Dagur - 17.01.1990, Side 2

Dagur - 17.01.1990, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. janúar 1990 ----------------------------------------i Viðgerð á Strákagöngum á áætlun næsta vetur: fréttir Á dagskránni er nýtt gólf, frárennsli og regnfóðring - kostnaður er áætlaður 50-70 milljónir króna Að öllu óbreyttu verður ráðist í viðgerð á Strákagöngum við Siglufjörð veturinn 1990/1991. Aætlanir gera ráð fyrir viðgerð á gólfi, fóðrun í lofti ganganna og afrennslislögnum og er áætlaður kostnaður á núvirði 50-70 milljónir króna. Jónas Snæbjörnsson, umdæm- isverkfræðingur Vegagerðar rík- isins á Sauðárkróki, segir að við- gerð á Strákagöngum sé á áætlun og við það sé miðað að ráðist verði í verkið næsta vetur. „Gólf ganganna er illa farið og nauð- synlegt er að skipta um það. Þá þarf um leið að lagfæra frárennsl- ið. Væntanlega verður einnig sett upp einskonar regnfóðring innan í göngin þannig að vatn sem drýpur úr berginu verður leitt út til hliðanna. Til þess verður not- að plastfrauð, svipað efni og gert er ráð fyrir að fóðra Ólafsfjarðar- göngin með,“ segir Jónas. Hafist var handa við gerð Strákaganga árið 1965 og voru þau formlega vígð 10. nóvember 1967. Að sögn Jónasar hefur lítið verið gert við göngin á þessum tíma og því ekki vanþörf á að lag- færa þar ýmislegt. Til greina kemur að bjóða verkið út í heilu lagi eða hlutum. Jónas segir að ekki liggi fyrir nein ákvörðun um þetta. Þá-befur ekki verið gengið frá áætlun um kostnað, en hann gæti numið á STAÐGREÐSLA 1990 SKArTHLUTfm OG PERSÓNUAFSIÁTTUR ÁRÐ 1990 ALMENNT SKATTHLUTFALL ER39,79% Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI bilinu 50-70 milljónum króna. Inn í þessari tölu er ekki ný hurð fyrir vestari munna ganganna, en Jónas segir nauðsynlegt að fá þar nýja hurð. óþh Snjómokstur: 20 mílljóna króna munur ámilli ára - í umdæmi Vegagerð- arinnar á Sauðárkróki Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var um 20 milljóna1 króna munur á kostnaði vegna snjómoksturs á milli áranna 1988 og 1989. Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar umdæmisstjóra Vegagerð- arinnar, þá er aðal snjómoksturs- tíminn frá janúar og fram í maí. Allt árið í fyrra var 34 milljónum varið í snjómokstur þar af 28 fyrri hluta ársins en aðeins tæp- um 6 milljónum seinni hlutann. Árið 1988 var 10 milljónum varið í mokstur fyrri hluta árs en 5 milljónum seinni hlutann. Þarna sést munur á milli ára upp á um 20 milljónir. Aðal- ástæðan fyrir því sagði Jónas vera páskahretið sem kom í fyrra en það mun hafa hreyft vel við sjóð- um Vegagerðarinnar. í Skagafirði einum nam beinn snjómoksturskostnaður tæpum þrem milljónum í fyrra en rúm- lega fjórum milljónum árið 1988. kj Skautasvæði opnuð hjá KA og Þór Fyrir nokkru síðan var vélfrysta skautasvell Skautafélags Akur- eyrar opnað almenningi á vissum tímum. Nú hefur verið bætt um betur og skautasvæði opnuð bæði á félagssvæði KA við Lundar- skóla og á félagssvæði Þórs við Glerárskóla. Hér eftir ættu unnendur skautaíþróttarinnar því að eiga auðvelt með að finna sér stað til þess að sýna listir sínar. , ÁV, 3 Bifhjólamenn hafa enga heimild til aö aka hraðar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.