Dagur - 17.01.1990, Side 9

Dagur - 17.01.1990, Side 9
 Fædd 9. ágúst 1916 - Dáin 7. janúar 1990 Frænka okkar Freyja Þorsteins- dóttir var jarðsett á Dalvík 13. janúar síðastliðinn. Hún var fædd á Hamri í Svarfaðardal 9. ágúst 1916 og fluttist með for- eldrum sínum í Efstakot á Dalvík árið 1918. Foreldrar hennar voru Kristrún Friðbjörnsdóttir frá Efstakoti og Þorsteinn Antons- son útvegsbóndi frá Hamri. Við systkinabörnin sem ætlum að minnast frænku okkar með örfáum orðum, munum hana best eftir að hún er flutt til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Sigurði Hjart- arsyni en þau giftu sig árið 1952. A heimili þeirra hjóna að Hvassaleiti 59, vorum við öll allt- af jafn velkomin, bæði við sem bjuggum nærri og komum oft og hin sem vorum fjær og komum sjaldnar. Alltaf var húsrými, einnig tími til að greiða götu hvers og eins sem þangað leitaði. Leið okkar flestra frændsystkin- anna frá Dalvík lá til Reykjavík- ur til náms. Var þá ætíð auðsótt að fá að hafa vetursetu í Hvassa- leitinu. Það var mikill styrkur fyr- ir okkur óþroskaða unglina sem komum að norðan að fá að búa á heimili sem því er Siggi og Freyja áttu að finna það öryggi og þá hlýju sem þar ríkti. Gátum við þar einnig lært mörg snör hand- tökin og það að vera ekki lengi að taka ákvarðanir því ekki var hún frænka okkar að hika við hlutina. Kunnum við það vel að meta. Saumaskapur fórst Freyju sér- staklega vel úr hendi. Margar kennslustundir fengum við stelp- urnar í þeim fræðum sem hefur nýst okkur mjög vel í gegnum árin. Þær eru ekki fáar flíkurnar sem Freyja hefur saumað á afkomendur sína og frændfólk. Fannst okkur það með ólíkindum hversu stuttan tíma það tók að fullvinna hverja flík. Freyja átti sterkar rætur til átt- haganna og kom á hverju sumri heim í Efstakot. Munum við glöggt þegar Freyja, Siggi og krakkarnir, Kristrún, Hjörtur og Þorsteinn Óli voru að koma norður til lengri eða skemntri dvalar. Það var tilhlökkunarefni, því Freyju fylgdi gleði og kraftur svo allir hrifust með. Þá var von á tilbreytingu, því Freyja vildi gjarnan ferðast lengra eða styttra og fóru þá oft margir saman. Hvað skemmtilegastar voru ferð- irnar heim að Hrísum en þangað !á leið hennar oft til frændfólks- ins sem þar bjó. I nafni systkinabarna Freyju langar okkur að lokum að þakka henni fyrir einstaka hjartahlýju og hjálpsemi í okkar garð. Við erum sterkari eftir að hafa notið umsjár þessarar þróttmiklu og lífsglöðu konu. Elsku Siggi og frændsystkin, megi minningin um Freyju verma hjarta ykkar og styrkja. Jóhanna og Anna Bára. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að skipa nefnd: Á að kanna hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakannanir Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakann- anir. Leitað verður eftir tilnefning- um í nefndina frá eftirtöldum aðilum: Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, Félagsvísindadeild Háskóla íslands, Heimspekideild Háskóla íslands - þar er óskað sérstaklega eftir að tilnefndur verði kennari í siðfræði, Blaðamannafélagi ís- lands og Gallup á íslandi. Ákvörðun ráðuneytisins byggir á eftirfarandi þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 11. maí 1988: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðana- kannanir. Nefndin skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi sé að koma á fót samstarfi þeirra sem fást við gerð skoðanakannana og tryggja að þeir setji sér starfs- og siða- reglur sem eftir verði farið án þess að lagasetning komi til.“ Happdrætti Sjálfsbjargar: Vinningsbílliim í Bessastaðahrepp Á aðfangadag var dregið í happ- drætti Sjálfsbjargar. Nýlega var einn af vinningunum, bifreið af gerðinni Toyota Corolla 1300 st. Hachbachback, afhent vinnings- hafa, Fjólu Einarsdóttur, Bessa- staðahreppi. Á meðfylgjandi mynd er vinn- ingshafi að taka við bifreiðinni. Frá vinstri: Tryggvi Gunnarsson, sölumaður hjá Toyota umboð- inu, vinningshafi, Fjóla Einars- dóttir, Trausti Sigurlaugsson, forstöðumaður happdrættisins og Tryggvi Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Kynning á virðisaukaskatti Laugardaginn 20. janúar nk. höldum við kynningu á virðisaukaskatti fyrir viðskiptaaðila okkar. Kynningunni verður skipt upp eftir atvinnugreinum. Frummælandi verður Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi og leiðbeinendur starfsmenn Endurskoðunar Akureyri hf. Kynningin verður haldin í Verkmennta- skólanum á Akureyri og hefst kl. 10.30. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu okkar í síma 26600 fyrir föstudag 19. janúar. Þátttökugjald verður kr. 1.000,- □□□□ Endurskoðun Akureyri hf. Glerárgötu 24, Akureyri. Sími 96-26600 Simfax 96-26601. LV - ............................. ............... - - Vantar strax í VallargerS blaðbera )i og í einbýlishús í Gerðahverfi 2. m DAGUR óskar eftir að ráða íþróttafréttamann í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. febrúar nk. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun áskilin. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222. — AKUREYRARBÆR Fasteignagjöld 1990 Unnið er að álagningu fasteignagjalda á Akureyri 1990 og verða álagningarseðlar sendir út í lok mánaðarins ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar hefir fast- eignaskattur af eigin íbúðarhúsnæði ellilífeyris- þega, sem verða 70 ára og eldri á þessu ári, verið lækkaður um allt að kr. 15.000,- Lækkunin er færð inn á gjaldseðlana. Samsvarandi lækkun verður veitt örorkulífeyris- þegum miðað við tekjumörk, sem bæjarstjórn setur. Tilkynnt verður um lækkunina þegar fram- töl hafa verið yfirfarin síðar í vetur. Akureyri, 15. janúar 1990. Bæjarritari. f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.