saiji-
þykktí sfyrkveitingu til H.O.
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkti á fundi á Akureyri í gær
styrkveitingar til nokkurra
sjávarútvegsfyrirtækja og er
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf.
eitt þeirra samkvæmt heimild-
um Dags. Ekki er um að ræða
styrk frá Byggðastofnun, held-
ur ákvað ríkisstjórnin á haust-
dögum að fela stofnuninni að
úthluta 50 milljónum króna til
fyrirtækja sem standa höllum
fæti og hafa notið fyrirgreiðslu
úr Atvinnutryggingasjóði
Hlutafjársjóði.
og
Fjárhagsleg endurskipulagning
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf.
hefur staðið yfir um nokkurra
mánaða skeið og er nú farið að
sjá fyrir endann á þeirri vinnu.
Samkvæmt heimildum Dags
verður umræddur styrkur nýttur
til að lækka skuldastöðu fyrir-
tækisins og reyna að styrkja stoð-
ir þess enn frekar.
Málefni fiskeldisfyrirtækja
voru til ítarlegrar umræðu á
stjórnarfundinum í gær. Stjórnin
ákvað afgreiðslu lána til tveggja
fiskeldisfyrirtækja á Norður-
landi, Miklalax hf. í Fljótum og
Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Þá
komu málefni fiskeldisfyrirtækis-
ins Árlax hf. til umræðu og kom
m.a. fram áhugi heimamanna á
áframhaldandi rekstri, seiðaeldi í
Ártungu og áframhaldandi eldi á
Kópaskeri. Fram kom að aðilar á
Austurlandi hefðu sýnt því áhuga
að fara í samstarf við heimamenn
um áframhaldandi eldi í sjókví-
um á Austurlandi.
Málefni Útgerðarfélags Norð-
ur-Þingeyinga komu til umræðu á
fundinum. Fram kom það álit
manna að gjaldþrot útgerðarfé-
lagsins væri dýrasti kosturinn í
stöðunni. Guðmundi Malmquist,
forstjóra Byggðastofnunar, var
falið að skrifa bréf til ríkisstjórn-
arinnar og gera henni grein fyrir
stöðu ÚNÞ og hvaða möguleikar
væru í erfiðri stöðu þess. óþh
- heldur þó eftir 650
Fyrsta ferð Saga-Reisen til Akureyrar 4. júlí:
Svisslendíngar skeiða beint á Vmdheimamela
- forstjóri Saga-Reisen segir mikinn áhuga á Norðurlandsflugi
Ferðaskrifstofan Saga-Reisen í
Sviss hefur ákveðið að gangast
fyrir beinu flugi á milli Zurich í
Sviss og Akureyrar næsta
sumar. Aætlaðar eru sjö bein-
ar ferðir milli staðanna og
verður fyrsta ferðin 4. júlí í
tengslum við Landsmót ís-
lenskra hestamanna á Vind-
heimamelum.
mörg ár, hafi kvartað undan því
að þurfa að fljúga til Keflavíkur
þegar Norðurland hafi verið að-
almarkmið ferðar þeirra.
„Ég hef trú á því að þessi nýj-
ung eigi eftir að auka enn ferða-
mannastrauminn til Norður-
lands. Þessi landshluti býður upp
á óteljandi möguleika fyrir nátt-
úruunnedur, en það eru einkum
slíkir ferðamenn sem sækja í
þessar íslandsferðir," sagði Beat
' Iseli forstjóri Saga-Reisen í Sviss.
Saga-reisen stendur fyrir þess-
um ferðum í samvinnu við Ferða-
skrifstofu Akureyrar, Bílaleigu
Akureyrar, Ferðaskrifstofuna
Nonna og bæjaryfirvöld á Akur-
eyri og verður flogið með Boing
737 vélum. AP
Miklilax í Fljótum:
Sýnishom mælist vel fyrir erlendis
tonna þorskígilda
botnfiskkvóta
Útgerðarfélag Kaupfélags
Eyflrðinga hefur selt Krist-
jáni Guðmundssyni útgerðar-
manni á Rifl á Snæfellsnesi,
Eyfell EA 140, bát sem félag-
ið tók upp í sölu Snæfellsins
EA til Þorbjarnar hf. í
Grindavík fyrir skömmu.
Eyfell EA sem áður hét
Sigurður Þorieifsson GK 256,
er 167 tonna stálskip smíðað
á Akureyri árið 1973 og var
það aflient nýjum eigendum
um helgina.
Að sögn Magnúsar Gauta
Gautason kaupfélagsstjóra,
fylgja bátnum síldarkvóti og 40
tonn af rækju en félagið heldur
cftir 650 tonna þorskígilda
botnfiskkvóta.
„Með þessari sölu er búið að
tryggja meira hráefni fyrir
frystihúsið í Hrísey en það hafði
áður en farið var út í að selja
Snæfellið. Á þessarí stundu er
ckki ákveðið hvað verður gert í
framhaldi af sölu Eyfellsins en
ákvörðun uin það verður tekin
mjog fljótlega," sagði Magnús
Gauti ennfremur. -KK
Að sögn Beat Iseli forstjóra
Saga-Reisen er mikill áhugi á
þessum ferðum hjá Svisslending-
um og reyndar í öllum þýskumæl-
andi löndunum. „Við höfum þeg-
ar fengið margar pantanir þrátt
fyrir að við séum varla farnir að
auglýsa þessar ferðir,“ sagði for-
stjórinn í samtali við Dag.
Ástæðuna fyrir því að ferða-
skrifstofan ákveður að fljúga
beint til Akureyrar segir sviss-
neski forstjórinn vera þá að
margir farþega þeirra til Islands
undanfarin ár, en Saga-Reisen
hefur staðið fyrir íslandsferðum í
Fiskeldisfyrirtækið Miklilax
hf. í Fljótum hefur fengið afar
jákvæð viðbrögð við sýnis-
hornum sem send hafa verið til
Þýskalands og Hollands.
Roðflett og fryst flök ásamt
frystum flökum hafa verið
send til þessara landa og ráða-
gerðir eru um að senda sýnis-
horn til Frakklands á næst-
unni, m.a. reyktan lax.
Reynir Pálsson, framkvæmda-
stjóri, segir að margar fyrirspurn-
ir hafi borist frá erlendum aðilum
varðandi framleiðsluvörur Mikla-
lax. Miklar vonir eru bundnar við
Frakklandsmarkaðinn en þar er
starfandi sérstakur umboðsmað-
ur fyrirtækisins.
Slátrun hefst hjá Miklalaxi í
lok mars eða byrjun apríl, en að
sögn Reynis skiptir höfuðmáli að
geta boðið upp á 3 kg fisk. Fyrir
þann þyngdarflokk fæst hærra
verð en fyrir léttari fisk, auk þess
sem hentugra er að reykja lax
sem er 3 kg eða þyngri.
Fyrirhugað er að slátra 200
tonnum frá því snemma í vor þar
til í ágúst. Frá og með nóvember
verður hægt að slátra stöðugt all-
an ársins hring í stöðinni. „Ég sé
ekki annað en að bjart sé yfir
rekstrinum. Aðalatriðið er að
menn nái að framleiða, nógir eru
um að selja vöruna,“ segir Reyn-
ir. EHB