Dagur - 17.01.1990, Qupperneq 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 17. janúar 1990
Miðvikudagur 17. janúar 1990 - DAGUR - 7
Bridge
Bridge
Undankeppni Bridgesambands Norðurlands
eystra, fyrir íslandsmót (sveitakeppni) verður
spiluð á Akureyri dagana 26.-28. janúar.
Spilað verður í Verkmenntaskólanum á Eyrar-
landsholti.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Kristins
Kristinssonar í síma 24477 á daginn og 22693 á
kvöldin fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 24. janú-
ar. Þátttökugjald fyrir sveit er kr. 7.500,-
Fyrirkomulag tilkynnt síðar.
^mm^mmmmm^mmmmmmmmmmmm^^mm^mi
IúttÍí| ÍÞRÓTTADEILD
11l LÉTTIS
N.AKwny'
Félagsfundur
verður haldinn í Skeifunni, fimmtudaginn 18.
janúar kl. 20.30.
Fundarefni:
fþróttahátíð, kynning.
Önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Útsalan
er hafin
★
Mjög góður afsláttur
★
Veríð velkomin
HAGKAUP
Akureyri
Evrópuráðsstyrkir
á sviði félagsþjónustu
Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og sam-
taka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynnisferða
til aðildarríkja ráðsins á árinu 1991.
Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafnframt veitir
nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.
Félagsmálaráðuneytið, 11. janúar 1990.
Reisulegt
timburhúsí
miðbæ
.jFyrir mig hefur þetta mikið gildi,“ segir
Orn Viðar Erlendsson, einn fjögurra eig-
enda hússins, um endurbæturnar.
Myndir: KL
og þá hafi það verið í því ásig-
komulagi sem suðurhliðinni hef-
ur nú verið komið í. Húsið hafi
því látið á sjá á mjög skömmum
tíma.
Fyrir mig hefur þetta
mikið gildi
„Ég er kannski frekar að segja að
Akureyringar hafa ekki tekið við
sér í viðhaldi gömlu húsanna fyrr
en núna. Þessi tilhneiging hefur
ekki komið fyrr en á seinustu
árum, mun seinna en í Reykja-
vík. Dæmi um þetta eru mörg
hús í Innbænum sem nú er verið
að lagfæra. Tilhneiging til við-
gerða á gömlu húsunum er að
vaxa. Mér finnst þetta hús okkar
verða hreint gull þegar búið verð-
ur að koma því í gott ástand með
tilheyrandi lóð,“ segir Örn.
Sú spurning vaknar þegar rætt
er um gömul hús og endurbætur á
þeim hvort þetta yfirleitt borgi
sig. Er þetta ekki alltof dýrt?
„í svona tilfellum verður mað-
ur að velta þeirri spurningu fyrir
sér hvað maður er að borga fyrir.
Ef maður hugsar eingöngu um að
koma sér þaki yfir höfuðið og
þykist ekki finna til menningar-
legs gildis hússins eða sögu, þá er
þetta auðvitað spurning. Fyrir
mig hefur þetta mikið gildi, svo
ekki sé nú talað um hve mikið
gildi það hefur fyrir bæinn að
svona hús standi og fái að njóta
sín enda er nóg til af nýju húsun-
um. Á sumrin hefur verið stans-
laus straumur af fólki sem mynd-
ar húsið og maður hefur stundum
velt því fyrir sér hvort það sé
vegna þess að það er svona hrör-
legt eða vegna þess að húsið er
merkilegt en hrörlegt. Reynslan
verður að skera úr um það næsta
sumar hvort það var lélegt ástand
þess sem fólk var að mynda eða
hvort það var allt þetta mikla
skrautverk sem fólk sóttist eftir.
Ég hallast einmitt að því að þetta
skrautverk hafi dregið að enda
hefur þjóðminjavörður látið hafa
eftir sér að þetta sé ein fallegasta
húshlið á landinu og þá má minna
vera,“ segir Örn.
Húsið verður ekki friðað
Örn segist gera ráð fyrir að húsið
verði ekki friðað. Friðun hafi
vissa ókosti í för með sér fyrir
eigendurna en kosti fyrir menn-
ingu bæjarins þar sem því megi
ekki breyta. „Þar sem húsfriðun-
arsjóður greip ekki inn í málið
með styrk þegar það var erfiðast
fyrir okkur þá friðum við það
ekki,“ segir hann.
Um áframhaldið á viðgerð
hússins segir Örn að allt húsið
verði málað í gula og græna litn-
um næsta sumar. Hann segir við-
brögð fólks í bænum við þessum
endurbótum mjög góð. „Það er
alveg merkilegt að fólk lítur á
þetta sem glataðan hlut þegar
húsið er svona illa farið en verður
síðan snortið þegar búið er að
gera eitthvað fyrir það. Mér
finnst eins og fólk gefi sér ekki
þann möguleika að hægt sé að
gera við svona lagað."
Örn segist kannast við að ekki
hafi allir verið sammála um þessa
gulu og grænu liti sem eigendurn-
ir völdu á húsið. Gulur litur var í
eina tíð á húsinu en Örn segir að
þessi litur hafi verið valinn, ekki
síst með það fyrir augum að lyfta
húsinu upp úr „þessari litlausu
lægð sem verið hefur. Þess vegna
er guli liturinn eins og hann er.
