Dagur - 17.01.1990, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. janúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sjálfsögð réttarbót
Það hefur nú fengist staðfest með setningu bráða-
birgðalaga að tafarlaus aðskilnaður dómsvalds og
umboðsvalds er bæði nauðsynlegur og sjálfsagður.
Lagasetningin kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar
þess efnis að sýslumenn geti ekki bæði stjórnað
lögreglurannsókn í opinberum málum og dæmt í
þeim. Sú dómsniðurstaða kemur fáum á óvart eftir
það sem á undan er gengið.
Máltækið segir að oft velti lítil þúfa þungu hlassi.
Eru það orð að sönnu hvað varðar þær þörfu breyt-
ingar sem nú eru að eiga sér stað á dómskerfinu.
Forsaga þeirra er sú að sumarið 1984 var Akureyr-
ingurinn Jón Kristinsson kærður vegna tveggja
umferðarlagabrota og síðla sama árs sakfelldur í
héraði. Jón vildi ekki una þeirri dómsniðurstöðu og
áfrýjaði til Hæstaréttar, sem staðfesti dóminn að
hluta í nóvember 1985. í framhaldi af því kærði Jón
Kristinsson ríkisstjórn íslands til Mannréttinda-
nefndar Evrópu fyrir að hafa brotið Mannréttinda-
sáttmála Evrópu með því að einn og sami maður-
inn rannsakaði og dæmdi í málinu á Akureyri. Af
þeim sökum hefði hann ekki notið réttlátrar rann-
sóknar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu
að ríkisstjórn íslands væri brotleg gegn Mannrétt-
indasáttmála Evrópu og ákvað að skjóta málinu til
Mannréttindadómstóls Evrópu, fyrst íslenskra
mála. Þegar þarna var komið sögu sáu íslensk
stjórnvöld sér þann kost vænstan að semja við Jón
Kristinsson um að hann fengi endurgreiddan sak-
arkostnað og sekt vegna málsins og lögfræðikostn-
að að fullu greiddan, auk þess sem málalokin yrðu
færð í sakaskrá.
Þar með var fyrrnefndu máli Jóns Kristinssonar
lokið. En hlassið var svo gott sem oltið. í síðustu
viku kvað Hæstiréttur upp úrskurð í minniháttar
sakamáli úr Árnessýslu. Úrskurðurinn var á þá leið
að málið skyldi sent aftur heim í hérað til löglegrar
meðferðar og dómsálagningar. Með úrskurði þess-
um féllst Hæstiréttur á það með Mannréttinda-
nefnd Evrópu að óhlutdrægni í dómsstörfum sé
ekki tryggð, þegar sá sem stjórnar lögreglurann-
sókninni dæmir einnig í málinu.
Alþingi samþykkti á síðasta ári lög um aðskilnað
dómsvalds og.umboðsvalds í héraði. Þau lög taka
þó ekki gildi fyrr en 1. júlí árið 1992. Bráðabirgða-
lögin, sem sett voru um síðustu helgi, um skipan
sérstakra héraðsdómara víða um land, eru einung-
is rökrétt afleiðing þess sem á undan var gengið.
Þau voru sett vegna þess að gamla fyrirkomulagið
stóðst ekki lengur. Þau flýta því einfaldlega að
sjálfsögð réttarbót komist á. Það er fagnaðarefni.
Ljóst er að hin aldna kempa, Jón Kristinsson, á
stóran þátt 1 því hvernig mál hafa skipast. Hann á
heiður skilinn fyrir framgöngu sína. BB.
Uppbygging skilakerfis fyrir einnota umbúðir:
Þegar ruslið breytist í peninga
- spjallað við Gunnar Garðarsson, umsjónarmann með
starfsemi Endurvinnslunnar á Norðurlandi eystra
Eins og Dagur skýrði frá í byrj-
un vikunnar varð sú breyting á
starfsemi móttökustöðvar fyrir
einnota öl og gosdrykkjaum-
búðir á Akureyri að Endur-
vinnslan hf. í Reykjavík tók
við rekstrinum af hlutafélaginu
Köru. Gunnar Garðarsson
sem haft hefur veg og vanda af
starfseminni tekur nú að sér að
þjónusta allt Norðurland
eystra og kemur m.a. í hlut
hans að fara á staðina og semja
við verslanir um móttöku og
greiðslu fyrir umbúðir. Fyrstu
dósavélarnar eru nú að líta
dagsins Ijós á Norðurlandi og
búast má við að verslanirnar
taki ein af annari slík tæki í
notkun. Gunnar var spurður
nánar út í fyrirkomulag mót-
töku þessara umbúða í nánustu
framtíð.
„Já, ég mun nú hefjast handa
við að reyna að fá verslanirnar til
að taka við þessum umbúðum og
greiða fyrir þær. Við munum
byrja á að þjónusta þá staði þar
sem engin móttaka er í dag en
hvað Akureyri varðar þá verður
starfsemin nánast óbreytt í mót-
tökustöðinni á KA-svæðinu á
meðan við sjáum hvað verslan-
irnar ætla að gera í sambandi við
vélar fyrir móttökuna. Nú þegar
eru fyrstu vélarnar komnar til
Akureyrar og þær verða settar
upp í verslun Hagkaups. Eftir því
sem fleiri vélar bætast í verslan-
irnar munum við síðan breyta
okkar opnunartíma í móttöku-
stöðinni. Næstu tvo til þrjá mán-
uði verður þetta þó aígerlega
óbreytt," segir Gunnar.
Samningur út um þúfur
Hlutafélagið Kara var á sínum
tíma stofnað til móttöku einnota
umbúða og í fjáröflunarskyni fyr-
ir KA. Gunnar segir að áfram
muni KA njóta góðs af þessari
starfsemi á þann hátt að Endur-
vinnsla greiði leigu fyrir aðstöð-
una á KA-svæðinu. Gunnar segir
að samningar við verslanir á
Akureyri, um að þær taki ekki
inn vélbúnað til móttökunnar
heldur gefi hlutafélaginu Köru
Gunnar Garðarsson, umsjónarmað-
ur með starfi Endurvinnslunnar á
Norðurlandi.
þessa starfsemi eftir, hafi verið
langt komnir. Aðeins ein verslun
hafi komið í veg fyrir að af þess-
um samningi varð ekki og þar sé
um að ræða Hagkaup en sú versl-
un hafði gert samning um kaup á
vélbúnaði í öll sín útibú á land-
inu.
„í rauninni eru verslanir ekk-
ert hrifnar af því að þurfa að
leggja út í kostnað við þessar vél-
ar og verslunarmenn voru ánægð-
ir með þetta fyrirkomulag eins og
það var. Við hjá Kara höfðum
sett dæmið þannig upp að við
þyrftum að verja um 3 milljónum
króna til að útbúa góða aðstöðu
til móttöku umbúða og þá hefðu
verslanirnar algerlega verið laus-
ar við þetta en þess í stað sýnist
mér að verslanirnar á Akureyri
verði að verja í heild 10-12 millj-
ónum króna til að kaupa vélar.
Fjárfestingin á hverja verslun til
þessara hluta er því mikil því ein
móttökuvél getur kostað allt upp
í eina milljón króna. Vissulega
verða verslanir ekkert skyldaðar
til að kaupa vélbúnað en margir
verlunarmenn sögðu þó þegar við
stóðum í þessum viðræðum að ef
einn tæki sig út og setti upp vél þá
hlytu fleiri að gera það líka.“
Gosflöskur breytast í föt!
- En hvernig hefur þessi starf-
semi gengið fram að þessu?
„Mér finnst þetta hafa gengið
mjög vel. Skilin hafa alltaf verið
að aukast og núna er þetta orðið
þannig að þetta er minna og jafn-
ara. Þessi starfsemi var hugmynd
í byrjun sem menn vildu skoða
og hrinda í framkvæmd og það
hefur verið gaman að glíma við
þetta. Maður finnur líka vel að
þetta var nauðsynlegt. Ég get í
það minnsta ekki gert mér í
hugarlund hvers lags haugur það
væri ef saman kæmi á einn stað
allt það sem við höfum tekið á
móti.“
Ymis konar endurvinnsla fer
stöðugt vaxandi í heiminum.
Búast má við að á næstu árum
verði á þessu talsverð breyting og
Gunnar segir að þegar sé byrjað
erlendis að safna saman pappa-
umbúðum til endurvinnslu. Hér
er t.d. átt við mjólkurfernur.
Hugsanlega verður þess ekki
langt að bíða að fólk geti hér á
landi fengið nokkrar krónur í
vasann fyrir slíkt. Væntanlega
verður þó styttra þangað til farið
verður að greiða fyrir skil á
áfengisflöskum. Pó segir Gunnar
að ekki verði farið að taka á móti
nýjum umbúðum til endurvinnslu
fyrr en það kerfi sem nú er verið
að byggja upp verði farið að
ganga eðilega fyrir sig. En hvað
verður um dósirnar og plast-
flöskunar sem skilað er til Endur-
vinnslunnar?
„Áldósirnar eru pressaðar í
böggla hér á landi og síðan send-
ar til útlanda og þar notaðar í
almenna álbræðslu. Plastumbúð-
irnar eru hins vegar pressaðar hér
heima og sendar til Skotlands þar
sem unnið er úr þessu einangr-
unarefni í ýmis konar skjólfatn-
að. Þetta efni kemur því til baka
til okkar í alls kyns vindfatnaði
t.d. snjósleðagöllunum sem mik-
ið eru notaðir hér. Fólk getur því
séð að endurvinnslan er ekki ein-
göngu til hreinsunar umhverfinu
heldur skilar aukinni nýtingu."
Einn aðili hefur skilað
fyrir 120 þúsund
Gunnar segir að tveir til þrír ein-
staklingar hafi á undanförnum
mánuðum orðið góðkunningjar
starfsmanna í móttökustöðinni
og einn aðilinn hefur aflað sér
120.000 kr. tekna með unibúða-
söfnuninni. Þessir ötulu safnarar
láta ekkert tækifæri framhjá sér
fara og jafnvel eru næturnar not-
aðar til að tína dósir út um all-
an bæ. Gunnar er spurður hvort
vegi þyngra, hjá því fólki sem
skilar þessum umbúðum, að
losna við þær eða fá aukapening
aftur í vasann.
„Krakkarnir eru okkar bestu
viðskiptavinir og þau eru hvað
ánægðust :neð að sjá peninginn
en hins vegar eru þau í minni-
hluta í viðskiptavinahópnum.
Fólk talar mjög skýrt um það
hversu mikill þrifnaður er af því
að losna við þessar dósir og við
höfum orðið varir við að fólk er
farið að sjá mun á bænum eftir að
þetta byrjaði. Þetta hefur jafnvel
orðið til þess að fólk er farið að
taka eftir öðru rusli og það er að
sjálfsögðu gott að fólk vakni til
umhusunar um þessi mál,“ segir
Gunnar Garðarsson. JOH
Alfreð Jónsson, starfsinaður í móttökustöðinni á Akureyri. Þær umbúðir
sem tekið hefur verið á móti í stöðinni fylla um 50 gáma af stærstu gerð.
Myndir: KL