Þetta á ekki að fara framhjá nein-
um,“ bætir hann við. JÓH
Akureyrar
fær á sig
uppruna-
lega mynd
Suðurhlið hússins við Hafnarstræti 86 á
Akureyri. Þetta er ein fallegasta húshlið
á landinu að mati þjóðminjavarðar en
viðamikilli viðgerð á henni lauk sl. haust.
Xlúsið verður gull
þegar þessu verður lokið
- segir Örn Viðar Erlendsson, einn flögurra eigenda
Þetta er stórmerkilegt hús. Þaö er byggt
árið 1903 og í því var rekin til margra
ára verslunin EyjaQörður, sem margir
kannast viö. Þetta er norskt timbur-
hús sem hingað var flutt og er eigin-
lega að mörgu leyti eins og bjálkahús, þ.e. þetta
er ekki panell að innan og utan eins og mörg þessi
timburhús eru heldur er þetta gegnheil fura. Það
er því mikið timbur í þessu húsi,“ segir Örn Viðar
Erlendsson, einn Qögurra eigenda húsins við
Hafnarstræti 86 á Akureyri. í haust lauk stórum
áfanga í endurbótum þessa húss í miðbæ Akur-
eyrar þegar lokið var við viðgerð á suðurhlið
hússins. Eigendur þess máluðu síðan hliðina gula
og græna og stingur húsið því verulega í stúf við
næstu hús.
„Raunverulega er húsið ekki
illa farið heldur hefur umgerðin
um húsið drabbast niður í gegn-
um tíðina. Eigendaskipti hafa
verið tíð og fyrir vikið hefur
þarna búið alls konar fólk en við-
haldinu hefur lítið verið sinnt.
Þegar ég keypti hluta hússins fyr-
ir fimm árum síðan sat ég nánast
agndofa yfir því að ekkert hafði
verið gert fyrir húsið því ég er
viss um að ef þetta hús stæði í
miðborg Reykjavíkur þá væri
búið að gera við það fyrir löngu
síðan.“
Suðurhliðin
á þriggja ára áætlun
„Ég byrjaði því á að fikta í viðn-
um hér og þar í húsinu og komst
að því að fúa var ekki að finna
nema á einstaka stað og þá þar
sem hægt var að bæta á mjög ein-
faldan hátt,“ segir Örn Viðar.
Mjög fljótlega var gerð áætlun
um endurbætur hússins og þá
fyrst viðgerð á suðurhliðinni.
Samkvæmt áætluninni átti við-
gerð hennar að taka þrjú ár og
Ijúka síðastliðið haust, sem og
varð raunin. „Hliðin var illa farin
og hefur nú kostað okkur eigend-
ur hússins 1,9 milljónir króna.
Við höfum fengið styrk frá
þjóðminjaverði upp á 90 þúsund
krónur á ári í þessi þrjú ár sem
framkvæmdirnar hafa staðið. Frá
Akureyrarbæ höfum við ekkert
fengið í styrk en húsfriðunarsjóð-
ur veitti okkur einnar milljónar
króna lán til sjö ára svo suður-
hliðinni yrði lokið samkvæmt
áætlun."
Örn Viðar segir að nauðsyn-
legt hafi reynst að gera áætlun
um viðgerðina og taka hana í
áföngum. Hann segist ekki gagn-
rýna Akureyringa fyrir að hugsa
illa um húsin sín en brenna vilji
þó við að þegar á annað borð sé
kominn tími til að huga að við-
haldi þá líði of langur tími þar til
hafist sé handa. Því sé ástandið í
flestum tilfellum orðið slæmt
þegar loks er farið af stað. Örn
segist hafa séð mynd af húsinu
við Hafnarstræti 86 frá árinu 1958
STAÐGREÐSIA
1990
STAÐGREIÐSLA
AF HLUNNINDUM
Ferðalög, fœðl, falnaður, húsnœði, orka.
Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru
staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Noregurog NewYork Annars
Svfþjóð borg staðar
Almennirdagpeningar 190SDR 180SDR 155SDR
Dagpeningar vegna ;
þjálfunar, náms eða
eftirlitsstarfa 120SDR 115SDR 100SDR
Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Gisting og fœði í einn sólarhring 6.090kr.
Gisting í einn sólarhring 3.01 Okr.
Fœði hvem heilan dag, minnst iOklstferðalag 3.080kr.
Faeði f háifan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.540kr.
Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35%
vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar.
Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár
þegar 50% af fullri flárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð
sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé.
Fái launamaður greidda dagpeninga fýrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin
lækka um 635 kr. fyrir hvem dag umfram 30.
Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt
og skal metið þannig til tekna:
Fulit fœði fullorðins 635 kr. á dag
Fullt fœði bams yngra enl2ára 509kr.ádag
Fœðiaðhlula 254kr.ádag
Greiði launamaður laegri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til
um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldra tekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis
eða að hluta ber að telja til tekna að fullu.
FATNAÐUR
Falnaðursem ekki telstlil einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar
skal talinn til tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjurstaðgreiðsluskyldar.
Ávalltskal reikna staðgreíðslu afallri greiðslu launagreiðanda til launamanns til kaupa á fatnaði.
Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru
staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna:
Fyrirársafnotreiknast2,7% affasteígnamati húsnœðisins, þmt. bílskúrs og lóðar.
Sé endurgjald greitt að hluta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af
gildandi Idsteignamatl.
__________________Húsaleigusfyrk ber að reikna að fullu til tekna._______________
Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár.
Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
RÍKISSKATTSTJÓRI
i
8